Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 4
4 23. nóvember 2012 Ekki efast ég um annað en þeir tveir þingmenn sem búsettir eru í Hafnar-firði og sitja á Alþingi, Lúðvík Geirsson og Þorgerður Katrín Gunnars-dótttir, reyni hvað þau geta að láta gott af sér leiða í verkum sínum í afar erfiðu árferði og þröngri stöðu. Menn deila að sjálfsögðu um leiðir til að koma þjóðaskútunni á réttan kjöl og út úr brimgarðinum. Og sitt sýnist hverjum hvernig til hefur tekist. Ljóst er að staðan er víða alvarleg ekki síst innan heilbrigðisgeirans og þar hafa menn farið í sárar niðurskurðaraðgerðir svo vart verður lengra gengið. Samfara þessu fáum við fréttir um að byggja skuli nýtt háskólasjúkrahús sem þegar allt er talið verður um 200.000 fermetrar að stærð. Í norskri skýrslu sem ég las fyrir nokkru kom fram að 300.000 manna samlag kallar á u.þ.b. 80.000 fermetra spítalahúsnæðis, þökk sé aukinni tækni við aðgerðir og umönnun. Núverandi húsnæðisrými Landspítalans er ríflega 80.000 fermetrar. Ég, sem skattborgari, spyr mig því hvers vegna menn ræði yfirleitt um að byggja spítala á þessum tímum og ennfremur af þessari stærðargráðu þ.e. um tvisvar sinnum stærra húsnæði en Norðmenn telja duga. Reyndar inn í þessari tölu, 220.000, fermetrunum er sjúkrahótel. Ég spyr einnig því það eru til sjúkrahús sem standa auð. Árið 1926 byggðu harðduglegar Jósefssystur upp St. Jósefsspítala og sinntu þar sjúkum allt þar til orka þeirra þraut og aldur sagði til sín og þær fluttu af landi brott. Í kjölfarið tók ríkið við rekstrinum og þróaði þar fullkomna og sérhæfða læknisþjónustu. Þann 30. nóvember í fyrra var síðasta vaktin staðin á St. Jósefs- spítala eftir að núverandi ríkisstjórn ákvað að honum skyldi lokað. Húsið hefur ekkert hlutverk í dag og enn vitum við ekkert. Því þykir mér gott að heyra að þingmenn okkar eins og Lúðvík Geirsson skuli hafa hreyft við málinu eftir því sem hann getur, því ekki virðist koma mikið frá þessari nefnd sem skipuð var um framtíð þessa um margt glæsilega húsnæðis. Þá er Vífilsstaðaspítali að losna uppúr áramótum og mun eftir það standa auður. En nú berast váleg tíðindi. Þó alþingismenn hafi hlutverk og skyldur við allt kjör- dæmið hafa þeir oft yfirburði þegar málefni heimahaganna ber á góma. Í fyrsta skipti í áratugi getur sú staða komið upp við næstu þingkosningar, að enginn alþingismaður komi úr Hafnarfirði. Málefnin eru mörg, heilt sjúkrahús er að byrja grotna niður, St. Jósepsspitali sem skipaði stórt hlutverk í bænum, stendur autt. Við eigum vissulega von um að hafnfirskir þingmenn nái inn á þing, það á eftir að koma í ljós .Við eigum vissulega von um starfsemi komist á ný í St. Jósefsspít- ala, við eigum vissulega von um framtíðarlausn náist um Reykjanesbrautina. En öllum svona málum þarf að hreyfa og ýta við. Spurningin er því hvort sú staða sé komin upp að vonin ein sé eftir. Öðru vísi mér áður brá. Góða helgi Sigurður Þ. Ragnarsson Þegar vonin ein er eftir Leiðari GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð. Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Speedmaster 52. Vélin ræður við allt að 400gr pappír með vatnslakki sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu má stytta vinnslutímann á vörunni verulega þar sem prentgripurinn getur farið beint í frágang og skurð að prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar þessar lakktegundir skapa fallega áferð á prentgripinn. Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á stafrænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar). Með þessum fullkomnu tækjum getum við unnið þau verk sem okkur berast hratt og örugglega og þannig hjálpað viðskiptavinum að standa við skuldbindingar sínar. UMHVERFISMÁL GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun árið 2008, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka upp Svaninn. Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á umhverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp- fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við pappírsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað og góður árangur hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki gerir Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm. Þess vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir. GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi stutt margs konar menningarstarf- semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir, myndlistarsköpun og aðrar listir. Við viljum leggja okkar af mörkum til að menning nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Krafan um að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara hefur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá 21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo- kölluðu grænu innkaupum er eitt einfaldasta skrefi ð að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því umhverfi smerkt allar vörur sínar. Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts við allar óskir viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða ráðgjöf. TÆ KN IN Umhverfisvænn valkostur Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir Persónuleg þjónusta – alla leið Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan Tækjabúnaður af bestu gerð VIÐ STYÐJUM MENNINGU OG MANNLÍF ÞJÓNUSTAN Áratuga reynsla af Svaninum segir allt ! GuðjónÓ fékk fyrst íslenskra prentsmiðja Svansvottun árið 2000 www.gudjono.is • sími 511 1234GRÆNN APRÍL! GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð. Þar má til að myn a nefna nýja Heidelberg Speedmaster 52. Vélin ræðu við allt að 400gr pappír með vatnslakki sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu á stytta vinnslutímann á vörunni v rulega þar sem prentgripuri n getur f rið beint í frágang og skurð að prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar þessar lakkt undir skapa fallega áferð á prentgripinn. Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á st frænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar). Með þessum fullkomnu tækj m getum við unnið þau verk sem okkur berast hratt o örugglega og þannig hjálpað viðskiptavinum að standa við kuldbindingar sínar. UMHVERFISMÁL GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun árið 2008, en ströng s ilyrði eru sett fyrir því að fá að taka u p Svaninn. Stærstu hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á u hverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp- fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við pappírsframlei sluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað og gó ur ár ngu hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki geri Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm. Þess v gn ætt GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir. GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi stutt margs konar menningarstarf- semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir, myndlistarsköpun og aðrar listir. Við viljum leggja okkar af mörkum til að menning nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Krafan um að fyrirtæki, stofnani og sveitarfélög taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara h fur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá 21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo- kölluðu grænu innk upum er eitt einfaldasta skrefi ð að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því umhverfi smerkt allar vörur sínar. Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts við allar óskir viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða ráðgjöf. TÆ KN IN Umhverfisvænn valkostur Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir Persónuleg þjónusta – alla leið Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan Tækj búnað r af bestu gerð VIÐ STYÐJUM MENNINGU OG MANNLÍF ÞJÓNUSTAN Áratuga reynsla af Sva inum segir al GuðjónÓ fékk fyrst í lenskra prentsmiðja Svansvottun árið 2000 www.gudj no.is • sími 511 GRÆNN APRÍL! GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð. Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Spe dmaster 52. Vélin ræður við allt að 40 gr pap ír með vatnslak i sem skilar prentörkin i þurri úr prentvélin i. Með þes u má stytta vin slutíman á vörun i verulega þar sem p entgripurin getur farið beint í frágang og skurð að prentun loki i. Lak ið á prentvélin i er vistvænt og er fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar þes r l k tegundir skapa fallega áferð á prentgripin . Í raun má segja að stór hluti prentvin slu hjá GuðjónÓ sé stafræn . Aðsend hön uð gögn eru send beint á stafrænan plötuskrifara (s m býr til prentplöturnar). Með þes um fullkomnu tækjum getum við un ið þau verk sem ok ur berast hratt og örug le a og þan ig hjálp viðskipta inum að stan a við skuldbindingar sínar. GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu Svaninum. Prentsmiðjan fék Svanin fyrst árið 20 2 og endurnýjun árið 20 8, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka up Svanin . Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjun ar er á umhverfi smerktum pap ír eða á pap ír sem viðurken dur er af umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pap ír þarf að up - fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu endur ýtt og ein ig er þes krafi st að öll þau efni sem notuð eru við pap írsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturun i. Með ákveðnum aðgerðum í prentsmiðjun i hefur nýtingarhlutfall á pap ír hæk að og góður árangur hefur náðst í að min ka afskurð á pap ír. Að auki gerir Svanurin kröfu um að öll fl ok un pap írs sé mjög nákvæm. Þes vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir. GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi stutt margs konar men ingarstarf- semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir, myndlistarsköpun og aðrar listir. Við viljum leg ja ok ar af mörkum til að men ing nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Krafan um að fyrirtæki, tofnanir og sveitarfélög taki up ábyrga stefnu við in kaup og notkun vara hefur v xið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá 21, sem mörg sveitarfélög haf skrifað undir, er ætlast til að in kaup taki m ð af umhverfi nu. Í þes um svo- kölluðu grænu in kaupum er eitt einfaldasta skrefi ð að nota u hverfi merktar vörur, ek i síst pap ír og pre tgögn. Pre tsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því umhverfi smerkt allar vörur sínar. Hjá GuðjónÓ leg jum við mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts við allar óskir viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum þes að hvert verkefni hafi ein ábyrgðarman sem fylgist með öllum þáttum verksins og geti up lýst um gang mála á öllum stigum framleiðslun ar. Þeir starfsmen sem sjá um samskipti við viðskipta vini hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða ráðgjöf. TÆ KN IN U hverfisv nn v lkostur P entgripir frá GuðjónÓ eru u hverfis erktir Persónuleg þjónusta – al a leið Eina u hverfisvot aða prents iðjan T kj búnaður af bestu gerð VIÐ STYÐJU ENNINGU OG ANNLÍF r tuga reynsla af Sva inu segi l t ! uðjónÓ fékk fyrst íslenskra prents iðja Svansvot un árið 2000 ww.gudjono.is • sími 1234 Í ! HAFNARFJÖRÐUR / ÁLFTANES / VOGAR 23. TBL. 2. ÁRGANGUR 2012 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@ fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf. is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 14.000 eintök. dreifing: Pósthúsið. Veffang: hafnarfjordurblad.is. Fríblaðinu er dreiFt í 14.000 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / ÁlFtanesi / Vogum Lúðvík Geirsson alþingismaður og bæjarfulltrúi: „St. Jósepsspítali gæti vel hentað fyrir hvíldarinnlagnir“ Í síðasta tölublaði HAFNAR-FJARÐAR ræddum við ítarlega við Lúðvík Geirsson alþingismann og bæjarfulltrúa. Í því viðtali var farið yfir víðan völl, þ.