Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
✝ Ásta Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Miklaholti á
Mýrum 26.9. 1921.
Hún lést að kvöldi
aðfangadags,
24.12. 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Sigmundsson bóndi
í Miklaholti á Mýr-
um og síðar í
Syðra-Langholti,
Hrunamannahreppi, Árn., f.
30.5. 1880, d. 3.11. 1968 og
Kristjana Bjarnadóttir, f. 7.12.
1875, d. 8.12. 1966. Systkini
Ástu voru 11: Friðjón, Bjarni,
Kristín, Lovísa, Ásta Fanney
sem öll létust ung. Systkini sem
upp komust voru: Sigmundur, f.
8.3. 1903, d. 12.3. 1981, giftur
Önnu Jóhannesdóttur, d. 1997.
Steinunn Friðborg, f. 30.5. 1904,
d. 19.11. 1979, gift Jóni Stef-
ánssyni, d. 1946. Margrét Ólöf, f.
15.11. 1906, d. 16.6. 1989, gift
Gunnlaugi Magnússyni, d. 1955.
Jensína Laufey, f. 15.5. 1913, d.
28.8. 1950, gift Bjarna Krist-
jánssyni, d. 1965. Bjarni, f.
18.12. 1919, d. 6.12. 2008, eft-
irlifandi eiginkona er Kristín
Ólafsdóttir.
Hinn 14.8. 1943 giftist Ásta
Ásgeiri Þorsteinssyni, f. 9.8.
1920, 9.8. 1996. Foreldrar hans
voru Þorsteinn J. Finnsson og
Ólafia Einarsdóttir. Ásta og Ás-
geir bjuggu lengst af að Skóla-
gerði 6 a, Kópavogi en þangað
fluttu þau 1950. Börn Ástu og
Ásgeirs eru: 1) Ragnar Örn, f.
hjónabandi með Ingu Agnars-
dóttur, Heiðu Lind, f. 1976, gift
Bjarna Á. Sigurðssyni og eiga
þau fimm börn, og Hildi Evu, f.
1978, í sambúð með Ásgeiri Ás-
geirssyni.
5) Kristjana Laufey, f. 8.3.
1954, var gift Guðmundi I.
Gunnarsyni, þau skildu, börn
þeirra eru: a) Ásgeir Andri, f.
1974, og á hann einn son með
Grímu Jónsdóttur, b) Fanney
Lára, f. 1987, í sambúð með
Ágústi Guðmundssyni og eiga
þau einn son. 6) Ólafía, f. 2.9.
1963, gift Árna Rúnari Sverr-
issyni, þeirra börn eru: a) Val-
geir Gauti, f. 1986, í sambúð
með Díönu Gunnarsdóttur, b)
Hugrún, f. 1988, í sambúð með
Steinari Berg Bjarnasyni og
eiga þau einn son.
Ásta flutti sex ára gömul með
fjölskyldu sinni að Syðra-
Langholti
Hrunamannahreppi, þar sem
hún ólst upp. Hún fór í Ingi-
marsskóla í Reykjavík og út-
skrifaðist þaðan með gagn-
fræðapróf. Hún vann um tíma á
Landspítalanum áður en hún
giftist og fór að hugsa um
barnaskarann meðan eiginmað-
urinn var á sjó. Síðar vann hún
hin ýmsu störf , lengi við ræst-
ingar í Kársnesskóla, í rækju-
vinnslu og afgreiðslustörf, einn-
ig sem matráðskona í
Kennaraskólanum. Ásta var
mikil félagsvera og var lengi í
stjórn Borgfirðingafélagsins og
lengi formaður kvennadeildar
Borgfirðingafélagsins. Hún
starfaði mikið með félagi aldr-
aðra í Kópavogi, var m.a. for-
maður bridgedeildar og í ferða-
nefnd.
Útför Ástu fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 3. janúar 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
9.1. 1946, d. 8.2.
