Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014
Með breyttu hugarfari getur þú
öðlast það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur
náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfsstyrking sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
21.-23. febrúar og 28. feb. - 2.mars
Leggjast gegn vegriði á stofnbraut
Í samræmi við áherslur meirihlutans sem kýs frekar gæluverkefni sem tefja umferð eins og við
Hofsvallagötu, segir Kjartan Magnússon Vegrið eiga heima á hraðbrautum, segir Dagur B.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Það kom mér á óvart að meirihlut-
inn skyldi leggjast gegn tillögu um
að setja upp vegrið sem mun tví-
mælalaust auka umferðaröryggi í
Reykjavík,“ segir Kjartan Magn-
ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks.
Meirihluti borgarráðs Reykjavík-
ur felldi tillögu Sjálfstæðiflokks, þar
sem skorað er á Alþingi og Vega-
gerðina að ljúka sem fyrst uppsetn-
ingu vegriðs á milli allra stofnbrauta
á höfuðborgarsvæðinu með tveimur
eða fleiri akreinum í hvora átt, þar
sem hámarkshraði er 60 km/klst. eða
meira. Sjálfstæðisflokkurinn lagði
tillöguna fram 7. nóvember sl.
Svæði þar sem óskað er eftir að
setja upp vegrið eru m.a. á Sæbraut-
inni, Miklubraut, hluta Hring-
brautar, Höfðabakka og Gullinbrú.
Samgöngustjóri, Ólafur Bjarna-
son, skilaði inn umsögn við tillöguna.
Þar kemur m.a. fram að ekki er tekið
undir hana að öllu leyti en þó stend-
ur ennfremur: „Leiðir til að draga
enn frekar úr slysahættu eru upp-
setning vegriða.“ Bent er á að aðrar
aðgerðir komi sterkar til álita eins
og aukið eftirlit og minnkun umferð-
arhraða. Þá er bent á að vegrið fara
ekki vel í þéttu borgarumhverfi.
Kjartan bendir á það sé ljóst að
tekið verði tillit til þess, að ekki sé
skorið á hverfi og tillit tekið til allra
samgöngukosta, ef sett yrðu upp
vegrið. „Þessi afstaða meirhlutans
er í samræmi við stefnu þessara
flokka á kjörtímabilinu; að hverfa frá
verkefnum í vegagerð í borginni en
leggja þess í stað áherslu á gælu-
verkefni við Hofsvallagötu og Borg-
artún. Þær framkvæmdir auka ekki
öryggi heldur tefja fyrir umferð og
fækka bílastæðum,“ segir Kjartan.
Þegar leitað var svara hjá Degi B.
Egggertssyni, formanni borgarráðs,
fengust þau svör skriflega, að tillag-
an hefði verið felld og vísað til fag-
legrar umsagnar samgöngustjóra.
Dagur segir að vegrið eigi heima á
hraðbrautum en hraðbrautir eigi
ekki heima í íbúðahverfum. „Í íbúða-
hverfum hefur stefnan verið sú að
gera umhverfið öruggara fyrir börn
á leið til og frá skólum og gera borg-
ina góða fyrir gangandi og hjólandi,
hægja á umferð og draga þannig úr
hávaða, mengun og svifryki,“ segir
Dagur. Þá bendir hann á að fækkun
slysa hafi verið mikil í Reykjavík og
það megi ekki síst rekja til þessarar
stefnu.
Morgunblaðið/Þórður
Sæbraut Tillaga Sjálfstæðisflokks um vegrið verður ekki að veruleika.
Íbúar á Völlum í Hafnarfirði eru orðnir þreyttir á rusli
úti um allt og vilja að eigendur fjölbýlishúsa geri við-
eigandi ráðstafanir til þess að bláar tunnur eða gámar
fjúki ekki um koll með tilheyrandi sóðaskap.
