Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 23.11.2012, Blaðsíða 6
23. nóvember 2012 Útideild leikskólans Víðivalla í Kaldárseli tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna: Hraunið og hellarnir heilla mest Leikskólinn Víðivellir hlaut á dögunum tilnefningu til Ný-sköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Tilnefnt var fyrir verkefnið ,,Útideild við Víðivelli.’’ Síðan í ágúst síðastliðnum hefur verið starfrækt útideild við leikskólann í Kaldárseli og 30 – 35 börn fara þangað daglega í rútu. Blaðamaður Hafnar- fjarðar kynnti sér starfsemina í Kald- árseli betur og fyrir svörum var Eva Ásgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri. Fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggði og rak Leikskólinn Víðivellir var opnaður í febrúar 1977 og var hann fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggði og rak. Fjórar deildir voru í skólanum og þar af ein sérdeild fyrir börn með fatlanir. Sú deild þjónaði öllu Reykjanesinu. Árið 1993 var sér- deildin lögð niður og áhersla var lögð á blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna. Að sögn Evu hefur leikskólinn starfað sem skóli án aðgreiningar frá árinu 1992 og unnið hefur verið með börn með sérþarfir og fatlanir á ýmsum sviðum. Starfsfólk skólans hefur því víðtæka þekkingu og reynslu. Einnig hefur hreyfingu verið gert hátt undir höfði en rúmgóður hreyfisalur er í skólanum sem búinn er góðu safni af hreyfiáhöldum og ýmsum þjálfunar- tækjum. Frá árinu 2006 hafa Víðivellir verið forystuskóli í hreyfingu og hollum lífs- háttum og hefur verið unnið eftir þeirri hugmyndafræði að efla gildi hreyfingar og holls mataræðis í daglegu lífi nem- enda og starfsfólks leikskólans. Vinna þurfti hratt Veturinn 2002 var leikskólinn stækk- aður um eina deild og gæsluvallarhús á samliggjandi lóð var tekið í notkun sem fimmta deild skólans og lóð skólans stækkaði einnig sem svaraði þeirri lóð. Í ágúst síðastliðnum var svo útideildin í Kaldárseli tekin í notkun og með til- komu hennar eru nú 156 börn skráð í nám við skólann á aldrinum 10 mánaða til 6 ára. Deildirnar eru sex og 53 starfs- menn í 50 stöðugildum. Að sögn Evu sóttu stjórnendur leik- skólans árið 2010 til fræðsluráðs að fá að opna útideild við Hvaleyrarvatn. Hugmyndin var að nýta húsnæði við vatnið sem var í eigu bæjarins og var hugsunin að geta bætt við um það bil 12 leikskólaplássum og vera með útinám með elstu börnum leikskólans. Þetta gekk ekki eftir en hugmyndin var komin inn á borð hjá fræðsluráði. Þegar það var orðið mjög aðkallandi að bæta við leikskólaplássum hjá Hafnarfjarðarbæ var komið á tal við stjórnendur skólans um að leysa hluta af þeim vanda með því að leigja þetta fína húsnæði sem Kald- ársel er og bæta við skólann 30 plássum. Þróunarvinna fór strax af stað í maí þegar ákvörðunin lá fyrir. Vinna þurfti hratt þar sem tíminn var naumur. Eva segir að fyrstu dagarnir og vikurnar í Kaldárseli hafi ekki gengið hnökralaust fyrir sig enda verkefnið viðamikið og að mörgu að hyggja. Börn, starfsfólk og foreldrar þurftu tíma til aðlögunar við að læra inn á nýju deildina og nýja verkferla sem fylgja nýrri starfsstöð. Hlutirnir eru nú, rúmum tveimur mánuðum eftir opnun að smella saman og góð heildarmynd er að koma á starfið í Kaldárseli. Drullumall, varðeldur og popp Börnin sem fara í Kaldársel eru þar í eina viku í senn. Tveir hópar skiptast á að fara. Aðra vikuna fara elstu börnin en hina vikuna fá næst elstu börnin að njóta þess. Þegar þau eru ekki í Kaldár- seli eiga þau sér sinn samastað á sinni deild, ganga að sínu dóti, fatahólfi og sæti vísu eins og áður. Börnin mæta í leikskólann sinn að morgni, eru í ró- legum leik til klukkan 8:30 en halda þá út í rútu