Morgunblaðið - 02.01.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR
Sérprentanir í minni eða stærri upplögum!
PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is
Íslensk
framleiðsla
Áramótin „vekja í huga okkar
löngun til að gera betur í framtíð
en í fortíð og þau minna okkur á
að gefa gaum að tækifærum lífs-
ins“, sagði Agnes M. Sigurð-
ardóttir, biskup Íslands, í nýár-
spredíkun sinni í Dómkirkjunni í
gær. Hún lagði út af guðspjalli ný-
ársdags þar sem greint er frá
nafngjöf Jesú. Nafnið Jesús merk-
ir Guð hjálpar.
„Öll erum við hjálpar þurfi ein-
hvern tímann á lífsleiðinni og þá
er gott að vita af traustum vinum
eða sérfræðingum sem til hjálpar
koma. Undanfarna daga höfum við
fylgst með öflugu starfi björgunar-
og hjálparsveita hér á landi. Starfi
sem unnið er af miklum kærleika
til náungans og áhuga á að láta
gott af sér leiða. Það er þakk-
arvert og ekki sjálfgefið að eiga að
slíka bakvarðarsveit. Það er
ánægjulegt að finna það traust
sem þjóðin ber til hjálparsveit-
anna, en traust er lykilhugtak fyr-
ir farsæld í mannlegum sam-
skiptum og endurreisn þjóðar,“
sagði Agnes.
Hún ræddi einnig um Hjálp-
arstarf kirkjunnar og hve margir
leggja sig fram við að láta gott af
sér leiða til uppbyggingar sam-
félagsins. Agnes þakkaði fyrir
framlög og stuðning við söfnun til
styrktar nýjum línuhraðli Land-
spítalans en safnað var m.a. í
sóknum landsins.
Þá ræddi Agnes um öryggi og
traust og sagði margt geta valdið
öryggisleysi. „Traust er orð sem
oft hefur heyrst, einkum í seinni
tíð þegar ýmislegt sem við treyst-
um var ekki traustsins vert,“ sagði
Agnes og rifjaði upp afleiðingar
bankafallsins fyrir fimm árum.
„Það er því ekki óeðlilegt að
traustið hafi beðið hnekki í sam-
félagi okkar síðastliðin ár, þegar
við höfum þurft að endurmeta
margt og læra að lifa við aðrar að-
stæður. En til að endurreisnin í
samfélaginu og í eigin lífi verði
sönn verðum við að treysta.
Traust er grunnur að farsælu lífi.
Allt er hverfult í heimi hér og allt
er breytingum háð. En það sem
ekki breytist er Guð. Við sem trú-
um, treystum því að kraftur Guðs
sé að verki í veröld okkar og við
treystum því að Guð muni eftir
okkur og elski okkur eins og við
erum. Að trúa er að treysta því að
Guð er með okkur á lífsins vegi,“
sagði Agnes. gudni@mbl.is
Traust – grunnur
að farsæld
Morgunblaðið/Ómar
Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir ræddi meðal annars um mikilvægi
traustsins í nýárspredikun sinni.
Nýárspredikun
Agnesar M. Sigurð-
ardóttur biskups
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Verkefnið er áhugavert og sjálf-
um finnst mér alltaf skemmtileg-
ast að vera þar sem einhver hreyf-
ing er á hlutunum,“ segir Gunnar
Ingi Birgisson, verkfræðingur og
fv. bæjarstjóri í Kópavogi. Hann
hóf nýverið störf
sem ráðgjafi hjá
verktakafyrir-
tækinu Suður-
verki hf. sem
annast vegagerð
nærri Narvik í
Norður-Noregi.
Þar er verið að
byggja 1.100 m
langa hengibrú
yfir Háloga-
landsfjörð sem verður ein sú
stærsta í Noregi. Að brúnni
beggja megin frá eru lagðir vegir
alls 5 km og þann verkþátt hafa
Suðurverksmenn með höndum.
Langur dagur og góð laun
Alls vinna um 40 manns á veg-
um Suðurverks að þessu verkefni.
Reglan er sú að 20 menn eru við
störf í Noregi í tvær vikur í senn.
