Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 25

Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Uppþemba, bjúgur eða flensa? Fæst í Lyfju, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni), Fjarðarkaupum, ýmsum apótekum og sérverslunum. Er á Facebook www.annarosa.is Tinktúran Fjallagrös og fíflarót þykir hreinsandi fyrir meltinguna og mjög góð gegn uppþembu, vindverkjum og ristilkrampa. Ég er 64 ára og ákvað að prófa tinktúruna Fjallagrös og fíflarót frá Önnu Rósu. Nú er ég búinn með þrjár flöskur og finn að virknin er mjög góð. Ég finn mikinn mun á maganum og hef líka miklu meiri orku en áður. Ég mæli hiklaust með þessari tinktúru því hún virkar mjög vel! – Guðjón Einarsson Ég er asma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm fyrir kvefi, háls- bólgu, eyrnabólgum og ennis- og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran Sólhattur og hvönn svín- virka fyrir mig og það skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana. – Inga Harðardóttir Ég er 47 ára og hef verið með gigtarverki og stirðleika í liðum, stundum það mikið að ég á erfitt með að klæða mig í sokka á morgnana. Ég er að bíða eftir tíma hjá gigtarlækni en í millitíðinni ákvað ég að prófa Fíflablöð og birki. Nú er ég búin með tvær flöskur og finn mikinn mun á mér og það er mikill léttir að vera ekki stirð og kvalin. Tinktúran hefur líka haft vatnslosandi áhrif sem dregur úr liðverkjum. Ég mun halda áfram að taka þessa tinktúru því ég hef fulla trú á henni og því sem kemur úr náttúrunni. – Hrönn Traustadóttir Tinktúran Fíflablöð og birki þykir draga úr bjúg og liðverkjum vegna mikillar vökvasöfnunar. 20% afsláttur 17.-31. janúar Tinktúran Sólhattur og hvönn er talin styrkja ónæmiskerfið. Hún hefur m.a. reynst afar vel gegn kvefi, hálsbólgu, flensu, hósta og ennis- og kinnholusýkingum ásamt því að örva blóðflæði. Fjórar sprengjur sprungu í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gær. Fjór- ir létu lífið og 70 slösuðust þegar árásarmaður ók sprengjuhlöðnum bíl á málmgirðingu umhverfis höf- uðstöðvar lögregluyfirvalda í borg- inni snemma morguns. Sprengingin olli talsverðu tjóni, m.a. í nærliggj- andi safni, þar sem loft hrundi og bænagróp frá miðöldum skemmdist. Aðeins klukkustundum seinna sprakk lítil sprengja nærri lögreglu- bifreið nálægt neðanjarðar- lestarstöð. Einn lést í þeirri árás og annar þegar tvær sprengjur sprungu í úthverfi nærri Giza-píramídunum. „Þeir vilja ekki að fólkið fagni,“ sagði innanríkisráðherra Egypta- lands, Mohamed Ibrahim, um söku- dólgana en í dag eru þrjú ár liðin frá því að gríðarleg mótmæli brutust út í Kaíró og öðrum borgum, þar sem kallað var eftir afsögn Hosni Mub- arak, þáverandi forseta, og ríkis- stjórn hans. Búist var við að mikill mannfjöldi safnaðist saman í mið- borginni af því tilefni en stuðnings- menn Mohameds Morsi, sem var flæmdur frá völdum í júlí síðast- liðnum, höfðu m.a. boðað til mót- mæla í gær. Óeirðarlögregla stóð vörð um höf- uðstöðvar lögreglu í gær og varnaði hundruðum áhorfenda aðgangi að vettvangi. Sumir áhorfenda hróp- uðu slagorð gegn Bræðralagi músl- íma, sem var skilgreint sem hryðju- verkasamtök eftir sjálfsmorðsárás í Kaíró í desember. Bræðralagið hef- ur hins vegar neitað að hafa staðið að baki sprengjuárásunum í gær. AFP Sprenging Talsverðar skemmdir urðu á höfuðstöðvum lögreglunnar. Sex létu lífið í fjór- um árásum í Kaíró  Þrjú ár liðin frá upphafi mótmæla Viðræður milli fulltrúa Sýrlands- stjórnar og uppreisnarmanna fóru brösuglega af stað í Genf í gær eft- ir að fulltrúum Sameinuðu þjóð- anna mistókst að telja þá á að sitja í sama herbergi. Sáttasemjari SÞ í deilunni, Lakhdar Brahimi, varði fimmtudegi í að reyna að telja full- trúana á að koma saman við upphaf viðræðanna, en án árangurs. Því var ákveðið að hann myndi hitta sendinefnd stjórnarandstæðinga fyrir hádegi og erindreka stjórn- arinnar seinnipart dags. Samkvæmt heimildum AFP var það stjórnarandstaðan sem neitaði að setjast niður með fulltrúum stjórnarinnar, nema þeir viður- kenndu að koma þyrfti á tímabund- inni stjórn án aðkomu Bashar al- Assad forseta. „Vandamálið er að þetta fólk vill ekki semja um frið, það er komið hingað með fyrirfram ákveðin skilyrði,“ sagði aðstoðarut- anríkisráðherrann Faisal Moqdad í gær. „Að sjálfsögðu erum við reiðubúin til að setjast niður í sama herbergi. Til hvers erum við annars komin hingað?“ sagði hann. Bráðabirgðastjórn skilyrði Sýrlenska ríkissjónvarpið sagði frá því í gær að utanríkisráðherr- ann Walid Muallem hefði tjáð Bra- himi að ef alvarlegar viðræður færu ekki fram í dag myndi sendi- nefnd stjórnarinnar yfirgefa Genf. „Sýrlensku sendinefndinni er full alvara og hún er reiðubúin til að byrja en hinn aðilinn er það ekki,“ hafði fjölmiðillinn eftir ráðherran- um. Nazir al-Hakim, einn sendifull- trúa stjórnarandstöðunnar, sagði í samtali við AFP að sendinefndin væri aðeins tilbúin til að ganga til samninga á grundvelli samkomu- lags fyrri Genfarráðstefnunnar 2012, þar sem gerð var krafa um að bráðabirgðaríkisstjórn tæki við völdum í Sýrlandi. Stjórnvöld hafa hins vegar mótmælt þeirri túlkun stjórnarandstæðinga að samkomu- lagið geri ráð fyrir að Assad fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar segja að þeir muni ekki fara frá Genf fyrr en gengið hefur verið að kröfum fólksins. holmfridur@mbl.is Friðarumleitanir fara brösuglega af stað  Vildu ekki setjast niður í sama herbergi  Hóta að hætta AFP Ákall Mótmælt var við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. Sáttaumleitan » Þar sem hvorugur aðili virð- ist reiðubúinn til að gefa eftir verður áhersla lögð á að ná bráðabirgðasamkomulagi um framhaldið, s.s. svæðisbundin vopnahlé og greiðara aðgengi hjálparstarfsmanna. » Spurningar hafa vaknað um umboð fulltrúa stjórnarand- stæðinga og hvort þeir geti raunverulega knúið uppreisn- armenn til að hlíta niður- stöðum viðræðna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.