Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014
✝ Anna Jóna Sig-urbjörnsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 18. janúar
1997. Hún lést í
umferðarslysi í
Borgarfirði 12. jan-
úar 2014.
Anna Jóna var
dóttir hjónanna
Sigurbjörns
Björnssonar, bif-
vélavirkja og kenn-
ara í málmiðngreinum við FNV,
f. 1963, og Báru Jónsdóttur
hárgreiðslumeistara, f. 1964.
Systir Önnu Jónu er Helga Sig-
eldrahúsum, í kallfæri við ömm-
ur sínar og afa á Hólmagrund-
inni á Króknum. Hún var
glaðlynd stúlka, dugleg, hjálp-
söm og vinamörg. Hún var mik-
ið fyrir tónlist og lærði á orgel í
nokkur ár. Hún var félagslynd,
elskaði börn og undanfarna vet-
ur aðstoðaði hún við barnastarf
í Sauðárkrókskirkju og var
varaformaður unglingadeildar
björgunarsveitarinnar, auk
þess að vinna í Króksbíói. Hún
útskrifaðist úr Árskóla vorið
2013 og hóf nám sl. haust við
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki. Kærasti
Önnu Jónu síðan sl. haust er
Skarphéðinn Andri Krist-
jánsson.
Útför Önnu Jónu fer fram í
Sauðárkrókskirkju í dag, 25.
janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 14.
urbjörnsdóttir raf-
virkjanemi, f. 1992,
unnusti Ingvi Þór
Óskarsson, f. 1993.
Móðuramma
Önnu Jónu er Sól-
brún Friðriksdóttir
húsmóðir, f. 1941,
og Jón Árnason bíl-
stjóri, f. 1942. Föð-
uramma Önnu
Jónu er Helga Sig-
urbjörnsdóttir, fv.
leikskólastjóri, f. 1943, og föð-
urafi er Björn Sverrisson, fv.
eldvarnaeftirlitsmaður, f. 1937.
Anna Jóna ólst upp í for-
Það hafa verið erfiðir dagar frá
því að við fengum þær fregnir að
þú hefðir dáið í umferðarslysi á
leiðinni heim á Krók og að Skarp-
héðinn væri stórslasaður. Það
eru minningarnar um þig sem
sefa sárustu sorgina, brosið og
brúnu augun þín og hláturinn,
hallóið þegar þú komst heim,
söngurinn sem barst frá herberg-
inu þínu og allar samverustund-
irnar í bíóinu.
Þegar við fórum í gegnum
myndir af þér til að finna nýlega
fína mynd var ekki úr svo mörg-
um að velja, því á flestum þeirra
varstu með einhvern grínsvip –
engin með alvarlegum svip.
Þannig varstu; glöð og skemmti-
leg og til í glens, með góðan húm-
or. Þú varst hvers manns hugljúfi
og alltaf til fyrir vini þína.
Það verður erfitt að takast á við
missinn þegar þig vantar í lífið hjá
okkur mömmu, Helgu og Ingva.
Hérna er vísa sem Friggi langafi
orti um þig þegar þú varst skírð.
Nú er best að brýna raust,
bragur svo er gerður.
Anna Jóna efalaust
ættarsómi verður.
Kveðja
pabbi, mamma,
Helga og Ingvi Þór.
Elsku hjartans engillinn okk-
ar. Ég veit ekki hvernig ég á að
fara að því að setja nokkrar línur
á blað til minningar um þig sem
varst okkur ömmu þinni svo kær.
Þú sem komst til okkar og sagðir
með þinni blíðu röddu: Hæ ég er
komin. Það var alveg sama hvar
þú komst eða hvar þú varst, þá
ljómaði allt og allir eins og sól
með nærveru þinni, elsku hjart-
ans engillinn okkar.
Að taka þig frá okkur á svona
sviplegan og skelfilegan hátt er
bara ekki hægt að sætta sig við,
en því miður er þetta sú stað-
reynd sem við öll stöndum
frammi fyrir og getum ekki ann-
að en reynt að horfa fram á veg-
inn og láta okkur dreyma um all-
ar þær stundir sem við áttum
með þér, elsku Anna Jóna okkar.
Ég veit, og er alveg viss um, að
þar sem þú ert núna ert þú um-
vafin börnum eins og þú varst á
meðan þú varst hjá okkur því ef
einhver hafði gott lag á því að láta
þeim líða vel þá varst það þú. Það
var alveg unun að sjá hvað þú
varst þolinmóð að leika við þau og
vil ég sérstaklega nefna nafna
minn, Jón Kristberg, sem dáði
þig svo mikið. Hann mun sakna
þín þegar hann finnur þig ekki,
elskan okkar.
