Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 ✝ Haraldur Eld-on Logason fæddist 1. júní 1938 í Reykjavík. Hann lést 18. jan- úar 2014 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Foreldrar hans voru Jónína Helga Jónsdóttir, f. 29.12. 1910 á Gamla- Hrauni á Eyrar- bakka, d. 31.1. 1992, og Logi Eldon Sveinsson múrarameist- ari, f. 28.9. 1907 í Reykjavík, d. 10.5. 1986. Systkini Haraldar eru: Sig- urbjörn Eldon Logason múr- arameistari, f. 8. apríl 1934, Jón Eldon Logason múr- arameistari, f. 17.12. 1941, og Ingibjörg Eldon Logadóttir, f. 17.2. 1950, tækniteiknari. Haraldur kvæntist 29.12. 1960 Kristjönu Ragnarsdóttur, 11.10. 1965, d. 29.10. 2006. Börn Ragnars eru: 1) Hörður Þór, f. 28.1. 1983, móðir hans er Elsa Arnfríðsdóttir, f. 27.11. 1966. 2)Óðinn Eldon, f. 6.1. 1999, móðir hans er Móeiður Helgadóttir, f. 3.3. 1976. Haraldur ólst upp í Reykja- vík. Hann var í sveit nokkur sumur sem barn á Teygingalæk í Fljótshverfi hjá Óla og Böggu. Var vinnumaður á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp. Starfaði við skógrækt ríkisins í Fossvogi. Haraldur hafði mikinn áhuga á flugi og lærði að fljúga. Síðan starfaði hann við múr- verk hjá föður sínum og tók sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1971, við múrverkið vann hann aðallega við flísa- lagnir og arinhleðslur þangað til hann komst á eftirlaun. Þeg- ar hann komst á eftirlaun snéri hann sér að sínu aðaláhugamáli sem var jarðfræðin og kenning- unni sem hann hélt fram og vildi fá álit á frá jarðfræð- ingum. Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 28. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. f. 16.7.1937, hjúkr- unarfræðingi. Hennar foreldrar voru Erlendur Ragnar Teitsson, f. 17.3. 1909, d. 27.6.1944, og Krist- jana Magnúsdóttir, f. 25.11. 1909, d. 20.7. 1937, stjúp- móðir Kristjönu var Elín Ingvars- dóttir, f. 17.9. 1920, d. 17.7.2011. Sonur Har- aldar er Björn Helgi, f. 26.11. 1957, móðir hans var Peta Ásta Þorbjörnsdóttir, f. 7.1. 1938, dáin. Börn Haraldar og Kristjönu eru: Ragnar Kristján, f. 8.5. 1960, d. 3.3. 1961. Elín Jóna, f. 8.11. 1961, starfar við verslun. Ragnar Eldon, f. 5.6. 1963, vél- virki og rafvirki, sambýliskona Hólmfríður Jónsdóttir, f. 17.6. 1968. Jóhann rafeindavirki, f. Elskulegur eiginmaður og lífsförunautur er leystur frá fjötrum veikinda. Hann var mik- ill náttúruunnandi og kom það snemma fram. Þegar farið var í ferðalög voru hafðar bækur um fugla, blóm, sveppi og steina- bókum mátti ekki gleyma ásamt kortum svo hægt væri að vita hvað fjöllin hétu og hvað áfanga- staðir hefðu áhugavert að sýna. Hann hafði áhuga á öllu, blóm- um, alla fugla þekkti hann vel. Jarðfræðina var mikið áhuga- mál, hann var sjálfmenntaður í henni með því að lesa fræðibæk- ur, tala við jarðfræðinga og sennilega hefur gráu hárunum fjölgað á þeim sumum eftir spjallið, en sumir hlustuðu. Kenningu um jarðfræðina sem hann kynnti fyrir þeim var hann harður á að fylgja eftir og var staðfastur í trú á hana. Á hverju hausti var farið í berjamó vítt og breitt um landið, en oft var komið við á Læk hjá Óla og Böggu og tínd krækiber, en þar hafði hann verið í sveit. Varð sér úti um dvöl í sveit. Hann heyrði hjá leikfélaga að honum stæði til boða að fara á tvo staði, en Halli spurði hvort hann mætti ekki fara á verri staðinn. Hann fékk það, var þar í nokkur sumur og tvö systkini hans líka og vin- áttutengsl mynduðust sem hald- ast enn í dag. Á hverju hausti var farið að tína sveppi, stund- um fjallagrös og söl. Þetta var yndislegur tími sem við áttum saman, ég mun geyma hann í minningunni um góðan mann, ég þakka honum árin sem við átt- um saman og bið Guð að geyma hann. Kristjana Ragnarsdóttir. Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún.) Kær bróðir minn er lagður af stað í hinstu för, ég trúi að leið hans muni liggja um sólkerfið til sumarlandsins og tengist þar nýfundnum alheimsvef. Harald- ur bróðir minn kunni skil á öllu sem skiptir máli í tilverunni, hann var vel lesinn í mörgum fræðigreinum. Náttúrfræðingur og vísindamaður af Guðs náð. Hann vann margskonar störf á unglingsárum. Réði sig á togara til veiða í salt á Grænlandsmið- um. Var í byggingavinnu, vann í steinsmiðju, vélaverkstæðum og bifreiðasmiðju. 10 ára réð hann sig í sveit hjá góðu fólki á Teyg- ingalæk og var þar nokkur sum- ur. Halli fór í flugnám hjá Þyt og sameinaði flugnám og landkönn- un. Hann fór könnunarferðir um landið, útilegur og leiðangra. Hann notaði hverja stund til að fræðast. Jarðfræði kunni hann upp á hár, Halli bróðir þekkti alla fugla og jurtir, sveppi og ber. Hann hljóp á fjöll, óð yfir eldvötn, hljóp um sanda og sandbleytur. Hann fór sporlétt- ur um eldhraun. Í steinaríkinu var hann á heimavelli. Smíðaði og reri á eigin bát um sund og voga. Gekk til veiða á rjúpu og gæs. Frásagnarlist kunni hann. Braut öll mál til mergjar. Þá prentaði hann og gaf út sína eig- in jarðsögukenningu, setti einn- ig á blað hugleiðingar um tilurð eldgosa í Heklu. Birti góða grein um aðskilnað tungls og jarðar. Halli gat verið fastur fyrir, en var sanngjarn, úrræðagóður og hjálpsamur. Vinur vina sinna. Margir nutu verkkunnáttu hans og fagmennsku, eldstæði, stein- hleðslur og flísalagnir léku í höndum hans, hann gaf sér tíma til að vanda vinnu sína. Hinn 30. desember 1960 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristjönu Ragnarsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Þau byrjuðu bú- skap í Reykjavík en fluttu aust- ur á Selfoss með þrjú ung börn. Þau byggðu traust hús og hafa búið sér og sínum hlýlegt heim- ili. Hún Kristjana er einstök dugnaðarkona, hjá þeim var gestum tekið fagnandi og af ást- úð. Kristjana gerði hjúkrun að ævistarfi. Halli og Jana voru ákveðin í að njóta efri áranna saman eftir langa starfsævi og hættu störfum þegar aldur leyfði. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Lífið fór ekki alltaf mildum höndum um hann Halla bróður og Jönu, stórar sorgir og áföll urðu þau að þola. Misstu þau frumburð sinn, Ragnar Kristján, 10 mánaða gamlan, árið 1961og Jóhann liðlega 40 ára árið 2006. Á lífi eru Elín Jóna verslunar- maður, f. 1961, og Ragnar raf- eindavirki, f. 1963. Sonur Halla fyrir hjónaband er Björn Helgi vélstjóri, f. 1957. Það var gæfa bróður míns að eiga þessa góðu konu. Saman tókust þau á við það sem lífið færði þeim. Á þriðja ár var Halli bróðir að berjast við krabba- mein. Saman unnu þau Jana margar orrustur. Jana hjúkraði sínum manni heima af einstakri alúð. Guð blessi fjölskyldu bróð- ur míns og minningu hans. Jón E. Logason. Elsku bróðir, nú er kallið komið og þú farinn á vit feðr- anna, á þessari stundu rifjast upp ótal góðar minningar frá liðnum árum, bæði við leik og störf. Það lék allt í höndum þín- um og mörg voru áhugamál þín og hugðarefni. Þú byggðir traust og fallegt íbúðarhús á Selfossi sem ber vandvirkni og þekkingu þinni gott vitni, enda skemmdist það ekki við stóra suðurlandsskjálftann. Alltaf var gott að heimsækja þig og fjöl- skylduna og iðulega mikið fjör hjá okkur, á þeim góðu sam- verustundum sem við minnumst