Morgunblaðið - 03.02.2014, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.2014, Page 4
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Unnið er að sölu Aðalbjargar II RE-236 og fiskverkunar Aðalbjarg- ar s.f. í Reykjavík til Þórsbergs ehf. á Tálknafirði. Aðalbjörg RE 5, sem er í eigu Aðalbjargar RE-5 ehf. hef- ur ekki verið seld. „Ytri aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að reka þetta áfram,“ sagði Stefán Einarsson, skipstjóri og einn eigenda Aðalbjargar s.f., um söluna. „Þetta er eitt af elstu útgerðarfélög- um í Reykjavík, það var stofnað 1932. Nú er öll útgerð að fara á nokkrar hendur. Þetta gerist þegar svona lítil fyrirtæki fá rothögg í veiðigjöldum. Að þetta litla fyrirtæki skuli hafa þurft að borga tæpar 17 milljónir í veiðigjöld af þessum bát- um í fyrra! Þetta var slátrun á fyrir- tækinu og það er verið að stúta ein- staklingum í útgerð.“ Bolfiskur af bátunum hefur verið unninn í saltfiskverkun Aðalbjargar s.f. í Reykjavík. Eins hefur verkunin keypt á markaði. Þar hafa unnið tólf manns sem nú missa vinnuna. Á Að- albjörgu II var fimm manna áhöfn. Báðir bátarnir hafa landað flat- fiski í Sandgerði og hann verið unn- inn í Keflavík. Þeir hafa þeir einnig landað afla til sölu á markaði. Afi og faðir Stefáns, þeir Sigurður Morgunblaðið/Kristinn Aðalbjörg II Báturinn og kvótinn fara til Tálknafjarðar og fiskverkunarhúsið við Fiskiskóð verður selt. Hraðbjörg- unarbáturinn Þórður S. Kristjánsson siglir framhjá til leitar á Faxaflóa um miðjan dag í gær. Aðalbjörg II RE 236 og fiskverkunin seld  Veiðigjöldin voru rothöggið, segir einn eigendanna Þorsteinsson og Einar Sigurðsson, lögðu grunninn að fyrirtækinu árið 1932 þegar þeir keyptu 12 tonna bát, Víking RE-4. Þremur árum síðar eignuðust þeir 22 tonna bát, Aðal- björgu RE-5 og hefur félagið síðan gert út báta með því nafni. Óveðursnótt þann 24. október 1944 strandaði kanadíski tundur- spillirinn Skeena við Viðey. Einar á Aðalbjörgu stjórnaði björgunarleið- angrinum og tókst að bjarga 197 sjó- liðum úr flakinu. Aldrei hefur fleiri einstaklingum verið bjargað í einni björgunaraðgerð hér við land. Einar var heiðraður af Georgi 6. Bretakon- ungi fyrir þetta afrek og hlaut MBE- orðuna. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Sumarið 2014erkomið Kynntu þér ferðamöguleika sumarsins! Allt að 15.000 kr. bókunar afsláttur til 10. fe b. 2014 . E N N E M M / S IA • N M 60 82 1 BÆKLINGURINN er kominn út Bændasamtökin vilja að Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri verði gerður að sjálfseignarstofnun, en þannig telja samtökin að sjálfstæði skólans verði best tryggt. „Við vilj- um kanna hvort að það sé fýsilegt að gera það og koma þessari hugmynd inn í umræðuna,“ seg- ir Sindri Sigur- geirsson, formað- ur Bændasam- takanna. Hann bætir við að samtökin vilji koma að rekstri skólans en að ekkert hafi þó verið ákveðið í þeim efnum, enda sé málið á forræði menntamálaráðherra, en samtökin leggja til að jarðir og aðrar eignir skólans sem ekki eru nú nýtt- ar verði seldar. „Þannig er hægt að greiða niður þennan uppsafnaða halla og efla reksturinn, enda hefur skólinn stækkað alveg gríðarlega undanfarin ár. Við höfum ítrekað rætt við menntamálaráðuneytið um að fara í ýmsar aðgerðir til þess að bæta reksturinn en það hefur ekki náð í gegn og þess vegna viljum við að þetta verði skoðað,“ segir Sindri. Hann segir að það sé skýr stefna Bændasamtakanna, sem hafi verið mörkuð á búnaðarþingi í fyrra, að sjálfstæði skólans skuli tryggt og því verði að skoða þennan möguleika. Andvíg sameiningu við HÍ „Okkur finnst sameining við Há- skóla Íslands ekki vera fýsileg vegna þess að við teljum mikilvægt að vernda sjálfstæði skólans þar sem hann er staðsettur í dag. Það er þekkt við svona sameiningar, þegar frá líður og menn þurfa að taka ákvarðanir í rekstri, að líklegra verður að starfsemin á Hvanneyri muni fjara mikið út,“ segir Sindri. Sjálfseignarstofnanir eru stofn- aðar til þess að vinna að framgangi sérgreinds markmiðs. Stofnunin á sig þá sjálf en sérstök stjórn er feng- in til að gæta hagsmuna hennar. Taka þarf á rekstrinum Morgunblaðið/Þorkell Skóli Sindri segir að nemendum hafi fjölgað mjög í skólanum.  