Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 43
lauk hann kennaraprófi frá HA
2004, M.Ed.-prófi frá HA 1913 og
stundaði rannsókn í listgreina-
kennslu við Konstfack í Stokkhólmi
2013.
Guðmundur var sendisveinn í
Prentsmiðjunni Eddu á unglingsár-
unum og vann síðan í brúarvinnu í
nokkur sumur. Er hann kom frá
námi í Svíþjóð, vorið 1972, varð hann
við þeirri ósk Harðar Ágústssonar,
þá skólastjóra Myndíða- og hand-
íðaskólans, að fara til Akureyrar og
kenna þar myndlist: „Ég fékk
nokkra árganga af Birtingi í vega-
nestið hjá Herði, en hann hafði rit-
stýrt tímaritinu 1955-68. Veganestið
varð drjúgt og ég hef verið á Ak-
ureyri síðan.
Þegar ég kom norður höfðu dug-
miklir einstaklingar stofnað Mynd-
listarfélag Akureyrar. Ég kenndi við
Námsflokka Akureyrar og tók síðan
þátt í því, ásamt ýmsum þessara að-
ila, að stofna Myndsmiðjuna á Ak-
ureyri, sem varð undanfari Mynd-
listarskóla Akureyrar. Ég hvarf hins
vegar frá kennslunni eftir nokkur ár
enda afskaplega reiður og róttækur
maður á þessum árum. Ég hafði tek-
ið þátt í hugmyndafræðilegri grósku
íslenskra námsmanna sem náði há-
marki með töku íslenska sendiráðs-
ins í Stokkhólmi og ég starfaði með
KSML á Akureyri.“
Guðmundur var verkamaður við
Slippinn á Akureyri 1976-78, stofn-
aði Teiknihönnun KG 1978, ásamt
Kristjáni Steingrími Jónssyni, rak
síðan teiknistofuna Stíl, ásamt
Ragnari Lár og loks með Gunnari
Kr. Jónassyni til 1982 er Guð-
mundur seldi honum sinn hlut í fyr-
irtækinu.
Guðmundur kenndi við Myndlist-
arskóla Akureyrar 1982-2000 og hef-
ur síðan verið fastráðinn kennari við
listnámsbraut VMA. Hann er nú að
láta af störfum en mun verða laus-
ráðinn kennari fram á vor.
Guðmundur sat í fyrstu stjórn
Gilsins á Akureyri. Hann hefur
haldið fjölda einkasýninga á Ak-
ureyri, Húsavík, í Reykjavík, Sví-
þjóð og Danmörku og tekið þátt í
aragrúa samsýninga. Hann þáði
starfslaun listamanna 1986 og 1991
og var bæjarlistamaður Akureyrar
1994.
Þegar listinni sleppir er Guð-
mundur ástríðufullur fluguhnýtari
og flugveiðimaður.
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Hildur
María Hansdóttir, f. 2.2. 1952,
starfsmaður á Hlíð, dvalarheimili
aldraðra á Akureyri. Hún er dóttir
Hans Pedersen, búfræðings og ráðs-
manns í Eyjafirði, og Rósu Rögn-
valdsdóttur, húsfreyju og fisk-
vinnslukonu, sem bæði eru látin.
Börn Guðmundar og Hildar eru
Elsa María, f. 23.10. 1973, listþerap-
isti á Skógarlundi á Akureyri en
maður hennar er Allan Mc.Kay
efnaverkfræðingur og á hún þrjú
börn; Björn, f. 5.12. 1974, bygg-
ingaverkfræðingur í Reykjavík en
kona hans er Kolbrún Hlöðvers-
dóttir, starfsmaður hjá Reykjavík-
urborg og á hann þrjú börn; Pétur
Már, f. 13.7. 1976, starfsmaður hjá
Bóksölu stúdenta, búsettur í
Reykjavík en kona hans er Alda
Rose Cartwright grafíklistakona og
eiga þau eina dóttur; Ármann, f.
2.11. 1981, fornleifafræðingur í
Reykjavík en kona hans er Hulda
Ásgeirsdóttir mannfræðingur og
eiga þau eina dóttur, og Þorbjörg, f.
9.12. 1982, nemi í bókmenntafræði
við háskólann í Osló.
Systkini Guðmundar: Sigurrós
Margrét, f. 1.10. 1934, d. 31.7. 2010,
húsfreyja í Reykjavík; Erla, f. 3.4.
