Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 22

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 22
22 23. nóvember 2012 ÞeKK Ir ÞÚ fÓLK IÐ? Bæj ar blað ið Hafn ar fjörð ur og Byggða safn Hafn ar fjarð ar birta mynd ir í hverju tölu- blaði úr safni Byggða safns ins. Til- gang ur inn er að leita lið sinn is íbúa bæj ar ins við að nafn greina fólk ið á mynd un um. Átak stend ur yf ir hjá Byggða safn inu við að skrá mynd ir í eigu safns ins en Ljós mynda safn Byggða safns Hafn ar fjarð ar varð- veit ir í kring um 140 þús und film ur, mynd ir og gler plöt ur. Ef þú þekk ir fólk ið á mynd un um, vin sam leg ast hafðu sam band við Byggða safn ið með því að senda tölvu póst á net fang ið: ro sak ar en@hafn arfj ord uris, senda bréfa póst til safns ins á heim il is- fang ið Strand götu 4, eða hringdu í síma 585-5780. jólahlaðborðið glæsilega Vinsamlegast pantið tímanlega! Hefst 23. nóvember Víkingastræti 1-3 220 • Hafnarfjörður • Sími: 565-1213 • vikings@fjorukrain.is www.fjorukrain.is - Pöntunarsími 565 1213 Kíktu inn á heimasíðuna okkar www.fjorukrain.is - MATSEÐILL - HLAÐBORÐ - LIFANDI TÓNLIST - SKÖTUHLAÐBORÐ Saga hjónanna Þóru og Ágústar Þóra Stefánsdóttir Bachmann (1917-2009) og Ágúst Ottó Jónsson (1914-1987) á brúð- kaupsdaginn þeirra 17. febrúar 1940. Stinningskaldi var þennan dag svo sat í manna minnum. Þóra, fæddist í Hafnarfirði dóttir hjónanna Margrétar Sveinsdóttur, Auðunssonar bæjarfulltrúa, og Stef- áns Bachmann Hallgrímssonar, Tóm- assonar frá Akranesi. Ásamt tveimur systkinum ólst Þóra upp í Sveinsbæ, sem er Lækjargata 6 hér í bæ. Þóra starfaði hjá Einari Þorgilssyni og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar , hún var í stjórn Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar, einnig var hún virk í starfi kvenfélags Karlakórsins Þrasta en lengst af starfaði hún í þvotthúsi Sól- vangs og veitti því forstöðu um árabil. Ágúst Ottó, eða Ottó eins og hann var kallaður er einnig fæddur í Hafnarfirði, elstur bræðra í 12 systk- ina hópi. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Skollagróf í Hrunamanna- hreppi og Guðfinna Einarsdóttir, þau byggðu lítið hús neðst á Öldugötu, sem kallað var Gróf. Seinna byggðu þau svo stærra hús örlítið ofar í göt- unni sem einnig var kallað Gróf, það er nú númer 4 við Öldugötu. Ottó lauk meiraprófi frá Stýrimannaskól- anum og stundaði sjómennsku ýmist sem háseti, bátsmaður, stýrimaður eða skipstjóri til ársins 1969. Lengst af var hann á Júní og Maí togurum Bægarútgerðarinnar. Er Ottó hættir á sjó vann hann hjá Hreifa hf. og síðar sem verkstjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Ottó var fimur á yngri árum og þjálfaði með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Frá 1975 söng hann með karlakórnum Þresti. Þóra og Ottó byggðu saman hús að Tjarnarbraut 23 og fluttu inní það árið 1948. Ætíð höfðu þau hamingjuna að leiðarljósi sem mótaði þeirra lífs- stíl, þau voru samrýnd og létu björtu hliðarnar á tilverunni fljóta uppi. Þóru og Ottó varð tveggja barna auðið. mynd þessi var tekin í apríl 1934. eigandi hennar er skráður Símon Kristjánsson, brunnstíg. ? HAFNARFJÖRÐUR og GARÐABÆR kemur næst út 7. desember www.hafnarfjordurblad.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.