Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  28. tölublað  102. árgangur  HLUTVERK STRYMPU AÐEINS AÐ VERA KONA HAFDÍS FIMMFALDUR MEISTARI NORDIC ATTIC TÓNLISTARHÓPUR REYKJAVÍKUR 2014 ÍÞRÓTTIR LANGHLAUP 26KVIKMYNDIR 10  Gangi áætlanir eftir verður Aðal- björg II RE-236 og fiskverkun Að- albjargar s.f. í Reykjavík seld til Þórsbergs ehf. á Tálknafirði í vik- unni. Útgerðarfélagið Aðalbjörg var stofnað 1932 og er eitt það elsta í Reykjavík en eigendur þess segja veiðigjöldin hafa verið rothögg fyrir fyrirtækið. „Ytri aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að reka þetta áfram,“ segir Stefán Einarsson, skipstjóri og einn eigenda Aðalbjargar s.f., um söluna. Hann segir alla útgerð nú færast yfir á nokkrar hendur. »4 Veiðigjöldin fóru með reksturinn Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stór- sigur og Vestmannaeyjalistinn geld- ur afhroð í sveitarstjórnarkosning- unum í Vestmannaeyjum, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 15. til 23. janúar. Sjálfstæðisflokkurinn fær 62,2% fylgi í könnuninni og bætir við sig tveimur bæjarfulltrúum, fengi sex af sjö bæjarfulltrúum í stað fjögurra fulltrúa sem hann hefur nú. Vest- mannaeyjalistinn fær 19,5% fylgi og einn mann kjörinn í stað þriggja núna. Aðrir flokkar sem komast á blað án þess að fá mann kjörinn eru Pír- atar og Framsóknarflokkurinn með 6,5% fylgi hvor og Björt framtíð með 4,3% fylgi. Tveir þeir síðastnefndu hyggjast nú ganga til liðs við fram- boð Vestmannaeyjalistans. gudmundur@mbl.is »12-13 Sjálfstæðisflokkur með 62,2% fylgi Fylgi flokka í bæjarstjórn Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014. 62,2% 4,3% 6,5% 19,5% 6,5% 1,1% Sjálfstæðisflokkurinn 62,2% Vestmannaeyjalistinn 19,5% Framsóknarflokkurinn 6,5% Píratar 6,5% Björt framtíð 4,3% Aðrir 1,1%  Könnun á fylgi flokka í Eyjum  Vestmannaeyjalisti missir tvo fulltrúa Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við ætlum að leita á ákveðnu svæði með þyrlu Landhelgisgæslunnar strax í birtingu,“ sagði Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs LHG, í gærkvöld. Leitar- svæðið verður skilgreint með tilliti til reks vegna strauma og vinds í gær og í nótt. „Að öðru leyti teljum við að svæðið hafi verið að mestu leyti fín- kembt,“ sagði Ásgrímur. Umfangsmikil en árangurslaus leit var gerð á Faxaflóa í gær eftir að neyðarkall frá sökkvandi báti heyrð- ist kl. 14.54. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir – Bát- urinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana,“ hljómaði kallið. Ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við bátinn báru ekki árang- ur. Strax hófst leit á sjó, úr lofti og á landi. Laust fyrir kl. 22.00 var ákveðið að fresta frekari leit. Engan bát vantaði í gær sam- kvæmt sjálfvirku tilkynningarskyld- unni, enginn neyðarsendir fór í gang og ekki var tilkynnt um neyðarblys, að sögn Ásgríms. Morgunblaðið/Kristinn Leit á Faxaflóa Hinni umfangsmiklu leit á sjó, úr lofti og á landi var stjórnað úr Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Þyrla til leitar á Faxaflóa í birtingu  Umfangsmikil leit eftir neyðarkall frá sökkvandi báti Leit á Faxaflóa Loftmyndir ehf. Leitarsvæðið nær frá Reykjanestá að vestasta hluta Snæfellsness Áhersla hefur verið lögð á að leita innarlega í Faxaflóa Leitarsvæði finnsku þyrlnanna Neyðarkallið heyrðist í báti við Akranes Leitarsvæði TF-GNÁ og TF-LÍF Leitarsvæði skipa/báta Suðurn. Hfj. Rvk. Akran. 