Morgunblaðið - 03.01.2014, Side 15

Morgunblaðið - 03.01.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum Mótaðu líkamann á fljótvirkan og öflugan hátt með tækni sem samþættir fitubrennslu, uppbygg- ingu vöðva og teygjur. Markmiðið er að bæta líkamsstöðu og auka líkams- vitund og þokka. Aukið þol og meiri orka með markvissri, lifandi og skemmtilegri þjálfun fyrir allar konur, jafnt þær sem eru nú þegar í góðu formi sem þær sem vilja bæta formið. Einnig frábærar æfingar fyrir hlaupara og skokkara. FRÍIR Eitt nýjasta og vinsælasta æfingakerfið frá Bandaríkjunum loks í boði á Íslandi Þrek og Þokki Kennsla að Suðurlandsbraut 6b, 2 hæð og í Sporthúsinu. Upplýsingar og skráning í síma 822 7772 og 892 1598. soley@studiosoleyjar.is, www.studiosoleyjar.is www.facebook.com/studiosoleyjar.is Námskeiðin hefjast 6. janúar. Suðurlandsbraut Sex og tólf vikna námskeið Tímar kl. 9.00 -15.30 -16.30 - 17.30 Sporthúsið Tólf vikna námskeið Tímar kl. 8.45 Rúnar Georgsson, tónlistarmaður, lést hinn 30. janúar síð- astliðinn á líknardeild LSH, sjötugur að aldri. Rúnar fæddist 14. september 1943 í Reykjavík, sonur George Gomez og Guðlaugar Sveins- dóttur, hárgreiðslu- meistara. Rúnar hóf barnungur að leika á hljóðfæri opin- berlega, fyrst á munnhörpu sex ára gamall á skemmtun í Vest- mannaeyjum. Síðan lærði hann á trompet, en skipti síðan fimmtán ára gamall yfir í saxófón og nam síðar einnig flautuleik. Þekktastur var Rúnar sem einn fremsti saxó- fónleikari landsins og varð sem slíkur fyrirmynd margra íslenskra saxófónleikara af yngri kynslóð- inni. Rúnar hóf feril sinn sem at- vinnutónlistarmaður aðeins sextán ára gamall með hljómsveit Guð- mundar Ingólfssonar og spilaði síðan ýmsar tegundir tónlistar á ferli sínum. Hann lék með öllum helstu danshljómsveitum landsins á sínum tíma; KK sextettinum, hljómsveit Björns R. Einarssonar, Lúdó-sextettinum, Hauki Morthens, hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, hljóm- sveit Þóris Bald- urssonar, hljómsveit Pálma Gunnarssonar, Júdasi o.fl. sveitum. Þá spilaði hann einn- ig með erlendum sveitum, s.s. sem ein- leikari í Danmarks Radio Big Band. En fyrst og fremst var Rúnar djassleikari og kom fram sem slíkur á fjölda djass- tónleika um ævina. Rúnar lék inn á fjölda hljómplatna á ferli sínum, spilaði kvikmyndatónlist og kom fram í útvarps- og sjónvarpsþátt- um. Þá gaf hann sjálfur út hljóm- plötuna „Til eru fræ“, ásamt Þóri Baldurssyni. Loks kenndi Rúnar saxófónleik við þrjá tónlistarskóla og jafnframt kenndi hann við jazz- deild FÍH á fyrstu árum deild- arinnar. Eftirlifandi sambýliskona Rún- ars er Arndís Jóhannesdóttir, söðlasmiður og hönnuður. Rúnar lætur eftir sig þrjú börn og tvö stjúpbörn; þau Björgu, Ketil Nic- las, Elfu Björk, Guðmund og Fróða. Barnabörnin eru fimm tals- ins og barnabarnabörnin tvö. Andlát Rúnar Georgsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þjónustuver ríkisskattstjóra var um áramótin flutt alfarið til Akureyrar og Siglufjarðar. Á annað hundrað manns sótti um fimm störf sem auglýst voru þar. Þeir starfsmenn sem unnu við þjónustuverið í höfðstöðvunum í Reykjavík halda áfram að starfa í afgreiðslu eða hverfa til annarra starfa innan embættisins að sögn Gunnars Karlssonar, sviðsstjóra einstaklings- sviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum frá sameiningunni [níu embætta ríkisskattstjóra árið 2010] verið að endurskoða og endurskipuleggja reksturinn. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að viðhalda starfsemi þar sem skattstofurnar voru áður og markvisst stefnt að því að tryggja stöðu landsbyggðar- innar svo störf færist ekki þaðan,“ segir hann. Fjórir starfsmenn voru ráðnir til þjónustu- versins á Akureyri og einn til Siglufjarðar. Eft- ir flutninginn starfa því alls sex manns í þjón- ustuverinu á Akureyri og fimm á Siglufirði, þar af tveir í hálfu starfi á síðarnefnda staðnum. Með breytingunni á þjónustuverið að anna hærra hlutfalli fyrirspurna innan þess. Þannig verði símaálagi létt af öðrum starfsmönnum auk þess sem afgreiðslutími viðskiptavina styttist. Mikil eftirspurn var eftir störfunum í þjón- ustuverinu fyrir norðan þegar þau voru aug- lýst í október. Þannig sóttu 108 manns um störfin fimm. Meirihluti þeirra var fólk með há- skólapróf og var valið erfitt að sögn Gunnars enda margt hæft fólk sem sótti um. Langflestir voru frá Eyjafjarðarsvæðinu en einnig bárust umsóknir frá fólki á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar af landinu. Flutt á Norðurland  Þjónustuver ríkisskattstjóra er nú alfarið á Akureyri og Siglufirði  108 sóttu um fimm störf Ljósmynd/Tíund Ráðin Nýir starfsmenn ríkisskattstjóra fyrir norðan ásamt nokkrum þeirra sem fyrir voru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.