á.m. uppvaxtarár Lúðvíks og landsmálin en náðum lítið að ræða málefni sem varða Hafnarfjarðarbæ beint. Þar sem Lúðvík er einnig í bæj- arstjórn þá liggur beinast við að ræða við hann um framtíðarhugmyndir um St. Jósefsspítala, en nú er nákvæmlega ár síðan síðsta vaktin var staðin á þeim bænum . Húsið ásamt Kató, gegnt spítalanum, hefur staðið autt síðan og blöskrar mörgum hvernig komið er fyrir þeirri sögulegu starfsemi sem var innan veggja St. Jósefsspítala. „Ég hef verið að ýta á eftir þessu máli og ég hef talað fyrir því að í St. Jósefsspítala verði heilbrigðistengd þjónusta. Það er skortur á plássum fyrir hvíldarinnlagnir og þjónustu fyrir fólk sem þarf umönnun aðra en einhverja dýra aðgerðarþjónustu. Þarna er hús- næði sem hentar undir slíka starfsemi. Þetta hentar síður sem hreint og klárt hjúkrunarheimili því í dag eru gerðar allt aðrar kröfur í þeim efnum varðandi aðstöðu og aðbúnað“ segir Lúðvík og bætir við: Brýn þörf fyrir lausnir „Það er hins vegar brýn þörf fyrir til- fallandi úrlausnir meðan beðið er eftir langtímalausnum og það er sá þungi sem hvílir mjög á fjölskyldum og aðstand- endum og einstaklingum á þessu stóra svæði. Það er alltaf verið að halda fólki í biðstöðu og á biðlistum eftir einhverri lausn Kannski kemur lausnin ekki fyrr en alltof seint auk þess sem fólk hefur ekki þá umönnun og þá þjónustu sem það virkilega þarf á að halda á öllum þessum biðtíma og þetta þekkir fólk“. Hann bendir á að því miður sjái menn þörfina vera að aukast þar sem sumir sjúkdómar séu að verða algengari eins og heilabilunarsjúkdómar og raunar fleiri sjúkdómar þar sem fólk þarf að vera undir góðri umsjón og þjónustu. „Starfsemin gæti hentað vel undir þessa þætti og ég veit að það eru auk þess aðrir aðilar sem tengjast heilbrigð- ismálum sem hafa auga á húsnæðinu og sjá þar ýmis tækifæri . Ég vona að við munum sjá sem fyrst niðurstöðu í þessu máli. Auðvitað er vandinn sá að hús- næði er eitt og rekstur annað og menn eru núna loksins að sjá í nýjum fjár- lögum viðbótarframlög inní þjónustu. Þetta er eitt af þeim brýnu verkefnum sem blasir við, að koma starfsemi þarna af stað aftur á þessum grunni“. Gæti hentað Flensborgar- skólanum Hefur verið skoðað hvort þetta hús- næði geti nýst menntastofnun eins og Flensborg? „Af því að þú nefnir þetta get ég sagt það hér að ein af þeim hugmyndum sem hafa komið upp var hvort að það væri hægt að nýta húsnæðið sem hluta af frekari útvíkkun á starfsemi Flens- borgarskólans og mér fannst það um margt áhugaverð hugmynd. Þá er verið að horfa til listtengds náms og þátta á öðrum sviðum en hinum bók- legu þáttum. Það er hin hugmyndin sem mér finnst áhugaverð og það á að skoða hana líka ef að menn telja að það geti gengið frekar. En þær hugmyndir sem menn eru mest að horfa til varðar heilbrigðisstarfsemi í húsinu eins og ég nefndi áðan“. Nú heyri ég reglulega fólk spyrja hvað eigi að verða um Drafnarsvæðið, þ.e. þar sem slippurinn er, fólk hefur á því ýmsar skoðanir og sumum finnst þetta viss lýtir á bænum og þessu annars myndarlega smábátasvæði í bænum. Húsin og dráttarbrautin ,sem virðist lítið sem ekkert notuð ,hamlar því að hægt sé að ganga meðfram sjónum eins og búið er að hanna annars staðar með ströndinni. Hvernig sérðu framtíð þessa svæðis? „Það voru vissulega vonbrigði á sínum tíma þegar ráðist var í það mikla umhverfisverkefni að leggja göngustíg frá Langeyri og suður undir smábátahöfnina að geta ekki klárað þessa tengingu þar sem slippurinn og smábátahöfnin er. Ástæðan er að þetta land er í einkaeign og það náðist ekki samkomulag við eignaraðila að leggja stígin í gegnum þetta svæði“ segir Lúðvík. Hann segir ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um uppbyggingu á þessu svæði. „Þá stöndum við ennfremur frammi fyrir því að lega Strandgötunnar á þessu svæði er algjörlega óviðunandi, ekki síst fyrir íbúana sem þarna búa. Varðandi göngustígatengingar, fram- tíðarstækkun og uppbyggingu á smá- bátahöfninni, sem mun verða í áttina að innbænum, þá er þetta einfaldlega land sem bærinn þarf að eignast. Það verður aldrei friður um framtíðaruppbyggingu á þessu svæði eins og bæjarstjórn vill sjá það nema bærinn hafi fullt forræði yfir þessu svæði“ segir Lúðvík Geirsson að lokum. Lúðvík Geirsson alþingismaður og bæjarfulltrúi hefur talað fyrir því að koma starfsemi í húsið á ný og að það verði helst einhverskonar heilbrigðistengd starfsemi.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.