Í dag, þegar ég sit og reyni að
setja örfáar línur á blað til minn-
ingar um þig, elsku hjartans eng-
illinn okkar, er átjándi dagur jan-
úar og þú hefðir orðið sautján
ára. Dagurinn sem þú beiðst eftir
til að fara sjálf á rúntinn, þar sem
þú varst nýbúin að taka bílprófið
með glæsibrag eins og allt sem þú
gerðir. Því miður ókst þú ekki
sjálf um bæinn eins og þú ætlaðir,
en á milli 120 og 130 bílar óku
rúntinn til minningar um þig og
hefur annað eins aldrei sést hér á
Sauðárkróki,
Ég vil biðja góðan Guð að varð-
veita og vernda þig fyrir okkur.
Elsku Bára, Sibbi, Helga og
Ingvi; megi algóður Guð styrkja
ykkur og varðveita í þeim mikla
söknuði sem missir Önnu Jónu
okkar er.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Ástar- og saknaðarkveðjur,
afi Jón og amma Sólbrún,
Hólmagrund 6.
Mamma, ég er hrifinn af stelpu
á Sauðárkrók. Hún er ofsalega
góð og ég veit að þér á eftir að
líka við hana, ég kalla hana krútt-
ið mitt. Þetta voru orð Skarphéð-
ins í september síðastliðnum þeg-
ar hann var að tala um Önnu
Jónu. Þessi orð voru engar ýkjur,
stuttu síðar hitti ég Önnu Jónu.
Hún geislaði af fegurð bæði að
innan og utan og var með eitt fal-
legasta bros sem ég hef séð.
Hundarnir okkar löðuðust strax
að henni og börnin vildu vera hjá
henni líka. Anna Jóna var svo góð
og blíð, sat hjá okkur og talaði við
okkur og sagði okkur frá því sem
hana langaði til að læra. Alltaf
þegar hún kom þá faðmaði hún
okkur og brosti, það var engin
undantekning síðustu helgina
sem þau kærustuparið komu.
Þau elduðu góðan mat sem við
borðuðum saman á laugardegin-
um og fóru svo saman út að heim-
sækja ættingja. Sunnudags-
morguninn örlagaríka vöknuðu
þau fyrr en ætlað var og vildu
leggja af stað. Við borðuðum
saman góðan morgunmat og ég
tók loforð af þeim að hringja í mig
um leið og þau kæmu norður. Sú
hringing kom því miður aldrei.
Gleðin sem umlukti þau þenn-
an morgun er mér í fersku minni.
Anna Jóna í bleika Weeso-gall-
anum því það var svo þægilegt að
ferðast í honum eins og hún sagði
og brosti svo fallega brosinu sínu.
Einhverra hluta vegna þá faðm-
aði ég þau oft og bað þau að fara
varlega.
Því miður þá gera slysin ekki
boð á undan sér og er mér það
óskiljanlegt að ungt fólk sé tekið
frá okkur. Ég er þakklát fyrir að
hafa kynnst Önnu Jónu og að eiga
góðar minningar til að ylja mér
við. En það er sorglegt til þess að
hugsa að andlit hennar er nú að-
eins til í hugum okkar og hjört-
um.
Elsku Sibbi, Bára, Helga,
ömmur, afar, aðrir ættingjar og
vinir, ég votta ykkur samúð mína
og bið drottin að styrkja og varð-
veita ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Steinunn Rósa Einarsdóttir.
Elsku fallegasta Anna Jóna.
Alltof fljótt varst þú tekin frá
okkur. Ég samdi ljóð til að heiðra
minningu þína, og mér finnst það
segja meira en mörg orð um þig
og þinn fallega persónuleika:
Alltaf svo tilbúin
að blanda geði.
Allra hugljúfi
og allra gleði.
Stúlkan með fallega brosið
Barnanna stærsta
og mesta hetja.
Alltaf að hrósa
og alltaf að hvetja.
Stúlkan með fallega brosið.
Með hláturinn bjarta
og léttasta lund,
hún birtu fyllir
hina myrkustu stund.
Stúlkan með fallega brosið
Hún allt fyrir alla
vill alltaf gera.
Hjá henni er alltaf
gott að vera.
