Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 19

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 19
1923. nóvember 2012 væri sprungin þegar kom að meistara- keppninni, menn voru kannski orðnir fullsaddir. Hvaða lið sérðu fyrir þér að geti barist Íslandsmeistartitilinum eftirsótta að Haukum undanskildum? Ég held að FH-ingarnir séu klárlega með lið í það og það verður líka gaman að sjá hvernig ÍR-ingunum muni ganga í framhaldinu og hvernig þeir munu bæta sig yfir veturinn, þeir eru með mjög góðan mannskap og svo þegar HK eru búnir að endurheimta menn úr meiðslum eftir áramót þá verður gaman að sjá hvernig þeim muni ríða af. Ég tel að þetta verði gríðarleg bar- átta hjá liðunum um að komast í úr- slitakeppnina, ég hef ekki séð deildina svona jafna áður Yfir í annað, til hamingju með starfið sem nýr landsliðsþjálfari íslands. Var aldrei spurning um annað en að segja já þegar þú fékkst boðið? Nei það var ekki, ég var með metnað fyrir því að taka þetta starf og finnst það bara spennandi. Samkvæmt mínum heimildum bauðst þér þetta starf fyrir nokkrum árum síðan, þá vildirðu ekki taka við starfinu vegna þess að þú taldir þig ekki tilbúinn í það, af hverju ertu tilbúnari núna heldur en síðast? Þetta eru kannski ekki alveg réttar heimildir en mér bauðst þetta starf árið 2008 og hafði mikinn áhuga á því að taka við landsliðinu en varð að gefa það frá mér af persónulegum ástæðum og fjölskylduástæðum. Það var bara tekinn sú ákvörðun á þeim tíma en ég vonaðist að fá boðið aftur og það kom núna og það er bara mjög ánægjulegt en auðvitað árið 2008 var ég mjög ungur þjálfari en í dag er ég enn reyndari. Nú hefur landsliðið farið vel af stað undir þinni stjórn og unnið sann- færandi sigra, bjóstu við svona góðri byrjun? Ég auðvitað vonaðist eftir því að við myndum vinna báða þessa leiki en ég vissi að það var ekkert hlaupið að því. Í fyrsta lagi var undirbúningurinn mjög knappur og við höfðum einungis 2 daga til að undirbúa liðið fyrir fyrsta leik, fyrsta alvöru leik. Það var enginn æfingaleikur eða ekki neitt og menn að koma þreyttir úr sínum verkefnum með sínum félagsliðum og við vissum að Hvít-Rússar hafa verið á mikilli upp- leið síðustu 2 ár og eru orðnir mjög sterkir í dag. Rúmenar eru með mjög hættulegan heimavöll þannig að við erum mjög ánægðir með að ná að landa tveimur sannfærandi sigrum. Ég bjóst við erf- iðari leik gegn Rúmenum, þó að leik- urinn hafi verið mjög erfiður framan af en við náðum að enda leikinn mjög sannfærandi og unnum leikinn með 7 mörkum og það var eitthvað sem ég bjóst ekki við t.d. Ertu búinn að setja þér einhver lang- tímamarkmið með landsliðið? Auðvitað setur maður sér einhver langtímamarkmið, og liðið er með sér einhver langtímamarkmið í sínum huga en hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst að hafa fókusinn á núinu. Breiddin hjá okkur í dag er ekki það mikil og það er kölluð staðreynd að ef einhver einn meiðist þá er næsti leik- maður sem maður tekur inn í lands- liðið óreyndur og það er eitt af þessum markmiðum sem ég er búinn að setja mér og það er að auka breiddina í landsliðinu þannig að það séu fleiri tilbúnir þegar kallið kemur Nú ertu þjálfari Hauka og landsliðsins, skarast þetta aldrei hjá þér? Jú ég meina, það er nóg að gera, þegar það styttist í landsliðsverkefni eins og t.d. um daginn að þá auðvitað eykst pressan í kringum landsliðið og svo á maður kannski einn leik eftir með Haukunum Maður þarf að láta þetta passa vel saman, ég