Eru svo aðrar tvær í fríi og þá er
annar jafnstór hópur á vaktinni
ytra. „Þetta eru hörkuduglegir
karlar, mörgum hef ég unnið með
áður og það er gaman að hitta þá
aftur. Suðurverk hefur alltaf verið
með fínan mannskap og þessir láta
sér ekki allt fyrir brjósti brenna
þótt þeir rífi sig upp klukkan sex á
morgnana og slái ekki af fyrir en
að ganga átta á kvöldin. En þeir
eru líka á fínu kaupi og fá launin
greidd í norskum krónum,“ segir
Gunnar Ingi sem í áraraðir var
framkvæmdastjóri Klæðningar hf.
Fór seinna í pólitíkina, það er bæj-
armálin í Kópavogi og sat á Al-
þingi, en er nú kominn heilan
hring og aftur í verktakabransann.
Aðstæður til vegagerðar við Há-
logalandsfjörð segir Gunnar Ingi
vera um margt erfiðar. „Þarna er
grjót, tré og mýrar og vegarlagn-
ingunni fylgja fyllingar, allskonar
skeringar í köntum og svo þarf
vegurinn að síga niður í votlendið
áður en hægt er að leggja slitlagið.
Svo eru Norðmennirnir svolítið
ferkantaðir. Regluverkið sem
fylgir framkvæmdum er flókið, það
þarf leyfi fyrir nánast öllu og það
er m.a. hlutverk mitt að sjá um
þessa pappírsvinnu,“ segir Gunnar
Ingi. Bætir við að framgangur
verksins hafi verið samkvæmt
áætlunum svo allt standi á pari.
Verklok séu 2015 en verkið fari þó
býsna langt á nýju ári, sem nú er
að ganga í garð.
Hættir í pólitíkinni
„Það verður bara að ráðast
hvort ég held áfram í þessu ati.
Mér finnst að minnsta kosti gaman
að vera kominn aftur í svona jarð-
vegsframkvæmdir,“ segir Gunnar
Ingi. Hann er sem kunnugt er á
útleið úr pólitíkinni og hyggst ekki
gefa kost á sér til áframhaldandi
starfa í bæjarstjórn Kópavogs þar
sem hann hefur setið frá 1990.
Gerist ráðgjafi við
vegagerð í Noregi
Gunnar Ingi Birgisson hjá Suðurverki í Narvik Aftur í
verktakabransann Gaman að hitta gamla samstarfsmenn
Narvik Við Hörðalandsfjörð þar sem Suðurverksmenn sprengja fyrir vegi.
Gunnar
Birgisson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Almennt held ég að notkun end-
urskinsmerkja sé ábótavant en að
undanförnu hefur þó ákveðin vit-
undarvakning átt sér stað og höf-
um við t.a.m. hvatt okkar fé-
lagsmenn til þess að nota slík
merki,“ segir Hjörtur Bergstað,
formaður hestamannafélagsins
Fáks, en blásið hefur verið til
átaksverkefnis um aukinn sýnileika
knapa og fáka í skammdeginu. „Við
mælumst til þess að fólk noti end-
urskinsmerki, hvort sem það eru
börn, unglingar eða eldra fólk,“
segir Hjörtur en sérstakir end-
urskinspakkar, þar sem bæði knapi
og hestur eru merktir, eru í boði í
tengslum við átakið og fást pakk-
arnir í fjölmörgum verslunum um
land allt.
Merkja menn, hesta og hunda
Halldór Victorsson er versl-
unarstjóri Líflands í Reykjavík og
segir hann nokkra pakka vera í
boði. „Þetta er bara eitthvað sem
er nauðsynlegt, bæði á hesta og
fólk, því allir eru svartklæddir í
dag,“ segir Halldór sem líkir átaks-
verkefninu við annað eldra átak
þegar brýnt var fyrir hestamönn-
um að vera með hjálm á höfði.
„Sem betur fer eru flestir komnir
með hjálm núna.“
Aðspurður segir hann það ekki
vera nýtt að merkja hestana sér-
staklega með endurskinsmerkjum
því að sögn hans hefur slíkt tíðkast
um árabil og hafa merkin þá eink-
um verið fest á ístöðin. „Núna eru
menn að taka inn á hús og því gott
að vera vel sýnilegur enda umferð
oft mikil í kringum hestamenn.“
Spurður hvort hestar séu einu
dýrin sem vinsælt er að merkja
með endurskini kveður Halldór nei
við og bendir á að margir séu nú
farnir að festa bæði ljós og merki á
hunda sína. „Fólk sem er mikið í
útivist er farið að huga vel að
þessu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Útreiðar Hestamenn verða að gæta
þess að sjást vel þegar dimmt er yfir.
Menn og skepnur verði
sýnilegri í skammdegi