Morgunblaðið - 02.01.2014, Page 11

Morgunblaðið - 02.01.2014, Page 11
fræðingur og saman mynda þau Heilsufólkið. Kraftaverkatréð Ragnheiður er heilluð af því sem unnið er úr trénu Moringa og hafði það mikið að segja þegar Ólafur hafði samband. „Þetta Moringa er kallað kraftaverkatré og það hefur haldið lífinu í heilu þjóðflokkunum síðast- liðin þúsund ár þegar skort hefur næringu og auðlindir hafa verið uppurnar,“ segir Ragnheiður. „Svo þegar vísindamenn komast í að rannsaka laufin á trénu sést hvað gífurleg nær- ing er í hverju laufi.“ Laufin eru þurrkuð og því næst mulin. Andoxunarefni og amínósýrur Talið er að Moringa inni- haldi um 46 mismunandi andox- unarefni auk þeirra 90 næring- Ljósmynd/(C) MOTIV, Jón Svavarsson Heilsufólkið Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er ein þeirra. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Í þessum mánuði hefst jóganámskeið sem bæði verður haldið í Reykjavík og á Akureyri. Námskeiðið, sem ætl- að er konum á ýmsum aldri, miðar að því að kenna undirstöðuatriði jóga til að þátttakendur geti stundað það heima. Námskeiðið kennir Arnbjörg Krist- ín Konráðsdóttir, Kundalini jógakenn- ari, jógískur ráðgjafi og höfundur hugleiðslubókarinnar Hin sanna nátt- úra sem kom út síðasta sumar. Á umræddu námskeiði er konum gefinn kostur á að koma saman í hæfilega stórum hópi, um þrettán saman, átta sinnum yfir vorönnina og læra undirstöðuatriði jógaiðkunar. Hver og einn þátttakandi fær að auki þrjá einstaklingsmiðaða tíma í jógískri ráðgjöf þar sem fundin er heppileg heimaiðkun hvort sem er öndun, mantra, hugleiðsla eða jóga- æfingar. Allar nánari upplýsingar geta áhugasamir nálgast á vefsíðu Græna lótusins, www.graenilotusinn.is Innri kyrrð og gleði fundin í jóga AFP Líkamsrækt Mörgum þykir gott að iðka jóga, bæði fyrir líkamann og sálina. Jóga stundað heima Argan-tréð eða Argania spinosa eins og það heitir á latínu er sú jurt sem gefur Argan-olíuna af sér. Berberar í Marokkó voru fyrstir til að vinna þessa olíu úr hnetum trjánna og eru aðferðirnar við vinnsluna býsna sér- stakar. Saga olíunnar er líka sérstök því innsti kjarni hennar var uppgötv- aður þegar geitur voru að gæða sér á hnetum trjánna en meltu ekki innsta kjarnann. Það vakti athygli fólks sem fór fyrir vik- ið að rannsaka hvað leyndist í kjarnanum og þannig fannst ol- ían sem í dag er ákaflega dýrmæt og eftirsótt, bæði í snyrtivörur og matvælafram- leiðslu. Þökk sé geitunum ARGAN-OLÍAN GÓÐA arefni sem greind hafa verið. „Við erum að tala um jurt sem inniheldur gífurleg andox- unarefni, amínósýrur og B- vítamínstuðla sem hjálpa Íslend- ingum að glíma við depurð. B- vítamín var notað sem þunglynd- islyf í gamla daga. Stuðlarnir í Moringa eru mjög háir og hafa margfalt meiri virkni en venjuleg- ar afurðir sem eru þekktar fyrir sína virkni,“ segir Ragnheiður. Aðalástæðan fyrir því að Ragnheiður vildi gefa viðskipta- hugmyndinni tækifæri er sú að hún hefur áhuga á því sem er náttúrulegt, hreint og gerir ein- hverjum gott. Heitast í Hollywood Þegar verkefni þeirra í Heilsufólkinu var hafið segir Ragnheiður að hugmyndin hafi tekið að vinda upp á sig þegar í ljós kom að snyrtifræðingurinn Anna María hafði verið að gera tilraunir með sjávarsalt og flytja inn Argan-olíu. „Argan-olían er í raun það heitasta í Hollywood í dag en þessi olía er mjög sérstök og kemur frá Marokkó. Berber- konur eru þær einu sem fá að vinna olíuna og okkar olía er handunnin. Það tekur eina konu þrjá daga og 16 kíló af Argan hnetum að búa til einn lítra af ol- íu. Þessi olía hefur verið falið leyndarmál í einhver hundruð ár og nú er snyrtivöruiðnaðurinn far- inn að átta sig á hver virkni Arg- an-olíunnar er,“ segir Ragnheiður. Það varð úr að Heilsufólkið fór að flytja olíuna inn í stórum brúsum, og tappa henni sjálft á smærri flöskur og selja auk ís- lensks sjávarsalts sem unnið er á Reykjanesi og Ragnheiður segir að sé sérlega steinefnaríkt. „Það er þurrkað með jarðhita þannig að við notum náttúruna í alla vinnslu á vörunni,“ segir hún. „Svo límum við alla límmiða á sjálf og notum engin tæki eða vél- ar til að pakka.“ Ragnheiður segir að mik- ilvægt sé að hugleiða hvað við setjum ofan í okkur og að sama skapi hvað við setjum á okkur. „Húðin er stærsta líffæri lík- amans og með því að setja eitt- hvað sem kemur frá náttúrunnar hendi, eins og salt sem gefur húð- inni steinefni og olíu sem endur- nærir húðina erum við að gera húðinni gott á náttúrulegan hátt,“ segir Ragnheiður Guðfinna. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.heilsufolkid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.