með gleði og þakklæti. Elsku Jana, megi Guð styrkja þig og alla fjölskylduna í sorg- inni. Sigurbjörn E. Logason og Bjarnveig Karlsdóttir. Haraldur Eldon, frændi og vinur, múrarameistari, völundarsmiður. Náttúru unni með fjör í hjarta, hraustur, fimur með ásjónu bjarta. Sjaldan heyrðist hann hallmæla manni, græðgi og fúsk voru honum víðs fjærri. (KRS) Kæra fjölskylda, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Karl Rúnar og Jón Karl. Mig langar að minnast fyrr- verandi tengdaföður míns með nokkrum orðum. Mikið er ég glöð að hafa feng- ið að kynnast þér, menn eins og þú lífga upp á tilveru allra sem koma nálægt þér. Myndarlegur og skemmtilegur maður, alltaf miðpunktur athyglinnar. Þú varst listrænn og vandvirkur við allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur og ögraðir viðurkenndri heimsmynd með því að setja fram jarðfræðikenningu. Fyrir rúmum tveimur árum hélt ég að krabbameinið myndi hafa yfir- höndina, en þú fékkst annað tækifæri. Tvö góð ár í viðbót til að sættast við guð og menn. Jana, Raggi, Ella, Hörður og Óðinn, hugur minn er hjá ykkur í dag. Móeiður Helgadóttir. Elsku besti Halli afi. Mikið finnst mér leiðinlegt að þú sért farinn frá okkur en vonandi líð- ur þér betur þar sem þú ert núna. Ég er svo glaður að hafa verið hjá ykkur ömmu í Reyr- haganum um jólin því að þetta voru síðustu jólin þín. Það var reyndar alltaf svo gott að heim- sækja ykkur. Afi mun alltaf skipa stóran sess í hjarta mér og ég kveð yndislegan mann með miklum söknuði. Óðinn Eldon Ragnarsson. Vorið 1974 komu nokkrir áhugamenn um flug saman á Selfossi til að stofna með sér fé- lagskap. Einn þessara manna var Haraldur Eldon Logason múrarameistari sem þá hafði búið ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi um nokkura ára skeið. Áhugi Haraldar á öllu sem við- kom flugi var honum í blóð bor- inn frá uppvaxtarárunum í Reykjavik. Öskjuhlíðin, flugvöll- urinn og nágrenni hans allt nið- ur í Vatnagarða var leiksvæði hans, „orustuvöllur“ æskuár- anna með rústir og minjar styrj- aldarinnar og hersetunnar allt um kring. Það leiddi til þess að hann fékk ungur brennandi áhuga á hernámsárunum og fór að leita uppi og skoða flugvéla- flök þess tíma sem eru ótrúlega mörg á Reykjanesskaganum, Hellisheiði og víðar. Sú mikla þekking sem hann aflaði sér og þeir munir sem hann átti úr flökunum varð grundvöllur að stríðsminjasafni á Selfossflug- velli. Fleiri áhugamál og hugðar- efni á sviði tækni og vísinda voru honum hugleikin og aldrei var komið að tómum kofanum þar sem hann var, umræðuefnin skorti ekki. Ein margra hug- mynda hans var hönnun aflvélar sem myndi slá allar aðrar bíl- vélar út hvað kraft og eyðslu varðar. Uppfinningin var á teikniborðinu stóran hluta ævi hans og entist okkur sem um- ræðuefni á góðlegum nótum, áratugum saman. Síðast þegar ég heimsótti hann á sjúkrabeðið fáeinum dögum fyrir andlátið vorum við sammála um að heim- urinn hefði farið mikils á mis að vélin skyldi ekki smíðuð og hlóg- um við þá saman í síðasta sinn. Það hugðarefni Haraldar sem hærra reis í huga hans en flugið sem ég nefndi í upphafi vegna sameiginlegs áhuga okkar á þeim málum, var áhugi hans á jarðfræði og stjörnufræði. Ný- lega spurði ég hann hvort hon- um hefði aldrei dottið í hug að mennta sig í þessum fræðum. „Það kom aldrei til greina,“ var svarið. „Maður fór bara í múr- verkið eins og pabbi þó manni langaði annað“. Skýringar Har- aldar á orsökum og framvindu landreksins stangast nokkuð á við viðteknar kenningar og skrifaði hann töluvert um