Morgunblaðið - 25.01.2014, Síða 26
FRÉTTASKÝRING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsemi tveggja verslana áSelfossi verður hætt ánæstu vikum og að minnstakosti tvö önnur fyrirtæki
þar í bæ eru til sölu. Svipaða sögu er
að segja frá Akureyri, nokkrum
verslunum þar hefur verið lokað að
undanförnu og eigendur fleiri þar í
bæ ætla að skella í lás á næstunni.
Tónastöðin á Akureyri hætti starf-
semi fyrir skemmstu og fataversl-
unin Indy sömuleiðis. Nyrðra eru
ástæðurnar fyrir þessu margar, m.a.
hátt leiguverð í verslunarmiðstöð-
inni Glerártorgi.
En hvað veldur þessu almennt
talað? Alkunna er að þegar harðna
fer á dalnum þrauka kaupmenn
fram yfir jól og áramót og fleyta
rjómann af mestu kauptíðinni. Dugi
það hins vegar ekki til að komast yf-
ir hjallann þykir best að leggja árar í
bát. Þetta er gömul saga og ný. Á
Selfossi hyggjast eigendur kvenfata-
verslunar, búðar sem selur hönn-
unarvörur og eigendur ísbúðarinnar
rifa seglin.
Annars staðar er glæta. Skv.
heimildum blaðsins bera sumir
kaupmenn sig áætlega, til dæmis
þeir sem höndla með raftæki hvers-
konar.
Netkaup eru hjarðhegðun
„Haustverslunin var með ró-
legu yfirbragði og jólaverslun fór
seinna af staður en áður,“ segir Gísli
Björnsson, kaupmaður í herrafata-
versluninni Barón á Selfossi. Ástæð-
ur þess að nokkrir kaupmenn þar í
bæ sjá nú þann kost vænstan að
hætta telur hann margar. Í sumum
tilvikum séu margir um hituna á
litlum markaði. Þá séu ýmsir kostn-
aðarliðir of háir miðað við veltu, svo
sem húsaleiga. Þá sé stutt til
Reykjavíkur, en kaupmenn þar og
eystra séu í beinni samkeppni.
„Verslun og innkaup frá útlönd-
unum yfir netið fóru út í að verða
hjarðhegðun. Þetta er bylgja sem
gengur yfir þegar fólk fær ekki réttu
vöruna eða það sem kemur hentar
ekki,“ segir Gísli. Hann segir það
hins vegar mundu bæta starfsskil-
yrði kaupmanna og almennings ef
tekið yrði til í frumskógi skatta,
lækkun þeirra myndi bæta allra hag.
Sérstaða Samkaupa hf. er að
hluta til starfsemi úti á landi. Fyr-
irtækið er með um 30 matvöruversl-
anir þar sem ganga ágætlega.
Allir þurfa daglegt brauð
„Á sumum stöðum er ákveðin
áskorun að reka verslun sem opin er
árið um kring. Með sveigjanleika og
að stilla hlutina rétt af gengur þetta
vel,“ segir Skúli Skúlason hjá Sam-
kaupum. Hann telur að vandinn í
landbyggðarversluninni snúi líklega
meira að rekstri sérvöru. Fólk geti
alltaf sparað við sig í henni, en allir
þurfi sitt daglega brauð og því geng-
ur rekstur matvörubúða betur, en
Samkaup reka um 30 slíkar og það
hringinn í kringum landið. Eru til
dæmis mjög sterk á Suðurnesjum,
Norðurlandi, Vestfjörðum og Aust-
urlandi.
Skúli Skúlason segir mikilvægt
að í verslunarrekstri úti á landi horfi
menn á stóru myndina og til lengri
tíma. „Búðin er kjölfesta í samfélag-
inu; í litlum bæ er matvöruverslun
jafn nauðsynleg starfsemi og að hafa
til dæmis skóla, lækni, prest og
lögreglu. Í þessum búðum eru
oft ekki mikil umsvif yfir vet-
urinn – en í sumum þeirra
tvöfaldast veltan yfir sum-
arið. Fyrir vikið skapast
grundvöllur fyrir heils-
ársstarfsemi. Við erum sáttir
við okkar hlut í rekstrinum
úti á landi.“
Of margir um hituna
á litlum markaði
Morgunblaðið/Ómar
Verslun Áramótin eru kaflaskil. Eftir kauptíð jólanna leggja sumir árar í
bát ef illa hefur gengið og nú sverfur nokkuð að sérvöruverslun úti á landi.
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þetta eru núbaraEvrópu-
þingskosning-
arnar,“ heyrðist
víða í Bretlandi
sumarið 2009, enda var áhug-
inn á þeim takmarkaður.
Dugði þar ekki til að sveit-
arstjórnarkosningar væru
haldnar samhliða í mörgum
bæjum og borgum Bretlands,
einungis einn af hverjum
þremur kjósendum fékkst til
þess að greiða atkvæði.
