Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar útnefndi nýlega Nordic Affect Tónlistarhóp Reykjavíkur 2014 og hópurinn er tilnefndur til Íslensku tónlist- arverðlaunanna sem tónlistarflytj- andi ársins í flokknum sígild og samtímatónlist. Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari hefur verið listrænn stjórnandi Nordic Affect frá upphafi en hóp- inn stofnaði hún þegar hún kom heim úr námi árið 2005. Meðlimir Nordic Affect eru ásamt Höllu Steinunni þær Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Georgia Browne þverflautuleikari, Hanna Loftsdóttir sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. Hóp- urinn hefur komið fram víða um lönd og gefið út geisladiska, hlotið margs konar viðurkenningu og fengið frábærar viðtökur í erlend- um tónlistarblöðum. „Markmið okkar er að miðla tón- list 17. og 18. aldar auk þess að flytja samtímatónlist og við spilum á svokölluð upprunaleg hljóðfæri, eða barokkhljóðfæri. Allir meðlimir eru með háskólagráðu í því fagi en þar sem við hófum starf okkar völdum við að leggja einnig ríka áherslu á að nýjar tónbókmenntir yrðu skapaðar fyrir hljóðfæri okkar þannig að í dag spilum við allt frá danstónlist 17. aldar til hinnar spennandi raftónlistar okkar tíma“ segir Halla Steinunn. „Starfið er mjög fjölþætt og meðal þess sem við gerum er að velta fyrir okkur tónleikaforminu. Við brjótum tón- leika okkar upp með fræðslu. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sum verk sem við spilum frá 17. og 18. öld eru lítt kunn og það gerir tónleikaupplifunina skemmtilegri ef greint er frá bakgrunni verk- anna, sagt er frá því í hvaða sam- hengi þau eru samin og hvaðan þau spretta. Það er í raun ótrúlega gaman að kynna sér stefnur og strauma á til dæmis barokktím- anum, upplifa hvernig dyntir valda- manna gátu haft áhrif á tónsköpun eða hvernig hinir mismunandi tón- listarstílar bárust á milli landa við mismikla hrifningu fólks, stundum fór allt í bál og brand yfir nýrri tónlist, menn rifust og ritdeilur fóru fram á síðum blaðanna.“ Nordic Affect hefur spilað inn á nokkra geisladiska sem hafa vakið mikla athygli. „Fyrsti diskurinn sem kom út var Apocrypha með samnefndu verki Huga Guðmunds- sonar. Diskurinn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut Kraumsverðlaunin á sínum tíma,“ segir Halla Steinunn. „Við spilum á Hymnodia Sacra, geisla- disk Kammerskórsins Carmina með lögum úr gömlu íslensku hand- riti. Við hljóðrituðum síðan, þökk sé styrk frá Kraumi tónlistarsjóði, verk eftir átjándu aldar tónskáldið Carl Friedrich Abel en diskurinn kom út á vegum hollenska útgáfu- fyrirtækisins Brilliant Classics og hefur fengið afskaplega góða dóma í erlendum tónlistartímaritum á borð við BBC Music Magazine og Classical Music. Fyrir síðustu jól kom út diskur með verkum Huga Guðmunds- sonar, sem við höfum átt í mjög góðu samstarfi við í gegnum árin, sem heitir Djúpsins ró og þar er að finna bæði kammerverk og kórverk eftir Huga og diskurinn er til- nefndur til Íslensku tónlistarverð- launanna. Nú erum við að leggja lokahönd á disk með verkum eftir íslensk kventónskáld. Georg Magn- ússon tekur hann upp en hann hljóðritaði einnig Abel-diskinn. Við vorum svo heppin að fá styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að panta verk hjá Þuríði Jónsdóttur og ganga í upptökur. Í byrjun átti þetta að vera smáskífa en svo ákváðum við að bæta við verkum og hafa hann í fullri lengd og mun hann innihalda tónsmíðar eftir Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Þuríði Jóns- dóttur, Hafdísi Bjarnadóttur og Önnu Þorvaldsdóttur. Diskurinn kemur út síðar á árinu.“ Stefnumót við Hallgrím Halla Steinunn segir margt spennandi framundan hjá Nordic Affect. „Við vorum að spila á Myrk- um músíkdögum og frumfluttum þar verk eftir Hildi Guðnadóttur og nú kemur fljótlega að vetr- artónleikaröðinni okkar í Reykja- vík sem við höfum haldið úti frá árinu 2007 en yfirskrift hennar í ár er Nordic Affect +1. Á öllum þeim tónleikum sem við höldum innan tónleikaraðarinnar 2014 erum við í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Á fyrstu tónleikunum spilar Ella Vala Ármannsdóttir náttúruhorn- leikari með okkur nokkur af fyrstu kammerverkunum sem skrifuð voru fyrir horn. Hróðmar Ingi Sig- urbjörnsson verður líka með okkur á tónleikum. Við ætlum að snúa við vinnslu barrokktónskáldanna sem umrituðu oft hljóðfæraverk fyrir hljómborð þannig að Hróðmar Ingi mun umrita orgelverk eftir Bach og Buxtehude fyrir hópinn. Einnig erum við svo heppin að hann ætlar að semja fyrir okkur verk sem verður frumflutt á sömu tónleikum. Meðal þess sem er framundan í haust er að við ætlum að eiga stefnumót við Hallgrím Pétursson á tónleikum og munum spila bæði íslensk verk og verk frá meginland- inu því Hallgrímur kom víða við. Við tvinnum sem sagt líf hans sam- an við tónlist frá hans tíma og erum að leggjast í mikið grúsk í sam- bandi við það. Annað á döfinni er að við munum spila á hinum ýmsu hátíðum, mun- um til dæmis koma fram á Listahá- tíð í Reykjavík og síðan á Sum- artónleikum í Skálholti.“ Stórskemmtilegt ferðalag Nordic Affect hefur vakið mikla athygli erlendis og boðum rignir yf- ir hópinn. „Líkt og ég nefndi höfum við lagt ríka áherslu á að skrifuð séu fyrir okkur verk. Þetta vekur eftirtekt, ekki bara hér á landi heldur einnig erlendis,“ segir Halla Steinunn. „Okkur virðist vera að takast að skapa okkur nafn á er- lendri grundu sem er gleðilegt því við viljum að þessi tónlist fari sem víðast. Við förum til Álandseyja í Langhlaup, ekki sprett- hlaup  Nordic Attic tónlistarhópurinn hefur vakið mikla athygli erlendis Halla Steinunn. „Okkur virðist vera að takast að skapa okkur nafn á erlendri grundu sem er gleðilegt því við viljum að þessi tónlist fari sem víðast.“ HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.