Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 37

Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 ✝ (Aðalbjörg)Sigrún Stef- ánsdóttir fæddist í Bakkakoti, Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu, 11. ágúst 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 26. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stef- án Jóhannesson, f. 27.12. 1895, d. 14.8. 1990, og Oddný Sigurrós Sigurðardóttir, f. 30.9. 1890, d. 15.1. 1984. Sigrún var næst- yngst sinna systkina. Alsystkini hennar sem upp komust eru Hjálmar A. Stefánsson, f. 27.8. 1926, og Dagbjört Hrefna Stef- ánsdóttir, f. 11.2. 1933, d. 27.1. 2011. Hálfsystkini hennar sam- mæðra eru Sigurður H. Hjálm- Björg, f. 13.8. 2000. 2) Ólöf Berglind Halldórsdóttir, f. 11.12. 1959, var í sambúð með Jóni Ólafssyni, sonur þeirra er Halldór Hrafn, f. 13.8. 1981, kvæntur Huldu Hreiðarsdóttur, f. 16.7. 1982. Börn þeirra eru Ólafur Hrafn, f. 9.6. 2000, Hreið- ar Hrafn, f. 16.1. 2004 og Heiða Björk, f. 16.8. 2006. Ólöf er gift Stefáni Erni Betúelssyni, f. 13.10. 1959 og er þeirra sonur Sindri Hrafn Stefánsson, f. 6.4. 1998. Sigrún var mikill dýravinur og starfaði í sjálboðavinnu til margra ára hjá Dýravernd- unarfélagi Íslands og Kattholti. Hún starfaði stuttan tíma á Grand Hotel í Ósló um tvítugt og vann við ýmis störf í gegnum tíðina en lengst af starfaði hún hjá Háskóla Íslands og Raunvís- indastofnun Háskólans. Sigrún ferðaðist mikið um heiminn, fór í hnattreisur og er varla til það land sem hún hafði ekki komið til. Sigrún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 3. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. arsson, f. 10.3. 1918, d. 9.4. 2001, Helga Hjálm- arsdóttir, f. 3.7. 1919, d. 27.2. 2007 og Jón R. Hjálm- arsson, f. 28.3. 1922. Sigrún giftist Halldóri Indr- iðasyni, múr- arameistara, f. 29.11. 1933, d. 18.3. 1980. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Oddný Björg, f. 11.4. 1956, giftist Bjarna Friðriks- syni, þau skildu. Dóttir þeirra er Birgitta, f. 24.11. 1979, gift Högna Baldvin Jónssyni, f. 12.10. 1979. Þeirra börn eru tví- burarnir Baldvin Þór og Jón Oddur, f. 6.10. 2008. Oddný er gift Helga Kristjánssyni, f. 6.4. 1958. Dóttir þeirra er Helga Nú er elsku mamma lögð af stað í sitt síðasta ferðalag. Hún ferðaðist meira en margur ann- ar og hafði farið til flestra landa sem ég kann að nefna. Til sumra fjarlægra staða hafði hún farið oftar en einu sinni og var Hawaii í miklu uppáhaldi hjá henni. Við vissum til þess að fararstjórarnir áttu stundum í mesta basli með hana því hún fór yfirleitt sínar eigin leiðir og stakk af ef það var eitthvað spennandi sem hana langaði að skoða en hópurinn færi ekki. Hún lét ekki aðra rugla sig eða hafa áhrif á það hvernig hún vildi hafa hlutina, bara brosti og hélt sínu striki. Mamma kenndi mér svo margt, hún var fordómalaus og samþykkti alla og allt í kringum sig og af æðruleysi gekk hún í gegnum lífið. Góða ferð, mamma mín, og hafðu það gott þangað til við hittumst næst. Þín dóttir, Oddný Björg. Þegar Sigrún systir okkar kvaddi jarðlífið annan dag jóla kom það ekki svo mjög á óvart. Hún var komin á níræðisaldur og hafði átt við ýmis veikindi að stríða á seinni árum. Engu að síður fylgir því alltaf sorg og söknuður að kveðja nákomna ættingja og vini sem maður hef- ur þekkt frá morgni æsku ljós- um og átt samleið með um lang- an aldur. En þetta er lögmál lífs og dauða og því verða allir að lúta. Frá unga aldri var Sigrún óvenjutápmikil og dugleg stúlka að hverju sem hún gekk. Hún byrjaði snemma að vinna fyrir sér og kom sér hvarvetna vel. Fyrst voru það almenn sveita- störf á æskuslóðum í Skagafirði og síðan fór hún í vist hjá góðu fólki á Akureyri. Þar stundaði hún líka nám um skeið í gagn- fræðaskóla og síðar lauk hún skólagöngu í hússtjórnarskólan- um á Laugalandi í Eyjafirði. En snemma blundaði með henni löngun til að sjá sig um í heim- inum og um tvítugt fór hún til Noregs, þar sem hún vann ýmis störf, meðal annars á Grand hótelinu í Osló. Þar í Osló var hún löngum til húsa hjá Jónínu Sæborg, íslenskri konu sem gift var og búsett í Noregi. Þar átti hún góða daga og mat þessa hálfíslensku fjölskyldu ætíð mikils. Eftir að Sigrún hélt heim aft- ur