Morgunblaðið - 28.01.2014, Page 29

Morgunblaðið - 28.01.2014, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 ✝ Guðný Sigur-jónsdóttir fæddist 19. júní 1936 í Reykjavík. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 19. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Áslaug Guðmundsdóttir, f. 6. október 1901, d. 29. apríl 1961, og Sigurjón Pálsson, f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968. Systkini hennar eru Rósa, látin 2007, Hansína, Guðfinna, Margrét, Svavar og Guðmundur, sem lést sem ungbarn. Samfeðra voru saman tvö börn; Dagbjört Ingi- björg Jakobsdóttir, maki Pálmi Stefánsson og eiga þau saman eitt barn, Jónína Lára Pálma- dóttir; Áslaug Jakobsdóttir, maki Hafsteinn Þorgeirsson, og eiga þau saman þrjú börn. Kar- en Lilja, maki Vigfús Adolfsson og eiga þau saman tvö börn, Jakob Cecil Hafsteinsson og Guðný Rut Hafsteinsdóttir, maki Tómas Tandri Jóhansson. Fyrr átti Jakob tvo syni, Sig- mund Hauk, maki Þórhildur Karlsdóttir og eiga þau saman þrjú börn og sjö barnabörn. Ragnar Jakobsson, en hann lést 15. janúar 1978. Guðný ólst upp í Reykjavík, á Sölvhólsgötu. Hún vann í Sápu- gerðinni Frigg, á Vífilsstöðum, Sólvangi, Kópavogshæli og síð- ast í sundlaug Garðabæjar. Guðný verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í dag, 28. janúar 2014, kl. 15. Björgvin, látinn 1992, Guðmunda Margrét, látin 1934, og Valgeir, látinn 1999. Guðný giftist Jakobi Cecil Júl- íussyni 12. maí 1956. Jakob var fæddur 5. júlí 1932 en hann lést 6. maí 2008. Þau eign- uðust saman þrjár dætur, elst er Jóhanna Jakobs- dóttir, fyrrverandi eiginmaður hennar er Einar Jóhannes Ein- arsson og eiga þau saman þrjú börn; Elva Dögg, maki Torfi Steinn Stefánsson og eiga þau Með þessum fáu þakkarorðum langar mig að minnast tengda- móður minnar, Guðnýjar Sigur- jónsdóttur, bestu tengdamömmu í heimi. Þau orð man ég að hafa skrifað í jólakort til hennar fyrir nokkrum árum. Ég hef endurtek- ið þau síðan og fyrir mér er þau svo rétt og sönn. Klisjan hefur gjarnan verið sú að tengdamæður eigi ekki upp á pallborðið hjá tengdasonum sínum, en hún á örugglega ekki við um fjöldann allan af tengdasonum um víða veröld og alls ekki við í mínu til- viki. Þó leiðir hafi skilið með mér og dóttur hennar, Jóhönnu, skipaði hún alla tíð þann sess hjá mér að vera og hafa verið best og þannig verður það bara áfram. Fyrir utan þá góðvild og hlýju sem hún alla tíð sýndi mér persónulega, þá var hún svo ákaflega góð amma barnanna okkar og vil ég þakka henni þau óteljandi skipti í gegn um tíðina sem hún var alltaf boðin og búin til að taka við þeim í pöss- un eða lofa að gista í lengri eða skemmri tíma þegar eftir var leit- að. Ekki er hægt annað en taka þar út fyrir sviga, geta og þakka sérstaklega, þegar hún og Jakob heitinn tengdapabbi tóku Elvu Dögg nánast að sér og gengu í okkar foreldranna hlutverk, vet- urna hennar fjóra í MR, þegar við höfðum flutt austur til Hafnar í Hornafirði. Það er svo margt annað, gleðj- andi og minnisstætt sem kemur upp í hugann þegar sest er niður til að setja línur á blað um tengda- mömmu. Ég veit að margir eru mér sammála ef ég nefni t.d. öll fjölskylduboðin, tónlistina á spil- aranum eða í kassettutækinu, víd- eó-upptökurnar, saumaskapinn, orgelið, danstímana, enskunámið, puntið og já, allt skrautið sem hún á aðventunni týndi uppúr kössun- um og breytti húsinu í jólaland. Guðný var eitthvert mesta jóla- barn sem ég veit. Svona mætti lengi telja en ég læt þetta nægja og við tekur