Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 13

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 13
23. nóvember 2012 13 Hugleiðingar húsmóðurinnar: Út að hlaupa! Einn af ljúfu haustboðunum voru án efa auglýsingarnar frá líkamsræktarstöðvunum. -Í kjólinn fyrir jólin! -Sjáðu tólin fyrir jólin! -Komdu þér í form en ekki köku- form! -Ekki vera bolla heldur frekar eins og græna Solla! Slagorðin sem dundu yfir voru öll með álíka sniði og sannfærðu húsmóðurina hafnfirsku um að gera eitthvað í sínum málum og koma sér í form lífs síns. En úr vöndu var að ráða þar sem úr- valið var mikið. Jóga, pallar, sundleik- fimi, zumba, spinning, cross fit og rassa- lyftingar að suðuramerískum hætti eru bara brot af því sem hægt var að velja úr. Húsmóðirin rifjaði þó upp fyrri reynslu sína í líkamsræktarsölunum sem var henni enn í fersku minni. Kröftugar hnébeygjur Í einni atrennu í heilsuátaki hafði hún með lítilli áreynslu gert dvöl sína á líkamsræktarstöð einni mjög eftir- minnilega. Í miðjum spinningtíma þegar hjóla átti á fleygiferð til að fá upp púlsinn, missti hún jafnvægið, datt af hjólinu og festist í pedulunum. Liggjandi kylliflöt með athygli allra á sér tók tvo fíleflda karlmenn til að losa hana og koma á fætur. Önnur tilraun húsmóðurinnar að heilsusamlegra líferni endaði einnig með snöggum hætti. Þá var hún stödd í troðfullum sal í svokölluðum body pump tíma þar sem lyfta átti lóðum. Húsmóðirin stillti sér upp í fremstu röð, enda hafði hún mætt nokkrum sinnum áður. Hún var orðin nokkuð góð í hnébeygjum og vildi gera enn betur. Í einni beygjunni ákváðu fínu spandex buxurnar að gefa sig og rifn- uðu meðfram saumnum við aftur- endann með tilheyrandi látum. Þar sem stutti bolurinn úr sama efni náði ekki að skyggja á sprungusvæðið, bar húsmóðirin hendurnar fyrir og sagðist finna til í mjóbakinu. Svo haltraði hún út með hendur fyrir aftan sig og lauk þar með þátttöku sinni. Fagrar fylkingar hlaupara Húsmóðirin hafði oftar en ekki séð fagrar fylkingar hlaupara víðsvegar um bæinn. Hlaupararnir virtust svo tígu- legir í hreyfingum, þeir ýmist spjölluðu saman og hlógu eða hlustuðu einbeittir á eitthvað úr heyrnatólunum sem voru þræddir í eyru þeirra. Sífellt fleiri til- kynntu á fésbókinni um hlaupaafrek sín og oftar en ekki fylgdi mynd af viðkomandi hlaupara, glaðbeittum og stoltum á svip með verðlaunapening um hálsinn. Þegar húsmóðirin rak svo augun í auglýsingu frá hlaupahóp sem kenndi sig við eitt af íþróttafélögum bæjarins, ákvað hún að slá til. Boðið var upp á nýliðanámskeið sem var alveg tilvalið svo hún skráði sig í hópinn. Fyrst varð húsmóðirin þó að fjárfesta í nýjum buxum þar sem útséð var að bux- urnar úr fyrrnefndum líkamsræktar- tilraunum voru gjörsamlega ónot- hæfar! Húsmóðirin er útsjónarsöm og keypti fínar hlaupabuxur á útsölu. Hlaupaskórnir þyrftu að bíða þar til í næsta mánuði því að sjálfsögðu sýnir húsmóðirin aðhald í rekstri heimilisins. Fyrsti æfingadagurinn rann upp. Fjöldi fólks af öllum stærðum, aldri og gerðum var samankominn í íþrótta- miðstöðinni. Hópnum var skipt í nokkra flokka eftir getu og svo var skokkað af stað! Slappir grindarbotnsvöðvar Fyrirmælin voru skýr – hlaupa í hálfa mínútu og ganga í eina mínútu inn á milli og endurtaka átta sinnum. Svona átti að byggja upp þol og styrk hjá ný- liðunum smám saman. Stefnan var tekin að göngustíg, umvafinn hrauni og fallegum gróðri sem var farinn að taka á sig litbrigði haustsins. Fyrstu tveir sprettirnir gengu þokkalega vel hjá húsmóðurinni og bjó hún greinilega vel að fyrri líkamsræktarátökum sínum. Þriðji spretturinn var þó aðeins þyngri og dróst hún aðeins aftur úr hópnum. Í fjórða sprettinum fóru slöppu grindar- botnsvöðvarnir að segja til sín og mál var komið til að losa þvagblöðruna. Til að halda hlaupin út, ákvað hún að skella sér í gjótu nokkra við göngustíg- inn, skimaði í kringum sig og sá engar mannaferðir. Mikið fannst henni gott að létta á sér og sá fram á betri hraða í sprettunum sem eftir voru. Tungl í fyllingu Skyndilega heyrði húsmóðirin umgang og leit við meðan hún sat með bux- urnar á hælunum. Hlaupahópurinn hafði snúið við og hljóp nú að henni í spretti númer fimm og staðnæmdist beint fyrir ofan hana!!!!! Húsmóðirin gerði heiðarlega tilraun til að láta lítið fyrir sér fara, enn krjúp- andi með óæðri endann blasandi við eins og tungl í fyllingu. En það varð ekki að því þar sem þjálfarinn sagði óþarflega skýrmæltur; ,,það þýðir ekk- ert að fara í felur, þrír sprettir eftir,‘‘ og lyfti svo brúnum þegar hann varð var við ,,tunglið.