settist hún fljótlega að í Reykjavík. Þar kynntist hún Halldóri Indriðasyni, ungum efnismanni. Þau giftust í fyll- ingu tímans, stofnuðu heimili og eignuðust tvær dætur. En jafn- framt heimilisstörfum stundaði Sigrún ýmsa vinnu, meðal ann- ars í þvottahúsi og við ræst- ingar. Um árabil vann hún til dæmis við þess háttar störf í Háskóla Íslands og þá oft í samstarfi við Hrefnu, systur sína, en þær voru mjög sam- rýndar. En þótt Sigrún væri hörkudugleg og sístarfandi, þá átti hún líka sínar frístundir. Og þann tíma notaði hún til ferða- laga bæði innan lands og utan, en þó öllu meira erlendis. Hjá henni var það nánast sem köll- un að sjá sig um í heiminum og meðal annars fór hún oftar en einu sinni umhverfis jörðina í svokölluðum hnattferðum. Var mjög skemmtilegt og fróðlegt að heyra hana segja frá ein- hverjum þessara ferða, til dæm- is frá heimsóknum hennar á vit sérkennilegra skriðdýra á Ga- lapagoseyjum eða hinna syngj- andi lemúra á Madagaskar. Og ekki má gleyma gönguferðum eftir Kínamúrnum, skoðun á pýramídunum miklu eða sólbaði á Balí og öðrum suðrænum eyj- um og löndum. Ferðalög voru samt ekki eina áhugamál Sig- rúnar því að þau voru fjölmörg og þar á meðal voru til dæmis dýraverndarmál sem voru henni afar hugleikin og hún studdi jafnan með ráðum og dáð. En nú er þetta allt að baki og Sigrún systir lögð upp í þá ferð sem allra bíður fyrr eða síðar. Á kveðjustund þökkum við henni fyrir indæl kynni og skemmti- lega samfylgd um langan aldur og biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Við og fjölskyld- ur okkar sendum dætrum henn- ar Oddnýju og Ólöfu, tengda- sonum og afkomendum sem og öllum öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Hjálmar A. Stefánsson, Jón R. Hjálmarsson. Elsku amma mín, það var svo gaman að heimsækja þig. Þú varst alltaf að segja mér frá öll- um ferðunum þínum. Tvö lönd stóðu upp úr en það voru Ga- lapagoseyjar og Hawaii. Þú átt- ir stóran þátt í því að ég, mamma og pabbi fórum til Ga- lapagoseyja. Þá er það bara Hawaii sem verður næst á dag- skrá. Elsku amma mín, ég á eft- ir að sakna þín. Þinn Sindri Hrafn. Það var algjör heppni að ég fékk það tækifæri að kynnast Sigrúnu á þann hátt sem ég gerði, en hana hafði ég oft hitt í afmælum frændsystkina minna. Það var ekki fyrr en ég fór að kynna mér líf fólks í byrjun 20. aldar, fyrir verkefni, að ég fór í mína fyrstu heimsókn til Sig- rúnar. Öll heimsóknin frá upp- hafi til enda var ævintýraleg enda um einstaka konu að ræða. Allt frá því hún henti til mín lyklinum úr glugganum á þriðju hæð og þar til ég kvaddi hana með sauðskinnsskó, út- krassað glósublað og eldgamlan vörulista í poka. Sögur Sigrúnar úr æsku voru ótrúlegar og gáfu mér svo sannarlega nýja innsýn inn í veruleika sem flestum er gleymdur. Líf ungrar stúlku sem deildi rúmi með ömmu sinni, þekkti kuldabólgurnar sem fylgdu vetrinum og vissi að best var að sinna lestri og lær- dómi í fjósinu þar sem hún naut ylsins frá kúnum. Lýsingarnar voru svo skýrar að manni gat fundist maður hafa verið þarna í fjósinu með henni. Með ylnum frá kúnum í æsku virðist Sigrún hafa öðlast virð- ingu og samhug með dýrum. Hún var mikill dýravinur og var til að mynda sjálfboðaliði í Katt- holti. Þessari ástríðu deildum við og það var gaman að ræða við hana um dýr og málefni þeirra. Sem barn í sinni afskekktu sveit fékk Sigrún áhuga á landafræði og lét sig dreyma um að sjá heiminn. Á miðjum aldri ákvað hún að láta drauma sína rætast og náði með ótrú- legum viljastyrk og áræðni að sjá margvíslega hluta heimsins, upplifa framandi menningar- heima og náttúrufyrirbæri. Sög- ur hennar af ferðalögum sínum voru mér mikill innblástur og sú staðreynd að hún hafi getað þetta gaf mér þor til að leggja sjálf í spennandi ferðalög. Þegar ég hugsa til Sigrúnar finn ég til þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast þessari yndislegu konu. Minningin um hana er samofinn tilhlökkun og von um að að upplifa í framtíð- inni ferðalög á borð við þau sem Sigrún talaði um af sínum ein- staka eldmóði. Megi hún hvíla í friði. Bryndís Hreiðarsdóttir. Nú er hún Sigrún farin á vit ævintýranna eins og henni einni var lagið. Eftir sitjum við þakklát fyrir samfylgdina og allt sem hún