sem keyrir þau í sveitina. Þegar líða tekur á daginn koma börnin til baka á Víðivelli, eða klukkan 15:45. Þá fara þau í rólegan leik þar til þau eru sótt. Í Kaldárseli er fullbúið eld- hús og hægt er að bjóða upp á sama mat og á Víðivöllum. Börnin byrja á því við komuna að fá heitan graut eða annan morgunmat, í hádeginu er heitur matur og svo er boðið upp á síðdeg- ishressingu. Heimabakað brauð er á boðstólum alla daga og börnin taka jafnvel þátt í að útbúa eitthvað annað heimabakað. Dagskipulag útideildarinnar er ekki í eins föstum skorðum og börnin eiga að venjast og er sjálfsákvörðunarréttur barnanna hafður í forgrunni. Þó er lauslegur rammi sem hafður er til hlið- sjónar til að vinna út frá. Mismunandi áhersla er á milli daga. Lagt er mikið upp úr frjálsa leiknum á mánudögum meðan unnið er að ýmsum sérverk- efnum í smærri hópum á þriðjudögum og fimmtudögum. Á miðvikudögum er útival þar sem kennararnir setja upp fjölbreyttar stöðvar utandyra með ýmsum verkefnum, allt frá því að tálga, fara í leiki eða jafnvel drullum- alla. Á föstudögum er svo oftar en ekki poppað úti við opinn eld eða grillað brauð á teini. Þá er sungið við varðeld og notaleg stemning skapast þar. En alla daga eru einkunnarorð deildar- innar höfð að leiðarljósi en þau eru: Gleði – Hugrekki – Uppgötvun. Ævintýrin lifna við Útiveran er í hávegi höfð og er mikið gert að því að fara í gönguferðir um nánasta umhverfi deildarinnar. Gnægð er af áhugaverðum og skemmtilegum stöðum að fara á að sögn Evu. ,,Í upp- hafi áttum við von á því að nærliggjandi skógur væri það svæði sem mest heill- aði börnin en þó það sé gaman að fara þangað létu börnin það fljótlega í ljós að hraunið og hellarnir sem þar leyn- ast væru meira spennandi,‘‘ segir Eva. Kennararnir breyttu því stefnunni meira í þá áttina og nú er búið að skoða óheyrilega mikið af hellum, sprungum og gjótum í nágrenninu. ,,Börnin hafa fræðst um tilkomu hrauns, lífríki þess, dropasteina og hvað það hefur upp á að bjóða. Í hrauninu fæðast einnig margir leikir og ævintýri lifna við fyrir tilstillan sköpunarkrafts barnanna.‘‘ Útideild við Víðivelli er tilrauna- verkefni til eins árs og því hefur ekki verið mótuð langtímamarkmið fyrir deildina eða starfið þar. ,,En það er svo sannarlega von okkar að framhald verði á því. Þá væri spennandi að leggj- ast í þá vinnu að skapa framtíðarsýn fyrir þetta óhefðbundna starf við þær einstöku aðstæður sem staðurinn hefur upp á að bjóða fyrir leikskólabörn í Hafnarfirði,‘‘ segir Eva að lokum. Linda Hrönn Þórisdóttir 6 Jóhanna Sveinbjörg B. Traustadóttir, talsmaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar skrifar: Leitin að leiðarljósi foreldrasamstarfs í Hafnarfirði -lýðræðisleg aðkoma foreldra að grunnskólum í Hafnarfirði Gott foreldrasamstarf er öllum til góða. Skýr stefna foreldrasam-starfs er líka til góða. Í haust fór Foreldraráð Hafnarfjarðar af stað með námskeið í þremur hlutum, um stefnumörkun varðandi foreldrasamstarf í bænum sem stýrt var af Helgu Mar- gréti Guðmundsdóttur. Námskeiðið var ætlað fulltrúum foreldra í skólaráðum, foreldrum í stjórnum foreldrafélaga í Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Set- bergsskóla, Lækjarskóla, Öldutúnsskóla, Hvaleyraskóla, Víðistaðaskóla og Barna- skóla Hjallastefnunnar sem og fulltrúum í Foreldraráði Hafnarfjarðar. Á undanförnum vikum hafa þessir foreldrar unnið að því að svara ýmsum spurningum um skólann sinn með aðstoð skólastjórnenda. Til að námskeið sem þetta skili góðum árangri, er mikilvægt að boðunarleiðir séu skýrar. Allir for- menn voru boðaðir á fyrsta námskeiðs- hlutann þar sem farið var yfir markmið námskeiðsins og mikilvægi þess að allir mæti. Á öðrum hluta námskeiðsins mættu flestallir úr