Stúlkan með fallega brosið.
Með dillandi hlátur
og augun svo fögur,
og segir svo fallegar
heillandi sögur.
Stúlkan með fallega brosið.
Með hjarta úr gulli
og fallega lund,
hún yndi fyllir
hverja einustu stund.
Stúlkan með fallega brosið.
Hún horfin er á vit
heimkynna nýrra,
þar sem allt er fegurra
bjartara og hlýrra.
Stúlkan með fallega brosið.
Ég sit eftir og minnist
með tár á hvarmi,
trega í hjarta og
uppfull af harmi
stúlkunnar með fallega brosið.
(Hrafnhildur Viðarsdóttir)
Fallegasti, bleiki engillinn á
himnum. Ég hef alltaf elskað þig
eins og mína eigin systur. Ég veit
þú átt eftir að vaka yfir okkur og
passa upp á okkur öll. Nú er kom-
ið að kveðjustund í bili en það er
gott til þess að vita að þú tekur á
móti okkur þegar okkar tími á
þessu tilverustigi er liðinn.
Elsku Bára, Sibbi og Helga.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð haldi
áfram að veita ykkur þann ógn-
arstyrk sem þið hafið sýnt í gegn-
um þennan erfiða tíma.
Ást.
Hrafnhildur og fjölskylda.
Elsku hjartans Anna Jóna
okkar. Við sitjum hérna frænd-
systkinin þín með tár í augum og
rifjum upp minningar okkar um
þig.
Þú varst alltaf svo blíð og góð,
tókst alltaf á móti manni opnum
örmum og brosandi. Allar þær
stundir sem við áttum saman, allt
sem við brölluðum, geymum við í
hjörtum okkar og varðveitum.
Það að þú hafir verið tekin frá
okkur í blóma lífsins, svona
skyndilega, er erfitt að sætta sig
við og líf okkar mun aldrei verða
eins án þín, elsku ástarblómið
okkar.
Með söknuð í hjarta biðjum við
góðan Guð að varðveita þig og
vernda.
Elsku Bára, Sibbi, Helga og
Ingvi; megi Guð gefa ykkur styrk
í þeirri miklu sorg sem missir
Önnu Jónu er.
Til þín ég hugsa,
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningarnar lifa
ævina á enda.
(Hulda Ólafsdóttir)
Ástar og saknaðarkveðjur,
Sigurlaug, Árni, Selma, Ant-
on, Olaf og Jón Kristberg.
„When I think of angels I
think of you“ er setning sem aldr-
ei hefur átt betur við neinn en
þig, elsku Anna Jóna okkar. Það
er ótrúlega sárt að horfa á eftir
jafn brosmildum engli yfirgefa
þessa jörð. Líkt og hendi sé veif-
að breytist tilvera okkar, án þess
að nokkuð verði við það ráðið.
Himnafaðir sem öllu ræður hefur
kallað Önnu Jónu til sín. Við
reynum að skilja og spyrjum – en
fáum engin svör. Það hefur oft
verið sagt að þeir deyja ungir
sem guðirnir elska, við ætlum að
trúa því. Elsku Anna Jóna okkar,
það er ótrúlega sárt að þurfa að
kveðja þig svona alltof snemma.
Þú komst eins og engill í þenn-
an heim svo ótrúlega falleg, alltaf
brosandi, aldrei óþekk, engin
unglingavandamál og svo fengum
við alltaf yndislegt knús frá þér.
Besta knúsið var á jóladag þegar
þú fórst heim eftir frábært kvöld
og sagðist koma fljótlega aftur,
því þú áttir eftir að sýna okkur
flotta kærastan þinn, hann
Skarphéðin. Núna biðjum við
góðan Guð og englana að vaka yf-
ir honum og hans fjölskyldu. Það
verður svo erfitt fyrir okkur að
trúa því að þú sért farin frá okkur
og komir ekki aftur með þitt fal-
lega bros.
Sorgin og söknuðurinn nístir
hjörtu og við sitjum hér sem löm-
uð. Með tárin í augum kveðjum
við litlu brosmildu stelpuna okk-
ar. Við vonum og trúum að á nýja
vegi þínum verði fullt af gleði og
hlátri sem lífgar upp tilveruna
líkt og þú gerðir í hjörtum okkar.
Elsku Bára, Sibbi, Helga og
Ingvi og fjölskyldur ykkar, megi
góður Guð styrkja okkur öll á erf-
iðum tímum.
