Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Side 15

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Side 15
23. nóvember 2012 15 bÆjarbÚinn uPPljÓstrar! Linda Gunnarsdóttir flugstjóri hjá Icelandair „Flugvélin Dornier 228 á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu“ Fullt nafn? Linda Gunnarsdóttir Foreldrar? Katrín Pálsdóttir og Gunnar Þorvalds- son Aldur? Er á besta hugsanlega aldri Hvaðan ertu ættuð? Blanda af borgarblóði og norðanblóði með vestfirsku ívafi Starf? Þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair Hvað fékk þig til að læra það? Ævintýra- og útþrá geri ég ráð fyrir Áhugamál önnur en flugið? Ferðalög innanlands og erlendis sem og góðar samverur með fjölskyldu og vinum Nafn maka? Gunnlaugur Rafn Björnsson Starf maka? Flugstjóri hjá Icelandair Börn? Birna Katrín 13 ára, Húni Páll 9 ára og Ólafía Bjarney 2 ára Hvernig flugvélum er skemmtilegast að fljúga? Ætli það séu ekki þær flugvélar sem maður flýgur hverju sinni. Dornier 228 á þó alltaf sérstakan stað í hjarta mínu en honum flaug ég í nokkur ár í innanlandsfluginu. Er gaman að fljúga Boeing 757, vélum eins og Icelandair notar? Já þetta eru kraftmiklar og duglegar vélar sem henta einstaklega vel í þau verkefni sem Icelandair sinnir. Ef þú ættir að velja þér annað starf í dag hvað yrði fyrir valinu? Ef að ég hefði ekki farið í flugið þá hefði ég viljað fá listræna hæfileika í vöggugjöf sem ég hefði getað fylgt eftir. Hefurðu lent í óvæntu atviki á flugi? Það er svo skemmtilegt við þetta starf að enginn dagur er eins og alltaf ein- hverjar áskoranir að takast á við. Verður þú vör við að fólk vilji frekar karlflugstjóra en kvenflugstjóra? Í lang flestum tilfellum fæ ég jákvæð viðbrögð við að vera kvenflugstjóri. Þetta hefur verið karlastarf í gegnum tíðina og því ekkert óeðlilegt að sumum finnist skrítið að sjá konur undir stýri. Afhverju eru sumir flughræddir? Ætli það komi ekki oft til af því að fólk upplifir sig í aðstöðu þar sem það hefur ekki áhrif á gang mála og þekkingu á aðstæðum og í einhverjum tilfellum þjáist fólk af innilokunarkennd Hvernig er heimilislífið þar sem bæði hjónin eru flugstjórar? Annasamt en krefjandi og kallar á gott skipulag og jákvætt hugarfar. Hvernig gengur að skipuleggja sam- verustundir og frí á slíku heimili? Það gengur misvel en með góðum vilja tekst okkur oft að bæta magn samveru- stunda upp með gæðum Hver eldar oftast á heimilinu? Það mun vera húsbóndinn á heimilinu sem er einstaklega góður og öflugur kokkur Hvernig bíl/bíla eigið þið? Breyttan ferðabíl til fjalla og jöklaferða og hefðbundin fjölskyldubíl sem sinnir öðrum þörfum fjölskyldunnar Í hvað hverfi búið þið? Akrahverfinu í Garðabæ en þar bjuggum við okkur heimili fyrir fjórum árum síðan og líkar vel Hvað gerir bæinn eftirsóknarverðan til búsetu? Garðabær er fjölskylduvænn bær þar sem stutt er í alla þjónustu og boðið er upp á fjölbreytt tómstunda- og íþrótta- starf ásamt góðum skólum Ertu tilfinninganæm? Það vona ég. Held allavega að ég kunni alveg að njóta góðu hlutanna sem lífið hefur upp á að bjóða Hvernig slakarðu best á? Í heitapottinum með manni og börnum í skemmtilegum umræðum um lífið og tilveruna Ertu ánægð með meirihlutann í Garðabæ? Garðabær virðist vera vel rekið bæj- arfélag þar sem vel er hugsað um hag íbúanna þótt að vissulega megi gera betur á ákveðnum sviðum til að gera góðan bæ betri Veistu hvaða ár Garðahreppur varð að Garðabæ? Ekki hugmynd. Á maður að vita það? ? (Rétt svar er 1978 (innsk. blaðamanns)) Ferðastu mikið og þá innanlands eða utan? Ég er eiginlega alltaf á einhverskonar ferðalagi og þá annaðhvort í vinnu eða frítíma. Á sumrin reynum við að ferð- ast sem mest innanlands í frítímanum en á veturna skreppum við gjarnan er- lendis Fallegasti staðurinn á Íslandi? Þetta er ótrúlega fallegt land sem við búum á og margir staðir sem koma upp í hugann. Verð