2001, giftur Jónínu
Ágústsdóttur,
þeirra börn eru: a)
Berglind, f. 1971,
gift Ásmundi Edw-
ardssyni og eiga
þau þrjú börn, b)
Ágúst Þór, f. 1979,
giftur Hildi Ein-
arsdóttur og eiga
þau tvö börn, c)
Svala, f. 1984. 2)
Þorsteinn, f. 28.5. 1947, giftur
Ingibjörgu Ásgrímsdóttur,
þeirra börn eru: a) Ásta, f. 1970,
gift Stefáni Hallgrímssyni og
eiga þau þrjú börn, b) Ásgrímur
Smári, f. 1974, giftur Elínu E.
Ragnarsdóttur og eiga þau tvö
börn , Ásgrímur á tvö börn úr
fyrri sambúð. c) Ásgeir Örn, f.
1980, giftur Halldóru Harð-
ardóttur og eiga þau þrjá syni.
3) Helga, f. 7.2. 1950, gift Einari
Thorlacius, þeirra börn eru: a)
Nadine Guðrún, f. 1975 sem á
tvö börn með fv. eiginmanni, í
sambúð með Friðjóni Inga Guð-
mundssyni, b) Þórdís Ásta, f.
1983, í sambúð með Karli Jón-
atani Kárasyni, c) Steinunn
Erla, f. 1984 í sambúð með
Bjarna Pálmasyni og eiga þau
einn son. 4) Sigurður, f. 2.11.
1951, d. 29.9. 2011, giftur Guð-
rúnu B. Zóphaníasdóttur, þeirra
börn eru: a) Aldís Sigríður, f.
1983, í sambúð með Ólafi Stein-
grímssyni, b) Ásta Fanney, f.
1987, c) Ívar Zóphanías, f. 1991,
unnusta Ester Ólafsdóttur. Sig-
urður á tvær dætur frá fyrra
Ég ólst upp á Ólafsfirði en þær
voru ófáar ferðirnar suður í
Skólagerði í heimsókn til ömmu
og afa og það var alltaf jafn
skemmtilegt að koma til þeirra.
Þau bjuggu á algjörum drauma-
stað í augum barns… nánast á
skólalóðinni og því stutt að fara á
leiksvæðið. Auk þess sem þau
áttu þær bestu rólur sem til voru,
að mér fannst. Amma og afi áttu
líka kött og svo var fullt af dúkku-
dóti á staðnum þar sem það er
ekki svo langt á milli mín og Lóu,
yngstu föðursystur minnar. Þetta
var því algjör ævintýraveröld í
mínum huga.
Það var oft kátt á hjalla í Skóla-
gerðinu og margt um manninn
þar á bæ. Ég man eftir Sigga á
Sóleyjarbakka sofandi fram yfir
hádegi eftir langan rútubíltúr, ég
man líka eftir Sigga föðurbróður
mínum þegar hann lá inni í her-
bergi slasaður eftir að hafa fengið
golfkúlu í hausinn. Mér er mjög
minnisstætt þegar Lóa fékk gat á
hausinn eftir að hún og pabbi voru
að keppast um að ná símanum
þegar hann hringdi. Sú keppni
endaði upp á slysó. Ég man eftir
kettinum sem klóraði alltaf í stól-
bakið á stólnum í stofunni, fugl-
unum hennar Lóu sem hjuggu
endalaust í gardínukappann og
okkur krökkunum glamrandi á pí-
anóið á ganginum en aldrei kippti
amma sér upp við neitt af þessu.
Svo var það gamli tröppustóllinn
hennar ömmu, uppáhaldssætið
okkar krakkanna, það var svo
gaman að sitja þar og sjalla við
ömmu á meðan hún var að stúss-
ast í eldhúsinu.
Amma var líka mjög dugleg að
spila við okkur krakkana og þá
var það yfirleitt Hundur eða
Veiðimaður sem varð fyrir valinu.