Hafsteinn, Amalía
og fjölskylda.
Elsku Anna Jóna mín, ég
gleymi ekki þegar ég kom ný í
bekkinn og þekkti engan. Þú
komst til mín og byrjaðir að tala
við mig og eftir það urðum við
nánar. Ég gat alltaf komið til þín
eða hringt í þig ef mig langaði að
tala við þig, það var svo gott að
geta leitað til þín. Ég gleymi ekki
brosinu þínu og skemmtilega
hlátrinum þínum, ég held að ég
hafi ekki séð þig í vondu skapi. Þú
varst mér svo mikið og það var
svo gott að geta talað við þig. Þú
átt alltaf stað í hjarta mínu, ég
mun aldrei gleyma þér.
Við áttum svo góðar stundir
saman, það var alltaf gaman í
kringum þig. Ég gleymi ekki þeg-
ar við vorum að leika saman í
skólaleikritinu og þegar við fór-
um með bekknum okkar til Dan-
merkur. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa átt svona góða vinkonu
eins og þig og hafa upplifað allt
sem við gerðum saman. Það var
svo margt sem við áttum eftir að
gera saman áður en þú fórst. Ég
sakna þín svo mikið.
Ég samhryggist ykkur, elsku
Sigurbjörn, Bára, Helga, Ingvi
og aðrir ættingjar og vinir. Þín
vinkona.
Helga Jóna
Kristmundsdóttir.
Elsku besta Anna Jóna okkar,
vegir okkar lágu saman fyrir
rúmum sjö árum. Það voru alltaf
litir, gleði og hamingja í kringum
þig. Við áttum margar yndislegar
samverustundir með þér sem
hjálpa okkur nú til þess að takast
á við sorgina sem fylgir því að
þurfa að kveðja þig svona snöggt
og svona allt of fljótt. Minning þín
lifir í hjörtum okkar, elsku ást-
arblómið okkar, þín er sárt sakn-
að.
Sofðu, unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun bezt að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson.)
Ástarkveðja,
Dóra Ingibjörg, Margrét
Petra, Halla Sigríður, Hauk-
ur Steinn og Jón Kristberg.
Sunnudaginn 12. janúar barst
skólanum sú sorgarfregn að nem-
andi skólans, Anna Jóna Sigur-
björnsdóttir, hefði látist í hörmu-
legu bílslysi. Þessi fregn var
skólanum og nærsamfélagi hans
mikið reiðarslag og áminning um
hvað lífið er hverfult.
Anna Jóna vakti athygli fyrir
ljúfmennsku, glaðværð og hjálp-
semi í garð þeirra sem minna
mega sín. Hún litaði lífið í björtu
litunum og skilur eftir sig ljúfar
minningar hjá öllum þeim sem
henni kynntust. Það var einkenn-
andi fyrir stutt lífshlaup Önnu
Jónu að hún rétti ávallt hjálpar-
hönd þar sem hennar var þörf og
þeir eru ófáir sem sóttu til hennar
stuðning í erfiðleikum sínum og
bera nú sorg og söknuð í hjarta.
Önnu Jónu er sárt saknað
meðal nemenda og starfsfólks
FNV, en eftir lifir minningin um
ljúfa og lífsglaða stúlku sem
kvaddi þennan heim allt of fljótt.
Hugur okkar allra er hjá Önnu
Jónu, fjölskyldu hennar og vin-
um.
Ljúf og lífsglöð
lífið kvaddir,
á örskotsstund
á var kallað.
Mærin mæt
minning þín lifir,
drottinn þig leiði
ljósheima til.
(ÞÁJ)
Með kveðju frá nemendum og
starfsfólki Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra,
Ingileif Oddsdóttir
skólameistari.
Elsku Anna okkar, nú ertu far-
in frá okkur og við þurfum að
kveðja þig í síðasta sinn. Betri
manneskju en þig var ekki hægt
að finna. Þú varst góð að innan
sem utan og hugsaðir alltaf um
aðra áður en þú hugsaðir um þig
sjálfa. Ef einhver átti slæman
dag varst þú mætt til að hressa
hann við og láta honum líða bet-
ur.
