Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 11

Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 11
Síbería Félagarnir þrír á þaki bílsins sem þeir óku eftir ísvegi Síberíu. Hann þjónaði líka hlutverki gististaðar. „Við gengum af stað til að fá hjálp. Samtals gengum við 23 kíló- metra og það tók okkur 10 klukku- stundir. Það er mikilvægt að stoppa aldrei, því maður gengur sér til hita en stoppi maður frýs svitinn á manni og í því vill maður ekki lenda,“ út- skýrir hann. Bilunin kom upp í bíln- um á síðasta spotta þessa vegar en ætlunin var að aka hann á enda. Það tókst næstum því og alls óku þeir 15.000 kílómetra á bílnum sem eyddi rúmum sjötíu lítrum af eldsneyti á hundraðið í þessum brunagaddi. Síbería - Tékkland - Ísland Trukkurinn var sendur heim til Litháens í viðgerð. Þar gátu menn ekki gert við hann enda furðulegur bíll í alla staði. Eina ráðið var því að senda hann til síns heimalands, Tékk- lands, og þar var skipt um vél í hon- um. National Geographic birti ferða- sögu þeirra og hafa þeir, ásamt ljósmyndaranum Bertu Tilmantaite, fengið mikið lof fyrir. Því næst var ferðinni heitið til Íslands þar sem til stóð að vinna ljós- myndaverkefni um líf þeirra sem búa í landi þar sem eldgosa er von. „Það var svo vont veður að við breyttum aðeins formerkjum verk- efnisins. Við komumst nefnilega í kynni við íslenska hestinn sem er al- veg einstakur. Öll ferðin snerist um að mynda þessa mögnuðu hesta og útkoman var skemmtileg,“ segir litháíski ljósmyndarinn Giedrius Dagys um þessar áhugaverðu ferðir frá Síberíu til Íslands. Heillandi Íslenski hesturinn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Út er komin hjá Bókafélaginu bókin 5:2 mataræðið með Lukku í Happ. Unnur Guðrún Pálsdóttir eða Lukka eins og hún er kölluð, hefur rekið heilsuveitingastaðinn Happ í nokkur ár með prýðilegum árangri. Lukka er sannfærð um að matur hafi gríðarleg áhrif á okkur og að það sem við látum upp í okkur verði hluti af okkur. Sjálf starfaði Lukka sem einka- þjálfari í fimmtán ár og komst þar að því að bestum og skjótustum ár- angri náðu þeir sem tóku mataræði sitt föstum tökum. Hún tók að sér að sjá um næringu fyrir nokkra skjólstæðinga sinna sem ekki höfðu tíma til að sinna eldamennsku og innkaupum nægilega vel sjálfir. Hún fór að mæta með brúna bréfpoka sem í voru máltíðir dagsins fyrir hvern og einn, sem tók pokann með sér út í daginn að æfingu lokinni. „Matarpokarnir“ nutu slíkra vin- sælda að Lukka fór að einbeita sér í auknum mæli að matreiðslu og nær- ingarráðgjöf. Happ varð til í fram- haldi af því og þar hafa verið settir saman matarpakkar fyir við- skiptavini og í gegnum árin hafa ýmiss konar föstur verið fastur liður hjá sumum viðskiptavinanna. Eins og titill bókarinnar ber með sér er hún sniðin að þeim sem kosið hafa þann lífsstíl að gefa melting- unni frí inni á milli til að líkaminn geti nýtt orkuna í annað. Uppskriftirnar í bókinni miða að því að fólk takmarki inntöku hita- eininga við 500-600 tvo daga vik- unnar. Því eru tillögurnar að máltíðum í bókinni með skráðan fjölda hitaein- inga sem haldið er í lágmarki þessa tvo daga en þeirra á milli sé fólk ekki of upptekið af talningu hitaein- inganna. Dæmi um morgunverð- aruppskriftir eru hleypt egg, chia grautur eða kaffi- og bananahrist- ingur. Svo mætti lengi telja en bókin er 138 blaðsíður, sneisafull af góð- um hugmyndum. Hollt fæði fyrir líkama og sál Morgunblaðið/Ernir Fasta Lukka segir að meltingin hafi gott af því að fá örlitla pásu inni á milli. Lukka leiðbeinir lesendum Audi Q5. Notadrjúgur og glæsilegur. Fullkomlega samstillt hönnun. Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu sérlega tilkomumikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða loftkæling, leðuráklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.