Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
er ódýrara!
15%
AFSLÁTT
UR
Gildir fyrir allar pakkningastærðir
og styrkleika af Nicotinell Fruit
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gríðarlegu magni af grjóti er ekið burtu af Lýs-
isreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt
upplýsingum frá verktaka er um hátt í 40 þús-
und rúmmetra að ræða. Efninu er ekið langa
leið, eða ýmist upp í Bolöldu fyrir ofan Sand-
skeið eða í landfyllingu á Kársnesi í Kópavogi.
Allt að átta flutningabílar hafa verið notaðir í
þennan akstur. Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu kvörtuðu íbúar í nágrenni Lýs-
isreitsins undan hávaða frá sprengingum. Í kjöl-
farið var dregið úr þeim með því að fara ekki
eins djúpt niður með sprengjuhleðslurnar. Að
sögn verktakans tefur þetta verkið um mánuð,
en annars hefði sprengingum lokið í lok febrúar
og jarðvinnu í lok mars.
Grjót af Lýsisreit í Kársnes og Bolöldu
Morgunblaðið/Kristinn
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
,,Fjárfestingarkostum á markaði fer fjölgandi,“
segir Gunnar Baldvinsson, formaður Landssam-
taka lífeyrissjóða. „Bæði höfum við séð fjölgun
skráðra félaga á hlutabréfamarkaði en til viðbótar
lítur út fyrir aukið framboð markaðsskuldabréfa.
Vegna þessa er líklegt að vægi ríkisskuldabréfa í
eignasöfnum lífeyrissjóða minnki,“ segir Gunnar.
Þetta er mikil breyting frá liðnum árum þegar
ríkisskuldabréf voru helsti fjárfestingarkostur líf-
eyrissjóða og annarra fjárfesta.
Hagstætt ár lífeyrissjóða
Síðasta ár virðist hafa verið flestum lífeyrissjóð-
um hagfellt og ávöxtun þeirra almennt verið góð.
Fæstir sjóðir hafa þó enn birt endanlegar afkomu-
tölur en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu
er útlit fyrir að ávöxtun sjóðanna verði að með-
altali yfir vaxtaviðmiði þeirra annað árið í röð en
viðmið um raunávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5%.
Hrein raunávöxtun 6,3% hjá
Lífeyrissjóði verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur nú birt
tölur fyrir nýliðið ár þar sem í ljós kemur að á sein-
asta ári náðist 6,3% hrein raunávöxtun eigna
sjóðsins.
Í fyrra stækkaði sjóðurinn um 52 milljarða
króna og var hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok
454 milljarðar króna.
„Tryggingafræðileg staða sjóðsins styrktist og
var hún jákvæð sem nemur 0,9%. Tryggingafræði-
leg staða er mælikvarði á getu sjóðsins til að
standa við skuldbindingar sínar gagnvart lífeyr-
isþegum í framtíðinni,“ segir í fréttatilkynningu.
Fjárfestingartekjur sjóðsins voru 42,3 milljarð-
ar og iðgjaldagreiðslur námu um 19 milljörðum
króna. Greiðandi sjóðfélagar voru um 48 þúsund á
árinu. Allir eignaflokkar sjóðsins skiluðu jákvæðri
ávöxtun skv. upplýsingum sjóðsins.
Samsetning eigna hefur breyst nokkuð, hlut-
deild innlendra hlutabréfa hækkaði úr 12% í 16%,
erlend verðbréf hækkuðu nokkuð í krónutölu, en
hlutdeild þeirra lækkaði um eitt prósentustig, í
27% og skuldabréf og bankainnstæður lækkuðu úr
60% í 57% eigna.
Blandaðar leiðir skiluðu
Almenna góðri ávöxtun
Góð ávöxtun varð einnig hjá Almenna lífeyr-
issjóðnum í fyrra en ávöxtunarleiðir hækkuðu um
2,1 til 8,2% að nafnvirði á árinu.
Raunávöxtun var jákvæð í öllum söfnum fyrir
utan svonefnt Ríkissafn-langt sem lækkaði um
1,5% að raunvirði vegna hækkunar á ávöxtunar-
kröfu langra ríkisskuldabréfa.