Ef það kom nýr nemandi í
bekkinn varst þú fyrst til að tala
við hann og láta honum finnast
hann velkominn, þú varst góð við
alla. Þú varst algjör gleðigjafi og
gerðir lífið mikið auðveldara fyrir
marga. Þú varst aldrei hrædd við
að vera þú sjálf, hvort sem það
þýddi að þú litaðir hárið á þér
fjólublátt, mættir í skærbleikum
buxum í skólann eða bara hvað
sem er, þér var alveg sama, þú
varst bara þú. Brosið þitt lýsti
upp heiminn í bókstaflegri merk-
ingu og fallegi hláturinn þinn ein-
kenndi þig og persónuleikann
þinn. Það þurfti ekki mikið til að
gleðja þitt fallega hjarta og
stundum þegar við sátum í tímum
heyrðist í þér í hinum endanum á
stofunni, skellihlæjandi og glaðri.
Þú hefur fylgt mörgum af okkur
alveg frá því að við vorum í leik-
skóla og eigum við margar minn-
ingar með þér sem við geymum í
hjörtum okkar. Við viljum þakka
þér fyrir allar góðu stundirnar og
fyrir að gera lífið betra og
skemmtilegra þegar þú varst ná-
læg. Þú varst einstök, indæl, góð
og traust bekkjarsystir og við
gleymum þér aldrei.
Þar sem englarnir syngja sef-
ur þú.
Sofðu rótt, ljúfa stelpan okkar.
Fyrir hönd árgangs ’97, Ár-
skóla,
Sunna Líf Óskarsdóttir.
Við skólaslit síðastliðið vor út-
skrifaðist kröftugur og glaðvær
hópur nemenda frá Árskóla. Á
kveðjustund eftir 10 ára sam-
fylgd eru tilfinningar blendnar.
Annars vegar söknuður og hins
vegar von og eftirvænting. Þess-
ar blendnu tilfinningar áttu sann-
arlega við Önnu Jónu. Hennar er
saknað sem nemanda sem ætíð
lagði gott til málanna. Hún gaf
sig að þeim sem voru einir og átti
góð samskipti við alla. Anna Jóna
var glaðvær og gefandi. Hún var
nemandi sem sannarlega átti þátt
í að skapa jákvætt og gefandi
skólasamfélag. Þá var eftirvænt-
ing hennar mikil fyrir þeim
möguleikum sem opnast eftir
grunnskólann. Sviplegt andlát
Önnu Jónu er óbærileg raun í
okkar litla samfélagi.
Við, starfsfólk Árskóla, sem
vorum svo lánsöm að hafa Önnu
Jónu hjá okkur í tíu ár, munum
geyma allar góðu minningarnar
um hana. Við sendum Sibba,
Báru, Helgu og öllum öðrum að-
standendum hugheilar samúðar-
kveðjur.
F.h. starfsfólks Árskóla,
Óskar G. Björnsson
skólastjóri.
Það var glaðvær hópur ung-
menna sem kvaddi skólann sinn
síðastliðið vor með hjörtun full af
fyrirheitum. Í þessum hópi var
Anna Jóna okkar. Við vorum svo
lánsamar að vera umsjónarkenn-
arar hennar um lengri eða
skemmri tíma í Árskóla. Anna
Jóna var einstaklega ljúf og ein-
læg stúlka. Hún var fremur hæg-
lát en kankvís og hlátur hennar
er ógleymanlegur. Anna Jóna bar
hag bekkjarsystkina sinna fyrir
brjósti og kæmu nýir nemendur í
bekkinn áttu þeir gjarnan skjól
hjá henni. Hún var vinamörg og
það áttu allir eitthvað í henni.
Önnu Jónu sóttist námið vel enda
var hún samviskusöm og iðin.
Hún bjó yfir hæfileikum á tónlist-
arsviðinu, spilaði á hljóðfæri og
samdi lög. Nærvera hennar var
hlý og hún var á allan hátt afar
farsæl. Það er sorglegra en orð fá
lýst að henni skyldi ekki auðnast
lengra líf.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minning Önnu Jónu er björt
og falleg. Veri hún Guði falin.
Sigurlaug Kr. Konráðs-
dóttir, Ólöf H. Hartmanns-
dóttir, Kristbjörg Kemp.
Anna Jóna
Sigurbjörnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég veit ekki hvað þungu
orð ég get sagt til að hjálpa
okkur. Minning Önnu Jónu
á eftir að lifa með okkur
alltaf. Að Guð skyldi taka
svona brosmilda og fallega
stúlku frá okkur mun ég
aldrei skilja. Englar gráta í
dag og um ókomna tíð.
Bless, elsku frænka.
Halldór Erik
Jahn Sverrisson.