kenndi okkur. Sigrún var ótrú- lega merkileg kona og ævi hennar er efni í heilan bóka- flokk. Hún ólst upp við þröngan kost á gamla Íslandi, flutti ung til Reykjavíkur og sá Ísland þroskast og breytast. Hún Sig- rún sá líka heiminn – alveg nokkru sinnum! Þegar Sigrún var sjötug og eignaðist sitt fyrsta langömmubarn þá skrapp hún að skoða Amazonið og sagði glöð frá kynnum sínum af blóðsugum. Svona var hún mikilvæg fyrirmynd. Sigrún safnaði fjársjóðum en fylgdi aldrei tískusveiflum. Hún vildi frekar sjá heiminn en að elta efnahyggju hins týpíska Ís- lendings. Hún átti samt allt sem hana langaði að eiga. Ég man svo vel eftir fyrstu heim- sókninni minni á Hallveigar- stíginn. Það var eins og að koma inn í alveg nýjan heim þar sem ólík menning og tímar mættust. Heimili þar sem draumar rættust. Hún hafði samt svolítið gaman af því hvað dæturnar eru alltaf flottar á því. Ég man árið sem þær fengu sér báðar kristalsljósa- krónur og Sigrún hló með mér í laumi að því að þær væru alltaf í stíl. Sigrún hafði mikil áhrif á sitt fólk. Það er svo skemmtilegt að fylgjast með því hvernig ólíkir þættir í hennar ótrúlega per- sónuleika dreifast á þennan góða hóp af fólki. Þau eiga öll svolítið erfitt með að halda sig á Íslandi í lengri tíma og hafa flest dálæti á skínandi fallegum hlutum. Öll nema Halldór sem safnar eins og amma sín óvenjulegum fjársjóðum. Hann fékk líka hreinskilnina og sjálf- stæðið frá ömmu sinni en hvor- ugt þeirra hefur nokkur tímann eytt tíma í að hafa áhyggjur af áliti annarra. Það er ótrúlega dýrmætur hæfileiki. Takk, elsku Sigrún mín, fyrir allt. Ég mun hugsa til þín í hvert skipti sem Halldór kemur heim af nytjamarkaðnum næstu 50 árin. Þú ert konan sem af- komendur okkar munu ennþá tala um eftir 100 ár. Sjáumst seinna. Í Hawaii- kjólum. Hulda Hreiðarsdóttir. Sigrún Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma mín, nú ertu farin. Ég er strax farin að sakna þín en við stjórn- um víst ekki ferðinni. Ég hugsa til þín með þakklæti fyrir svo margt. Ég er viss um að pabbi hafi tekið á móti þér og fylgt þér til allra þeirra sem voru þér kærir. Elsku mamma mín, hitt- umst seinna. Þín dóttir Ólöf Berglind. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BERTA GUÐRÚN ENGILBERTSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á FAAS (Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga), sími 533 1088 eða faas.is. Eyjólfur Davíðsson, Héðinn Eyjólfsson, Guðrún H. Fjalldal, Guðrún S. Eyjólfsdóttir, Snjólfur Ólafsson, Sigríður Eyjólfsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍN GUNNARSDÓTTIR frá Þingvöllum, sem lést hinn 23. desember verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 14.00. Kristín María Hallvarðsdóttir, Hilmar Hallvarðsson, Astrid Göllnitz, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Sumarliði Ásgeirsson, Kristján Hallvarðsson, Ágústa Áróra Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Skógarseli 11, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 22. desember. Útförin verður frá Dómkirkjunni mánudaginn 6. janúar kl. 11.00. Einar Oddur Ólafsson, Guðrún Hanna Ólafsdóttir, Gunnar Jensen, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞURÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Brekkubraut 1, Keflavík, sem lést fimmtudaginn 26. desember, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir hlýlega umönnun. Davíð Baldursson, Inger Linda Jónsdóttir, Elínborg Baldursdóttir, Guðmundur Friðrik Baldursson, Hildur Hafstað, Hannes Baldursson, Eyrún Jónatansdóttir, ömmu-, tengda- og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GUÐJÓNSSON framkvæmdastjóri, Skúlagötu 40B, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15.00. Jóhannes Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS JÓHANNSDÓTTIR frá Skriðufelli, til heimilis Ásenda 3, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 18. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju kl. 13.00 mánudaginn 6. janúar. Þórunn Kristinsdóttir, Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórdís Kristinsdóttir, Ásgeir Magnússon, Gunnar Kristinsson, Claudia Picenoni, Jóhann Kristinsson, Sólveig Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.