Morgunblaðið - 02.01.2014, Side 18

Morgunblaðið - 02.01.2014, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com VARAHLUTAVERSLUN VÉLAVERKSTÆÐIÐ Grip – seigla – liðleiki – öryggi Verðdæmi: VW Golf ‘02 Spindilkúla 2,870 kr. STÝRISHLUTIR Öryggi og velferð er það sem hvetur okkur áfram. Þess vegna eru varahlutirnir okkar aðeins framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. FAI stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár og í nýja vörulistanum okkar eru meira en 4.000 hlutir fyrir flesta nýlega bíla. Gæði sem standast erfiðustu aðstæður. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Í rúma þrjá áratugi leitaði ég sannleikans í mörgum og ólíkum trúarsöfnuðum krist- inna manna og helstu trúarbrögðum heims- ins. Það merkilega við þessar sértrúarein- ingar um allar jarðir eru hinar ólíku trúar- játningar, sem þó eiga það allar sameiginlegt að vera byggðar á opinberunum frá Guði almáttugum, samkvæmt kenningasmiðum safnaðanna. Hvernig getur alla þessa trúar- söfnuði greint á um mikilvæg at- riði, ef Guð hefur blásið þeim þau í brjóst, voru spurningar, sem ég spurði sjálfan mig og Guð minn að í áratugi. Það sem kallað var sannleikur á einum stað, nefndist trúvilla á öðrum. Kenningasmiðunum og lærling- um þeirra líkaði illa við slíkar spurningar. Kenningunni átti ein- faldlega að trúa og vantrú og efi áttu ekki heima í veröld trú- arinnar. Mér fannst rökrétt að áætla það, að ef almættið stæði á bak við kennisetningar kirkna og safnaða, þá væri samræmi í kenn- ingum ólíkra sértrúarsafnaða og stærri kirkjudeilda. En sú var alls ekki raunin. Hvernig gat það staðist að spá- maður mormóna héldi því fram að aldingarðurinn Eden hefði verið í Missouri-ríki í Bandaríkjunum, þegar heilög ritning greindi frá því að hann hefði verið við árnar Tígris og Evrat í Mesópótamíu? Hvernig má það vera, að stærsta kirkja heims kenni að æðsti maður hennar sé óskeikull, þegar trúar- bók hennar, Biblían kennir að allir menn séu ófullkomnir? Hvernig getur ein kirkja kennt að vín og brauð breytist í hold og blóð Jesú Krists í heilagri messu, þegar önnur heldur því fram að brauðið og vínið sé einungis táknrænt og taki engum breytingum við messu- gjörð? Er Guð ekki samkvæmur sjálfum sér? Jú, en mennirnir eru það ekki. Einn söfnuðurinn kennir, að menn fari beint til himna eftir andlátið. Annar boðar að dánir sofi í gröfum sínum þar til á upprisunni. Báðir söfnuðirnir byggja kenningar sín- ar á guðsorði heil- agrar ritningar. Þó það sé kunnara en frá þurfi að segja, að Guð hafi gefið Móses lögmálstöfl- urnar á hebresku, vill trúarhreyfing lengst austur í Asíu halda því fram að kóreska sé töluð á himnum og beri því öllum, sem þangað vilja komast að læra kóresku, svo þeir geti skilið Guð og aðra himinbúa. Svona er nú rétttrúnaðurinn á kirkjubæjum veraldarinnar. Hann stenst ekki skoðun annarra sér- trúarsafnaða þó allar þessar ólíku trúarsetningar eigi að vera komn- ar fram fyrir augu mannanna fyrir tilstuðlan Guðs. Ekki held ég að Guði sé nein þægð í þessari átrúnaðarvitleysu mannanna og því síður mönnunum sjálfum. Hún þjónar engum göf- ugum tilgangi, heldur einungis sérvisku misviturra leiðtoga og trúarbragðahöfunda, sem hafa engin bein tengsl við Guð almátt- ugan. Það geta menn séð á hinum mýmörgu og ósamrýmanlegu kenningakerfum um líf og dauða, jarðlífið, himin og hel, vilji þeir yf- ir höfuð sjá. En hvernig má það vera að sumt fólk sé svo ginnkeypt fyrir „sannleika“ sértrúarsafnaðanna og geri sér að góðu kenningar, sem margar standast ekki skoðun? Þar spilar trúin stærsta hlutverkið. Fólki er kennt að trúa í algjörri undirgefni og hlýðni. Flestir fara eftir því, enda fæstir það guð- fræðilega þenkjandi, að þeir nenni að velta fyrir sér guðfræðilegum vangaveltum og hvað þá að lesa hinar fjölmörgu heilögu ritningar. Enn færri fara út í samanburða- fræði á sínum sértrúarflokki og öðrum. Þeir festast í sínum af- markaða heimi og líta á veröldina fyrir utan sem illa og ógnandi. Þegar allt kemur til alls er rétt- trúnaðurinn ekki eins óskeikull og heilagur og trúboðar hans vilja vera láta. Þriggja áratuga leit minni að Guði og sannleikanum í mann- heimi er lokið. Umbúðirnar hafa verið skreyttar af mönnum og innihaldið útbúið af mannlegum ófullkomleika og getuleysi til að upplýsa hið ólýsanlega. Því mann- legt ljós getur aldrei nokkurn tíma varpað ljósi á albirtu Guðs. Hið sanna ljós getur enginn mað- ur fundið né séð annars staðar en í sínu eigin hjarta, og þar ber það að skiljast og lýsa til lífs, umburð- arlyndis og kærleika. Til þess þarf enga sértrúarsöfnuði og því síður stærri kirkjur til að narra fólk inn í kenningakerfi og lokuð myrkv- aherbergi, þar sem það hættir að sjá veröldina réttum og óbrengl- uðum augum. Megi almáttugur Guð frelsa fólk úr sértrúaránauð ofsatrúarflokka og undan hefðbundnum forríkum og óguðlegum kirkjustofnunum. Maðurinn er sjálfur musteri Guðs, byggður af arkitekt al- heimsins og í því musteri er altari Guðs, sem er hjarta mannsins og á því logar ljós Guðs nótt sem dag. Guðfræði trúvillings Eftir Einar Ingva Magnússon »Ekki held ég að Guði sé nein þægð í allri þessari ólíku átrún- aðarvitleysu mannanna og því síður mönnunum sjálfum. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um guð- fræði. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.