Morgunblaðið - 02.01.2014, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Ofurhetja Fjölmenni var á Ylströndinni í Nauthólsvík í gær, margir fengu sér sundsprett og létu kaldan sjóinn ekki aftra sér enda segja unnendur sjóbaða að fátt sé betra en kalt sjóbað.
Árni Sæberg
Eins og allir vita er
íslensku félagshyggju-
fólki afar umhugað um
samhjálp, svo mjög
reyndar að fyrsta
hreinræktaða rík-
isstjórnin gerði allt
sem í hennar valdi til
að koma allri þjóðinni
til nauðþurfta og á vel-
ferðarspena erlendra
samhjálparsjóða.
Einn undirliður samhjálpar er
þróunaraðstoð, stundum nefnd
„samvinna“ þó ekki sé ljóst hvað það
hugtak eigi við en hvorttveggja er
vinstri mönnum afar hugleikið. Öf-
ugt við það sem oft mætti ætla er
gjafmildi félagshyggjufólks þó ekki
eingöngu bundin við að gefa annarra
manna fé, þó sú sé oftast raunin.
Dæmi um slíkt birtist nýlega í grein
eftir tvo aðgerðasinna í hinu ört
hverfandi vikuriti DV þar sem þeir
sögðu frá því að þeir vildu „gera eitt-
hvað fallegt og senda skilaboð í leið-
inni“. Eitthvað var þó gjafmildi að-
gerðasinnanna óljós því ætlunin var
að gefa geit til handa fátækum,
„annað hvort í Malaví eða Úganda“.
Sömu sögu er að segja
um skilaboðin því gjöf-
in var ekki í eigin nafni
heldur Vigdísar
Hauksdóttur þing-
manns. Forsaga máls-
ins er að Vigdísi hefur
ekki þótt sjálfgefið að
ríkissjóður Íslands taki
lán til aðstoðar erlendis
í nafni þróun-
araðstoðar án þess að
eiginlegur árangur sé
skilgreindur.
Bréfritara hefur
löngum verið ljóst að Vigdís er
ómissandi fyrir vinstri menn og þá í
réttu hlutfalli við greind og göf-
ugmennsku hinna síðarnefndu.
Gáfumannafélagið hefur reyndar
sjaldnast neitt skynsamlegt að segja
um Vigdísi en tjáð það samt afar
gáfulega. Svo mjög virðist Vigdís
reyndar vera orðin ómissandi að
sömu aðilar geta ekki gefið gjafir án
hennar milligöngu. Einu „skila-
boðin“ sem hinsvegar er hægt að
lesa úr framtaki samhjálparsinn-
anna í DV eru þau að barátta Vigdís-
ar sé að skila árangri. Gjafir sem eru
gefnar af fúsum og frjálsum vilja eru
að öllu jöfnu innihaldsríkari en þeg-
ar gefið er annarra manna fé. Varla
getur verið að sælla sé að gefa ann-
arra gjafir en eigin eða hvað?
Bréfritari hefur árangurslaust
reynt að grafast fyrir hjá vinstri
sinnuðum fésbókarvinum, hvað það
er sem gerir þróunaraðstoð betri
með milligöngu félagsmanna í
BSRB. Hvenær varð þróunaraðstoð
formlega ríkisvædd og er slík starf-
semi óumdeilanlega hluti af grunn-
þjónustu hins opinbera? Í öllu falli er
erfitt að koma auga á hvernig op-
inberir starfsmenn hér á landi, sem
ýmist hafa ekki burði til eða áhuga á
að stunda eigin atvinnurekstur, geti
„þróað“ eitthvað fyrir aðra og það í
þróunarlöndum.
Þegar rætt er um íslenska þróun-
araðstoð er Malaví oft nefnt til sög-
unnar en 40% þarlendra þjóð-
artekna eru í formi aðstoðar sem eitt
og sér gefur sterklega til kynna að
takmörkuð framþróun fylgi því
gjafafé sem þangað berst. Nýlega
birtist viðtal í dagblaðinu FT við
ráðþrota forseta landsins. Tilefnið
var að embættismaður sem hafði
með baráttu gegn spillingu að gera,
lá skotinn á sjúkrahúsi og í ljós hafði
komið að jafnvirði allrar þróun-
araðstoðar landsins undanfarin 15 ár
hefur verið rænt. Um þessar stað-
reyndir segja aðgerðasinnarnir að
„þróunarsamvinna skilar raunveru-
legum árangri. Hugmyndir um ann-
að eru úreltar og illa upplýstar“. Um
þetta mat eru líklega þjófarnir í
Malaví sammála. Hinir eiginlegu
gefendur gætu hinsvegar sett
spurningarmerki við framkvæmd
hinnar ríkisvæddu gjafastarfsemi og
er það vel að hinn skeleggi utanrík-
isráðherra, Gunnar Bragi, skuli loks
hafa ráðist í úttekt á því máli. Ef
gjafafé frá Vesturlöndum fer í að
tryggja í sessi spillta valdastétt er
hún líklegri til að vinna gegn en að
stuðla að þróun.
En hvers konar uppbyggingu þarf
gjöfulasta heimsálfan helst á að
halda og hvað gætu Íslendingar lagt
á vogarskálarnar? Þó að ástæðu-
laust sé að gera lítið úr mikilvægi
geita fyrir fátæka Afríkubúa þarf
augljóslega að hugsa stærra. Miles
Morland, stofnandi Blakeney In-
vestments, sem jafnframt er stærsti
fjárfestir í Afríku, telur að fjárfest-
ingar Kínverja undanfarinn áratug
hafi fært heimsálfunni meiri velmeg-
un en öll hjálp Vesturvelda síðustu
60 árin.
Ein mikilvægasta framtíðar-
atvinnugrein álfunnar er landbún-
aður og hrávöruvinnsla. Við skulum
hins vegar ekki óska þróunarlöndum
sömu hafta- og sjálfspynting-
arstefnu og við stundum í landbún-
aði, en Ísland gæti beitt sér fyrir því
á alþjóðavettvangi að fella niður
tollamúra sem hindra þessar þjóðir í
dag í að selja vöru sína á al-
þjóðamörkuðum og fá þannig sann-
virði fyrir afrakstur framleiðslu
sinnar. Helstu forsendur raunveru-
legra framfara eru hins vegar í
höndum heimamanna, öflug stjórn-
sýsla, traustir dómstólar og eign-
arréttur skipta mestu máli. Besta
fiskveiðistjórnunarkerfi heims gæti
svo verið ein hugmynd sem við gæt-
um miðlað til annarra svo nokkur
dæmi séu tekin. Í öllu falli ættum við
að forðast að ríkisvæða samhjálpina.
Eftir Arnar
Sigurðsson » Öfugt við það sem oft
mætti ætla, er gjaf-
mildi félagshyggjufólks
þó ekki eingöngu bund-
in við að gefa annarra
manna fé, þó sú sé oftast
raunin
Arnar Sigurðsson
Höfundur starfar á fjármálamarkaði.
Er Vigdís ómissandi?