hugarflugið og frek- ari minningar okkar allra um þessa hlýju og skemmtilegu konu. Starfsævi Guðnýjar lauk sem sundlaugarvörður í Sundlaug Garðabæjar, Ásgarðslaug. Þar veit ég að hún ræktaði sitt starf af alúð og nákvæmni, eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur, og skipti þá ekki máli hvort það var launavinna, heimilisstörf eða áhugamálin. Eftir að Guðný hætti að vinna mætti hún svo gjarnan daglega í laugina sem hver annar sundlaugargestur meðan hún hafði heilsu til. Ég hef sjálfur verið fastagestur í Ásgarðslaug um nokkur ár og eftir sundferð var alltaf stutt til Guðnýjar í kaffi og spjall, fyrst í gamla góða húsið við Löngufitina, meðan hún bjó þar og síðan niður á Strikið, þar sem hún var búin að koma sér vel fyrir í fallegri íbúð og naut sín vel í félagsskap góðs fólks úr íbúðunum í kring. Í gær- kvöld kom ég úr einni sundferð- inni og lét eftir mér að keyra eina ferð inn í Löngufitina og til baka niður í byggðina nýju og framhjá Strikinu, svona bara af því bara. Veikindin sóttu svo að Guðnýju af fullu afli í haust og varð hún að lokum að láta undan fyrir þeim. sElsku bestu systur, Jonný, Dæja og Ása, öll ömmubörnin og lang- ömmubörnin, Magga frænka, Svavar og allir úr stórfjölskyldu þeirra Sölvhólsgötusystra, við syrgjum öll hina síbrosandi ömmu Guðnýju. Hvíli hún í friði. Jóhannes Einarsson. Elsku tengdamamma mín er farin frá okkur. Það voru margar stundir sem við áttum saman, þú og Kobbi heitinn. Við Ása fórum ekki í ferðalög nema bjóða ykkur með sem þið þáðuð oft og einnig upp í sumarbústaðinn okkar góða og þú elskaðir að vera í miklum hita, liggja í sólbaði og fara í heita pottinn. Efst í minningu minni er þegar við fórum vestur á Arnarstapa í nær 15-20 ár og það var svo ynd- islegt að sjá hvað þið Kobbi nutuð ykkar vel. Einnig fórum við sam- an til Akureyrar, Egilsstaða og hringveginn, já við ferðuðumst mikið saman. Við áttum skemmtilegar stund- ir saman, síðasta mini-golfmótið sem við fjölskyldan héldum, þá sagðir þú að þú ættir aldrei eftir að vinna bikarinn en þín elskulegu barnabörn þau Karen, Jakob og Guðný, létu búa til sérstakan bik- ar fyrir þig, tengdamamma mín, þér þótti sko vænt um börnin mín enda vorum við mikið saman, þetta var svo sannarlega stund sem maður gleymir ekki. Þín verður sárt saknað, elsku- lega tengdamóðir mín. Þinn tengdasonur, Hafsteinn. Elsku amma mín, ef þú vissir hversu sárt ég sakna þín. Þú varst ekki bara amma mín heldur varstu fyrirmynd mín og ég leit mikið upp til þín. Þú varst ynd- isleg kona og vildir öllum vel og maður sá þig ekki öðruvísi en brosandi eða hlæjandi. Við höfum átt margar ógleymanlegar stund- ir saman sem eru mér svo kærar. Ég man að þú hafðir mjög gam- an af að rökræða við mig um hvað gluggaveður væri og svo endaðir þú alltaf samræðurnar á „þú gef- ur þig ekki, þú þarft alltaf að hafa síðasta orðið“ og svo hlóstu. Það var alltaf svo yndislegt að hlaupa yfir götuna heim til þín, elsku amma, og knúsa þig og fá svo grænt extra tyggjó uppi í eld- hússkáp, og ekki má gleyma flotta dúkkuhúsinu sem þú saumaðir úr plasti handa okkur barnabörnun- um. Efst í minningunni eru sund- ferðirnar okkar yndislegu og ég sagði alltaf að þú værir með svo mjúk læri og spurði þig hvort þau væru gerð úr leir, síðan löbbuðum við í rólegheitum upp Löngufitina og þú gafst mér ristað brauð með miklu smjöri, osti og gúrku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér þín síð- ustu jól og áramót. