Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 46
Það verður seint sagt að Dum
Dum Girls séu ekki með útlitið á
hreinu. Allar myndir af sveitinni,
hvort sem þær eru uppstilltar eða
teknar á tónleikum, eru stíliseraðar
upp í topp.
Meðlimir með þennan fjarræna,
ofursvala og værukæra svip,
klæðnaðurinn svört/hvít gotaklæði
sem dansa á mörkum Viktoríu- og
pönktímans. Þetta samræmda útlit,
þar sem allar lykkjur og blúndur
eru kirfilega á sínum stað, er
vissulega tilkomumikið og áhrifa-
ríkt en því miður er það ekki svo
að maður nemi tónlist með aug-
unum.
Það var því gleðilegt að heyra að
hún er heldur ekkert slor; smekk-
lega útfært sjöunda áratugar popp
með heilnæmum slatta af blómaný-
bylgju níunda áratugarins og allt
reyrt saman með gaddavír. Jesus
& Mary Chain og Shangri-La‘s
saman undir sæng.
Tyrfið
Upphaf sveitarinnar má rekja til
svefnherbergisdútls leiðtogans Dee
Dee Penny (eða Kirstin Gundred
eins og mamma hennar nefndi
hana). Fyrsta útgáfan var sam-
nefndur fimm laga geisladiskur
sem Dee Dee brenndi sjálf í
hundrað eintökum árið 2008. Sú
plata og önnur stuttskífa sem kom
út ári síðar vöktu það mikla athygli
að mektarútgáfan Sub Pop gerði
samning við Dee Dee. Fyrsta
breiðskífan, I Will Be, kom reynd-
ar fyrst út árið 2010 á smámerkinu
HoZac Records en síðar á því ári
gaf Sub Pop sömu plötu út með
þeim krafti sem fyrirtæki af slíkri
gráðu býr yfir. Önnur breiðskífa,
Only in Dreams, kom út strax ári
síðar og Dum Dum Girls flugu hátt
í kjölfarið, spiluðu á fjölda tónleika
og komust inn í flesta þá tónlistar-
miðla sem máli skipta.
Útgáfusaga Dum Dum Girls er
nokkuð tyrfin; alls kyns plötur hjá
hinum ýmsu útgáfum og fjöldi laga
á hinum ýmsu safnplötum. Dee
Dee er iðin við kolann og auk þess
að sinna eigin sveit starfar hún
reglulega með öðrum tónlist-
armönnum og gefur út. Síðasta út-
gáfa Dum Dum Girls var fimm
laga stuttskífa, hin mjög svo prýði-
lega End of Daze (2012). Tals-
verðar mannabreytingar hafa og
orðið á sveitinni í gegnum tíðina og
í dag er það svo að Dee Dee sér al-
farið um hljóðvershliðina og bandið
því í raun aðeins tónleikaband.
Þannig leika bara tveir aðilar inn á
nýjustu plötuna, Too True, Dee
Dee og upptökustjórnandinn Sune
Rose Wagner (The Raveonettes).
Dee Dee hefur lýst því að alla
ævi hafi hún vanist því að vinna
sleitulaust en eftir að End of Daze
kom út hafi hún hvílst, nánast án
þess að hún vildi það. End of Daze
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is
Ekki svo vitlaus …
Dum Dum Girls gefa út þriðju breiðskífu sína
Ofurstíliseruð pakkning en innihaldið gjöfult
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS:
Sunnudagur 26. janúar kl. 14:
Leiðsögn með Katrínu Elvarsdóttur sýningarhöfundi um sýninguna
Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning
Silfur Íslands í Bogasal
Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Ný sýning í Myndasal:
Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17.
Listasafn Reykjanesbæjar
KRÍA /KLETTUR / MÝ
TERN / CLIFFS / SWARM
Svava Björnsdóttir
25. jan. - 9. mars
Bátasafn Gríms Karlssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 9.2. 2014
GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013
Tónleikafyrirlestur 30. jan. kl. 19
- Ketil Björnstad flytur sögu Edvards Munch í tali og tónum. Ókeypis aðgangur.
GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Safnið opnar 2. febrúar með sýningunni, HÚSAFELL ÁSGRÍMS
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Safnið opnar 7. febrúar með sýningunni, BÖRN AÐ LEIK
Flóra illgresis
- sýning Hildar Bjarnadóttur
í forkirkju Hallgrímskirkju.
Sýningarspjall laugardaginn
25. janúar kl. 14:00.
Gunnar J. Árnason listfræðingur
mun spjalla við Hildi um verkið.
Sýningin stendur til 2. febrúar,
opið alla daga 9-17.
Aðgangur ókeypis.
HALLGRÍMSKIRKJA
Listvinafélag Hallgrímskirkju
Dvalið hjá djúpu vatni
Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir
Síðasta sýningarhelgi
sýningunni lýkur
sunnudag 26. janúar
H N I T
Haraldur Jónsson
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Ný sýning
verður opnuð 6. febrúar
Opið í safnbúð
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Starf Nýlistasafnsins á nýju ári
hefst formlega með opnun einka-
sýningar Bryndísar Hrannar Ragn-
arsdóttur myndlistarkonu í dag,
laugardag klukkan 17. Kallar hún
sýninguna Psychotronics.
Í sýningunni teflir Bryndís sam-
an tvenns konar reynslu af líkama.
Í einu tilviki er manneskjan hlutuð
niður í skrásetningu, af nokkrum
óháðum aðilum, til þess að hún geti
svo sett saman eftirmynd sína í
klassíska höggmynd. Í öðru tilviki
bregst líkami manneskjunnar við
tónlistarflutningi. Dansandi lík-
aminn knýr fram ólík form sem or-
sakast af samsettri gjörð líkt og í
höggmyndinni. Þá gerir hún til-
raunir með hljóð-tvístrara í formi
lágmynda þar sem hún leikur sér
að vísunum í möguleg áhrif á sam-
spil skynfæra áhorfandans.
