Morgunblaðið - 28.01.2014, Side 38

Morgunblaðið - 28.01.2014, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla önnun frá 1960 E-6 Klass 0 ísk h Lúðrasveit Reykjavíkur leikur með- al annars balkan- og latintónlist á tónleikum sem hefjast kl. 20 í kvöld í Norðurljósasal Hörpu. Í vetur hafa fimm lúðrasveitir af suðvesturhorninu sameinast í tón- leikaröð þar sem hver hljómsveit leikur á einum tónleikum. Í kvöld er komið að Lúðrasveit Reykjavíkur og frumflytur hún tónverkið „Beyglaðir trompetar III“ eftir Daníel Sigurðs- son, einn af meðlimum sveitarinnar. Þá verður balkan- og latintónlist á efnisskránni, til að mynda tvö tón- verk eftir suður-ameríska tónskáldið Arturo Márquez, en hann er best þekktur fyrir tónverk byggð á kúb- anskri og mexíkóskri tónlistarhefð. Af balkan-tónlistinni má nefna tvær svítur byggðar á armenskum þjóð- lögum eftir Alfred Reed. Albanskir dansar fá einnig að hljóma. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur starfað síðan 1922 og átt höf- uðstöðvar í Hljómskálanum við Tjörnina. Nú er hún skipuð um 50 hljóðfæraleikurum undir stjórn Lár- usar Halldórs Grímssonar. Blásarar Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Hörpu í kvöld. Lúðraþyt- ur í Hörpu Syrpa fimm ólíkra kvikmynda sem sýna tengsl Íslands og Sov- étríkjanna verður sýnd í Bæjarbíói, bíóhúsi Kvik- myndasafns Ís- lands, kl. 20 í kvöld, þriðjudag. Myndin Niðjar Ingólfs (1974) með 1100 ára afmæli Íslands- byggðar sem útgangspunkt, leitast við að lýsa landi og þjóð og sam- skiptum Sovétríkjanna og Íslands. Þjóðhátíð á Þingvöllum 1974 er heiti yfir myndir teknar af Gísla Gests- syni, sem nú koma í fyrsta skipti fyr- ir augu almennings. Íslendingar í Moskvu sýnir frá ferð Íslendinga til Moskvu árið 1974. Erfiðar viðræður í Reykjavík er hins vegar frá leið- togafundi þeirra Gorbatsjovs og Reagans í Höfða 1986 og síðasta myndin í syrpunni, Steingrímur Hermannsson í Moskvu, er frá 1987. Sýna tengsl þjóðanna Steingrímur Hermannsson Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á fimmtudagskvöld hefst í Hörpu metnaðarfull hátíð sem er helguð sjónrænni tónlist og stendur fram á sunnudag. Þar verða flutt og sýnd verk sem byggjast á samspili tónlist- ar og abstrakt myndlistar. Tónskáld og myndlistarmenn leiða saman hesta sína, sýndar verða kvikmyndir sem byggjast á þessu formi, í tengslum við spænska hátíð er nefn- ist Punto y Raya, og japanskar stjörnur í þessum geira listarinnar koma fram. Friðrik Steinn Krist- jánsson, lyfjafræðingur og konsúll Spánar, stofnaði Miðstöð sjón- rænnar tónlistar árið 2012 og er maðurinn bak við þessa hátíð. „Upphafið að þessu liggur í Disn- eykvikmyndinni Fantasíu sem ég sá í Gamla bíóí á sjöunda áratugnum,“ segir hann. „Í myndinni heyrist Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach, við myndverk sem þýski listamað- urinn Oscar Fischinger (1900-1967) gerði. Hann flutti ungur til Banda- ríkjanna og vann um tíma hjá Disn- ey. Hann fór að gera myndverk í kringum tónlist og var líka málari og mörg góð verk eftir hann má sjá í söfnum víða. Ég hreifst af þessu verki í Fant- asíu og hafði síðar áhuga á að leggja þetta svið fyrir mig, samræmingu abstraktlistar og tónlistar. Það varð ekki en ég lærði hinsvegar á píanó í mörg ár. Árið 2012 heimsótti ég síðan Tate Modern-safnið í London og sá þá aft- ur verk eftir Fischinger, myndverk með tónlist. Í kjölfarið stofnaði ég Miðstöð sjónrænnar tónlistar.“ Margt spilaði inn í þá ákvörðun, seg- ir Friðrik Steinn, og áhrifavaldarnir eru nokkrir. Meðal annars að árið 2010 fór hann til Japans með fjöl- skyldunni og kynntist þar japanskri myndbandalist. Þá hefur starf eig- inkonu hans, textíllistakonunnar Ingibjargar Jónsdóttur, haft sín áhrif. Alþjóðleg samkeppni „Þegar við vorum við nám í Kaup- mannahöfn á sínum tíma, á níunda áratugnum, var hún með vefstólinn við hliðina á flyglinum mínum, og hún óf þar verk sem heitir „Sónata fyrir vefstól og píanó“. Nóturnar mínar notaði hún sem ívaf í verkin. Stærsta verkið var sýnt á Charlot- tenborg og var keypt af Statens Kunstfond.