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu, ég elskaði að vera hjá þér og í kringum þig, þú hafðir svo góða nærveru enda var ég hjá þér nánast daglega. Ég vildi að ég hefði getað sýnt þér betur hvað mér þótti óendanlega vænt um þig og mín heitasta ósk væri að fá að eyða miklu fleiri árum með þér. Ég elskaði að gefa þér gjafir því ég vissi að það gladdi þig svo mikið. Ég veit að við hittumst aft- ur, elsku yndislega amma mín, en ég veit núna að þú ert í góðum höndum hjá afa Kobba og ætt- ingjum þínum sem tóku vel á móti þér. Þangað til við sjáumst aftur þá skal ég lofa þér að njóta lífsins eins og þú ætlast til að við gerum öll. Það var eins og þú vildir ekki kveðja þennan heim fyrr en ég kom upp í rúm til þín og hélt utan um þig, ég er þér ævinlega þakk- lát fyrir það. Ég elska þig, amma Guðný. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín Guðný Rut Hafsteinsdóttir. Elsku besta amma mín, ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Að þú sért farin frá okkur er erf- itt að sætta sig við. Þú varst ynd- islegasta manneskja sem ég veit um. Ég var það lánsöm að fá að alast upp í sömu götu og þú og afi í 22 ár. Þetta var eins og mitt annað heimili. Ég man einu sinni, ætli ég hafi ekki verið um 6-7 ára og mátti ekki fara yfir götuna nema mamma eða pabbi fylgdu mér yfir. En eitt skiptið stalst ég yfir, hljóp yfir götuna með hjart- að alveg á fullu og ég hljóp inn beint í fangið á þér. Þú tókst mig að þér, knúsaðir mig og lést mömmu vita að ég væri hjá þér. Mér fannst alltaf svo gott að geta skottast yfir til þín og spjalla hvort sem það var um erfiða eða skemmtilega hluti. Þú varst alltaf til staðar. Við barnabörnin vorum oft hjá þér og lékum okkur hjá ykkur afa. Ég man eitt sumarið varstu að tjalda tjaldinu ykkar úti í garði. Þú eldaðir pulsur fyrir mig og Elvu og við fengum að borða úti í tjaldi. Þú gerðir oft svo skemmtilega hluti með okkur sem mörg börn öfunduðu okkur af. Jólin eru minn uppáhalds tími og ert þú ástæðan fyrir því, það var alltaf svo jólalegt hjá þér amma, þú bakaðir örugglega 15 smákökusortir sem kláruðust yf- irleitt alltaf. Ég fékk að skreyta með þér allt húsið löngu fyrir jól og fannst mér þetta æðislegur og dýrmætur tími. Í dag er ég að feta í fótsporin þín, heimilið er vel skreytt og börnin mín fá að upp- lifa jólaandann sem ég fékk frá þér. Mér þótti rosalega vænt um í desember, þegar ég kom til þín, að þú baðst mig um að skreyta hjá þér fyrir jólin. Ég var alltaf með þér, hvort sem það var heima hjá þér eða mér, úti á róló þegar þú varst að vinna eða í sundlauginni þegar ég var að fara í skólasund, uppi í bústað hjá mömmu og pabba eða á ferðalög- um. Ég fékk að njóta þín allsstað- ar ásamt svo mörgum öðrum því þú varst svo mikill gleðigjafi, það elskuðu þig allir. Við erum búnar að upplifa svo margt saman, elsku amma mín, og ég er svo þakklát fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér og sjá hversu góð- hjartaða ömmu ég átti sem var alltaf með bros á vör og stutt í hláturinn. Enda elskuðu þau þig, amma mín, og gera enn. Ég á eft- ir að sakna þín svo mikið að ég get ekki lýst því. Nú ertu komin til afa og þið eruð sameinuð á ný. Hvíldu í friði yndislega amma mín, ég elska þig meira en orð geta lýst. Þín Karen Lilja. Guðný Sigurjónsdóttir Elsku Kristján, þá er tíminn kominn og friðurinn hefur færst yfir. Ætli það sé reyndar ekki eitt- hvað lítið um ró á nýja staðnum. Líklega ertu farinn að þeysast um á hvítu drossíunni á ný, segja sögur og skella upp úr. Það myndu sennilega