Morgunblaðið - 03.01.2014, Side 48

Morgunblaðið - 03.01.2014, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Nýtt tölublað hins breska tímarits Boat Magazine er helgað menningu og mannlífi í Reykjavík. Þrátt fyrir að heiti ritsins vísi í báta, þá segir það ekkert um innihald og efnistök, því Boat Magazine er í hópi athygl- isverðra tímarita sem gefin eru út víða um heim um þessar mundir, gjarnan ársfjórðungslega og helg- uð eru skapandi hugsun og listum, og hefur hvert sín efnistök. Reykjavíkurhefti Boat Magazine er sjötta tölublaðið og er hvert þeirra helgað einni borg sem rit- stjórnin telur athyglisverða og verðskulda að hópur textahöfunda og ljósmyndara dvelji þar um tíma og safni efni. Fyrri tölublöð Boat hafa til að mynda verið helguð Aþenu, Sarajevo og Kyoto. Efnistökin í nýja tölublaðinu eru fjölbreytileg, skapandi skrif og myndir. Ritstjórinn Erin Spens seg- ir í leiðara að það Ísland sem hún kynntist sé annað land en hún bjóst við að upplifa, en ekki síður dásam- legt. Heftið, sem er á ensku, hefst á ljóði eftir Þorstein frá Hamri og meðal annars efnis eru greinar eft- ir Andra Snæ Magnason, Ármann Jakobsson og Gérard Lemarquis, myndverk eftir W.G. Collingwood og Einar Fal, viðtöl við Guðrúnu Jónsdóttur hjá Stígamótum og hönnuðina Þórunni Árnadóttur og Sigga Eggertsson. Þá er birt saga eftir Kristínu Ómarsdóttur. Borgarmynd Á forsíðu Boat Magaz- ine er starfsmaður Sægreifans. Tímarit um Reykjavík Walter Mitty (Ben Still-er) er hversdags-maður, kontóristi hjátímaritinu Life sem gæti vart lifað meira óspennandi lífi. Hann tekur enga áhættu og heldur sig á örugga meðalveginum til meðalmennsku. En í hugarheimi sínum umbreytist Mitty og verður að heimskautafara, ofurhetju, eða hvað sem honum dettur í hug þá stundina. Í dagdraumum sínum finnur Mitty nokkurs konar ham- ingju og útrás fyrir spennuþörf sína. Flestir snúast dagdraumarnir að einhverju leyti um samstarfskonu Mittys, Cheryl Melhoff (Kristen Wiig), sem hann er bálskotinn í. Eini gallinn er sá að hann þorir ekki að taka af skarið, og þegar hann loks tekur á sig rögg, reynir hann að hafa samband í gegnum internetið, án árangurs. Ný yfirstjórn tímaritsins hefur ákveðið að pappírsútgáfa tilheyri fortíðinni, og að síðasta tímaritið eigi að koma út með pomp og prakt. Færasti ljósmyndari tíma- ritsins (Sean Penn) leggur sitt af mörkum með því að senda Mitty bestu ljósmynd sína til þess að fara á forsíðuna, en þegar til kastanna kemur finnst filman ekki. Mitty þarf því að stíga vel út úr þæg- indaramma sínum og elta ljósmynd- arann til Grænlands, Íslands og Hi- malaya-fjalla. En þó að Mitty sé að leita að filmunni, finnur hann í raun og veru sjálfan sig í staðinn, og hversdagsmaðurinn deyr í leiðinni. Nýjasta mynd Bens Stiller er um margt ólík fyrri verkum hans. Ærslafulli húmorinn í Zoolander er hér víðsfjarri, en í stað hans bygg- ist gamanið meira upp á þeim að- stæðum sem Mitty lendir í, bæði í draum- og raunheimi. Myndin er fyndnust þegar Mitty er að ímynda sér betra og meira spennandi líf og hefðu þau atriði því alveg mátt vera fleiri. Þá hefði hugsanlega mátt gera það aðeins augljósara hvenær Mitty er að ímynda sér hlutina og hvenær ekki, en