Titill sýningarinnar, Psychotro-
nics, vísar í hugtak sem varð til árið
1967 og lýsir tilraunakenndum
rannsóknum í dulsálarfræði og
kenningum sem urðu til á áttunda
áratug síðustu aldar um orku sem
lifandi verur gefa frá sér.
mariamargret@mbl.is
Bryndís Hrönn sýnir í Nýlistasafninu
Mörk Listakonan fékk listamenn til
að teikna af sér myndir.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er algjörlega einstakt að
vera á tónleikaferðalagi, því þetta
er í raun eina skiptið þar sem við
erum bara tónlistarmenn. Hér er
maður allan daginn að einbeita sér
að því hvernig maður komi sér í
sitt besta spilaform fyrir kvöldið
og það er ekkert að trufla nema
maður sjálfur og umhverfið. En ég
gæti ekki verið í betra umhverfi
en með þessum strákum hérna.
Þetta er eins og að vera í lifandi
leikhúsi allan daginn. Það er hleg-
ið svo mikið að maður er byrjaður
að slefa um hádegi. Það erfiðasta
við túrinn er að finna tíma til að
sofa, því maður er svo fullur af lífi
og það er alltaf eitthvað skemmti-
legt í gangi,“ segir Óskar Guð-
jónsson saxófónleikari sem verið
hefur í tónleikaferðalagi um Evr-
ópu síðustu vikurnar ásamt fé-
lögum sínum í kvartettinum
AdHd. Tónleikaferðalaginu lýkur
með tónleikum í Gamla bíó mánu-
daginn 27. janúar kl. 20.30.
Músík snýst um traust
Sem kunnugt er skipa kvart-
ettinn auk Óskars þeir Ómar Guð-
jónsson á gítar og bassa, Magnús
Tryggvason Eliassen á trommur
og Davíð Þór Jónsson á Hamm-
ond-orgel, Moogs, Rhodes, píanó
og bassa. „Ég fann það á fyrsta
gigginu okkar á Höfn í Hornafirði
árið 2008 að ég vildi vinna með
þessu bandi það sem eftir væri
ævinnar. Við vinirnir erum eins og
fjölskylda, því það eru mjög djúp-
ar tengingar á milli okkar. Og
þegar svona sterk vinabönd mynd-
ast þá er hægt að gera allt uppi á
sviði,“ segir Óskar og heldur
áfram til útskýringar: „Músík
snýst um traust, vináttu og vin-
semd, en ekki um það hvort þú
getir spilað þetta eða hitt. Sé
traustið til staðar þannig að mað-
ur þori að vera maður sjálfur þá
er allt hægt,“ segir Óskar og tek-
ur fram að í samstarfi þeirra fé-
laga sé hlustunin líka lykilatriði.
„Hlustunin skiptir öllu máli, hún
er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir
Óskar og tekur fram að sér finnist
að setja megi meiri áherslu á
hlustunina í öllu tónlistarnámi.
„Ef það er engin hlustun þá ertu í
einhverjum arkitektúr að leika
með legókubba.“
Að sögn Óskar hófst þrettán
tónleika ferðalag AdHd um Evr-
ópu 9. janúar. Kvartettinn er nú
þegar búinn að koma fram í djass-
klúbbum í Düsseldorf, Horn-Bad
Meinberg, Bayreuth, Hamburg,
Berlín, Neuenburg, Zürich, Kas-
sell, Brüssel og Kiel. „Við skildum
ekkert í því að Alfreð Gíslason
handknattleiksþjálfari skyldi ekki
vera á fremsta bekk á tónleik-
unum hjá okkur í Kiel og vorum
hrikalega svekktir,“ segir Óskar
kíminn og bætir jafnharðan við:
„En létum hann reyndar ekki vita
af komu okkar.“
Lífið er eitt stórt ævintýri
Spurður hvort einhverjir tón-
leikar úr ferðinni séu eft-
irminnilegri en aðrir svarar Óskar
því játandi og bendir á að þeir
tónleikar hafi reyndar ekki verið á
planinu. „Við höfum átt nokkra
frídaga í ferðinni sem við höfum
nýtt til að æfa ný lög fyrir vænt-
anlegar upptökur,“ segir Óskar,
en fljótlega eftir heimkomuna til
Íslands hyggjast þeir félagar í
AdHd eyða þremur dögum í Sund-
lauginni og taka upp nýtt efni fyr-
ir fimmtu plötu sína. „Frídögum
okkar höfum við flestum eytt á
sveitabæ sem Jörg Thienelt, „túr-
mamma“ okkar hér úti, á í Horn-
Bad Meinberg og hefur innréttað
að hluta sem djassklúbb,“ segir
Óskar og tekur fram að hlutverk
„túrmömmunnar“ sé að vera um-
boðsmaður AdHd á ferðinni, keyra
kvartettinn milli staða og sjá um
hljóðfærin.
En aftur að eftirminnilegustu
tónleikum túrsins. „Við áttum frí-
dag og enduðum óvænt á því að
spila í árlegu kökuboði á veit-
ingastað í Neuenburg, sem haldið
er í tengslum við tónleika krakk-
anna sem stunda nám í tónlistar-
skóla bæjarins. Það var píanó á
„Hlustunin
skiptir öllu“
AdHd lýkur tæplega þriggja vikna
tónleikaferðalagi sínu um Evrópu með
tónleikum í Gamla bíói nk. mánudag
AdHd Óskar, Davíð Þór,
Ómar og Magnús leyfa líf-
inu að koma sér á óvart.