Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 2
2 23. nóvember 2012
“Besta ölskyldusýningin
á stórhöfuðborgarsvæðinu
Miðapantanir
sími
565-5900
midi.is
Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu
Allra síðustu sýningar á Ævintýrum Múnkhásens
Sunnudaginn
11. nóvember kl 14.00
Sunnudaginn
25. nóvember kl 17.00
Sunnudaginn
25. nóvember kl 14.00
Sunnudaginn
11. nóvember kl 17.00
UPPSELT
Jólaþorpið verður
opnað um helgina
10. starfsár Jólaþorpsins fer nú í hönd en í vik-unni hefur verið unnið
hörðum höndum við uppsetningu þess.
Á laugardag verða ljósin á jólatrénu frá
Fredriksberg tendruð og dagskráin um
helgina er einkar glæsileg.
Má þar nefna dans, söng, leikatriði
svo eitthvað sé nefnt og eitthvað við
allra hæfi.
Kynningarfundir lögreglunnar:
Enginn Álftnes-
ingur varð fyrir of-
beldisbroti í fyrra
-afbrotum hefur fækkað mikið
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-inu hefur farið vítt og breitt um svæðið að undanförnu til
að kynna niðurstöður samantektar
sinnar um afbrot og viðhorf íbúa fyrir
lykilfólki á svæðinu.
Í síðustu viku var haldinn fundur
með íbúum á Álftanesi . Frá árinu
2007 til 2011 fækkaði ofbeldisbrotum
á Álftanesi um 50% og eignaspjöllum
um 81%. Innbrotum fækkaði reyndar
ekki, en þar er engu að síður um mjög
lágar tölur að ræða.
Umferðarslys eru fá á Álftanesi
og hefur svo verið undanfarin ár.
Nokkuð var rætt um Álftanesveg og
slys sem þar hafa orðið á fundinum,
en þau eru fá eins og áður sagði. Tæp-
lega 80% íbúa á Álftanesi sem þátt
tóku í netkönnun telja lögregluna
skila góðu starfi á þeirra svæði, en
íbúarnir segjast jafnframt öruggir
einir á gangi í sínu hverfi eftir myrkur.
Þess má geta að fundurinn, sem var
haldinn í Álftanesskóla, var sendur út
í beinni útsendingu á netinu.
Hægt er að sjá upptöku af fund-
inum og nálgast frekari upplýsingar
á síðunni logreglan.is
Helstu tölur:
–Ofbeldisbrotum fækkaði um 50%
milli 2007 og 2011
–Eignaspjöllum fækkaði um 81%
milli 2007 og 2011
–Fjöldi slysa er svipaður og 2008
–Hlutfall öruggra jókst lítillega –
Allir íbúar Álftaness sem svöruðu í
könnuninni sögðust mjög eða frekar
öruggir
Reynt að lokka
unglingsstúlku uppí
bíl í Setbergshverfi
Reynt var að lokka unga stúlku í 8. bekk upp í bíl með sæl-gæti fyrir skömmu í Eini-
bergi. Þegar stúlkan hljóp inn á
göngustíg undan manninum keyrði
hann bíllinn hinum megin við stíg-
inn í næstu götu. Síðasta vetur varð
sambærilegt atvik í Setbergshverfi en
þá var bíllinn blár að lit og maður-
inn í honum eldri en sá sem áreitti
stúlkuna nú á þriðjudaginn.
Bíllinn var hvítur og númer hans
byrjar á NA en samkvæmt lýsingu
stúlkunnar var maðurinn yngri en
sá í bláa bílnum eða um þrítugt . Að-
spurð segir Hrönn Bergþórsdóttir,
skólastjóri Setbergsskóla, að skól-
anum hafi verið gert viðvart strax og
í framhaldinu var foreldrum sendur
tölvupóstur: ,,Stúlkan brást alveg
hárrétt við með því að fara bara í
burtu frá bílnum og ansa manninum
ekki og reyna að ná númerinu” segir
Hrönn.
Forráðamenn eru hvattir til að
að ræða við börn sín og brýna fyrir
þeim að fara aldrei upp í bíla hjá
ókunnugum.
HAFNARFJÖRÐUR og GARÐABÆR kemur næst út 7. desember
Nemendur Hraunvallaskóla rausnarlegir
Sendu 300 jóla-
gjafir til Úkraínu
Nemendur Hraunvallaskóla enduðu vinaviku í skól-anum með því að afhenda
fulltrúum K.F.U.M. 300 skókassa sem
innihalda gjafir til barna í Úrkaínu.
Í hverjum kassa er leikfang, skóladót,
hreinlætisvörur, sælgæti og föt. Auk
þess söfnuðu nemendurnir yfir 130.000
kr. í peningum sem notaður verður
til að fjármagna flutningskostnað við
pakkana. Í frétt á vef skólans segir að
„krakkarnir hafi endað Vinavikuna á
besta mögulega hátt; með því að gleðja
aðra.“
Ljósmynd: Hraunvallaskóli
Texti: Þórir Snær Sigurðarson
Framsóknarflokkurinn velur á lista:
Þrír stefna á fyrsta sætið
Framboðsfrestur á lista Fram-sóknarflokksins í Kraganum rennur út í dag, föstudag, Kjör-
dæmisþing kemur saman 8.desember
og þar verður valið á efstu sjö sæti list-
ans. Eftir það mun kjörstjórn koma
með tillögu að röðun næstu manna
og þá listinn í heild borinn upp fyrir
kjördæmisþing flokksins.
Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, þau
Eygló Harðardóttir, þingmaður, Una
María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi
í Kópavogi og Willum Þór Þórsson,
knattspyrnuþjálfari og kennari.
Una maría óskarsdóttir Willum Þór Þórsson
eygló Harðardóttir
Þær Soffía og Telma, fulltrúar K.F.U.m.
þakka nemendum fyrir jólagjafirnar,
sem sendar verða til Úkraínu fyrir jól.
Frístunda-
heimilin
sameinast
í jóla-
leyfinu
Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar hefur samþykkt að í stað þess að frístundaheimilin
verði öll opin í væntanlegu jólaleyfi
verði starfsemi þeirra sameinuð á
einn stað.
Hugmyndin er að öll börn sem eiga
pláss á frístundaheimilunum mæti
þessa daga í íþróttahús Setbergs-
skóla frá 21. desember til 3. janúar
en um er að ræða 5 vinnudaga yfir
bláhátíðina. Boðið verður upp á
fjölbreytt starf t.d. íþróttasmiðju,
föndursmiðju, ratleik og fleira en
opið verður frá 8-17.
Blóðtaka
fyrir FH-inga
Stórskytta FH inga í handbolta, Ólafur Gústavsson skrifaði í vikunni undir samning við
þýska úrvalsdeildarliðið Flensburg.
Hann heldur til Þýskalands um
helgina og hefur því leikið sinn síð-
asta leik fyrir FH í bili að minnsta
kosti.