Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 19
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Munið að
slökkva á
kertunum
Gætið að því að
skraut s.s. borðar eða
greinar séu aldrei of
nærri kertaloganum
og að skrautið sé stað-
sett neðarlega á kerti
þannig að kertaloginn
nái ekki til þess jafn-
vel þegar kertið hefur
brunnið til hálfs
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Páll postuli talaði
um anda, sál og lík-
ama og sagði að það
vera manninn. Eldri
trúarbrögð tala um
sál og líkama sem
væru eitt og sum
álitu sálina vera að
finna í blóðinu. Sé
svo væri hún þá
einna helst innkirtla
hormónarnir sem
stjórna allri starfsemi líkamans en
blóðið dreifir þeim út til frumn-
anna. Öll starfsemi taugakerfisins,
þar á meðal vitundin og dulvit-
undin, er ekki fyllilega skilin
ennþá eða vituð. Er heilinn okkar
t.d. bara safnstöð sem tekur við
boðum, samræmir og dreifir þeim
síðan annað til geymslu og úr-
lausnar? Draumar tilheyra dulvit-
undinni. Allt sem við upplifum og
lærum á ævinni er geymt í dulvit-
undinni, en vandasamt getur þó
verið að ná til þess aftur er við
viljum eða óskum. Taugafrumur
fjölga sér ekki en endast yfirleitt
ævina andstætt öðrum frumum
líkamans sem endurnýjast allt að
50 sinnum. Að mannsævin sé að
lengjast er tóm vitleysa. Í öllum
heiminum í dag virðist hámarks
lífaldur vera nálægt 120 ár, hins
vegar verða fleiri gamlir en áður
og reiknaður meðalaldur fer alls
staðar hækkandi. Íslendingar
verða bara hlutfalls-
lega fleiri gamlir en
áður, þökk sé betri
aðbúnaði, minni
barnadauða, nógum
mat og almennri
heilsugæslu. Hærri
meðalaldur hefur í för
með sér sífellt fleira
fólk sem þjáist af alls
konar kvillum, sumum
hverjum sem auðvelt
væri að komast hjá
eða losna við, ef t.d.
huglækningum væri
beit og upplýsingar um áhrif mat-
ar á heilsuna nýttar (á sama hátt
og lögmál Móses um mataræði).
Dáleiðsla er notuð til að komast
í samband við dulvitundina. Með
dáleiðslu og sefjun (huglækningar)
er fólk læknað af stafrænum sjúk-
dómum á fljótan og einfaldan hátt.
Þessi læknisaðferð getur því oft
keppt auðveldlega við nútímalyf-
lækningar varðandi slíka sjúk-
dóma. Sagt er að Kristur hafi
læknað á þennan hátt. Einstaka
dávaldalæknar hafa jafnvel haldið
því fram að dulvitundin gæti verið
sálin sjálf. Rofni tengingar vitund-
arinnar við dulvitundina koma
fram ýmsir kvillar að talið er.
Huglækning felst í því að end-
urnýja rofnar tengingar vitundar
og dulvitundar. Þá er talið unnt að
lækna á þennan hátt flesta staf-
ræna sjúkdóma en enga andlega
eins og t.d. geðveiki. Þó hefði
e.t.v. verið og álitið unnt að bjarga
þeim sem fremja sjálfsvíg ef hug-
lækningum hefði verið komið við í
tæka tíð.
Fleiri mættu taka Krist sér til
fyrirmyndar og stunda huglækn-
ingar ásamt predikunarstörfum.
Þeir þyrftu þá væntanlega að fá
þjálfun sérstaklega til þessa. Þetta
mætti vera hluti af menntun
presta og kennimanna og ekki fyr-
irséð að þeir hlypu brott af land-
inu mammons vegna. Þetta gæti
því létt eitthvað á lyflæknum og
um leið fært aukið líf í kirkju-
starfið. Það er ekki lítils virði að
rækta bæði líkama og sál sam-
tímis og nota hjálp huglækninga
fyrir þurfandi og veita fræðslu um
mat og mataræði til aukins heil-
brigðis safnaðarins. Þetta gæti því
orðið hagnýt og gagnleg viðbót við
núverandi þjónustu kirkjunnar og
aukið vinsældir hennar í stressuðu
samfélagi okkar tíma.
Sál og líkami – huglækningar
Eftir Pálma
Stefánsson » Gæti ekki kirkjan
gert meira fyrir okk-
ur og aukið á vellíðan
okkar með huglækn-
ingum og fræðslu um
mat og heilsu líkt og for-
dæmi trúarbragða
sýna?
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Dapurlegt er að fylgjast með Al-
þingi. Að Samfylking og Vinstri
græn skuli ekki skammast sín fyrir
daglegu leikritin sem þau setja á
svið, t.d. 2. og 3.
desember þar
sem stjórnarand-
staðan niðurlægði
sjálfa sig. Þá
eydduð þið 40
mínútum í sömu
spurningarnar,
þó búið væri að
svara ykkur, nei,
aftur og aftur
skyldi spurt um
það sama. Þið eruð ef til vill með
bómull í eyrunum. Ég man, að hjá
fyrri ríkisstjórn talaði stjórnarand-
staðan oft yfir tómum sal, svo kemur
leikrit þann 11. desember um að
enginn hafi verið til andsvara við
ykkur í umræðunum kvöldinu áður
til þess að svara þeirri málefnalegu
gagnrýni sem þið þykist hafa borið
fram. Það er þá nýlunda að þið séuð
málefnaleg. Villikettir Vinstri
grænna virðast vera að breytast í
apaketti. Villiköttur er þó sjálf-
stæður.