reyni að vinna með heilindum bæði með Haukunum og landsliðinu. En svona verður þetta fram að vori þegar ég hætti með Haukana. Finnurðu fyrir meiri pressu frá fjöl- miðlum og Íslendingum almennt eftir að þú tókst við landsliðinu? Jú jú, þessu fylgir miklu meiri athygli og miklar væntingar gerðar til liðsins og allir eiga smá hlut í liðinu þannig að maður reynir bara að vinna sem best að því að undirbúa liðið sem best og ná sem bestum árangri . Það sem er það skemmtilega í þessu er að þegar það líður að þessum landsliðsverkefnum eru þau verkefni mjög spennandi og þá kemur fiðringur í mann Nú gaf Arnór Atlason ekki kost á sér fyrir verkefnin gegn Hvít-Rússum og Rúmenum, hvers vegna ekki? Það var bara af persónulegum ástæðum, búinn að vera mjög erfiður tími hjá honum svo hann tók sér frí í eina viku og verður svo klár í fram- haldinu og hann er spenntur fyrir því að vera áfram í landsliðinu og hann mætir ferskur í janúar. Nú er Logi Geirsson byrjaður í hand- bolta á nýjan leik, sérðu hann fyrir þér undir þinni stjórn í framtíðinni? Hann þarf auðvitað bara að koma sér í toppform og þetta er bara ánægjulegt að Logi sé byrjaður aftur og hann var góður leikmaður á sínum tíma og ef hann kemur sér í gott form þá á hann möguleika eins og allir aðrir. Aðeins útí gamla tíma, þú byrj- aðir ungur í handbolta. Þú náðir langt sjálfur sem handboltamaður, svona fyrir unga handboltamenn hvað þarf til að ná langt í handbolta? Það þarf mikinn dugnað, vera dug- legur að æfa og leggja mikið á sig. Það þarf auðvitað að fórna einhverju til að ná langt í íþróttinni en að sama skapi skiptir miklu máli að standa sig vel í skólanum maður þarf að vera með þessa hluti á hreinu og muna það að það er aukaæfingin sem skapar meist- arann. Hvar fannst þér skemmtilegast að spila? Ég var auðvitað með Haukunum í mörg ár og það er mitt æskulið og maður á marga góða tíma með þeim og ég var auðvitað lengi í Danmörku og árin í Skjern voru mjög eftirminnileg og var mjög skemmtilegur tími . Við vorum t.d. nýliðar í úrvalsdeildinni og komum öllum á óvart og kláruðum titilinn, það var mjög ánægjulegur tími. Áttir þú þér átrúnaðargoð, ef svo hver þá? Þegar ég var að alst upp var Alfreð Gíslason í miklu uppáhaldi og Kristján Ara var mjög góður og fleiri. Þú varst sjálfur leikmaður í íslenska landsliðinu, var það aldrei leiðinlegt að koma heim og spila fyrir Ísland? Það var alltaf mjög skemmtilegt, gott að koma heim og hitta fjölskylduna og strákana í landsliðinu, það var alltaf mjög ánægjulegur tími en alltaf var það leiðinlegt þegar það gekk illa með landsliðinu Það var alltaf gaman að koma heim og maður var alltaf jafn spenntur að spila fyrir Íslenska lands- liðið. Takk. Myndir og texti: Árni Þórður Þegar ég var að alast upp var Alfreð Gísla- son í miklu uppáhaldi og Kristján Ara var mjög góður og fleiri. Það þarf mikinn dugnað, vera duglegur að æfa og leggja mikið á sig. Það þarf auðvitað að fórna einhverju til að ná langt í íþróttinni en að sama skapi skiptir miklu máli að standa sig vel í skólanum maður þarf að vera með þessa hluti á hreinu og muna það að það er aukaæfingin sem skapar meistarann. Í fyrra náðum við kannski árangri sem var yfir okkar væntingar og allra í kringum liðið og það var hreinlega eins og blaðran væri sprungin þegar kom að meistara- keppninni, menn voru kannski orðnir fullsaddir. Ábendingar um efni í blaðið sendist á netfangið: hafnarfjordur@vedurehf.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.