líklega er það með ráðum gert. Myndin bætir hins vegar vel fyrir þessa ágalla með söguþræði sínum og með því hversu myndræn hún er. Hver rammi myndarinnar er nánast eins og listaverk. Ef tína á til galla myndarinnar er það einna helst það að hún er hugsanlega aðeins of löng, og jafnvel örlítið fyrirsjáan- leg. Stiller er fullkominn í hlutverki draumóramannsins, sem umbreyt- ist í ævintýramann. Rétt er í því samhengi að minnast á hinn ís- lenska þátt við gerð myndarinnar. Stór hluti myndarinnar gerist hér og á Grænlandi, og leika íslenskir leikarar stór hlutverk, eins og t.d. Ólafur Darri Ólafsson, sem kemur sterkur inn sem fullur þyrlu- flugmaður. Þá eiga Gunnar Helga- son og Þórhallur Sigurðsson mjög eftirminnilega spretti. Einhverjum mun hugsanlega svelgjast á því skáldaleyfi sem Stiller tekur sér í staðsetningu Eyjafjallajökuls á kortinu, en ekki er hægt að segja annað en að Íslandshluti mynd- arinnar sé einhver sterkasta land- kynning sem birst hefur í annan tíma. Þá ljá Of Monsters and Men myndinni tónlist sína, og smell- passar hún við það ægifagra lands- lag sem er á skjánum. Ég lifi í draumi Walter Mitty (Ben Stiller) lifir í draumóraheimi og verður því oft fyrir aðkasti samstarfsmanna sinna. Hversdagsmaður deyr Smárabíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó, Kringlubíó og Borgarbíó Akureyri The Secret Life of Walter Mitty bbbbm Leikstjóri: Ben Stiller. Handrit: Steve Conrad, byggt á smásögu James Thur- ber. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Shirley MacLaine, Adam Scott, Sean Penn og Ólafur Darri Ólafsson. Bandaríkin, 2013. 114 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR inn á Midi.is og tvö lög eftir rúss- neska tónskáldið Glinka. Tvö þekktustu sönglög Chopin verða flutt af þeim Alínu og Jónasi en þau gáfu út plötu með sönglögum Chopins árið 2010. Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt Sígauna- lögin sjö eftir Dvorák. Alína mun einnig syngja þrjár ólíkar óp- eruaríur við píanóleik Jónasar, eft- ir Gluck, Saint-Saëns og Verdi. Al- ína syngur verkin á frummálunum, þ.a. rússnesku, pólsku, tékknesku, ítölsku og frönsku. Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, mun flytja þýðingar á öllum textum verkanna en þýðandi þeirra er Reynir Axelsson. Hann hefur þýtt yfir tvö þúsund ljóð og texta úr 16 tungumálum. Stórtónleikar Rótarý-hreyfing- arinnar verða haldnir í kvöld kl. 20 í Langholtskirkju. Á þeim flytja Alina Dubik og Jónas Ingimund- arson efnisskrá með söngvum eftir Tsjækovski, Glinka, Chopin og Sí- gaunalögunum eftir Dvorák. Tónlistarstyrkur Rótarý verður af- hentur og hlýtur hann að þessu sinni Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti. Hún mun leika á orgel kirkjunnar af því tilefni, verkin Nun danket alle Gott (op. 65) eftir Sigfrid Karg-Elert og Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ (BWV 639) og Tokkötu og fúgu í d-moll (BWV 565) eftir J. S. Bach. Fyrsta verkið á efnisskrá tónleikanna er hins vegar úr gleymdu verki eftir Tsjæ- kovski, að því er segir um viðburð- Styrkþegi Lára Bryndís Eggertsdóttir hlýtur styrk Rótarý í ár. Stórtónleikar Rótarý

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.