samt að segja Lónsöræfin þar sem að það eru svo falleg litbrigði þar Fallegasti staðurinn í útlöndum? Það er víða svo fallegt en þar sem er sól, sjór og sandur þar líður mér vel. Afríka er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér en ég var svo heppinn að fá að ferðast um álfuna fyrir nokkrum árum og sá þar marga heillandi staði. Eftirminnilegur staður og hvers vegna? Grand Canyon og Péturskirkjan í Róm. Ég hreinlega missti andann af hrifningu þegar ég kom í fyrsta skipti á þessa staði. Áttu þér draumaland sem þú átt eftir að koma til? Mig langar mikið til að ferðast um Indonesíu, Kambodíu og Vietnam. Vonandi fæ ég tækifæri til þess í fram- tíðinni. Stærsti sigurinn? Tvímælalaust að eignast þrjú yndis- leg börn en það er jafnframt stærsta áskorunin Ertu hjátrúarfull? Nei en ég er mjög myrkfælin Trúir þú á líf eftir dauðann? Já ætli það ekki bara Hefurðu farið til spákonu og trúir þú á slíkt? Já það hef ég gert og fann nýlega spólu sem tekin var upp hjá spámiðli fyrir 20 árum síðan. Í stuttu máli þá hefur líf mitt farið í töluvert aðrar áttir en hún spáði fyrir um. Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra eiginmanninn? Ég mætti örugglega vera duglegri við það en pottaferð og góður matur (sem að ég leyfi honum að elda) skorar hátt Hvað er mikilvægast í lífinu? Að vera ánægður með það sem maður hefur og getur Áttu þér uppáhalds mat? Austurlensk matargerð er í miklu upp- áhaldi hjá mér Áttu þér uppáhalds drykk? Íslenskt vatn og gott rauðvín Hvað gerir þú þegar þú ert örg eða ekki í góðu skapi? Yoga er allra meina bót og ekki annað hægt en að vera í góðu skapi eftir góðan Yoga tíma Áttu þér lífsmottó? Ég rakst fyrir nokkrum árum á eftir- farandi áletrun í mosku í Marrakesh í Marokkó en þar var vitnað í heim- spekinginn Voltaire „I decided to be happy because it´s good for my health“. Þetta hljómar nokkuð skynsamlega er það ekki! Ég held líka að við mættum almennt vera duglegri að taka sjálf ábyrgð á eigin lífi og hamingju. Ef þú ættir að velja þér stað til búsetu utan Garðabæjar. Hvaða staður yrði fyrir valinu? Ég er uppalin á Seltjarnarnesi og þar er einstaklega gott að búa. Fjölskylduvænt samfélag þar sem stutt er í alla þjónustu þótt að blási örlítið á mann af og til Evrópusambandið, já eða nei? Ég hef trú á því að okkur farnist betur sem þjóð að viðhalda að fullu því sjálf- stæði sem við börðumst lengi fyrir að fá. Marokkóskur pottréttur að hætti Lindu Við báðum Lindu að gefa okkur uppskrift af mat eða rétti sem henni þykir góður. Hún tók því góðfús- lega og hér fylgir á eftir dýrindis réttur. Þetta er einfaldur og góður réttur sem vekur alltaf mikla lukku á mínu heimili og þá jafnt hjá börnum og fullorðnum. Gott að bera fram með góðu salati, brúnum hrísgrjónum og heilsubrauðinu hennar mömmu. Marokkoskur pottréttur 4 kjúklingabringur 1 dl mango Chutney 1 1/2 dl ferskur appelsínusafi 2 rauðlaukar 1 mango 1 tsk salt Nýmalaður pipar 1 lúka cashewhnetur 4 tsk dukkah með valhnetum og chilli brúnaður og kryddaður á pönnu ásamt lauknum. Appelsínusafanum blandað saman við mango chutney og hellt yfir kjúklinginn. Soðið í 20- 30 mín og hrært reglulega í. Mangóið afhýtt og skorið í litla teninga. Bætt út í pottinn ásamt hnetunum og látið hitna vel í gegn. Heilsubrauð mömmu 1 bolli heilhveiti 1 bolli spelt 1 bolli haframjöl ½ bolli kókosmjöl 1 bolli hörfræ 1 bolli sólblómafræ 2 tsk salt 3 tsk lyftiduft ¾ bolli niðurskornar döðlur 11/2 bolli AB mjólk 1-11/2 bolli volgt soðið vatn Öllu hrært saman og bætt við meira vatni ef þarf. Bakað við 200 gráður í 50 mín. við hjónin i frábæru veðri og enn skemmtilegri ferð á vatnajökli. ólafía, yngsta barnið, er með á myndinni. Kvennaáhöfn á leið í flughermi í Kaupmannahöfn. Linda er lengst til vinstri. börnin birna, Húni og ólafía á siglingu í vestmannaeyjum.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.