Mér fannst mjög gaman að
fara með ömmu í leiðangur þegar
ég var lítil, þá brunuðum við á
grænu bjöllunni og sungum há-
stöfum „Bílarnir aka undir
brúna“ þegar við fórum undir
brúna í Kópavoginum. Þar komst
ég líka að því að vélin í bjöllum var
aftur í skotti, því amma vissi mik-
ið um bíla að mér fannst… hún
var jú bílstjórinn á heimilinu þar
sem afi var sjómaður og lítið
heima.
Svo eru ónefndar allar sum-
arbústaðaheimsóknirnar í Borg-
arsel, en þar þótti ömmu gott að
vera og þar var oft kátt á hjalla
þegar stórfjölskyldan kom saman
á sumrin.
Amma var mjög sterk og dug-
leg kona. Hún þurfti að sjá um
stórt heimili á meðan afi var á
sjónum og gerði það vel. Hún sá
einnig lengi um afa þegar hann
var í sínum veikindum en aldrei
heyrði ég hana kvarta. Hún var
ákaflega sjálfstæð og félagslynd
manneskja, hafði unun af því að
spila og ferðast. Síðasta ferðin
hennar norður til okkar var síð-
astliðið vor þegar hún kom í ferm-
ingu hjá syni mínu og er ég ótrú-
lega stolt af henni og þakklát fyrir
það.
Það háði henni ömmu svolítið í
seinni tíð hvað hún heyrði illa og
oft hef ég brosað í laumi þegar ég
spurði hana að einhverju en hún
hafði greinilega heyrt eitthvað
allt annað og svaraði eftir því.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér í gegnum
tíðina.
Þín verður sár saknað.
Ásta.
Elsku amma, ég sit hér og
skrifa mín hinstu orð til þín og
hugsa til baka um allar yndislegu
stundirnar okkar saman. Það var
svo erfitt að kveðja þig núna á að-
fangadagsmorgun eftir að ég
tafðist í tvo daga í Halifax, en þú
varst svo tillitssöm og beiðst eftir
að ég kæmi til að kveðja þig, eins
og þú varst alltaf. Ég veit að þú
fannst fyrir því að ég var hjá þér
þegar ég sagði þér hvað mér
þætti vænt um þig.
Ég hlakkaði alltaf til að koma í
heimsókn til þín, sérstaklega þeg-
ar ég og Steina systir fengum að
fara einar í pössun til þín í Furu-
grundina í Kópavoginum. Þá
tókstu alltaf á móti okkur með
stóru faðmlagi og fullum disk af
nýbökuðum pönnukökum eða
þinni frægu hjartaköku, alveg
sama hvað klukkan var. Maður
mátti aldrei fara svangur í bólið.
Ég man líka eftir öllum skemmti-
legu sumarbústaðarferðunum
okkar saman sem voru farnar al-
veg frá því ég man eftir mér, þér
fannst svo gaman að vera innan
um stórfjölskylduna. Ég man sér-
staklega eftir síðustu sumarbú-
staðarferðinni minni með þér og
frænkunum þegar þú tókst þátt í
Partýspilinu sem við vorum að
spila og þú lékst jarðskjálfta með
eftirminnilegum hætti , hristist öll
og skalfst með tilþrifum en við
hlógum svo mikið að við gátum
ekki giskað á rétta orðið. Þú varst
alltaf til í að taka þátt í öllu sprelli
með okkur, þú varst sko í fullu
fjöri fram á síðasta dag. Ég segi
alltaf að ég ætli að vera svona
hress og fyndin eins og amma
Ásta þegar ég verð gömul, alltaf
að spilandi og dansandi. Ég hef
alltaf borið virðingu fyrir þér og
óendanlegri gjafmildi þinni. Þú
varst alltaf svo hjartahlý og góð
við alla, máttir aldrei neitt aumt
sjá, varst svo góð við alla í kring-
um þig.