Bændasamtökin vilja gera Landbúnaðarháskólann að sjálfseignarstofnun  Boltinn hjá menntamálaráðherra Sindri Sigurgeirsson Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Okkar bíður stórt verkefni sem ég hlakka virkilega til að takast á við með þessum samstillta hóp,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, nýkjörinn oddviti sjálfstæðismanna í Hafnar- firði, sem hlaut fyrsta sætið í próf- kjöri þar á laugardaginn. „Ég finn skýrt fyrir því meðal bæjarbúa að það sé kominn tími til breytinga við stjórnun bæjarins.“ Hvaða verkefni mynduð þið ráð- ast fyrst í ef þið yrðuð í meirihluta í bæjarstjórn? „Brýnasta verkefnið er að koma fjármálum bæjarins í betra horf. Undanfarna mánuði höfum við lagt fram ýmsar tillögur að því hvernig við getum minnkað skuld- irnar og aukið tekjur bæjarins. Við viljum nýta betur þau tækifæri sem eru til staðar í þessum efnum.“ Hver eru þau? „Við lítum fyrst og fremst til þess að gera átak í því að fá ný fyrirtæki til bæjarins og efla þau sem þegar eru til staðar.“ Komumst langt á samstöðunni Rósa fékk 597 atkvæði í 1. sæti listans. Í öðru sæti hafnaði Kristinn Andersen sem einnig sóttist eftir 1. sæti. Tveir frambjóðendur í viðbót sóttust eftir 1. sætinu. Rósa segist þakklát fyrir það traust sem sér hafi verið sýnt með þessum úrslitum. „Ég hef starfað fyrir bæinn af al- úð og áhuga og gefið allt mitt í þetta verkefni. Mér þykir vænt um að það hafi skilað sér.“ Spurð hvort bar- áttan fyrir prófkjörið hafi verið hörð segir hún svo vissulega hafa verið. „En þetta var bæði drengileg og heiðarleg barátta og það er sam- staða í hópnum. Við komumst langt á slíkri samstöðu,“ segir Rósa. Að undanförnu hefur nokkur um- ræða verið um hlut kvenna á fram- boðslistum, ekki síst eftir niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem karlar voru í þremur efstu sætum listans. Úrslit prófkjörsins í Hafnarfirði voru á nokkuð annan veg. Þar eru konur í fjórum af sex efstu sætum listans og Rósa segist stolt af því. „Ég er fyrsta konan sem er oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði og er ánægð með gengi kvenna og hvernig sjálfstæðismenn í Hafnarfirði stilltu upp listanum í gær.“ Var lögð áhersla á hlut kvenna í prófkjörsbaráttunni? „Ekki með beinum hætti, en umræðan í sam- félaginu hefur hugsanlega haft áhrif. Sumir flokkar eru með kynjakvóta eða fléttulista, en sjálfstæðismenn í Hafnarfirði völdu listann með þess- um hætti.“ Hlakkar til verkefnisins  Rósa er fyrsta konan sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Í bæjarstjórn í átta ár » Rósa var virk í ungliðahreyf- ingu Sjálfstæðisflokksins, SUS, á mennta- og háskóla- árum sínum. » Hún var fyrst kjörin í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar árið 2006. » Rósa var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi 2007-2013. » Hún er fyrsta konan sem er í oddvitasæti á lista sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði. Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Sa m t. í 1. sæ ti Sa m t. í 1.- 2. sæ ti Sa m t. í 1.- 3. sæ ti Sa m t. í 1.- 4. sæ ti Sa m t. í 1.- 5. sæ ti Sa m t. í 1.- 6. sæ ti 1. Rósa Guðbjartsdóttir 597 725 804 875 924 971 2. Kristinn Andersen 425 603 726 826 915 1.007 3. Unnur Lára Bryde 15 309 467 612 778 894 4. Ingi Tómasson 21 275 444 566 706 875 5. Helga Ingólfsdóttir 98 218 375 512 648 801 6. Kristín Thoroddsen 14 126 290 448 622 810 „Ég er að vinna í að kaupa þetta, en kaupin eru ekki frágengin,“ sagði Guðjón Indriðason, fram- kvæmdastjóri Þórsbergs ehf. um kaupin á Aðalbjörgu II og fisk- vinnslu Aðalbjargar s.f.. Hann kvaðst vona að gengið yrði frá kaupunum í þessari viku. Guðjón sagði að pappírsvinnan væri mjög tímafrek. Guðjón kvaðst stefna að því að selja fiskverkunarhús Aðalbjargar s.f. við Fiskislóð í Reykjavík. Ætl- unin er að nýta einhver tæki og búnað úr húsinu hjá Þórsbergi á Tálknafirði. Hann sagði allt óráðið með áframhaldandi útgerð bátsins Aðalbjargar II RE-236. „Ég er aðallega að hugsa um kvótann af bátnum. Það er hann sem ég þarf,“ sagði Guðjón. Aðal- björg II fékk úthlutað aflamark fyr- ir yfirstandandi fiskveiðiár 2013/ 2014 sem nam 337 þorskígildis- tonnum. Þar af er rúmlega 175 tonna þorskkvóti, 41 tonns ýsu- kvóti, 80 tonna skarkolakvóti, 14 tonn af sandkola, 13 tonn af þykk- valúru auk minni kvóta í fleiri teg- undum. Þórsberg ehf. gerir út fiskiskip- in Kóp BA og Storm BA frá Tálkna- firði og er auk þess með fisk- vinnslu. Það er eina fiskvinnslan sem eftir er á Tálknafirði og er mikilvæg í atvinnulífi staðarins. Þarf að fá kvótann af bátnum ÞÓRSBERG EHF. REKUR EINU FISKVINNSLUNA Á TÁLKNAFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.