1936, húsfreyja og póstafgreiðslu-
maður í Hafnarfirði; Sigurbjörg, f.
19.6. 1937, húsfreyja í Reykjavík;
Páll, f. 19.4. 1939, múrarameistari í
Reykjavík; Jóhann, dó á fyrsta ári;
Birna, f. 17.9. 1946, fyrrv. aðstoð-
arskólastjóri, búsett í Kópavogi; Jón
Páll, f. 18.12. 1947, endurskoðandi í
Kópavogi, og Sigurður, f. 9.9. 1950,
offsetprentari í Kópavogi.
Foreldrar Guðmundar voru Sig-
urjón Björnsson, f. 9.6. 1908, d. 29.6.
2005, póststjóri í Kópavogi, og k.h.,
Þorbjörg Pálsdóttir, f. 1.1. 1915, d.
14.9. 1987, húsfreyja og starfsmaður
við pósthúsið í Kópavogi.
Úr frændgarði Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar
Guðmundur Ármann
Sigurjónsson
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. á Á
Þorleifur Guðmundsson
b. á Á á Síðu
Margrét Þorleifsdóttir
húsfr. á Söndum
Páll Pálsson
b. á Söndum í Meðallandi
Þorbjörg Pálsdóttir
húsfr. og starfsmaður við
Pósthúsið í Kópavogi
Jóhanna Jónsdóttir
húsfr. á Syðri-Steinsmýri
Páll Sigurðsson
b. á Syðri-Steinsmýri
Jórunn Ólafsdóttir
húsfr. í Suður-Vík
Dagbjartur Hafliðason
b. í Suður-Vík í Mýrdal
Sigþrúður Dagbjartsdóttir
húsfr. á Hryggjum í Mýrdal
Björn Björnsson
b. á Hryggjum í Mýrdal
Sigurjón Björnsson
póststjóri í Kópavogi
Anna Björnsdóttir
húskona í Vestur-Skaftafellssýslu
Björn Jónsson
vinnum. í Vestur-Skaftafellssýslu
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Einar Arnalds fæddist íReykjavík 3.1. 1911. For-eldrar hans voru Ari Jóns-
son Arnalds, ritstjóri og alþm. í
Reykjavík og síðar sýslumaður og
bæjarfógeti á Seyðisfirði, og k.h.,
Matthildur Einarsdóttir Kvaran,
síðar Matthíasson, húsfreyja.
Sigurður var sonur Ara Arnalds,
alþm. og sýslumanns á Seyðisfirði,
Jónssonar, b. á Hjöllum Finnssonar,
b. þar Arasonar, bróður Jóns, afa
Björns Jónssonar, ritstjóra og ráð-
herra, föður Sveins forseta og Ólafs,
ritstjóra og stofnanda Morgunblaðs-
ins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forseta
borgarstjórnar.
Matthildur var systir Ragnars,
föður Ævars R. Kvaran, leikara og
rithöfundar, föður Gunnars selló-
leikara. Annar bróðir Matthildar var
Einar, afi Guðrúnar orðabókarit-
stjóra og Hjörleifs, fyrrv. borgarlög-
manns. Matthildur var dóttir Einars
H. Kvaran, rithöfundar og forseta
Sálarrannsóknarfélagsins.
Eiginkona Einars yngri var Lauf-
ey Guðmundsdóttir húsfreyja en
dætur þeirra eru Kristín, cand.mag.
og fyrrv. skólameistari Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti, og Matthildur,
húsfreyja í Reykjavík.
Einar lauk stúdentsprófum frá
MR 1930 og embættisprófi í lög-
fræði frá HÍ 1935. Hann kynnti sér
sjórétt í Englandi, Þýskalandi og
Danmörku 1935-38, fékk löggildingu
sem niðurjöfnunarmaður sjótjóna og
öðlaðist hdl.-réttindi.
Einar var fulltrúi hjá lög-
reglustjóranum í Reykjavík 1938-44,
fulltrúi hjá borgardómaranum í
Reykjavík frá 1944, var skipaður
borgardómari 1945, skipaður yf-
irborgardómari í ársbyrjun 1962,
var hæstaréttardómari 1964-76 er
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir. Hann sat auk þess í Félagsdómi,
var varasáttasemjari, var formaður
Siglingadóms, sat í landskjörstjórn,
var kjörinn af ráðgjafaþingi Evr-
ópuráðsins í Mannréttindadómstól
Evrópu, sat í stjórn Íslandsdeildar
norrænu lögmannasamtakanna og
sat í stjórn Lögfræðingafélags Ís-
lands.
