Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 49

Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Sjónlistamiðstöðin opnar fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Ak- ureyri í dag, laugardag klukkan 15. Þar sýnir Halldór Ásgeirsson ný og eldri verk sem kallast á og mynda innbyrðis tengsl. Þegar lit- ið er yfir feril Halldórs má í fljótu bragði greina þræði sem stundum virðast sundurleitir en eru í raun einn órofinn þráður. Allir helstu grunnþættirnir í list hans eru sett- ir fram á sýningunni á nýjan og ferskan hátt; jarðeldurinn, vatnið, ljósið, vindurinn og sögurnar í teikningunum. List Halldórs Ásgeirssonar hefur ætíð verið samofin lífi hans og ferðum um heiminn. Tengslin á milli heimshluta jarðarinnar koma berlega í ljós í hraunbræðsluverk- um hans og sýna fram á sömu út- komu á ólíkum stöðum líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, þar sem andlit listamannsins og stúlku eru þakin hraunglerungi úr sitt hvoru eldfjallinu – einu kínversku og öðru íslensku. Á opnuninni í Listasafninu verða einnig leiklesin brot úr nokkrum örleikritum eftir Kjartan Árnason en þau verða lesin í heild sinni sunnudaginn 26. janúar kl. 14. Flytjendur eru Arnar Jónsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason og Helga E. Jónsdóttir. Hraun Andlit þakin hraunglerungi úr sitthvoru eldfjallinu. Einn órofinn þráður María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Aðalsteinn Már Ólafsson bari- tónsöngvari tók sannkallaða u- beygju þegar hann ákvað að snúa baki við verkfræði og helga sig sönglistinni. Hann syngur í Kalda- lóni í Hörpu næstkomandi sunnudag og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. „Ég útskrifaðist úr verkfræði vor- ið 2012 og fór að vinna við það. Sam- hliða verkfræðináminu var ég í söngnámi og smátt og smátt tók söngurinn yfir. Ég held að fæstir hafi átt von á þessu, nema kannski söngkennarinn minn, Kristján Jó- hannsson. Ég ákvað hins vegar að láta slag standa og sjá svo til hvern- ig gengi og sé ekki eftir því. Nú er ég í einkanámi í Berlín og er að reyna að koma mér að einhvers staðar í söngnum,“ segir Aðalsteinn. Þráin eftir heimili Aðalsteinn mun á sunnudag flytja Songs of Travel eftir Ralph Vaug- han Williams við ljóð Robert Louis Stevenson. „Um er að ræða níu ljóð sem verða flutt sem ein heild en mér fannst það spennandi verkefni að flytja heildstætt verk og því urðu þessi ljóð fyrir valinu. Þetta eru lög sem eru bæði létt en líka eilítið harmþrungin. Þau fjalla um minn- ingar, þrána eftir að festa rætur og eiga heimili og í þeim má einnig greina ákveðna biturð sem fylgir því að vera einn á ferðalagi og eiga eng- an að. Eftir það mun ég svo flytja nokkur íslensk lög en það verður skemmtilegt að fá tækifæri til þess aftur eftir að hafa verið að syngja eitthvað allt annað þarna úti.“ Framtíðin óráðin Aðalsteinn vill sem minnst segja um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Óvissan er mikil akkúrat núna. Stefnan er að syngja og sjá til hvort söngurinn skili einhverju. Vonandi getur maður unnið við hann í fram- tíðinni,“ segir hann. Tónleikarnir í Hörpu á sunnudag- inn eru hluti af tónleikaröðinni Efl- um ungar raddir og hefjast þeir klukkan 16. Píanóleikari á tónleik- unum verður sem fyrr Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Það er sam- félagssjóður EFLU verkfræðistofu sem styrkir tónleikana í tilefni af 40 ára afmæli EFLU. Söngvari sem sneri baki við verkfræðinni Morgunblaðið/Þórður Söngvarinn Aðalsteinn mun flytja söngflokk eftir Vaughan Williams.  Söngurinn tók yfir  Heldur tónleika í Hörpu á sunnudag Bandaríski söngvarinn Ledfoot, áð- ur þekktur sem Tim Scott McConnel, heldur í kvöld tónleika á Bar 11 í Reykjavík. Ledfoot hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu eftir að Bruce Springsteen gaf út plötuna High Hopes en Ledfoot samdi ein- mitt titillag plötunnar. Söngvarinn, sem þekktur er fyrir sterka rödd sína, þróaði sinn eigin tónlistarstíl sem hann kallar „gothic blues“ og er bæði myrkur og tilfinningaríkur. Lögin eru áhrifamikil og miðla oftar en ekki áhyggjum nútímamannsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er aðgangur ókeypis. Ledfoot heldur tónleika á Íslandi Ledfoot Tim Scott McConnel. EGILSHÖLLÁLFABAKKA JACKRYAN KL.5:40-8-10:20 JACKRYANVIP KL.1-8-10:20 LASTVEGAS KL.6:20-8-10:20 LASTVEGASVIP KL.3:20-5:40 12YEARSASLAVE KL.8-10:45 AMERICANHUSTLE KL.8-10:50 WOLFOFWALLSTREET KL.2-8:40 ANCHORMAN2 KL.5:30 SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40-5:50 SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL2DKL.2-4:10 FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20-5:40 KRINGLUNNI LASTVEGAS KL. 1 -5:40 -8 -10:20 12YEARSASLAVE KL. 3:15 -6 -9 WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10 FROSINNÍSLTAL KL.3D:1-3:202D:1-3:40 JACKRYAN KL. 8 -10:20 LASTVEGAS KL. 8 -10:20 12YEARSASLAVE KL. 5 SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTALKL.2D:1:303D:3:40-5:50 FROSINNÍSLTAL2D KL.2 JACK RYAN KL. 5:40 - 8 - 10:20 LAST VEGAS KL. 5:40 - 8 - 10:20 12 YEARS A SLAVE KL. 5:10 AMERICAN HUSTLE KL. 8 - 10:45 WOLF OFWALL STREET KL.1:30-5:10-8:30 SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL3DKL.1:20-3:30 SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL2DKL.1-3:10 FROSINNÍSLTAL2D KL.1-3:20 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK AKUREYRI JACK RYAN KL. 5:40 - 10:20 LAST VEGAS KL. 5:10 - 8 12 YEARS A SLAVE KL. 7:30 WOLFOFWALLSTREET KL.10:20 FROSINN ÍSLTAL KL. 3D:3:20 2D:2:40 FRÁ TOM CLANCY HÖFUNDI PATRIOT GAMES OG THE HUNT FOR RED OCTOBER HÖRKUSPENNANDI MYND MEÐCHRISPINEOGKEVINCOSTNERÍAÐALHLUTVERKUM IT’S GOING TO BE LEGENDARY “ONE OF THE FUNNIEST, FRESHEST, MOST ENTERTAINING MOVES OF THE YEAR!” PETE HAMMONDMOVIELINE Ævintýrið heldur áfram Sýnd í 3D 48 ramma 12 12 12 L L 7 ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar JACK RYAN:SHADOW RECRUIT Sýnd kl. 8 - 10:10 THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 2-5-8- LAUG:11 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 3D Sýnd kl. 2 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 47 RONIN 3D Sýnd kl. 8 - 10:30 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! „Hver rammi myndarinnar er nánast eins og listaverk“ - S.G.S., MBL „Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar“ -L. K.G., FBL 31.000 GESTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.