Ég vil sérstaklega þakka þér
fyrir allar samverustundirnar og
hjálpina þegar ég leigði ein á
Tjarnargötunni þegar ég byrjaði í
háskólanum, þá bauðstu mér oft í
hádegismat og spjall til þín. Fékk
þá uppáhaldið mitt, ömmugraut
eða kjötsúpu. Ég lærði mikið af
þér, bæði um lífið og eldamennsk-
una, því þú sýndir væntumþykju
með mat. Þú varst líka alltaf tilbú-
in að sækja mig ef ég þurfti eitt-
hvað að komast á græna skrið-
drekanum þínum og þá tókum við
oft kaffibolla og spjall eftir rúnt-
inn.
Elsku amma. Mig langar til að
enda á einni lítilli vísu sem ég
samdi.
Höfðingleg til himna svífur,
hafðu góða ferðina.
Sama hvað á daga drífur,
aldrei mun ég gleyma þér.
Ég kveð þig nú með tár og trega,
tel nú daga þína hér.
Þakka þér nú hjartanlega
fyrir góðu stundirnar.
Þín
Þórdís Ásta.
Elsku amma mín. Ég mun
aldrei gleyma stundunum sem ég
átti með þér, öllum heimsóknun-
um og næturgistingunum þegar
ég var yngri. Kvöldpönnuköku-
bakstur var í uppáhaldi og fá að
vaka frameftir. Mér fannst svo
ótrúlega gaman að vera hjá
ömmu. Hún skammaði okkur
systur aldrei, sama hversu mikið
við fífluðumst og létum illa. Ég
man að ég hugsaði snemma
„Svona amma ætla ég að verða“
og sú hugsun hefur ekki breyst.
Amma var ein besta kona sem ég
þekki, svo ótrúlega hjartahlý,
barngóð, stóð alltaf með litla
manninum og var frábær gest-
gjafi. Hún var alltaf tilbúin að
gera allt fyrir mann. Þegar ég var
19 ára og á leið í útskriftarferð til
Spánar þá fékk ég að gista hjá
ömmu fyrir sunnan og vinkonur
mínar þrjár voru að sjálfsögðu
velkomnar líka. Við vorum frekar
seint á ferð og komum ekki suður
fyrr en rétt eftir miðnætti. Ég
sagði ömmu að vera ekki með
neina fyrirhöfn, við myndum bara
læðast inn. Hún samþykkti það en
svo þegar við mættum þá var
amma búin að baka 10 cm háan
pönnukökustafla, þeyta rjóma og
sjóða kakó og með engri fyrirhöfn
eins og hún lofaði. Þetta fannst
okkur ekki slæmt og vinkonur
mínar voru himinlifandi með
þennan dásamlega gestgjafa, en
amma fagnaði því alltaf að fá gesti
sama hvað klukkan var. Ég var
mjög montin af því að eiga hana
ömmu, hún var svo ótrúlega
skemmtileg og einstök. Samdi
vísur við hvert tækifæri og gerði
það listavel. Mér fannst magnað
hversu mikið hún amma elskaði
skyndibitamat. Ég hef margoft
sagt frá því að ég eigi ömmu sem
er 92 ára og eitt það besta sem
hún fái sé hamborgari með
frönskum, kjúklingur úr Suður-
veri eða KFC og vekur það mikla
lukku.
Amma var stuðbolti af guðs
náð og vildi alltaf vera í kringum
fólk. Hún bjó á Vitatorgi síðustu
árin og þar var farið í ýmsar
skemmtiferðir. Amma fór í þær
nokkrar og þegar ég spurði hvort
það hefði ekki verið gaman þá
svaraði sú gamla að svo hefði ver-
ið en þetta lið væri bara orðið svo
gamalt, en þess má geta að amma
var sú elsta í ferðinni. Ég spurði
hana eitt sinn hvert leyndarmálið
á bakvið langlífið væri og hún
sagði að það væri bara að vera
ánægður og glaður í stað þess að
tuða eða nöldra yfir hlutum sem
skipta ekki máli og finnst mér það
góð lífsspeki til að fara eftir. Ald-
ur er afstæður og náði hún amma
svo sannarlega að staðfesta það
með sinni einstöku persónu.
