Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
• Hvítar innihurðir
• Spónlagðar innihurðir
• Eldvarnarhurðir
• Hljóðvistarhurðir
• Hótelhurðir
• Rennihurðir
• Með og án gerefta
Leit
ið t
ilbo
ða
hjá
fagm
önn
um
okk
ar
Innihurðir í öllum stærðum og gerðum!
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
Tísku og förðun
föstudaginn
14. febrúar 2014.
Tíska & förðun
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
10. febrúar.
Í blaðinu verður
fjallað um tískuna
vorið 2014
í förðun, snyrtingu og
fatnaði, fylgihlutum,
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
SÉRBLAÐ
Fjöldi ferðamanna á Íslandi mun ná einni milljón árið
2015. Þetta er spá greiningardeildar Arion banka, en
rúmlega 780 þúsund ferðamenn komu um Keflavík-
urflugvöll á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Fjölgun ferðamanna frá árinu 2010 er einsdæmi á jafn-
skömmum tíma síðan talningar á ferðamönnum hófust,
en fjölgun þeirra nemur 70% frá árinu 2010.
Þetta endurspeglast í auknum tekjum greinarinnar,
en heildarúttekt erlendra greiðslukorta innanlands
nam meira en 90 milljörðum á síðasta ári. Þá var korta-
veltujöfnuður hagkerfisins, þ.e. kortavelta erlendra
greiðslukorta innanlands að frádreginni kortaveltu ís-
lenskra greiðslukorta erlendis, nú jákvæð um meira en
10 milljarða, eftir að hafa verið neikvæð lungann úr
síðasta áratug.
Greiningardeildin spyr hvort þessi þróun geti haldið
áfram og telur að öll púsl séu á sínum stað fyrir kröft-
ugan vöxt á komandi árum. Spá hennar gerir ráð fyrir
að ferðamenn verði um 909 þúsund á árinu 2014, millj-
ónasti ferðamaðurinn komi síðan til landsins í desem-
ber árið 2015, en þeir verði um 1.007 þúsund það árið
og fjölgi svo í 1.093 þúsund árið 2016.
Morgunblaðið/Kristinn
Einsdæmi Fjölgun ferðamanna frá árinu 2010 er einsdæmi á jafnskömmum tíma síðan talningar á ferðamönnum
hófust, en fjölgun þeirra nemur 70% frá árinu 2010, að því er greiningardeild Arion banka segir.
Milljón ferðamenn árið 2015
Aukablað alla
þriðjudaga