En þó að kosningar til Evr-
ópuþingsins hafi takmarkaða
þýðingu og áhugi almennings
sé eftir því gæti að þessu
sinni dregið til tíðinda. Ný-
legar kannanir sýna að fylgi
Íhaldsflokksins, sem jafnan
hefur verið stærsti flokk-
urinn í Evrópuþingskosning-
unum, hefur dalað mjög.
Hann mælist nú þriðji
stærstur á eftir Verka-
mannaflokknum og breska
sjálfstæðisflokknum, UKIP,
en á stefnuskrá þess flokks
er að Bretland yfirgefi Evr-
ópusambandið. Hefur UKIP
því sótt mikið af fylgi sínu til
Íhaldsflokksins, en kjós-
endum hans hefur mislíkað
mjög hvernig haldið hefur
verið á málefnum Bretlands
varðandi Evrópu-
sambandið.
Þó að kosning-
arnar sem slíkar
skipti hérumbil
jafnlitlu máli og
Evrópuþingið,
byggjast bresk stjórnmál að
miklu leyti á slagkrafti og
þeirri ímynd að flokkurinn sé
með vindinn í bakið en ekki
storm í fanginu. Eftir að hafa
verið mestallt kjörtímabilið
skrefinu á eftir Verka-
mannaflokknum í skoð-
anakönnunum eru núna að
berast vísbendingar úr ýms-
um áttum um að staða
Íhaldsflokksins fyrir kosn-
ingarnar 2015 sé í raun nokk-
uð góð, þar sem staða ríkis-
stjórnarinnar hefur styrkst
eftir því sem nær dregur
kosningum. Efnahagur Bret-
lands er ágætur og nokkur
uppgangur í viðskiptalífinu.
Enn er þó langt í land fyrir
íhaldsmenn og því gæti
þriðja sætið í Evrópuþings-
kosningunum verið skilið
sem veikleikamerki, sem
myndi hleypa öllum vænt-
ingum þeirra í uppnám, sér í
lagi ef úrslitin yrðu til þess
að ýfa enn upp þau gömlu sár
sem afstaðan til Evrópusam-
bandsins hefur vakið innan
flokksins.
Evrópuþingskosn-
ingarnar gætu skipt
máli fyrir Cameron}
Tvísýn staða
Íhaldsflokksins
Nýjar tölur,sem birtar
voru í Hagsjá
Landsbankans,
sýna hvað sam-
bandið milli
launahækkana og kaup-
máttar getur verið svikult. Í
fyrra hækkaði launavísitalan
um 6%, en kaupmáttur jókst
aðeins um 1,7%.
Þessar tölur ættu að vera
viðsemjendum ofarlega í
huga í þeim erfiðu kjara-
viðræðum, sem framundan
eru eftir að fjöldi aðild-
arfélaga ASÍ felldi nýgerða
kjarasamninga.
Málflutningur um hung-
urlýs er ekki til þess gerður
að skapa sátt. Um leið er
ljóst að ekki er hægt að ætl-
ast til þess að aðeins þeir,
sem lægst hafa launin hemji
sig, á meðan allt annað fer á
skrið í samfélaginu. Það seg-
ir sína sögu að á svarta list-
anum hjá ASÍ yfir fyrirtæki,
sem hafa hækkað verð, er
helmingurinn í eigu ríkis og
sveitarfélaga. Það gæti hafa
átt sinn þátt í hve mörg félög
innan ASÍ felldu
samningana.
Í Hagsjá kom
einnig fram að á
undanförnum tíu
árum hefðu laun
hækkað um 4-10% á ári eða
um 6,7% að meðalatali.
Breyting kaupmáttar hefði
hins vegar verið „sveiflu-
kenndari eða allt frá 3,7%
aukningu niður í rúmlega 7%
lækkun“. Að meðaltali jókst
kaupmáttur um 0,6% á tíma-
bilinu, en aukningin hefur
verið mun meiri undanfarin
ár eða 9% samanlagt síðan
vorið 2010 þannig að staða
kaupmáttar miðað við launa-
vísitölu er nú sambærileg við
mitt ár 2005.
Nú er ljóst að þessar
sveiflur kaupmáttar helg-
uðust ekki einvörðungu af
launahækkunum, taka verð-
ur heimskreppu með í reikn-
inginn. Þær sýna hins vegar
að launahækkanir geta verið
skammgóður vermir og leiði
þær til verðbólgubáls er lík-
legra að því fylgi hrollur en
ylur í lífi flestra.
Fleiri krónur þurfa
ekki að skila sér í
auknum kaupmætti}
Hið svikula samband
R
eglulega berast fréttir af því að
húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu
sé svo há að það sé ekki fyrir
venjulegt fólk að leigja sóma-
samlegt húsnæði, og því lægra
sem póstnúmerið er, því hærri er yfirleitt leig-
an.