Anna María Benediktsdóttir, íbúi í blokk í eigu leigu-
félags, segir að í lok nýliðins árs hafi bláum tunnum
eða gámum verið komið fyrir á lóð blokkarinnar en eig-
andi hússins hafi ekki útbúið rými fyrir gámana. Þeir
séu við enda bílaplansins og fjúki á hliðina í miklum
vindi. Þá fari allt innihaldið út um allt og sóðaskap-
urinn sé eftir því.
Allskonar óþægindi
„Bílaplönin eru mjög subbuleg og sóðaleg,“ segir hún
og bætir við að einnig stafi af þessu hætta fyrir bíla og
menn. Anna María segir einnig ónæði af fjúkandi tunn-
unum á nóttunni. „Það eru allskonar óþægindi sem
fylgja þessu,“ segir hún og vill að eigendur húsnæðisins
bregðist við þessu með því að smíða utan um tunnurnar
svo þær haldist á sínum stað.
Fjarðarpósturinn vekur athygli á málinu í vikunni
og skorar á íbúana að taka til hendi. Í blaðinu kemur
meðal annars fram að mjólkurfernur, auglýsingablöð
og fleira megi sjá á svæðinu, börnum hafi blöskrað
sóðaskapurinn og þau farið út og tínt upp drasl í nán-
asta umhverfi sínu.
Rusl úti um allt á Völlum
Íbúum blöskrar sóðaskap-
urinn og skora á eigendur
Ljósmynd/Anna María
Rusl Bláu tunnurnar fjúka til á Völlunum í Hafnarfirði.
„Ég tel að í þessu
bréfi komi fram
þannig upplýsing-
ar og svo alvarleg-
ar ásakanir að ég
áleit óhjákvæmi-
legt að vekja at-
hygli stjórnskip-
unar- og eftirlits-
nefndar Alþingis á
því sem þar er að
finna og hef því
sent nefndinni bréfið og gögnin. Það
er svo auðvitað hennar að meta
framhaldið og bregðast við því eftir
atvikum sem fram kemur í bréfinu
og þessum fylgigögnum,“ segir Ein-
ar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Tilefnið er opið bréf Víglundar
Þorsteinssonar til þingforseta í
Morgunblaðinu í gær en Víglundur
fullyrðir í tilkynningu að stýrinefnd
stjórnvalda um samninga við er-
lenda kröfuhafa bankanna 2009 hafi
gerst sek um „alvarleg lögbrot“.
„Ég mun í samræmi við þingsköp
tilkynna um erindið á þingfundi og
leggja það fram þannig að það sé að-
gengilegt þingmönnum,“ segir Ein-
ar og bendir á að stjórnskipunar- og
eftirlitnefnd sé ætlað skv. þing-
skapalögum að hafa eftirlit með
framkvæmdavaldinu.
Mun skoða
„alvarlegar
ásakanir“
Einar K.
Guðfinnsson
Þingforseti vísar
erindi til nefndar
Fjölmenni var viðstatt þegar ný
stafræn smiðja, Fab Lab Reykjavík,
var opnuð formlega í gær að Eddu-
felli 2 í Breiðholti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, flutti af
því tilefni ávarp þar sem hún sagði
nýju tæknina einstakt verkfæri til
að leysa úr læðingi krafta til ný-
sköpunar. Við stafræna framleiðslu
er tölva notuð til að hanna hlut og
stýra fullkomnum tæknibúnaði til
að framleiða hlutinn til enda. Ýmis
tæki eru í smiðjunni, þ.m.t. fræsivél
til að búa til stóra hluti úr tré og
plasti, lítil fræsivél til að fræsa raf-
rásir eða í þrívídd til mótagerðar,
þrívíddarprentari og leysiskerar.
Fab Lab Reykjavík er fimmta
smiðjan sinnar tegundar á Íslandi
en hún er samstarfsverkefni Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands,
Reykjavíkurborgar og Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti.
Stafræn smiðja opnuð í Eddufellinu í Breiðholti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið frá opnun
Fab Lab Reykjavík.