Einar lést 24.7. 1997.
Merkir Íslendingar
Einar
Arnalds
95 ára
Kristrún Sigurfinnsdóttir
85 ára
Guðný Jónasdóttir
Halldóra Hjaltadóttir
Kristín Brynja Árnadóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Sigurður Jensson
Þórunn Gottliebsdóttir
80 ára
Anna Baldvinsdóttir
Edda Einarsdóttir
Hjaltested
Gústaf Ólafsson
Hilmar Eyjólfsson
Sigurveig Sigurjónsdóttir
Svava Sveinbjörnsdóttir
75 ára
Alda Halldórsdóttir
Áslaug Torfadóttir
Einar Gíslason
Magnea Sigríður
Sigurðardóttir
70 ára
Baldvin Halldórsson
Guðni J. Hannesson
Margrét Hinriksdóttir
Stefán Þórarinsson
60 ára
Guðjón Sverrir Agnarsson
Hrefna N. Guðnadóttir
Ingibjörg G. Tómasdóttir
Jóna Kristbjörnsdóttir
Ólafur Helgi Ólafsson
Sigríður S. Jónasdóttir
Sigurbjörn Hilmarsson
50 ára
Agnar Már Jónsson
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir
Eygló Birgisdóttir
Finnur Traustason
Friðþjófur Thorsteinsson
Ruiz
Geir Sigurpáll Hlöðversson
Jolanta Dauniené
Jón Einar Marteinsson
Olgeir Olgeirsson
Sigríður Viborg
Sigurður Garðars
Þórey Guðlaugsdóttir
40 ára
Borgþór Friðrik Ágústsson
Inga Dóra A Gunnarsdóttir
Ingólfur Guðjón
Steingrímsson
Jón Gunnar Kristinsson
Kristinn Jósep Gallagher
Ósvaldur Kjartan Knudsen
Róbert Jónsson
Sif Ólafsdóttir
30 ára
Aðalbjört María
Sigurðardóttir
Agnieszka Katarzyna
Ugorenko
Arndís Ósk Valdimarsdóttir
Björgvin Ingi Stefánsson
Björgvin Örn Ragnarsson
Hafdís Unnsteinsdóttir
Jaroslaw Graca
Jóna Kristín Heimisdóttir
Líf Geirfinnud.
Gunnlaugsdóttir
Magdalena Trojanowska
Rakel Gísladóttir
Sigurjón Heiðar
Kristjánsson
Til hamingju með daginn
30 ára Óttar ólst upp í
Reykjavík, er þar búsettur
og er flutingabílstjóri.
Maki: Ingunn Margrét
Óskardóttir, f. 1978, verk-
efnastjóri hjá Reykjavík-
urborg.
Börn: Kristey Lea, f.
2002; Aron Breki, f.
2006; Haraldur Gauti, f.
2008; Lára Ósk, f. 2009,
og Sara Líf, f. 2012.
Foreldrar: Lárus Þ. Þór-
hallsson, f. 1959, og Hild-
ur E. Kolbeins, f. 1962.
Óttar Freyr
Lárusson
30 ára Hugrún ólst upp í
Kópavogi og Garðabæ, er
búsett á Seltjarnarnesi,
lauk prófi í læknisfræði
2011 og er læknir við
HSS.
Maki: Guðbjartur Ólafs-
son, f. 1980, læknir.
Sonur: Guðberg Óli Guð-
bjartsson, f. 2012.
Foreldrar: Sigrún Stef-
ánsdóttir, f. 1964, og Guð-
berg Þórhallsson, f. 1963.
Þau reka Bortækni í Hafn-
arfirði.
Hugrún Hörn
Guðbergsdóttir
30 ára Jómbi ólst upp á
Sauðárkróki, er þar bú-
settur og hefur verið raf-
virki á Sauðárkróki og víð-
ar í Skagafirði á
undanförnum árum.
Systir: Sigrún Elísa Lofts-
dóttir, f. 1977, búsett á
Sauðárkróki.
Foreldrar: Loftur Jóns-
son, f. 1950, fyrrv.
starfsm. Steypustöðvar
Sauðárkróks, og Edda
Maríanna Bang, f. 1950,
fyrrv. ræstingakona.
Jón Bjarni
Loftsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900