Morgunblaðið - 28.01.2014, Side 16

Morgunblaðið - 28.01.2014, Side 16
SKOÐANAKÖNNUN NÆSTI BORGARSTJÓRI Í REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um helmingur kjósenda í Reykja- vík, 49,4% þeirra sem afstöðu taka, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verði næsti borgarstjóri. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Fylgi við Dag hefur aukist veru- lega frá síðustu könnun sem birt var 22. nóvember í fyrra. Þá vildu um 33% kjósenda Dag sem borgar- stjóra. Halldór með 20% Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nýtur stuðnings 19,7% kjósenda. Það er talsverð fylgisaukning frá fyrri könnun þegar 11,7% þátttak- enda nefndu hann. Hafa ber þó í huga að í þeirri könnun vildu 10,9% Júlíus Vífil Ingvarsson fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins sem borgarstjóra, en hann var ekki með núna. Fylgi Halldórs er því minna en þeirra beggja í síðustu könnun. Blöndal með 10,4% S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr og oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings 10,4% kjósenda. Hann fékk stuðning 6,9% þátttakenda í síðustu könnun. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, nýtur stuðnings 6,5% kjósenda í borgarstjórastarfið. Fjórir aðrir sem nefndir voru fengu fylgi sem hér segir: Halldór Auðar Svansson, formann Pírata í Reykjavík, nefndu 1,7%, Þorleif Gunnlaugsson, fyrrverandi borgar- fulltrúa VG, 1%, Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins 0,7%, og Píratann Þórlaugu Höllu Ágústs- dóttur nefndu 0,2%. Margir óvissir Könnunin fór fram dagana 15. til 23. janúar. Spurt var: Hver vilt þú að gegni embætti borgarstjóra Reykjavíkur eftir borgarstjórnar- kosningarnar 31. maí næstkomandi? Nöfn oddvita og líklegra oddvita voru síðan talin eða lesin upp. 10,3% þátttakenda sögðust ekki vilja neinn þeirra ofangreindra sem nefndir voru. Um 40% þátttakenda sögðust ekki vita hvern þeir vildu sem borg- arstjóra eða neituðu að svara. „Veit ekki,“ sögðu 32,3% og 7,8% vildu ekki svara. Net- og símakönnun Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 225 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldra. Hins vegar var gerð netkönnun meðal 965 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Samhliða var aflað upplýsinga um kyn og aldur þátttakenda, menntun og tekjur. Þá var einnig spurt hvaða flokk viðkomandi hefði kosið til borgarstjórnar 2010 og hvaða flokk- ur yrði kosinn til borgarstjórnar og alþingis ef kosið yrði á morgun. Konur hrifnar af Degi Ef fylgið við Dag B. Eggertsson er skoðað nánar kemur í ljós að hann nýtur meiri stuðnings meðal kvenna en karla, 55% á móti 45%. Fylgi hans er jafnt meðal aldurs- hópa en þegar horft er á menntun reynist stuðningurinn mestur meðal háskólamenntaðra, 55% á móti 34% stuðningi meðal þeirra sem aðeins eiga grunnskólanám að baki. Þegar tekjur þátttakenda eru skoðaðar reynist stuðningur við Dag áberandi mestur meðal fólks með meðal- tekjur 300 til 400 þúsund krónur á mánuði. Utan Samfylkingarinnar er mest- ur stuðningur við Dag meðal þeirra sem kusu Vinstri græn og Besta flokkinn í kosningunum 2010. En at- hyglisvert er að 9% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borg- arstjórnarkosningunum vilja Dag sem borgarstjóra. Nær ekkert fylgi ungra Sé stuðningur við Halldór Hall- dórsson, oddvita Sjálfstæðisflokks- ins, kannaður á sama hátt kemur í ljós að kynjaskiptingin er jöfn, en stuðningur mestur meðal eldri kjós- enda, 45 ára og eldri. Aðeins 3% kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára vilja hann sem borgarstjóra. Öndvert við Dag er stuðningur við Halldór mestur meðal þeirra Um helmingur kjósenda vill Dag  Ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi við borgarstjóraefni  Veruleg fylgisaukning oddvita Samfylkingarinnar  Um 20% vilja Halldór Halldórsson sem borgarstjóra Morgunblaðið/Kristinn Mannaskipti Reykvíkingar fá nýjan borgarstjóra í vor. Jón Gnarr verður ekki í framboði. „Ég er eiginlega alveg orðlaus,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, þegar Morgunblaðið leitaði í gær eftir viðbrögðum hans við þeim mikla stuðningi sem hann fékk í borgarstjórakönnun Félags- vísindastofnunar. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Þetta er meiri stuðningur en ég hef séð í langan tíma,“ bætti hann við. Dagur sagðist ekki taka þetta að- eins til sín. „Ég held að þetta sé líka ákveðin viðurkenning á því góða samstarfi sem við Jón Gnarr höfum átt á þessu kjörtímabili. Kannski finnst fólki bara rökrétt að ég taki við.“ Sömu flokkar áfram Dagur kveðst reiðubúinn að taka við embætti borgarstjóra í vor verði úrslit kosninganna í samræmi við nýjustu kannanir. Hann hefur reynd- ar gegnt embættinu áður. Það var 2007 til 2008. Dagur segir að flokkarnir sem nú eru í meirihluta stefni að áframhald- andi samstarfi. „Jafnvel með fleirum ef fleiri eru tilbúnir að taka þátt í því að þóa borgina í þá átt sem við höfum verið að gera,“ bætti hann við. Það væri hins vegar býsna snemmt að fara að spá fyrir um hvernig þau mál þróuðust. Nú væri aðalatriðið að halda áfram að vinna að mikilvægum málum eins og húsnæðismálum og málefnum barnafjölskyldna í borg- inni. „Við í Samfylkingunni ætlum að vinna okkur inn enn meira traust al- veg fram á kjördag og reyndar einnig eftir kosningar.“ Tólf ár í borgarstjórn Dagur var fyrst kjörinn í borgar- stjórn fyrir tólf árum, vorið 2002, þá sem fulltrúi Reykjavíkurlistans. Hann er 41 árs gamall, fæddur í Osló 19. júní 1972. Hann ólst upp í Ár- bæjarhverfi, sonur Eggerts Gunn- arssonar dýralæknis og Bergþóru Jónsdóttur lífefnafræðings. Maki Dags er Arna Dögg Einarsdóttir læknir á Landspítalanum – háskóla- sjúkrahúsi. Þau eiga tvær dætur og tvo syni. Dagur er læknir að mennt og starfaði í nokkur ár á Landspítal- anum. „Ég er enn í þeim gír í sambandi Dagur: „Mjög ánægjulegt“  Trúi að þetta breytist, segir Halldór GJÖRIÐ SVO VEL!Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.