Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. „Gengur gjörsamlega fram af mér“
2. Andlát: Rúnar Georgsson
3. Kveikti í sér eftir nauðgun
4. Gerist ráðgjafi við vegagerð í Noregi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hross í oss, kvikmynd leikstjórans
Benedikts Erlingssonar, er nefnd í út-
tekt kvikmyndarýnis breska dag-
blaðsins Telegraph, Robbie Collin, yf-
ir bestu kvikmyndir ársins 2013.
Collin segir myndina eina af tíu frá-
bærum kvikmyndum sem ýmist verði
sýndar í Bretlandi á þessu ári eða
hafi ekki landað dreifingarsamningi.
Myndin er ekki í amalegum félags-
skap þar því meðal þeirra sem Collin
nefnir eru 12 Years a Slave sem þykir
líkleg til að hreppa Óskarsverðlaun
og Inside Llewyn Davis, nýjasta kvik-
mynd Coen-bræðra.
Hross í oss meðal
þeirra bestu 2013
Hljómsveitin
Gullkistan heldur
tónleika í kvöld og
annað kvöld á
Kringlukránni og
flytur gestum
gamla gullmola
rokksögunnar. Í
Gullkistunni eru
þjóðkunnir tón-
listarmenn, þeir Ásgeir Óskarsson,
Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og
Óttar Felix Hauksson.
Gullkistan flytur gull-
mola rokksögunnar
Þrettándagleði Karlakórs Hreppa-
manna fer fram í kvöld í félagsheim-
ilinu á Flúðum. Á henni koma fram
söngvararnir Björg-
vin Halldórsson,
Matti Matt og
Rokkabillý-
bandið, eða „Bo &
co“ eins og segir á
veggspjaldi um
viðburðinn.
Gleði með Bo & co
Á laugardag Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða slydda á
Vestfjörðum, en annars 8-15 og rigning eða slydda með köflum.
Úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig, svalast á Vestfjörðum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 15-25 m/s norðvestantil en
annars víða 8-15. Hvessir við suðausturströndina seinnipartinn, en
dregur heldur úr vindi norðvestantil. Úrkoma víða um land.
VEÐUR
Ole Gunnar Solskjær, fyrr-
verandi framherji Man-
chester United, er nýr
knattspyrnustjóri Arons
Einars Gunnarssonar og fé-
laga hjá velska liðinu Car-
diff sem leikur í ensku úr-
valsdeildinni. Solskjær
hefur byrjað þjálfaraferilinn
frábærlega og unnið þrjá
titla á þremur árum með
Molde í Noregi, nú síðast
bikarmeistaratitilinn eftir
sigur á Rosenborg. » 2
Solskjær tekinn
við Cardiff
Hlynur Bæringsson hefur tekið
flest fráköst allra í sænsku úrvals-
deildinni í körfubolta í vetur og
hann og Jakob Örn Sigurðarson eru
áfram á meðal bestu leikmanna
hennar. En lið þeirra, Sundsvall
Dragons, er í fjárhagsvandræðum
og Hlynur segir að það eigi ekki
möguleika á að blanda sér í titilbar-
áttuna í vetur. »3
Blanda sér ekki í tit-
ilbaráttuna í vetur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Það er segin saga að ef gamall bíll
er ekki hreyfður í þrjár vikur fer
hann að hökta og jafnvel bila. Þessa
reynslu mína færði ég yfir á flugið.
Hef þá reglu að láta helst aldrei
meira en þrjár vikur líða milli flug-
ferða. Núna milli jóla og nýárs tók
ég góða rispu með æfingum í nætur-
flugi og lenti í stífum hliðarvindi. Allt
gekk vel og ég flýg því ótrauður
áfram,“ segir Ómar Þ. Ragnarsson
fréttamaður.
Erum við virkilega lent?
Í loggbók sína hefur Ómar skráð
alls 7.200 flugtíma á 45 árum. Hann
hefur flogið um landið þvert og endi-
lagt við allar aðstæður og lent á
ótrúlegustu stöðum. Segir slíkt þó
ekki mundu hafa gengið upp nema
með stöðugri þjálfun og að rækta
með sér hæfni til að lesa í aðstæður.
„Rannsóknir sýna að í hverjum
500 atvikum sem akstursíþrótta-
menn þurfa að meta og bregðast við,
gera þeir tvenn mistök og spurn-
ingin er sú hvers eðlis þau eru. Þetta
má færa yfir á flugið. Fari menn inn
í beygju á of lítilli ferð og missa hæð,
lesa hæð og fjarlægðir skakkt eða
koma of bratt eða á of miklum hraða
inn til lendingar getur slíkt verið af-
drifaríkt. Mér finnst gott viðmið og
keppikefli að sé ég með farþega um
borð sé lendingin svo mjúk að þeir
spyrji þegar flugvélin er komin nið-
ur hvort við séum virkilega lent,“
segir Ómar sem er 73ja ára. Hann
þarf að standast tvær læknisskoð-
anir árlega og auk þess hæfnispróf í
fluginu með vissu millibili og getur
því áfram haft loft undir vængjum
sínum.
Örkin er stopp
Síðustu árin hefur Ómar gjarnan
flogið um 150 tíma að meðaltali á ári.
Reyndar heldur færri stundir í fyrra
en þeim mun meira árin þar á undan,
svo sem vegna eldgosa í Eyja-
fjallajökli og Grímsvötnum. Við þær
aðstæður segir hann það hafa verið
ómetanlegt að geta náð myndum á
lofti, en sú nálgun hefur í tímans rás
verið aðalsmerki í efnisöflun hans
fyrir sjónvarp í kvikmyndagerð. Í
þeim efnum hefur Ómar mörg járn í
eldinum og vinnur nú að gerð kvik-
myndarinnar Örkin, sem fjallar um
landið sem fórnað var undir tvö miðl-
unarlón vegna Kárahnjúkavirkjunar
og önnur umhverfisáhrif hennar.
Alltaf í flug á þriggja vikna fresti
Flýgur um 150 tíma á ári Með
mörg járn í eldi við kvikmyndagerð
Morgunblaðið/RAX
Flug Ómar Ragnarsson við flugvél sína TF FRU í gær. Í bókum sínum er Ómar með skráða alls 7.200 flugtíma og þeirri þjálfun heldur hann stöðugt við.
Í haust lauk Ómar við gerð
heimildaþáttarins Akstur í
óbyggðum sem er 46 mínútur
og RÚV hefur keypt sýning-
arrétt á. Þættinum fylgja tvær
sjö mínútna myndir; Íslandsljóð
og Reykjavíkurljóð. „Það hefur
verið fjallað mikið um akstur í
óbyggðum og ég átti því von á
meiri stuðningi og þátttöku.
Mér kom á óvart að bílaleigur og
bílaumferð sýndu ekki áhuga.
Ætla því að gefa þetta efni út á
DVD-diski og höfða til útlend-
inga,“ segir Ómar.
Til útlend-
inga á DVD
MYNDAR ÓBYGGÐAAKSTUR
„Það er gaman að þessu og ég er
mjög stoltur af þessari viðurkenn-
ingu. Ég get ekki sagt að ég hafi átt
von á þessu en þetta var mjög
ánægjulegt,“ segir Alfreð Gíslason en
þessi sigursæli þjálfari bætti enn
einni skrautfjöðrinni í hatt sinn á ný-
ársdag þegar hann var
sæmdur heiðursmerki
hinnar íslensku fálka-
orðu. »1
Mjög stoltur af þessari
viðurkenningu