Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 18

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 18
18 23. nóvember 2012 Aron Kristjánsson- nýráðinn landsliðsþjálfari: Aukaæfingin skapar meistarann Til hamingju með sigurinn á FH um daginn. Þakka þér fyrir það Þið virtust koma vel stemmdir til leiks á móti FH, var ekkert erfitt að halda spennustiginu niðri fyrir stórleik sem þennan? Nei, það er alltaf þannig fyrir þessa leiki Haukar-FH myndast hærra spennustig heldur en fyrir venjulega leiki, við reyndum að stýra því þannig að það væri rétt spennustig þannig að menn náðu að framkvæma hlutina af krafti og vel og stilla menn af til þess að þeir mæti klárir til að gera sitt besta. Hvernig þá? Þetta er bara slípun og hvernig þú meðhöndlar leikmennina í vikunni fyrir leikinn. Hvernig þú talar við þá á æfingum, fyrir og eftir. Hvernig maður lætur leikmennina æfa, hvernig maður talar við leikmennina inní klefa fyrir leik og það er raunverulega ýmislegt sem spilar inní þarna Spennustigið hefur geinilega verið rétt stillt, tölurnar sýna það? Já allavega ég tel að við náðum að hitta alveg nokkuð vel á. Sýna tölurnar úr þessum leik ekki hversu sterkir þið raunverulega eruð og hversu yfirburða gott handboltalið þið eruð miðað við FH og bara öll þau lið sem þið hafið spilað við hingað til ? Nei veistu, mér finnst FH-liðið vera virkilega vel mannað og mjög gott lið og maður skoðar bara leikmann fyrir leikmann hjá FH og Haukum þá eru þetta nokkuð áþekk lið í dag. Eftir að FH fékk þessa tvo leikmenn til liðsins, Ásbjörn og Loga þá hefur það styrkt liðið til muna þannig að ég til þessi lið ekki langt frá hvort öðru hópslega séð. Við erum svo sem með ágætis breidd og þeir sem hafa verið að koma inná hafa staðið sig vel. Einar Ólafur kom inn í markið og átti stórleik, er hann ekki bara einn af að- almarkvörðum liðsins eftir þetta? Hann kemur inná og þetta er auð- vitað draumaleikur fyrir hann, hann er að spila sinn fyrsta alvöru leik í meistaraflokki í deildinni og er það heldur betur stórleikur, hann kemur snemma inná í leiknum og stendur sig frábærlega en þó maður nái þessu einu sinni er ekki þar með sagt að maður sé orðinn frábær markmaður. Stefán Rafn skoraði 10 mörk í síðasta leik gegn FH, hann hefur farið mjög vel af stað á þessu tímabili og fylgt eftir góðu gengi frá því á síðasta tímabili og jafnvel tekið stærra skref uppá við, er hann ekki framtíðarstjarna í lands- liðinu? Stefán er búinn að þroskast mikið sem leikmaður, orðinn miklu fókuser- aðari í allri sinni vinnu, hvernig hann mætir fyrir æfingar og fyrir leiki og hvernig hann hugsar um sig og það er skila sér inná vellinum. Þetta er eitt því þroskastigi sem menn verða að taka til þess að fara frá því að vera efnilegur yfir í að vera góður, það fer eftir því hvernig heildarmyndin er, hvernig þú hugsar fyrir æfingar, hvernig þú leggur þig fram á æfingum og leikjum o.s.frv og nærð alltaf upp réttu hugarfari. Hann hefur auðvitað verið að standa sig vel og var valinn í landsliðið um daginn og átti það alveg fyllilega skilið. Hann sýndi það líka um helgina að hann er einn af okkar efnilegri hornamönnum. Eru markmið Hauka ekki þau sömu og vanalega, vinna allt sem hægt er að vinna? Okkar markmið eru bara að vinna næsta leik og ef maður gerir það þá endar þetta vel, við ætlum okkur að vera með í þessari toppbaráttu og þetta snýst svolítið um hjá okkur að vera með fókus á næsta leik og halda fókus út tímabilið. Í fyrra náðum við kannski árangri sem var yfir okkar væntingar og allra í kringum liðið og það var hreinlega eins og blaðran Okkar markmið eru bara að vinna næsta leik og ef maður gerir það þá endar þetta vel, við ætlum okkur að vera með í þessari toppbaráttu og þetta snýst svolítið um hjá okkur að vera með fókus á næsta leik og halda fókus út tímabilið.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.