Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 10
10 23. nóvember 2012 Garðabær og Hafnarfjörður frá sjónarhóli framhaldsskólanema Þar sem ég ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar til 10 ára og flutti síðan til Garðabæjar og hef nú búið þar í 10 ár, þá gæti ég sagt að ég hef nokkra reynslu af báðum bæjar- félögunum. Stundum á ég bara erfitt með að kalla mig Garðbæing og varla get ég kallað mig Hafnfirðing þegar ég hef búið jafn lengi í Garðabæ og raunin er. Það eru margir kostir við Garðabæ en þó líka nokkrir gallar og það sama gildir um Hafnarfjörð og eflaust öll önnur bæjarfélög. En það sem mig langar að pæla í er eitthvað sem telst slæmt hjá nánast hverju einasta bæjarfélagi á landinu. Það er hið svokallaða veggjakrot eða segjum bara graffiti því það hljómar betur. Í Garðabæ er veggjakrot hlutur sem er fyrirlitinn, hann greinilega á ekki heima á þeim slóðum. Þar er eitt mörgum milljónum króna í að mála yfir eða fjarlægja krot sem síðan sprettur aftur upp jafnvel samdægurs. Það er krotað alls staðar. Undirgöng, búðir, fyrirtæki, heimahús, bílskúra og nánast allt sem hefur slétt yfirborð. En Garðabær er mjög dug- legur að mála yfir allt slíkt, eiginlega bara of duglegur en kannski er það bara ég en mér finnst frekar óþægilegt að labba í gegnum skjanna hvít undirgöng, það er bara eitthvað skrítið við það, en það gerist ekki mjög oft þar sem undirgöng eru oftast aðal viðfangsefni veggjakrotaranna. Þar kemur Hafnarfjörður einmitt mjög sterkur inn. Ólöglegt krot í undir- göngum í Hafnarfirði er nánast ekki til því að Hafnarfjörður er stundum sniðugt bæjarfélag og ákvað að fara aðrar leiðir heldur en nokkurt annað bæjarfélag hefur gert, mér vitandi. Í stað þess að mála yfir krotið í helstu og stærstu undirgöngum bæjarins þá var gengið í það að leyfa ‚,gröffurum‘‘ að mála í göngin og því leyft að standa. Hafnarfjörður sem er töluvert skuldugra bæjarfélag en Garðabærinn fann þarna leið til að spara töluverða peninga sem hefðu annars farið í gráa og hvíta málningu. Þar sem ég hef engar tölur fyrir framan mig þori ég ekki að segja til um hversu mikla peninga Hafnarfjörður hefur sparað á þessu en ég get sagt að bærinn er mun litríkari og huggulegri. Einnig hef ég aldrei vitað til þess ein- hver hafi kvartað eftir að þetta var leyft. Ef þetta væri eitthvað sem Garða- bær gæti komið af stað ætti ég ekki í miklum erfiðleikum með að kalla mig Garðbæing .En til að fræðast meira um hvernig Hafnarfjörður fer að þessu þá er hægt að fara inná þessa síðu. http:// tomstund.is/skjol/graffitibaeklingur. pdf. Kristján Júlíusson FG Myndarlegir ferðastyrkir íþrótta- og tómstundaráðs Íþrótta- og tómstundaráð Garða-bæjar ákvað að styrkja íþrótta- menn í bænum um 20.000 hvert vegna ferða þeirra á mót erlendis. Styrkurinn er 20.000 fyrir hvert mót sem talið er upp hér að neðan og þar kemur einnig fram í hvaða grein og hvenær viðkomandi íþróttamaður keppir: Kristófer Björn Ólason og Ragnar Már Garðarsson, blak NM ung- linga, Noregi 15.nóvember . Ragnar Már Garðarsson, blak, Or- ange Bowl, Miami, 19.desember. Lilja Einarsdóttir og Lárus Jón Thorarensen blak ,U-19 Nevza mótið Noregi 15.október Andri Fannar Pétursson, A-landslið DSÍ, Köbenhagen open Sara Margrét Jóhannesdóttir, stúlknalandslið í fimleikum, EM 2012 Árósum Sindri Pétur Ingimundarson, lyft- ingasambandi Íslands, Norður- landamót unglinga Parkano, Finn- landi 25. október Þórey Ásgeirsdóttir, Andrea Sif Pétursdóttir, Sóley Ólafsdóttir , Harpa Guðrún Hreinsdóttir, og Kolbrún Þöll Þorradóttir, stúlkna- landslið í hópfimleikum, EM Dan- mörk 16. október 2012, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur: Lestur er ávísun á dásamlega framtíð Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að verða rithöfundur?