þau mál og hugmyndir sínar í blöð og tímarit og fundaði með jarð- fræðingum. Eitt var það sem Haraldur Eldon hafði lítinn áhuga á og vildi helst ekki ræða, það voru peningar. Lífsbaráttan hófst með erfiðisvinnu sem múrverkið var og heilsubrestur kom síðar oft í veg fyrir að hann gæti sinnt því fagi. Áföll á lífsleiðinni, missir ungs barns og síðar veik- indi og missir sonarins Jóhanns voru erfið áföll fyrir hann og eiginkonu hans Kristjönu Ragn- arsdóttur sem var akkeri hans og stoð alla ævi og burðarás fjölskyldunnar. Haraldur Loga- son var um margt sérstakur maður og í honum tókust á ólík- ar hliðar og skaphöfn, hugmynd- ir, ætlanir sigrar og ósigrar eins og gerist og gengur í lífsins ólgusjó. Viðkynning mín við hann frá stofnun flugklúbbsins, samstarf og samvinna hin síðari ár við uppbyggingu flug- og herminja- safnsins, hefur einkennst af vin- áttu og góðum samverustund- um. Afrakstur frístundastarfs hans á sér mikilsverðan stað í flugskýli 1. á Selfossflugvelli og ég mun sakna hans með þakk- læti í huga og góðar minningar. Fjölskyldu hans sendi ég samúðarkveðju, Einar Elíasson, Selfossi. Haraldur Eldon Logason ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN TORFADÓTTIR, Álfhólsvegi 104, Kópavogi, lést föstudaginn 17. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Ásdís Þórarinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Kristinn Gunnar Kristinsson, Margrét Jóna Gestsdóttir, Sigrún Kristinsdóttir, Hinrik Már Ásgeirsson, Ásgeir Kristinn Hinriksson, Halla Sigrún Hinriksdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og barnabarn, INGA RÓSA ARNARDÓTTIR, Mosarima 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, miðvikudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Pétur Bóas Jónsson, Margrét H. Júlíusdóttir, A. Óskar Alfreðsson. Örn Wilhelm Randrup, Petrína Bára Árnadóttir, Guðbjörg M. Ásgeirsdóttir, Jón Sigurðsson, Ingvar Georg Ormsson, Georg Eiður Arnarson, Matthildur Torshamar, Júlíus Örn Arnarson, Unnur Guðmundsdóttir, Davíð Francis Arnarson, Örn Francis Arnarson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ERIC JAMES STEINSSON lögregluvarðstjóri, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Boðanum í Kópavogi föstudaginn 24. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.00. Sigríður Dagmar Oddgeirsdóttir, Þorkell Ericsson, Kristín Herdís Hilmarsdóttir, Eric James Ericsson, Kristjana Söebech, Ingunn Steina Ericsdóttir, Jóhann Jakobsson, Margrét Dagmar Ericsdóttir, Þorsteinn Guðbrandsson, Geir Hlöðver Ericsson, Björg Thorberg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Stella, áður Víðihvammi 16, Kópavogi, lést föstudaginn 17. janúar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.00 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Gunnlaugur Y. Sigfússon, Jóhanna G. Möller, Hrefna Sigfúsdóttir, Ágúst E. Ágústsson, Sigfús Gunnlaugsson, Helena D. Haraldsdóttir, Yngvi P. Gunnlaugsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Jóhannes B. Jónsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur, bróðir, afi og langafi, ELÍAS HALLDÓR ELÍASSON vélstjóri, Kleppsvegi 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 22. janúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.00. Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir, Guðrún Hallfríður Elíasdóttir, Davíð Óli Axelsson, Ásgeir Elíasson, Jóna Dís Þórisdóttir, Elías Kristján Elíasson, Ásta Dís Gunnlaugsdóttir, Margrét Erla Friðjónsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.