‘‘ Athygli allra beindist að sjálfsögðu að húsmóðurinni sem hysjaði upp um sig í skyndi, bar höfuðið eins hátt og henni var unnt og hljóp svo með hópnum lokasprettinn, í fyrsta og síð- asta sinn. Leitin að annarri líkamsrækt stendur nú yfir hjá húsmóðurinni. Húsmóðirin er ein af þeim sein- heppnari síns kynstofns og lendir iðulega í ævintýrum hversdagsins. Ása og Erla Höfundar: Edda Heiðrún Backman myndskreytti og Þórarinn Eldjárn ljóðskreytti Vaka Helgafell Sagan um Ásu og Erlu er í bundnu máli og lýsir vináttu þeirra tveggja frá bernskuárum til hárrar elli. Strax í bernsku koma áhugasvið og styrk- leikar stallsystranna fram sem mótar svo seinna til hvaða starfa þær veljast. Bókin er myndskreytt með vatnslitum á einstaklega fallegan hátt sem undir- strikar þennan óð til lífsins sem svo vel er lýst. Bókin um Ásu og Erlu höfðar til barna á öllum aldri. Auk þess hefðu allir fullorðnir gott af þessum lestri og njóta um leið myndskreytingarinnar. Linda Hrönn Þórisdóttir Fréttatilkynning Eftirréttir Sollu Höfundur: Sólveig Eiríksdóttir Ljósmyndir: Matthías Árni Ingimarsson JPV útgáfa / Forlagið Það er draumur margra að geta gætt sér á ljúffengum eftirréttum eða girnilegum kökum án þess að fá sam- viskubit sökum hitaeiningafjölda eða óhollustu. Í bókinni Eftirréttir Sollu eru fjölmargar uppskriftir af hollum eftirréttum og öðru góðgæti. Ég verð nú að viðurkenna að ég kannaðist ekki við allt hráefnið sem getið er í upp- skriftunum og þá kom sér vel að fremst í bókinni er útskýring á hráefninu sem nota á í réttina. Uppskriftirnar eru settar skýrt upp og það ætti að vera auðvelt að fara eftir þeim þegar skiln- ingi á hráefninu er náð. Myndir af girnilegu réttunum fylgja með sem er ágætis stuðningur við upp- skriftirnar. Alla vega hlakka ég til að spreyta mig á fjölbreyttum eftirréttum og gæða mér á þeim án samviskubits. Linda Hrönn Þórisdóttir Uppskrift úr bókinni Eftirréttir Sollu: Brownies með súkkulaðikremi Botn 4 dl valhnetur 1 dl kakóduft ½ dl kókospálmasykur ½ dl döðlur, smátt saxaðar ½ dl apríkósur, smátt saxaðar 2 msk kaldpressuð kókosolía 1 tsk vanilluduft eða –dropar ¼ tsk kanill Setjið 4 dl af valhnetum í mat- vinnsluvél, stillið á minnsta hraða og malið hneturnar í mjöl. Bætið af- ganginum af hráefninu út í og blandið þar til allt loðir saman og myndar deig. Þrýstið deiginu niður í 20x20 cm form. Setjið plastfilmu yfir formið og látið inn í kæli eða frysti í smástund áður en kreminu er smurt á. Súkkulaðikrem 1 dl döðlur, smátt saxaðar 1 dl agavesíróp 1 dl kakó ½ dl kaldpresuð kókosolía ¼ dl kakósmjör, fljótandi Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða kröftugan blandara og blandið þar til kremið er silkimjúkt og kekkjalaust. Ef það er of þurrt má bæta smávegis kókosmjólk út í. Takið botninn úr kæli eða frysti og smyrjið kreminu ofan á. Geymist í viku í ísskáp eða 1 – 2 mánuði í frysti. Ingveldur Ýr flytur jólalög og aríur á hádegistón- leikum í Hafnarborg þriðjudaginn 4. desember Jól og annað er yfirskrift hádeg-istónleika sem haldnir verða í Hafnarborg þriðjudaginn 4. des- ember. Gestasöngvari að þessu sinni er Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran, en hún mun flytja jólalög í bland við aríur og annað efni. Ingveldur Ýr nam söng við Söng- skólann í Reykjavík og síðar við Tón- listarskóla Vínarborgar, þar sem hún stundaði einnig leiklistar og söngleikja- nám. Lauk hún síðan mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York. Kennarar hennar voru Guð- munda Elíasdóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Cynthia Hoffmann. Ingveldur Ýr vakti snemma athygli áheyrenda fyrir óvenju frjálslega sviðsframkomu og sterka leikhæfileika sem hafa nýst henni á margan hátt. Hún hefur ætíð haft fjölbreytni í verkefnavali og sungið í óperum, söngleikjum og kabarettum sem og á ljóðatónleikum. Hún var um skeið fastráðin við Óperuna í Lyon í Frakklandi og hefur einnig sungið ýmis hlutverk á íslensku óperusviði. Ingveldur Ýr hefur verið gestur á al- þjóðlegum tónlistarhátíðum og sungið með þekktum hljómsveitarstjórum auk þess sem hún hefur margsinnis komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikar eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið er opnað kl. 11.30. Hádegistónleikar Hafnarborgar eru styrktir af Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan. bÆkur 2012 bÆkur 2012

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.