Leigjendur lýsa undrun sinni á spjallsvæðum
fyrir leigjendur, þar sem húsnæði í oft mjög
mismunandi ástandi er boðið til leigu fyrir ótrú-
legar upphæðir. Í kringum 1.000 stúdentar,
álíka margir og allir íbúar Ólafsvíkur á Snæ-
fellsnesi. Það er því óhætt að segja að leigj-
endur séu í erfiðri stöðu. En hvað veldur?
Helsta ástæða hás leiguverðs er áreiðanlega
ónógt framboð á leiguhúsnæði, sérstaklega í
póstnúmerum 101, 105 og 107.
Framboð og eftirspurn eru þó ekki einu öflin
að verki á leigumarkaðnum, því hið opinbera sér sér leik á
borði að skekkja markaðinn aðeins, svona eins og við er að
búast. Til þessa beitir það helst tveimur tólum. Annað
þeirra er húsaleigubætur, sem greiddar eru af sveitar-
félögum. Hitt skekkjutækið er fjármagnstekjuskattar.
Samt ekki 20% eins og af öðrum fjármagnstekjum. 30% af
húsaleigutekjum eru nefnilega skattfrjáls, en restin af
þeim ber 20% skatt. Nettóáhrifin verða því 14% skattur af
húsaleigu.
Tökum dæmi af leigusala sem leigir út þriggja her-
bergja íbúð í 101. Íbúðin er metin á 23.900.000 krónur og er
skuldsett upp í rjáfur. Landsbankinn býður lán fyrir 85%
af markaðsvirði íbúðarinnar, 20.315.000 krón-
um. 70% lánsins eru til 40 ára á 7,6% vöxtum og
jöfnum greiðslum, en hin 15% eru til 15 ára á
8,6% vöxtum og með jöfnum afborgunum.
Greiðslubyrði af lánunum tveimur er 157.183
krónur fyrsta mánuðinn. Afborgunin er 25.294
krónur, en vextirnir 131.649. Restina af verð-
mæti íbúðarinnar, 3.585.000 krónur, leggur
leigusalinn til sjálfur. Hann gerir ekki sömu
vaxtakröfur og bankinn og lætur sér duga 4%
nafnársvexti, 11.950 krónur á mánuði. Fjár-
magnskostnaður leigusalans, auk afborgana af
lánum, er því 169.133 krónur. Þar með er ekki
öll sagan sögð. Leigusalinn greiðir 3.500 krón-
ur í fráveitugjöld og 4.000 krónur í fast-
eignagjöld. Annan kostnað, s.s. hússjóð, hita og
rafmagn, greiða leigjendur.
Þessi kostnaður leigusalans af húsnæðinu er
því 177.133 kr. og er þá ekki gert ráð fyrir neinu viðhaldi.
180.000 krónur í leigu ættu því að standa undir íbúðinni, er
það ekki? Neibb. Til að fá þessar rúmu 177.000 krónur í
vasann þarf leigusalinn að krefja leigjendur sína um tæp-
lega 206.000 krónur á mánuði, því ríkið hirðir 14% af
brúttóleigutekjum, um 28.000 krónur. Fyrir þessa fjárhæð
stæði íbúðin rétt svo undir kostnaði, þó með þeim fyrirvara
að leigusalinn á 25.000 krónum meira í íbúðinni sinni í lok
mánaðar en í upphafi hans. Hærri húsaleiga hefur enn-
fremur áhrif til hækkunar verðbólgu. Það væri áhugavert
að heyra hvort löggjafinn sé tilbúinn að lækka fjármagns-
tekjuskatt til að lækka húsaleigu. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Ólafsson
Pistill
Af hverju er leigan svona há?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Fataverslunin hefur verið í
basli,“ segir Emil B. Karlsson,
forstöðumaður Rannsóknaset-
urs verslunarinnar. Í frétt á vef
setursins kemur fram að sala
á dagvöru hafi að teknu tilliti
til verðlagsþróunar aukist um
6,0% milli ára. Sala á stærri
raftækjum jókst nokkuð –
einkum á hinum stærri – og
telur Emil það benda til að á
mörgum heimilum hafi verið
komin þörf á að endurnýja slík
tæki. Sala á fatnaði stóð í
stað.
Taka ber fram að Rann-
sóknasetur verslunarinnar
kannar ekki sérstaklega
skiptingu á verslun á höf-
uðborgarsvæðinu og úti á
landi. Heilt yfir megi þó
segja að jólaverslunin
hafi gengið ágætlega en
menn hafi vel fundið fyrir
því að netkaup frá útlönd-
um færist í vöxt.
Basl í fata-
búðunum
RANNSÓKNASETRIÐ
Emil Karlsson