Elsku amma gleðigjafi, ég á
eftir að sakna þín svo mikið, þú
ert mín fyrirmynd í lífinu.
Takk fyrir allt, þín
Steinunn Erla Thorlacius
(Steina).
Þegar ég hugsa til baka til
ömmu Ástu, sem nú hefur kvatt
okkur, hellast margar minningar
yfir mig.
Amma var ung í anda og alltaf
til í grallaraskap og ævintýr. Hún
lék á als oddi þegar voru manna-
mót og margir í kringum hana,
enda á hún stóran afkomendahóp.
Ég man hvað það var alltaf svo
mikið fjör þegar ég var lítil og
heimsótti ömmu og afa í Skóla-
gerði. Þar var margt brallað og í
minningunni mátti maður allt og
einhvernveginn aldrei skammað-
ur fyrir nein prakkarastrik.
Við barnabörnin fengum að
leika okkur í skartgripaskríninu
hennar ömmu, allar hálsfestarn-
ar, klemmueyrnalokkarnir, slæð-
urnar og jafnvel kjólarnir, allt
þetta máttum við leika okkur með
því amma treysti okkur – alger
paradís fyrir litlar stelpur. Uppi á
háalofti fórum við í allskonar leiki,
sem voru oftast fjársjóðs- og sjó-
ræningjaleikir, við stálumst líka
stundum út um gluggann út á
þak, en amma vissi einhvernveg-
inn um þann leik, þó við héldum
ekki.
Ófáar ferðirnar voru farnar á
Skodanum hennar ömmu upp í
Borgarsel, þá oftast með viðkomu
í Akraborginni sem var algert æv-
intýr. Í bílferðunum var sungið
hástöfum og hvergi dregið undan,
enda amma mikil söngkona og
kunni ógrynni texta sem við
barnabörnin lærðum af henni.
Amma fræddi okkur líka um land-
ið í leiðinni enda elskaði hún að
ferðast. Hún kippti sér heldur
ekkert upp við það, né leiðrétti
litla stelpuskjátu sem kallaði fjall-
ið Baulu Búkollu eða fjallið Grá-
brók Nærbrók. Svona var hún
amma, hló bara að öllu saman og
við héldum áfram að syngja.
Amma kenndi mér líka að spila,
ég man að ég vann þó oftast,
spurning hvort úrslitum hafi verið
hagrætt því hún vildi að hverjum
og einum liði vel með sjálfan sig.
Hún bakaði líka bestu pönnsur í
heimi.
Hörkutólið hún amma mín
hratt hún kvaddi sína.
Situr uppi, sæt og fín,
passar mig og mína.
Elsku amma, ég sakna þín sárt,
en veit að þú ert komin til afa og
farin að plana næstu skemmti-
ferð.
Hvíl í friði.
Þín
Nadine Guðrún.
Ég minnist Ástu frænku sem
konu sem hafði nóg fyrir stafni,
var í félagsmálum og hörku dugn-
aðarforkur. Hún var mikil fé-
lagsvera og þótti gaman að spila.
Þótti mér mikið til þess koma að
hún kunni bridge, það voru ekki
allir sem kunnu það.Og ekki
gleyma félagsvistinni. Ég var svo
heppin að fá að vera hjá Ástu og
Ásgeiri í Skólagerði 6a þegar ég
var ung, dvaldi hjá þeim tvo vetur
og það var ljúft. Þá átti Ásta
Skoda og sá bíll var vel nýttur,
Ásta var ótrúlega dugleg að keyra
allra sinna ferða, lét ekkert
stoppa sig.Reyndar var fátt sem
gat stoppað Ástu í því sem hún
ætlaði sér, slíkur var kjarkurinn
og áræðnin. Mamma hafði stund-
um á orði að það væri með ólík-
indum þessi kjarkur hennar Ástu,
að keyra ein norður í land og setja
það bara ekkert fyrir sig.