Ég hafði starfað sem blaða- maður og ritstjóri hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða, í nokkur ár þegar áhugi kviknaði á því að skrifa bók. Helsta ástæðan var sú að mér þótti skemmti- legt að taka viðtöl og hafa þau með þeim hætti að ég reyndi að lokka les- andann að viðtalinu. Eftir nokkurra ára reynslu spurði ég sjálfan mig hvers vegna ég skrifaði ekki bók eins og aðrir -- ekki síst þar sem mér þótti gaman að skálda í kringum viðtölin. Þetta er upphafið.... engir gamlir draumar. Hvað varstu gamall þegar fyrsta bókin þín kom út? Ég var kornungur þegar fyrsta bókin kom út, 30 ára og síðan eru liðnar 28 bækur og 23 ár. Samt er ég ekki nema 37 ára. Undarlegt en útskýrir hvers vegna ég var í máladeildinni í MR. Hver er Þorgrímur Þráinsson fyrir utan rithöfundar starf hans? Ég nýt þess út í ystu æsar þetta ár og vonandi næstu að halda fyrirlestra fyrir ALLA nemendur á Íslandi í 10. bekk. Fyrir mér er það eins og hug- leiðsla að hitta þetta unga fólk og sá fræjum. Þar fyrir utan er ég einstak- lingur sem leggur sig fram um að njóta hvers augnabliks og treysti lífinu fyrir því sem verða vill. Samt; hver er sinnar eigin gæfu smiður. Auðveldara að skrifa fyrir fullorðna Finnst þér skemmtilegra að skrifa bækur fyrir börn og unglinga heldur en fullorðna? - ef já, hversvegna? Ég hef ekkert með það að gera hvernig sögur ég skrifa, þær koma til mín. Ég hef skrifað fjölbreyttar bækur, þó flestar fyrir börn og unglinga. Það er dásamlegt að sinna þessum aldurs- hópi því hann er fölskvalaus. Ef maður hittir ekki í mark fær maður að heyra það (sem er aldrei) en fullorðnu fólki þóknast að líka vel við hinn rithöfund- inn eða þennan. En samt, því fylgir meira frelsi að skrifa fyrir fullorðna, segir sig sjálft því þá er allt leyfilegt. Núna er ég t.d. að skrifa bók fyrir fullorðna og frelsið er fáránlega notalegt. En ég mun líklega aldrei hætta að skrifa fyrir hina ungu. Hefur þú tengt einhverja sögu sem þú hefur skrifað við þitt líf? Já, já ég er alltaf að skrifa um sjálfan mig, alveg samt hvort persónan er stelpa, strákur, hundur eða hæna. Ómeðvitað tekur maður eitthvað úr sínum reynslu- banka og smyr því saman við skáld- skapinn. Þess vegna reyni ég að lifa sem fjölbreyttustu lífi, og skrýtnu, því þá upplifi ég eitthvað sem ég get notað. Hefur þú orðið var við að börn og ung- lingar lesa minna í dag heldur en fyrir nokkrum árum? Þau lesa ekki minna af mínum bókum!! Jú, vissulega freistar tölvan og öll þessi fjand...... freisting í sjón- varp og annað. En... góð bók dregur lesandann alltaf til sín. En það þarf að halda bókum að börnum og ala þau upp - helst ofan á bókarkápu. Ef þau fá lestur með móðurmjólkinni verður eft- irleikurinn auðveldur. Lestur er ávísun á dásamlega framtíð. Þykir ekki fínt að skrifa fyrir börn og unglinga Hvernig er hægt að auka lestur barna og unglinga? Með því að styðja við bakið á barna- og unglingabókahöfundum. Það er EKKI gert nema á tyllidögum. Það þykir ekki fínt að skrifa fyrir börn og unglinga, því miður. En við gefumst aldrei upp. Langaði þig alltaf að verða rithöf- undur? Nei, mig langaði að verða bóndi með 33 kýr, hænur, 99 rollur, endur á vappi og neftóbak við höndina. Mig langaði að eiga tvo traktora og fjölda barna. En lífið tekur stundum af manni völdin. Aðrir vildu að ég yrði prestur. Hvar verslar þú föt og skó? Hvar versla ég föt og skó. Þessi spurning kemur flatt upp á mig. Ég versla oftast í H&M þegar ég er í út- löndum. Ódýrt, smart og endingargott. Og svo er ég hrifinn af Abercrombie og Hollister. Versla nánast aldrei föt á Íslandi. Er alltaf að leika mér á launum Hvað gerir þú í þínum frítíma? Minn frítími er að halda fyrirlestra og að skrifa. Það er mín ástríða. Þess vegna er ég aldrei í vinnunni. Sífellt að leika mér á launum. En... ég elska að fara í stuttar ferðir út á land í góðra vina hópi. Einhverra hluta vegna enda ég alltaf á Snæfellsnesi, líklega vegna þess að ég bjó þar í 10 ár sem piltungur. Hver eru þín helstu áhugamál ? Áhugamál? Mér þykir gaman í rækt- inni, mín hugleiðsla. Ég er áhugamaður um París og góðar bækur. Og svo er ég með söfnunaráráttu. Hún er þó að renna af mér. En ég á gamla tappa, fermingarservíettur og fleira. Þorgerður Anna Atladóttir, FG Frá nemendum á Fjölmiðlabraut Fg Frá nemendum á Fjölmiðlabraut Fg

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.