“ Eftir að Friðrik Steinn stofnaði miðstöðina fór hann í samstarf við Myrka músíkdaga um að hafa hana á sama tíma í Hörpu, en báðar hátíð- irnar hefjast þar á fimmtudag. „Hátíðin samanstefndur af nokkr- um þáttum og hefst á opnunartón- leikunum kl. 22 á fimmtudags- kvöldið,“ segir hann. Miðstöðin pantaði tvö verk sem verða flutt þar. Trajectories er heiti samstarfsverk- efni Önnu Þorvaldsdóttur tónskálds og Sigurðar Guðjónssonar myndlist- armanns, en Triptych Unfolding er eftir tónskáldið Huga Guðmundsson og bandaríska listamanninn Bret Battey en Friðrik Steinn leiddi þá saman. „Þá fæ ég til landsins tvo Japani sem starfa báðir í Evrópu. Ryoichi Kurokawa er mjög áhugaverður og verður með konsert á föstudags- kvöldið, og Ryoji Ikeda, sem er mjög stórt nafn innan þessa geira, verður með tónleika á laugardagskvöldið. Punto y Raya er hátíð á vegum tveggja kvenna sem starfa í Barce- lona, Nöel Palazzo og Ana Santos. Þær sjá um alþjóðlega samkeppni hátíðarinnar, en um 500 listamenn frá 46 löndum sendu verk inn í hana. 96 verk voru svo valin í úrslit og hægt er að sjá þau öll á hátíðinni. Þær sjá einnig um vinnustofur sem nemendur Listaháskólans sækja, þar sem listamenn sem vinna innan þessa geira halda einnig fyrirlestra.“ Þá er ógetið viðmikillar sýningar sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn kemur og nefnist „Hljómfall litar og línu“. Á henni verða verk eftir um 30 inn- lenda og erlenda listamenn sett upp í nokkrum sölum safnsins; mynd- bandsverk, innsetningar og mál- verk. „Sú sýning mun gefa áhugaverða innsýn í sjónræna tónlist og verður opin fram undir vor. Saga sjón- rænnar tónlistar hefst strax upp úr 1900 og þessi sýning mun gefa áhugaverða mynd af ólíkum þáttum listformsins. Allt síðan á þeim tíma hafa myndlistarmenn í leit að óhefð- bundnum tjáningarformum leitað að fyrirmyndum í tónlist,“ segir hann. Eingöngu abstrakt myndlist „Þetta er eingöngu abstrakt myndlist sem vinnur með tónlist,“ segir Friðrik Steinn um þau verk sem fólk upplifir á hátíðinni. „Ég held að þetta sé nýr heimur fyrir marga. Einn tilgangur þessarar mið- stöðvar er að vekja áhuga á þessu merkilega og frjóa listformi. Þetta er listform framtíðarinnar og hentar vel vinnu með nýjustu tæknina í dag. Á hátíðinni munum við án efa upplifa mörg merkileg og áhrifarík verk.“ „Munum án efa upplifa mörg merkileg og áhrifarík verk“ Morgunblaðið/Golli Metnaður Upphaf áhuga Friðriks Steins Kristjánssonar á sjónrænni tónlist er að finna í Disneymyndinni Fantasíu. „Ég held að þetta sé nýr heimur fyrir marga,“ segir hann og hvetur fólk til að kynna sér verkin á hátíðinni.  Friðrik Steinn stofnaði hátíð um sjónræna tónlist Miðstöð sjónrænnar tónlistar gengst fyrir hátíðinni Reykjavík Vi- sual Music – Punto y Raya Festi- val, í Hörpu frá fimmtudegi til sunnudags. Hátíðin hefst með opnunartón- leikum í Silfurbergi á fimmtudags- kvöld klukkan 22. Þar verða frum- flutt tvö ný verk sem sérstaklega voru gerð fyrir hátíðina; sam- starfsverkefni tónskáldsins Önnu Þorvaldsdóttur og myndlist- armannsins Sigurðar Guðjóns- sonar og verk eftir tónskáldið Huga Guðmundsson og banda- ríska listamanninn Bret Battey. Frá föstudeginum og fram á sunnudag verður svo fjölbreytt og spennandi dagskrá í Hörpu. Ab- strakt stuttmyndir verða sýndar alla dagana auk þess sem boðið verður upp á sjónræna tónleika með listamönnum sem taka þátt í svokallaðri Live Cinema-keppni, en fjögur atriði voru valin til að koma fram í Hörpu úr yfir 100 inn- sendum tillögum. Á föstudagskvöldið kemur fram hinn japanski Ryoichi Kurokawa, sem er upprennandi stjarna innan sjónrænnar tónlistar, og á laug- ardagskvöld eru tónleikar jap- anskrar goðsagnar, listamannsins og raftónskáldsins Ryoji Ikeda. Sjónræn tónlistarveisla REYKJAVÍK VISUAL MUSIC – PUNTO Y RAYA FESTIVAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.