Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 12
12 23. nóvember 2012 Friðrik Dór með nýja plötu: Byrjaði að syngja af alvöru í Versló segir Friðrik Dór í spjalli við Söndru Thelmu og Ragnheiði nema í FG Við stöllur ákváðum að taka Hafnfirðinginn og söngvar-ann Friðrik Dór í spjall en hann var að gefa út nýja plötu fyrir skömmu. Við ræddum við hann um plötuna, sönginn og hvað sé helst á döfinni hjá honum. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að syngja? Ég fór ekkert að syngja af viti fyrr en ég byrjaði í menntaskóla. Þá tók ég þátt í tveimur söngleikjum í Versló. Hvað finnst þér um að bróðir þinn sé kominn með samning hjá LA? Það er náttúrulega bara frábært. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og fæddur skemmtikraftur. Hann á þetta innilega skilið og ég vona bara að þetta gangi allt saman upp hjá honum. Ertu að gera eitthvað annað í lífinu en að semja tónlist, í skóla eða vinnu? Ég er í viðskiptafræði í HÍ. Var að byrja þar eftir að hafa tekið mér tveggja ára frí frá skóla. Hvað heitir nýja platan þín? Hún ber heitið Vélrænn. Hvenær kom hún út? Hún kom út þann 23. október sem er afmælisdagur pabba míns. Verða einhverjir útgáfutónleikar og hvar þá? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búinn að ákveða neitt varðandi útgáfu- tónleika. En vonandi næ ég að halda ein- hverja flotta tónleika á næstunni. Hvað heitir uppáhalds lagið þitt á plöt- unni? Mitt uppáhaldslag er lagið „Út að heimsenda“. Mér finnst lagið mjög gott og textinn líka, þó ég segi sjálfur frá. :) Hefur þú notað tónlistina þína í góðverk? Já ég hef spilað mjög mikið á alls kyns góðgerðatónleikum og tekið þátt í ýmsum góðgerðatengdum verkefnum. Hvað er næst á döfinni hjá þér? Það er bara að kynna nýju plötuna mína og að reyna að standa mig í skól- anum. Spennandi tímar framundan. Við mælum eindregið með því að allir næli sér í nýju plötuna, „Vélrænn“, sem er góður jólapakki! Höfundar: Sandra Thelma og Ragnheiður fjölmiðlafræðinemar í FG Frá nemendum á Fjölmiðlabraut Fg VLFA fer í dómsmál gegn verðtryggingu: „Verðtryggingin er að ganga af íslenskum heimilum dauðum” Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort verð- trygging hér á landi standist lög. Upp- haflega lét VLFA gera lögfræðilegt álit á því hvort verðtrygging hér á landi stæðist íslensk lög og var niðurstaða þess álits sú að verulegur vafi léki á slíku. Formaður félagsins. Vilhjálmur Birgisson var inntur eftir nánari skýr- ingum á málavöxtum. Hvers vegna ákvað félagið að leggja af stað í þessa vegferð? „Þegar að ljóst var að íslensk stjórn- völd ætla ekkert að gera vegna þess miskunnarlausa forsendubrests sem varð á verðtryggðum lánum íslenskra heimila í kjölfar hrunsins þá ákvað félagið að láta gera lögfræðilegt álit á því álitaefni. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að nokkrir lögmenn hafa verið að fjalla um að hugsanlega sé verðtryggingin ólögleg. Niðurstaðan í því lögfræðiáliti sem félagið fékk var að töluverðar líkur væru á því að verð- tryggingin hér á landi væri hugsan- lega ólögleg og á þeirri forsendu meðal annars ákvað félagið að láta á málið reyna fyrir dómstólum.” „Grundvallaratriðið er hins vegar það að verðtryggingin er að ganga af íslenskum heimilum dauðum en hún hefur farið eins og skýstrókur um og sogað allan eignahluta frá heimilunum yfir til fjármálakerfisins, erlendra vogunarsjóða og þeirra sem eiga fjár- magnið í þessu landi. En verðtryggðar skuldir heimilanna hafa hækkað um yfir 420 milljarða frá hruni og eigna- bruninn hjá íslenskum heimilum nemur yfir 340 milljörðum króna. Það er þessu grímulausa óréttlæti sem fé- lagið vill reyna að berjast af alefli gegn “ segir Vilhjálmur ASÍ og fleiri landssamtök vildu ekki styrkja málareksturinn Málarekstur sem þessi kostar talsvert mikið hefur félagið bolmagn til að leggja í slíkan kostnað? „Það er rétt að það komi fram í upp- hafi að það kostar umtalsverða fjár- muni að fara í svona málarekstur og á þeirri forsendu sendi félagið meðal annars styrkbeiðni til ASÍ og annarra landssambanda sem félagið er aðili að eins og til dæmis Sjómannasam- bandsins, Samiðnar og Starfsgreina- sambandsins. Það er skemmst frá því að segja að allir þessir aðilar höfnuðu því að styrkja málið en félagið fór fram á 300 þúsund króna styrk frá hverjum og einum. “ „Hins vegar hafa nokkur stéttarfélög haft samband við félagið og eru tilbúin til að styrkja málareksturinn og það eru félög eins og Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verka- lýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur og mér er kunnugt um að hugsanlega séu 2-3 önnur stéttarfélög að íhuga slíkt hið sama.” Byggja á því að verðtrygging sé afleiðusamningur Hvernig verður framvindan, hefur málið verið þingfest? „Við erum búin að finna mál sem við ætlum að láta reyna á en það er mikilvægt að það komi fram að Hags- munasamtök heimilanna eru einnig farin af stað með svona mál og hefur það mál verið þingfest en þau ætla að láta reyna á annan þátt heldur en VLFA er að gera en það lýtur að neyt- endalögunum frá 1994. Verkalýðsfélag Akraness ætlar hins vegar að láta reyna á lög um verðbréfaviðskipti frá 1. nóv- ember 2007, svokallaðar MiFid reglur en í þeim reglum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að selja einstaklingum flókna fjármálagjörninga, svokallaðar afleiður og á þeirri forsendu þurfum við að sýna fram á að verðtryggingin sé flókin fjármálagjörningur eða svokölluð afleiða.” „Enda er það okkar mat að verð- tryggingin sé ekkert annað því það er í raun og veru ekki nokkur möguleiki fyrir einn einasta Íslending að átta sig á því hver verðbólgan verður hér á landi á næstu árum enda er hún afar flókin í allri sinni mynd. Við reiknum fastlega með að við munum þingfesta málið fyrir jól en vinna við málið er í fullum gangi núna en það er hæstaréttarlög- maðurinn Björn Þorri Viktorsson sem mun fara með málið fyrir hönd félags- ins en það er rétt að geta þess að Björn Þorri var einn af þeim fyrstu til að benda á að gengistryggðu lánin væru ólögleg og hann var einnig fyrstur til að vinna slíkt mál fyrir Hæstarétti.” Óskað verður eftir flýtimeðferð „Það liggur nú þegar fyrir að óskað verður eftir flýtimeðferð hjá dóm- stólum vegna þessa máls enda eru miklir almannahagsmunir í húfi hvað þetta varðar. Einnig er mjög mikil- vægt að dómstólar skeri fljótt og vel úr um það hvort að verðtryggingin standist lög eður ei í ljósi þeirra stað- reynda að margir aðilar sem hafa tjáð sig opinberlega draga það verulega í efa að verðtrygging á neytendalánum standist lög” segir Vilhjálmur að lokum vilhjálmur birgisson, formaður vLFA. björn Þorri viktorsson, hæstaréttarlögmaður.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.