Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 11
100% made in Italy
www.natuzzi.com
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel.
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Sit on Iceland Sessur eftir Sigrúnu og Sigríði. Myndirnar eru teknar á Langjökli þar sem sessurnar nýttust vel.
Sæti uppi á Langjökli
Ævintýrið, sem ef til vill er bara
rétt að byrja, hélt áfram og við tóku
sýningar í öðrum löndum en sömu-
leiðis verkefni hér heima. „Sit on
Iceland“ var eitt þeirra. „Við bjugg-
um til litlar sessur eða svona mini-
gólfteppi. Það er hægt að sitja á
þeim, standa á þeim, hafa þær uppi á
vegg, úti í bíl, hengja þær á bakpok-
ann og setjast á þær hvort sem er
sumar eða vetur. Sessurnar voru svo
prófaðar uppi á jökli og það var gott
að sitja á þeim í snjónum,“ segir Sig-
rún Lára.
Hönnunarsýningin í Peking
Fyrir tilstilli íslenska sendi-
ráðsins í Kína var fyrirtæki þeirra
vinkvenna, Élivogar, valið sem
fulltrúi Íslands á hönnunarsýning-
unni í Peking 2013. Skömmu áður
hafði Sigríður þurft að hverfa til
annarra starfa og því fór Sigrún
Lára út ásamt eiginmanni sínum,
fyrst til Lundúna og því næst til
Peking.
Sigrún Lára hefur síðan þá sýnt
undir eigin nafni, Shanko Rugs og
farið út í eilítið öðruvísi hönnun. Þar
nýtir hún bakgrunn sinn í silkimálun.
„Ég fór að hugsa hvort ekki mætti
nýta nálina, ullarnálina sem maður
gerir teppin með, sem pensil með því
að skipta um þræði í nálinni og reyna
að fá skyggingu og smá þrívídd.“
Verkið er tímafrekt því fjórir til
fimm þræðir eru í nálinni og stund-
um þarf aðeins að skipta einum
þeirra út. Hún stendur uppi á still-
ans og þarf að klifra niður til þess að
skipta um lit í nálinni svo ljóst er að
þolinmæði er dyggð í þessari list-
sköpun.
Þessi misserin eru það íslensku
jöklarnir sem eru teppalagðir eftir
vatnslitaskissum Sigrúnar Láru á
einstakri íslenskri ull. Eftir allar
sýningarnar hefur eftirspurnin verið
mikil. Svo mikil að Sigrún Lára gat
ekki orðið við pöntun frá Kína því
pöntunin var svo stór. Það má því
með sanni segja að hún sé í útrás
með jöklateppin sem vakið hafa
mikla athygli ytra.
Nánar um hönnunina á
www.shankorugs.com
Ljósmynd/Ingimundur Þorsteinsson
Sumir segja að maðurinn þurfiað ferðast á milli landa ogjafnvel heimsálfa til að öðl-ast nýja sýn á lífið, safna í
reynslubankann og læra að setja sig í
spor annarra. Bakpokaferðalag um
Evrópu víkki sjóndeildarhringinn og
geri mann ófeiminn við að kasta af
sér þvagi hvar og hvenær sem er.
Það var fallegur mánudagsmorg-
unn. Þetta var einn af þessum fáu
dögum í sumar þegar sólin ákvað að
heiðra landsmenn með nærveru sinni.
Rauðavatn hefur sjaldan verið feg-
urra og lóan lék listir sínar í Hádeg-
ismóunum. Þá dundi áfallið yfir.
Sambýlismaður minn færði mér
þær fréttir að tveir sveittir og illa
lyktandi iðnaðarmenn væru í
þann mund að fjarlægja sturtu-
klefann minn út úr íbúðinni og
að heitt vatn streymdi um stiga-
ganginn.
Næstu daga reyndi verulega
á þolinmæðina. Ég sat og reri
fram í gráðið á meðan
pípararnir leituðu að
orsök lekans. Í fyrstu
bar leitin takmark-
aðan árangur og sá ég
varla milli herbergja í
íbúðinni fyrir múrryki
sem þyrlaðist upp þeg-
ar þeir brutu upp hálft
baðherbergið. Mér stökk
ekki bros á vör þegar
minn heittelskaði ákvað að
feta í forspor píparanna
og brjóta afganginn af
veggjunum til að koma
fyrir nýrri innstungu og
viftu þar sem þeir voru
hvort sem er komnir vel á
veg með að leggja heim-
ilið í rúst. Hann mundaði
múrbrjótinn og brosti út í
annað.
Í örvæntingu minni færði
ég ótal pípurum, málurum og starfs-
mönnum tryggingafélagsins kaffi og
meðlæti í von um að ég myndi end-
urheimta sturtuna sem fyrst. Allt
kom fyrir ekki og í staðinn sá ég
meira af bakhluta mannanna en ég
kærði mig um og fjölda drullugra fót-
spora sem lágu um alla íbúð.
Sex vikur liðu frá sumardeginum
fagra og loksins rann upp langþráður
dagur. Málarinn hafði lokið verki
sínu og kvöddum við hann með
virktum. Í nokkra daga störð-
um við á nýmáluðu veggina í
von um að þeir skildu sneiðina
og þyrðu ekki annað en að
þorna á stundinni. Eftir lang-
þráða sturtu brosti ég út
að eyrum, klæddi mig
og valhoppaði aftur
inn á baðherbergi.
Adam var þó ekki
lengi í paradís. Niður
veggina rann nýja
málningin og sturtan
varð aðeins minning
ein í hálfan mánuð til við-
bótar.
Nú, hálfu ári síðar, get
ég loks litið um öxl og
brosað. Sturtuleysið
kostaði blóð, mikinn
svita og nokkur tár, en
ég lærði svo sannarlega
að meta þessi þægindi
sem okkur finnst líklega
flestum afar sjálfsögð.
»Allt kom fyrir ekki og ístaðinn sá ég meira af
bakhluta mannanna en ég
kærði mig um …
Heimur Láru Höllu
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is