Morgunblaðið - 03.01.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Á vefsíðunni www.animatedknots-
.com er að finna allt um hnúta og les-
endum kennt að hnýta þá á sem auð-
veldastan máta.
Síðan nýtur nokkurra vinsælda
enda sniðug með eindæmum. Auk
þess er hægt að hlaða niður snjall-
símaforriti til að lenda ekki í klandri
þegar til kastanna kemur.
Almennir hnútar, siglingatengdir
hnútar, fjallamennskuhnútar, björg-
unarhnútar og svo mætti lengi telja.
Allt um það á þessari síðu sem er vel
til þess fallin að fræða fólk örlítið um
það sem sannarlega getur komið að
gagni við ólíklegustu aðstæður.
Á systursíðu þessarar er eitt og
annað að finna um hvernig brjóta má
saman servíettur á skemmtilegan
hátt.
Vefsíðan www.animatedknots.com/
Hnútar Allt um hnúta er að finna á síðunni. Stórir, smáir, þykkir og mjóir.
Lærðu að hnýta hnúta
Karlakórinn Heimir heldur sína
árlegu Þrettándahátíð á morg-
un, laugardaginn 4. janúar, í
Menningarhúsinu Miðgarði í
Skagafirði.
Hefst hátíðin klukkan 20.30
og hefur kórinn fengið til liðs
við sig einvalalið tónlistar-
manna. Þar má nefna þá Garðar
Thór Cortes, Ara Jóhann Sig-
urðsson og Stefán R. Gíslason.
Á dagskrá verður allt frá ís-
lenskum kórverkum til óp-
eruaría.
Ræðumaður kvöldsins verður
Bjarni Marinósson.
Að söng loknum leikur Grétar
Örvarsson fyrir dansi í Mið-
garði.
Endilega …
… gleðjist
með karlakór
Morgunblaðið/Þorkell
Gestur Garðar Thór Cortes mætir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Malín Brand
malin@mbl.is
Sigrún Lára komst að þvíþegar hún bjó í Bretlandiað ekki væri sjálfgefið aðgeta skroppið út í hann-
yrðabúð og keypt eins og nokkra ull-
arhnykla. „Ég var að sauma sessur í
borðstofustóla og vantaði ull. Á þeim
tíma voru hannyrðaverslanir ekki
aðgengilegar, nema helst á Suður-
Englandi,“ útskýrir Sigrún Lára
sem sjálf bjó í norðurhluta landsins.
„Þannig að ég þurfti að fara alla leið
til London á hannyrðasýningu í
Olympia til að fá ull,“ segir hún en
það var einmitt á hannyrðasýning-
unni sem hún fékk innsýn í heim
silkimálunar og litunar og þá varð
ekki aftur snúið. Ullina fékk hún og
meira til.
Að nema silkimálun
Silkimálun er kennd á fáum
stöðum og ekki hér á landi og því
sökkti Sigrún Lára sér í nám sem
krefst sjálfsaga og skipulags. „Ég
keypti bækur eftir góða listamenn í
faginu, breska, þýska og bandaríska
og lærði af þeim. Ég tók mér sjö ár í
það,“ segir hún. Eftir að hún fluttist
heim til Íslands árið 1996 var hún í
fullu starfi en litaði silki á kvöldin.
Hún var með vinnustofu á Skóla-
vörðustígnum, Shanko Silki, til árs-
ins 2009. „Eftir hrunið var þetta það
fyrsta sem fólk hætti að kaupa: dýr-
indis silkislæður og teppi,“ segir Sig-
rún Lára sem hélt þó ótrauð áfram
og opnaði vinnustofu annars staðar,
fyrst að Álafossi, Korpúlfsstöðum og
síðar í Gufunesi. Hún og vinkona
hennar, Sigríður Ólafsdóttir, stofn-
uðu félag til að búa til gólfteppi og
það hefur vakið mikla athygli, eink-
um og sér í lagi utan landsteinanna.
Opinberunin 2012
Hönnunarmars árið 2012 var
tilvalinn vettvangur til að sýna hvað
þær stöllur höfðu verið að bralla og
þar sýndu þær fyrstu teppin.
Skömmu síðar birtist mynd af
teppi eftir Sigrúnu Láru í tísku-
tímaritinu Elle Interriör. „Þar not-
uðum við árnar á teppin og gerðum
þær annað hvort eftir minni, landa-
kortum, loftmyndum eða google
map.“
Boltinn var farinn af stað og fór
að rúlla fremur hratt. Ekki leið á
löngu þar til virtur tískuvefur,
www.wgsn.com, Fashion Trend For-
casting & Analysis, valdi hönnun
þeirra Sigrúnar Láru og Sigríðar
eina af tíu bestu af þeim 500 hönn-
uðum sem fram komu á Hönn-
unarmars árið 2012.
„Eftir sýningu á teppunum í
Helsinki varð sendiherra Íslendinga
þar svo hrifinn af teppunum að hún
vildi fá að hafa þau áfram því hún
vildi setja upp sýningu heima hjá sér
sem hún kallaði Dialogue sem er þá
samtal finnskra og íslenskra hönn-
uða,“ segir Sigrún Lára.
Teppaleggur jöklana
með einstakri ull
Sigrún Lára Shanko hefur síðastliðin tuttugu ár unnið við textíllist. Hún býr til
ullarteppi sem vakið hafa mikla athygli erlendis. Þau skarta meðal annars ís-
lenskum jöklum og voru sýnd á sýningunni The Sleep Event sem haldin er í Lund-
únum fyrir evrópsk lúxushótel. Í framhaldi var fjallað um teppin hjá RIBA, Royal
Institute of British Architects, sem þykir gríðarmikill heiður.
Sýningar Sigrún Lára Shanko við sýningarbásinn sinn á Sleep Event.
Tíska Umfjöllun og mynd af teppinu
„Stökk“ í tímaritinu Elle.
Ljósmynd/Finnbogi Þormóðsson
Q, félag hinsegin stúdenta, heldur
fyrsta Q-partí ársins áður en önnin
hefst. Það verður haldið í kvöld í
húsakynnum Samtakanna 7́8, Laug-
arvegi 3 í Reykjavík, og hefst klukkan
20.30.
Félag hinsegin stúdenta er hags-
munafélag innan háskólasamfé-
lagsins. Það vinnur að félagsstarfi og
að virðing sé borin fyrir margbreyti-
leika innan háskólasamfélagsins.
Hinsegin teiti stúdenta
Fyrsta Q-partí
ársins haldið
Q Hinsegin stúdentar blása til teitis í
kvöld í húsakynnum Samtakanna 7́8.