Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 8
8 23. nóvember 2012 Anna Guðný Eiríksdóttir skrifar: Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar vill meira samstarf við atvinnulífið Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hóf nýlega sitt fimmta starfsár. Mark-mið starfsins er að hjálpa fólki við að verða vinnufært eftir hafa verið at- vinnulaust eða þurft að hætta störfum vegna veikinda, slysa eða af öðrum ástæðum. Um þessar mundir (nóvember 2012) eru þátttakendur í starfsendurhæf- ingu hér á milli 60 og 70. Um er að ræða fjölbreyttan hóp fólks á aldrinum 20-60 ára, bæði karla og konur með ólíkan bak- grunn, reynslu og menntun. Ávinningur af vel heppnaðri starfsend- urhæfingu er margvíslegur og þjónar bæði hagsmunum þátttakenda, atvinnu- lífsins og samfélagsins alls. Þátttakendur lýsa bættum lífsgæðum og betri líðan, fleiri komast til vinnu á ný eftir veikindi og áföll og færri verða öryrkjar. Dýrmæt menntun, þjálfun, hæfni og reynsla fólks nýtist atvinnulífinu á nýjan leik og allir græða. Því fé sem varið er í starfsend- urhæfingu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna er því vel varið og skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Þeir sem komast í vinnu losna úr bótakerf- inu, greiða skatta af sínum vinnulaunum og meira verður til skiptanna til þess að styðja við þá sem á þurfa að halda. Árið 2010 fóru fyrstu þátttakendur okkar í starfsprófanir á vinnumarkaði. Smátt og smátt hefur sá þáttur fengið meira vægi í endurhæfingunni og er nú lokahnykkur endurhæfingar flestra þátt- takenda. Starfsprófun gegnir að minnsta kosti tvíþættum tilgangi. Annars vegar þeim að finna starfsvettvang sem hentar fólki sem þarf að skipta um vinnu heilsu sinnar vegna og hins vegar til þess að fólk fái tækifæri til þess að láta reyna á vinnugetu sína við raunverulegar að- stæður úti í vinnu. Um framkvæmd hennar hefur náðst mjög gott samstarf við ýmis fyrirtæki í bænum og nokkur þeirra hafa verið okkur samferða frá upp- hafi. Í starfsprófun er ekki um launaða vinnu að ræða, en þeir vinnustaðir sem taka þátt í verkefninu skaffa fólki tæki- færi til þess að reyna sig og fá í staðinn vinnuframlag viðkomandi einstaklinga. Vinnutími og tímalengd fer hverju sinni eftir aðstæðum á vinnustað og þörfum einstaklinganna sem um ræðir. Gagn- semin felst í því að einstaklingur sem búinn er að láta reyna á vinnugetu sína þekkir betur eigin styrkleika og tak- mörk, er öruggari um hvað hann hefur fram að færa og hvað hann ræður við og fer því ákveðnari í atvinnuleit á eftir. Nokkur dæmi eru síðan um að í kjölfar vel heppnaðrar starfsprófunar hafi fólk verið ráðið í vinnu á viðkomandi vinnu- stað. Þegar það gerist er það aukabónus því að starfsprófuninni fylgja engar slíkar skuldbindingar, hvorki fyrir atvinnurek- andann né einstaklinginn sjálfan. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar vinnur að því að auka tengsl við vinnu- markaðinn og þróa frekara samstarf við fyrirtæki og hefur fengið til þess stuðn- ing frá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Tilgangurinn er að fjölga tækifærum til starfsprófunar og gera þau fjölbreyttari til þess að mæta ólíkum þörfum einstak- linga og aðstæðum fyrirtækja. Þátttaka í svona verkefni er ein leið fyrir fyrirtæki til þess að axla samfélagslega ábyrgð og skapa fleirum tækifæri á vinnumarkaði og getur auk þess í sumum tilfellum gefið þeim færi á að krækja sér í góða framtíðarstarfsmenn. Um leið og við þökkum hafnfirskum fyrirtækjum sam- starfið hingað til munum við halda áfram að leita eftir og bjóða til áframhaldandi samstarfs. Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar í síma 527-0050. Nánari upplýsingar, myndir o. fl. á www.hafnarfjordur.is Fylgstu með mannlífi og dagskrá Jólaþorpsins á Facebook helgina 24.– 25. nóvember Nú er risið, í tíunda sinn, lítið, hlýlegt jólaþorp í hjarta Hafnarfjarðar, með fagurlega skreyttum jólahúsum þar sem kaupmenn hafa á boðstólum fallegt handverk, jólalegt góðgæti og annan girnilegan jólavarning. Við þökkum bæjarbúum og öðrum gestum viðtökurnar og hlökkum til að sjá þig í Jólaþorpinu. Opið allar helgar kl. 13 – 18 Opið á Þorláksmessu kl. 13 – 22 HAFNARBORG Sunnudagur 25. nóvember kl. 15 – Listamannsspjall með Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur Þórunn Elísabet Sveins­ dóttir tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um sýninguna Lauslega farið með staðreyndir - sumt neglt og annað saumað fast. Opið alla daga kl. 12–17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Ókeypis aðgangur. GAFlARAleikHúsið Síðustu sýningar á Ævintýrum Múnkhásens hjá Gaflaraleikhúsinu verða sunnudaginn 25. nóvember kl 14.00 og kl 17.00. DveRGuR – OPið Hús 24. NóvemBeR Opið hús hjá listafólki í Dvergi laugardaginn 24. nóvember frá 13­18 Bjóðum gestum að þiggja veitingar á þriðju hæðinni. Gengið inn á horni Suðurgötu og Lækjargötu. laugardagurinn 24. nóvember 14.00 Leikfélag Hafnarfjarðar leikur atriði úr Jólasveinavísum eftir Jóhannes úr Kötlum 14.30 Sýningarhópur Listdansskóla Hafnarfjarðar sýnir verkið Jólaknús 15.00 Ævintýrið um Augastein, ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð? 15.30 Margrét Arnardóttir leikur á jólalög á harmonikku 16.15 Barnakór Ástjarnarkirkju syngur 16.30 Kór Ástjarnarkirkju syngur ljósin tendruð á jólatrénu Tréð er gjöf frá vinabæ okkar í Danmörku, Frederiksbergi 16.45 Lúðrasveit Hafnarfjarðar Karlakórinn Þrestir syngur jólalög og hitar upp fyrir tendrun jólaljósanna Danski ræðismaðurinn á Íslandi, Ernst Hemmingsen, afhendir Hafnfirðingum jólatréð fyrir hönd Fredriksbergs, vinabæjar Hafnarfjarðar Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, flytur ávarp Grýla, synir hennar og jólakötturinn telja niður og tendra á jólatrénu ásamt gestum Jólaþorpsins 17.00 ljósin tendruð Karlakórinn Þrestir syngur 17.20 úti-jólaball Skemmtilegt úti­jólaball í lok tendrunar. Dönsum í kringum jólatréð með Grýlu og jólasveinum sunnudagurinn 25. nóvember 14.00 Kvennakór Hafnarfjarðar syngur 14.15 Hljómsveitin Blágresi spilar lög af diski sínum, Hvað ef himininn brotnar. 15.00 úti-jólaball með ungfrú Mjallhvíti og hressum jólasveinum 16.15 Stefán H. Henrýsson píanóleikari leikur ljúfa jólatóna ÁlFAGARðuRiNN Jólaálfamarkaður allar helgar til jóla, opið frá kl. 13­18. Álfalist­ og handverk, álfabækur, álfate og heitt súkkulaði. Kyrrð og ljúfleiki í nærveru náttúruveranna. 24. NóvemBeR Opnun sýningar á myndum úr nýrri bók Álfheimar Hellisgerðis. Jólaþorpið opnar! Ljósin tendruðá jólatrénu aðsend grein

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.