Morgunblaðið - 25.01.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.01.2014, Qupperneq 19
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafnarfjarðarbær ætlar að leita leiða til að leysa úr þeim vanda sem er á húsnæðismarkaði. Kópavogs- bær hefur breytt gjaldflokkum vegna lóðaverðs. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa reiknað út að byggingarkostnaður fjölbýlishúsa sé 43% hærri nú en fyrir rúmum áratug, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. SA tel- ur að lækkun lóðaverðs sé ein for- senda nauðsynlegrar uppbyggingar. Leiguhúsnæði til framtíðar Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti 16. janúar s.l. að „leitað verði eftir samstarfshugmyndum frá einkaaðilum og fjárfestum, frjálsum félagasamtökum og öðrum sem hafa það sem markmið að byggja upp hagkvæmt og öruggt leiguhúsnæði til framtíðar. Skipulags- og bygg- ingaráði verði jafnframt falið að leggja fram tillögur um lóðir sem taldar eru henta sérstaklega til upp- byggingar minni og hagkvæmari leiguíbúða.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, sagði að málið yrði rætt áfram í bæjarráði. Hún sagði lóða- verð hafa hækkað hlutfallslega þeg- ar mikil eftirspurn var á húsnæðis- markaði. „Við höfum farið í endur- mat á okkar lóðaverði og teljum að við séum í takti við sveitarfélög í ná- grenninu,“ sagði Guðrún Ágústa. Hún sagði að lóðaverð væri ekki heilagt. Þegar ástand á húsnæðis- markaði væri eins og það er nú yrði að leysa þann hnút. „Að sjálfsögðu leggjumst við yfir hvað við getum gert til að koma til móts við íbúa bæjarins,“ sagði Guðrún Ágústa. Hún benti á að deiliskipulag hins nýja Skarðshlíðarhverfis gerði ráð fyrir sveigjanleika í íbúðastærð fjöl- býlishúsa. Þar yrði ekki hagkvæm- ara að byggja stórar íbúðir vegna lóðaverðsins. Hún taldi að sveitar- félögin væru ekki að græða á lóða- sölu, því lóðaverðið ætti að standa undir heildaruppbyggingu hverf- anna. Yfirtökugjöld vega þungt Yfirtökugjöld vega þungt í lóða- verði í Kópavogi, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópa- vogsbæjar. Hann sagði að Kópa- vogsbær hefði þurft að kaupa allt land sem úthlutað hefur verið fyrir lóðir frá 1990 og þá voru yfirtöku- gjöld tekin upp. Þau komu til vegna landakaupa og kostnaðar við að gera lóðirnar byggingarhæfar. Oft hefur þurft að kaupa gömul hús og sumar- bústaði sem hefur þurft að fjar- lægja. Þá stuðlar það að hækkun lóðaverðs að fjárfestar hafa verið í samkeppni um byggingarland. Ár- mann sagði að lóðaleiga ein og sér stæði ekki undir slíkum útgjöldum. Hann sagði að gatnagerðargjöld í bænum hefðu hækkað úr 4% í 4,9% árið 2007 miðað við verð vísitölu- húss. „Gatnagerðargjaldið, eins og það er í dag, stendur illa undir kostnaðinum við nýtt hverfi og alls ekki ef við bætast stofnbrautir sem ríkið hefur verið að koma yfir á sveitarfélögin,“ sagði Ármann. Hann sagði að Kópavogur hefði aldrei haft uppboð á lóðum. Ármann sagði það að einhverju leyti rétt að lóðagjöld hefðu fremur stuðlað að byggingu stærri íbúða en þeirra minni. „Nú höfum við skipt lóðagjöldum af fjölbýlishúsum í þrjá flokka og einnig lækkað lóðaverð einbýlishúsa ef húsbyggjendur minnka bygging- armagnið,“ sagði Ármann. Ef bygg- ingarmagn á einbýlishúsalóð er ekki fullnýtt, eftir ákveðnum reglum, lækkar lóðarverð frá grunnverði. Lóðagjöld fjölbýlishúsaíbúða eru flokkuð í þrjá flokka eftir skipulögðu flatarmáli íbúðanna, þ.e. með sam- eign og öllu. Flokkamörkin voru færð til þannig að íbúðir allt að 100 m2 bæru lægstu gjöldin. Við það lækkaði lóðargjald slíkrar íbúðar um 700.000 kr. Í lægsta flokki eru íbúðir með skipulagt flatarmál allt að 120 m2 sem er vinsælasti flokkur fjöl- býlishúsaíbúða. Í 2. flokki eru 121- 160 m2 íbúðir og í 3. flokki og þeim hæsta eru íbúðir stærri en 160 m2. Sveitarfélög liðka fyrir byggingum  Hafnarfjarðarbær leitar hugmynda að uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæðis  Kópavogsbær hefur breytt mörkum gjaldflokka sinna fyrir fjölbýlishúsalóðir og lækkað gjöld á minni íbúðir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Ármann Kr. Ólafsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggingarframkvæmdir Byggingarkostnaður hefur hækkað verulega. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2014 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum heimabanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heim- sendum greiðsluseðlum í gegnum þjónustu- ver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig lækkun á árinu 2014. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2012. Þegar álagning vegna tekna ársins 2013 liggur fyrir næsta haust, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fasteigna- skatti og fráveitugjaldi elli- og örorkulífeyrisþega og þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna niður- fellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2014 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.650.000 kr. Hjón með tekjur allt að 3.700.000 kr. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.650.000 til 3.040.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.700.000 til 4.120.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 3.040.000 til 3.540.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 4.120.000 til 4.920.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu vatnsgjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2014 Borgarstjórinn í Reykjavík, 25. janúar 2014. www.reykjavik.is Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2014 Bryndís Haralds- dóttir bæjar- fulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ sem fram fer 8. febrúar n.k. Bryndís hefur verið bæjar- fulltrúi í Mosfellsbæ frá árinu 2010 og er m.a. formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar og formaður skipu- lagsnefndar. Áður var hún vara- bæjarfulltrúi og varaþingmaður. Bryndís er viðskiptafræðingur að mennt og stundar nú meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Hún er gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkjameist- ara og eiga þau þrjú börn. Bryndís hefur mikla reynslu úr atvinnulíf- inu. Hún er í eigin atvinnurekstri og starfaði lengi að nýsköpunar- og frumkvöðlamálum hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Sækist eftir 2. sæti Sævar Sævarsson gefur kost á sér í 3.-4. sæti á valfundi Vinstri grænna í Reykjavík sem fram fer 15. febr- úar n.k. Sævar hef- ur ekki tekið þátt í stjórnmálastarfi VG áður, en segir í tilkynningu að hann telji brýnt að ákveðin nýliðun eigi sér stað í flokknum og vill hann verða hluti af þeim breytingum. Sævar er í sambúð með Hildi Mar- íu Magnúsdóttur, unnustu sinni, og eiga þau tvö börn. Hann lauk meist- aranámi (ML) frá lagadeild Háskól- ans í Reykjavík sumarið 2010 og hef- ur starfað sem lögfræðingur hjá Tollstjóra síðastliðinn þrjú ár. Hans helstu áhugamál eru íþróttir, ferða- lög og innihaldsríkar sam- verustundir með fjölskyldu og vin- um, segir í tilkynningu. Framboð í 3.-4. sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.