stjórnum foreldrafé- laganna, foreldrar í skólaráði og Foreldra- ráði. Formenn foreldrafélaganna fóru yfir leiðarljós sinna grunnskóla, kynntu kosti og sérstöðu skólanna fyrir öllum á námskeiðinu. Áhugaverðar umræður fóru af stað og fannst mörgum fræðandi að fá kynningu á foreldrastarfi í öðrum skólum. Foreldrum var skipt í hópa og fóru umræður af stað um málefni eins og hvað er gert vel í skólamálum, hvað má bæta og hvaða málefni gætu foreldrafé- lögin sameinast um að setja í forgang. Niðurstöðum úr hópavinnu fóru af stað, niðurstöður þeirrar hópavinnu kynntar og síðan unnið úr þeim. Í síðasta hluta námskeiðsins fór Helga Margrét yfir mikilvægi góðs foreldrasamstarfs, hvað ávannst með nýju grunnskólalögunum frá árinu 2008 og hvert hlutverk for- eldrafélaga og skólaráða væri í dag. Mjög mikilvægt er að foreldrar þekki grunn- skólalögin og reglugerðina um ábyrgð og skyldur aðila í grunnskólum þar sem hlutverk allra í skólasamfélaginu er útli- stað. Einnig var fjallað um alllmörg atriði úr Aðalnámskrá grunnskóla s.s. lýðræði. Niðurstöður úr seinni spurningalist- anum voru kynntar og leitin að sameig- inlegum forgangsmálum foreldra hófst. Allmargar hugmyndir komu fram í dags- ljósið og á Foreldraráð eftir að vinna betur úr þeim áður en endanleg niðurstaða fæst. Eftir námskeiðið verða spurninga- listarnir settir saman og búnir til gátlistar úr þeim. Hugmyndin er sú að þegar ný stjórn foreldrafélags og fulltrúar foreldra í skólaráðum koma saman að hausti, fara þau yfir gátlistann sér til upplýsingar fyrir komandi foreldrasamstarf. Frábær mæting, brennandi áhugi og líflegar umræður einkenndi námskeiðið og er von okkar í Foreldraráði Hafnar- fjarðar að foreldrar í stjórnum foreldrafé- laganna og fulltrúar foreldra í skólaráðum séu betur upplýstir um hlutverk sín, hafi myndað ný foreldratengsl og finni enn betur fyrir því baklandi sem foreldra í Hafnarfirði eru. Með skýra sameiginlega sýn á málefnum sem öll foreldrafélög eru að vinna að, verður eftirleikurinn vonandi leikur einn. Kirkjugarðurinn: Ljós á leiði Fyrir jólin á síðasta ári átti ég erindi í kirkjugarðinn í Hafnar-firði, erindið var að leigja 3 ljósaperur til að setja á leiði. Er ég kom á staðinn sá ég fjölda fólks í biðröð utanvið skúr eða öllu heldur gám sem hafði verið settur þar niður til að þjóna því hlutverki að leigja út ljósaperur á leiði ástvina. Nístings kuldi var þennan eftir- miðdag fyrir síðustu jól, blástur og vægt frost. Biðröðin úti á hjarninu/ snjónum mjakaðist hægt áfram, ca. 2 klst. var ég í röðinni þar til ég komst að afgreiðsluborðinu sem var inni í skúrnum þá var þá orðinn mjög kaldur, gat vart haldið á þessum 3 perum. Ekki var í boði afsláttur vegna biðtíma en afgreiðsluna fékk ég að lokum. Biðin úti á hjarninu hafði eftirköst, ég hafði ofkælst og fékk kvefkvilla sem mér gekk illa að losna við þrátt fyrir dýr lyf úr apóteki. Væntanlega á ég erindi vegna kom- andi jóla og þá til að leigja mér perur á leiði, sem ég lít svo á að sé virðingar- vottur við hinn látna en ekki síður fyrir þá sem eftir lifa og vilja koma að upplýstu leiði ástvinar á jólum. Fyrirkomulagið á þessu hefur verið svipað ár frá ári. En ég trúi ekki öðru en á þessum bæ verði gerð bragarbót á þessu fyrirkomulagi. Þannig mætti t.d. hafa númerakerfi og menn setið við í ylheitum bílnum eða gámi þar sem fólk getur setið og beðið í hita yfir frostmarki. Ég vil trúa því að aðstæður verði í það minnsta ekki þær sömu fyrir viðskiptavini og undanfarin ár þ.e. að að híma utandyra langtímum saman í biðröð í hvaða veðri sem er, með afleitum eftirköstum. Þetta þarf alls ekki að vera þessi ómynd á þessu. Jóhann Jóhannesson. Lesendabréf aðsend grein

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.