2 þyrlur LHG Við leit: 2 finnskar björgunarþyrlur 5 björgunarskip 10 hrað- björgunarbátar 190 björgunarsveitarmenn samtals. Gönguhópar á landi við útkikk og eftirgrennslan. Viðbúnaðarstig: RAUTT (sem þýðir að viðbúnaður verður mikill mjög fljótlega) Neyðarkallið barst á rás 16 kl. 14.54 í gær Lögreglan kannaði í höfnum hvort báta væri saknað Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég skil ekki hvað Norðmenn eru að fara,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Haf- rannsóknastofnunar, um hugmyndir Noregs um mak- rílkvóta. Hann sagði að ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES) vegna makrílveiða á árinu 2014 hljóð- aði upp á 890 þús- und tonn. Þorsteinn kvaðst ekki hafa aðrar upplýsingar um kröfur Norðmanna en þær sem komið hefðu fram í fjölmiðlum um að þeir vildu taka 1,3 milljónir tonna úr makrílstofninum og deila því á milli strandríkjanna og til Rússa. Með hlut Grænlands gæti þetta þýtt heildarveiði upp á 1,4-1,5 milljónir tonna. „Ráðgjöfin er byggð á bestu upp- lýsingum sem vísindasamfélagið hefur. Það að Norðmenn leggi til ein 1.300.000 tonn finnst mér verulega undarlegt, án þess að hafa þó nokkr- ar forsendur til að meta það sem þeir eru að gera, því ég hef ekki séð það,“ sagði Þorsteinn. Staðan verður metin Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku samninganefndarinnar í makrílviðræðum Íslands, Færeyja, Noregs og ESB, kvaðst ekki vita hvors einhvers nýs væri að vænta í þessari viku. Formaður viðræðn- anna ætlar að hringja í fulltrúa samningsaðila og kanna stöðu mála. Í framhaldi af því verður metið hvort ástæða þyki til að kalla til fundar. Síðar í vikunni munu þessar þjóðir hittast í London til viðræðna um veiðar á síld og kolmunna. Makríll er ekki á dagskránni, nema það verði sérstaklega ákveðið. gudni@mbl.is Undarleg makríl- krafa  Norðmenn vilja auka makrílveiðar Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Félag framhaldsskólakennara hefur lagt til við trúnaðarmenn og for- menn kennarafélaga í framhalds- skólunum að efna til samstöðufunda klukkan 11 í dag. Mælst hefur ver- ið til þess að fundirnir standi í mesta lagi í klukkutíma en viðbúið er að ein- hver röskun verði á skóla- starfi. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir tilefni fundarboðsins þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum við ríkið en ekkert hafi þokast í átt að efnislegri umræðu um kjör fram- haldsskólakennara og umbætur í rekstri skólanna. Hún segir víðtæka sátt meðal kennara um að ganga ekki að tilboðinu sem stjórnvöld hafa lagt fram. Mikil reiði í skólunum „Það er mikil reiði í skólunum og langlundargeð kennara er al- gjörlega þrotið. Við höfum dregist aftur úr í langan tíma, bilið hefur sí- fellt breikkað. Og það hefur verið gengið mjög harkalega að skól- unum, niðurskurður verið mikill og hann byrjaði löngu fyrir 2008,“ seg- ir hún. Hún segir skólana berjast í bökkum og sumir þeirra séu hættu- lega nálægt gjaldþroti. Viðræðum framhaldsskólakenn- ara og ríkisins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og hefur næsti samningafundur verið boðaður á miðvikudag. Kjarasamningar runnu út á föstudag og segir Aðalheiður brýnt að fá botn í það hvort ríkið ætli sér í efnislegar og alvarlegar viðræður. „Það segir sig sjálft að við getum ekki setið yfir þessu mjög lengi og þar af leiðandi erum við að hamast við það núna að fá skýrar línur í þetta,“ segir hún. Boða til samstöðu- funda  Viðbúið að röskun verði á skólastarfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.