Ásta gaf mér stundum dönsku
blöðin þegar hún var búin að lesa
þau, hún keypti blöðin og las
framhaldssögurnar og gerði
krossgáturnar, „það er svo margt
spennandi í dönsku blöðunum,“
sagði hún.
Jákvæðni og umburðarlyndi
gagnvart náunganum er meðal
þess sem ég dáði í fari Ástu
frænku. Ég þakka samfylgdina og
að fá að eiga slíka frænku er
ómetanlegt. Þær eru margar
góðu og skemmtilegu minning-
arnar og þær á ég í hjarta mér
áfram. Takk, takk.
Margrét Brynjólfsdóttir.
Látin er í hárri elli föðursystir
mín, Ásta Sigurðardóttir, sem
jafnan kenndi sig við Syðra-Lang-
holt í Hrunamannahreppi. Ásta
var fædd í Hraunhreppi í Mýra-
sýslu, en fluttist með foreldrum
sínum og systkinum sex ára göm-
ul að Syðra-Langholti þar sem
hún ólst upp fram um tvítugsald-
ur. Hún fór til Reykjavíkur og var
tvo vetur í Ingimarsskólanum
svonefnda. Í Reykjavík kynntist
hún tilvonandi eiginmanni sínum,
Ásgeiri Þorsteinssyni, ungum og
myndarlegum sjómanni. Ég man
vel þegar Ásta kom austur að
Syðra-Langholti með kærastann
að kynna hann fyrir foreldrum
sínum og frændfólki. Þau voru
glæsilegt par. Þau hófu búskap í
Reykjavík en fluttu fljótlega í
Kópavog og bjuggu lengst af í
Skólagerði 6a. Ásgeir var lengst
af sinni starfsævi togarasjómaður
og dró björg í bú, en Ásta ann-
aðist uppeldi barnanna sex sem
þau eignuðust og sá að mestu um
fjármál heimilisins. Ásgeir andað-
ist 1996. Síðar varð Ásta fyrir
þeirri þungbæru reynslu að tveir
sona hennar dóu af völdum
krabbameins á besta aldri. Það
var mikið áfall fyrir alla fjölskyld-
una. Ásta lét þó ekki bugast og
bar jafnan höfuðið hátt. Hún var
mjög félagslega sinnuð og tók
virkan þátt í starfi eldri borgara,
spilaði á spil og ferðaðist mikið al-
veg fram á hin síðustu ár. Hún var
ágætlega hagmælt og orti tals-
vert af ljóðum og lausavísum.
Ég vil fyrir mína hönd og minn-
ar fjölskyldu þakka mikil og góð
samskipti fyrr og síðar. Börnum
hennar, tengdabörnum og afkom-
endum votta ég samúð. Minningin
lifir um merka konu.
Jóhannes Sigmundsson.
Ásta
Sigurðardóttir
✝
Elskulegur bróðir okkar,
EYJÓLFUR SIGURBJÖRNSSON,
Garðbraut 85,
Garði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
fimmtudaginn 26. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 10. janúar kl. 13.00.
Steinunn Sigurbjörnsdóttir,
Friðrik Sigurbjörnsson.
✝
Ástkær systir okkar og móðursystir,
BJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
mánudaginn 6. janúar kl. 15.00.
Margrét Sjöfn Davíðsdóttir,
Elín Klara Davíðsdóttir,
Svava Ásdís Davíðsdóttir
og systrabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
frá Miklaholti,
Stórateig 42,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum í Fossvogi á nýársdag.
Kristín Magnúsdóttir,
Jón Magnússon.