Þær eru tvær góðar, Svandís
Svavars rær undir með liðsstyrk frá
Bjarkeyju Gunnarsdóttur, sem gelt-
ir út og suður, allt kann hún og get-
ur betur en aðrir og Katrín Jakobs
er hætt að vera málefnaleg. Það er
ekki skrítið að fylgið við ykkur hryn-
ur.
Jafnaðarmenn samir við sig og
þar eru nú aldeilis drottningar á við
Sigríði Ingu sem alltaf tuðar og Val-
gerður Bjarna, stundum alveg úti á
túni. Katrín Júlíusdóttir bað forseta
þingsins að kenna forsætisráðherra
mannasiði. Katrín, hann sýndi ykkur
engan dónaskap. Svo eru Árni Páll
og Helgi Hjörvar í því að rífa niður.
Er þetta vinna ykkar fyrir þjóðina ?
Svo koma nýju og ungu þing-
mennirnir, og um hvað tala þeir, –
niðurfellingu tolla á allskonar mjólk,
– skráargöt, svani (en það eru merk-
ingar á vöru) og sæstreng, Birgitta
Jónsdóttir og Píratar ætla að bjarga
Tíbet. Er ykkur alveg fyrirmunað að
rýna í og skilja neyðina og ruglið hér
heima fyrir? Ósköp eru fátækleg
málefnin ykkar. Aldrei er talað um
verkafólk, minnimáttar, fátæktina,
sem komin er til að vera, held að
þeim sem ekki eiga fyrir mat sé al-
veg sama um skráargöt og svani.
Varnir landsins, er einhver að
ræða þær? Fæðuöryggi landsins, er
eitthvað kemur upp á? Hvaða hlut-
verki viljum við gegna í heimsmál-
unum? Hvort of mikil opnun lands-
ins gæti í framtíðinni orsakað að við
yrðum minnihlutahópur? Hvað Pút-
ín er að bralla með því að auka hern-
að á norðurslóðum? Hver eru áhrif
þess að ala heila þjóð upp á stofn-
unum frá því að börnin muna eftir
sér? Það er mannréttindabrot.
Þið sem viljið stýra öllum á jötuna
og jarmið sífellt um sérstakt veiði-
gjald, sem þó var sýnt fram á að
hefði slæm áhrif, hvaða þráhyggja
er þetta? Þið skulið átta ykkur á því
að það fækkar vinnandi höndum,
sem eiga að halda uppi bákninu. Og
já, það má taka til á RÚV.
Alltof margir óhæfir á þingi,
fækkið þingmönnum niður í 33 eða
skiptið landinu í 5 kantónur, sem
hver sér um sig með sínum fjár-
munum. Leikarar Alþingis geta þá
sótt um vinnu í leikhúsunum.
Ég mótmæli lágkúru og einelti
sem fram fer á Alþingi
Leitið ykkur sálfræðiaðstoðar.
Stefanía Jónasdóttir,
Sauðárkróki.
Lágkúra stjórnarandstöðu
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
Bréf til blaðsins
Fyrir nokkru voru birtar útreikn-
aðar nefndarlausnir á fjárhags-
vandræðum heimila feitu þjóð-
arinnar, sem ekki kann fótum sínum
forráð í fjármálum. Varla er hægt að
vera sáttur við hvernig þetta á að
virka, þegar stórupphæðir eru að-
eins lækkaðar um fáar milljónir eða
svo, en vaxtaklukkan sem heldur
áfram að tifa á afganginn stóra sem
líka er óviðráðanlegur.
En að öðru máli. Nú eru farnar að
heyrast raddir um að íslenskir fjalla-
sölumenn séu ekki alveg af baki
dottnir með hugmyndir sínar um að
selja stóran hluta landsins. Ekki trú-
ir maður því að flokkurinn, sem
kennir sig við sjálfstæði, geri eitt-
hvað til þess að koma í veg fyrir slík
landráð, líkt og innanríkisráðherra
vinstristjórnarinnar gerði á sínum
tíma með góðum árangri. Varla vill
þjóðin fá þá ógæfu yfir sig nú á tím-
um landvinninga Kínverja sem fara
nú um víða veröld og sérstaklega
hér á norðurslóðum í leit sinni að
jarðnæði og náttúruauðlindum sem
fara nú þverrandi. Fleira hefur eitt-
hvað orðið til vansa á síðustu miss-
erum. Boð komu fyrir stuttu frá
samtökum fyrrverandi nýlendu-
herra sem ætla að stofna Bandaríki
Evrópu en hafa þeir einnig hug á að
Ísland gangi í það sambandsríki. En
vonir þeirra hafa nú dvínað. Þessir
herrar eru nú farnir í fýlu vegna
slita á aðlögunarferlinu og af því til-
efni hafa þeir skorið niður alla þá
peningastyrki sem áttu að gera að-
lögun landsins að bandalaginu far-
sælli. Svo brá við að utanríks-
ráðherra þjóðarinnar varð hissa við
þessar fregnir. Getur það verið að
hann hafi hugsað sem svo að styrk-
irnir myndu halda áfram að streyma
inn eftir að skellt var í lás og að ný-
lenduherranir myndu bara standa
við sitt eins og ekkert hefði í skorist?
Hann hefði betur átt að hugsa eins
og Thor heitinn Vilhjálmsson, en
hann sagði eitt sinn í umræðunni um
ESB: Eftir því sem mér er boðið
meira af gulli og grænum skógum,
þeim mun tortryggnarni verð ég.
ÓLAFUR R. EGGERTSSON,
eldri borgari og
stálsmiður emeritus.
Áramótapælingar
Frá Ólafi R. Eggertssyni.