fæstir gleðjast við að fá tvær skellibjöll- ur, eins árs og þriggja ára gaml- ar, á efri hæðina með tilheyrandi gauragangi og látum. Þó var það raunin með ykkur Ingu haustið 1987 þegar við fjölskyldan flutt- um inn á Engjaveginn. Frá fyrsta degi tókuð þið á móti okkur með opnum örmum og var það upp- hafið að áralöngum kynnum sem einkenndust fyrst og fremst af gleði og hlátri ekki síður en kær- leika. Kristján, með sinn stóra faðm, tók alltaf vel á móti faðm- lagi frá litlum hnátum. Ófáar eru stundirnar sem við Kristján J. Kristjánsson ✝ Kristján J.Kristjánsson fæddist 28. febrúar 1926. Hann lést 14. desember 2013. Út- förin fór fram 4. janúar 2014. sátum í eldhúsinu og hlustuðum á Kristján segja sög- ur af sjónum og æv- intýri frá útlöndum. Erum ekki í nokkr- um vafa um að þær hafi átt sinn þátt í að kynda undir okkar eigin ævintýralöng- un og var gaman að geta endurgoldið sögustundirnar með okkar eigin ævintýrum á seinni árum. Þrátt fyrir að hafa aðeins þekkt eina hlið Kristjáns og í svo stuttan tíma af allri hans ævi er það samt svo mikið og minnir mann á hversu mikið ein mann- eskja getur snert þá í kringum sig. Elsku Inga, við erum innilega þakklátar fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa flutt til ykkar Kristjáns á Engja- veginn og fengið að umgangast ykkur stærstan hluta æskuár- anna. Við sendum þér okkar dýpstu samúðarkveðjur en haltu í hláturinn og gleðina eins og þér einni er lagið. Kristján hlær án efa með. Sóley og Eygló. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI KRISTINN GÍSLASON frá Hóli í Ólafsfirði, Suðurtúni 21, Álftanesi, andaðist sunnudaginn 19. janúar á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.00. Ragnheiður H. Ingólfsdóttir, Berghildur Gísladóttir, Gísli Ingólfur Gíslason, Sæunn Eiríksdóttir, Axel Gíslason, Kolbrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNÍNA KOLBEINSDÓTTIR, lést á öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísafirði 22. janúar. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur vilja þakka öllu starfsfólki Sjúkrahúss Ísafjarðar fyrir einstaka aðhlynningu og umönnun. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Sjúkrahúss Ísafjarðar. Sigríður María Gunnarsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Þórdís Elín Gunnarsdóttir, Sigurður Jarlsson, Brynja Gunnarsdóttir, Haraldur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, UNNUR ZÓPHÓNÍASDÓTTIR sjúkraliði, Engjavegi 34, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 23. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hákon Halldórsson, Heiðrún Hákonardóttir, Björn Þrastar Þórhallsson, Sverrir Hákonarson, Sigþrúður Inga Jónsdóttir, Hörður Hákonarson, Guðlaug Anna Gunnlaugsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI KRISTJÁN TRAUSTASON húsasmíðameistari, Háseylu 25, Innri-Njarðvík, lést föstudaginn 24. janúar. Útför hans fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 31. janúar klukkan 14.00. Sigríður Guðrún Ólafsdóttir, Svanhildur Heiða Gísladóttir, Michael Antony Weaver, Trausti Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir, Bergrós Gísladóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALNÝ BÁRÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.00. Helgi E. Helgason, Ásdís Ásmundsdóttir, Gísli Már Helgason, Gunnar Hans Helgason, Sigrún Þórðardóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Anna Ólafsdóttir, Bárður Helgason, Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.