Síðasta ár var þriðja árið í röð sem blandaðar
ávöxtunarleiðir skiluðu sjóðnum góðri ávöxtun.
Fjárfestingarkostum fjölgar
Ávöxtun lífeyrissjóða almennt góð og útlitið ágætt á árinu Fjölgun skráðra
félaga og aukið framboð markaðsskuldabréfa en minnkandi vægi ríkisskuldabréfa
Ríkiskaup auglýstu um helgina, fyrir hönd Isavia, eftir
umsóknum um þátttöku í forvali vegna stækkunar suð-
urbyggingar Leifsstöðvar, eða Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar, til vesturs. Um er að ræða 4.800 fermetra viðbygg-
ingu, tvær hæðir auk kjallara, og gert er ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist í lok maí nk. Að sögn Guðna Sig-
urðssonar hjá Isavia standa vonir til að taka bygginguna í
notkun vorið 2015. Með þessari breytingu mun flugstæð-
um fjölga úr 14 í 19. Afköst Leifsstöðvar munu því aukast
töluvert, segir Guðni.
Á annarri hæð viðbyggingarinnar er gert ráð fyrir
Schengen-svæði með biðsvæðum og möguleika á verslun
og þjónustu. Á fyrstu hæð verður biðsvæði fyrir farþega
innan og utan Schengen og jafnframt biðsvæði fyrir rút-
ur. Í kjallara verður vopnaleit og tæknirými. Rútunum er
ætlað að flytja farþega úr vélum sem komast ekki að flug-
stöðinni, frá svonefndum fjarstæðum. Á meðan fram-
kvæmdir standa yfir verður röskun á þjónustu við flug-
vélar. Eitt stæði verður tekið úr notkun, akstursleiðir
vélanna breytast og meira notast við rútur. bjb@mbl.is
Útboð vegna stækkunar
Leifsstöðvar til vesturs
Tölvuteikning/Andersen & Sigurðsson arkitektar
Stækkun Viðbyggingin er í gráum lit og í forgrunni á
þessari teikningu af stækkun Leifsstöðvar til vesturs.
Flugstæðum fjölgað í 19
Tekið í notkun vorið 2015
Siglingar Herjólfs milli Vestmanna-
eyja og Landeyjahafnar eru stop-
ular yfir vetrartímann og siglir
Herjólfur þá til og frá Þorlákshöfn
sem lengir siglingaleiðina töluvert.
Það kemur þó ekki að sök í dag því
fyrirtækið Viking Tours hefur hafið
siglingar milli Landeyjahafnar og
Vestmannaeyja og viðbrögðin hafa
heldur betur verið góð að mati Sig-
urmundar Einarssonar, eiganda og
skipstjóra hjá Viking Tours. „Ætli
við séum ekki búin að ferja hátt í
þúsund farþega á rúmum sautján
dögum en við hófum þetta verkefni
í febrúar í samstarfi við Eimskip
sem rekur Herjólf og auðvitað sam-
gönguráðuneytið einnig sem býður
út siglingaleiðina,“ segir Sigur-
mundur.
Flytja fólk, ekki farartæki
Bátur Viking Tours er vel
hannaður til að flytja fólk á milli
Landeyjahafnar og Vestmannaeyja
að sögn Sigurmundar en hann segir
að fyrirtækið ferji hvorki bíla né
önnur farartæki eða vörur. „Bátur-
inn er ekki það stór að hann geti
tekið bíla eða ferjað vörur. Herj-
ólfur sinnir því áfram og gerir vel.
Okkar hlutverk er að ferja fólk á
milli og það hefur gengið vel,“ segir
Sigurmundur og bendir á að alls
hafi fyrirtækið farið 28 ferðir frá
því áætlunarferðir hófust í sam-
starfi við Eimskip.
Bátur Viking Tours ristir ekki
jafn djúpt og Herjólfur og á auð-
veldara með að athafna sig í Land-
eyjahöfn. Sigurmundur segir þó að
einstaka ferðir hafi fallið niður
vegna veðurs. „Þegar ölduhæð er
komin yfir tvo og hálfan metra get-
um við ekki siglt en það hafa ekki
fallið niður margar ferðir í vetur.“
Ferja yfir
þúsund
farþega
Víkingur siglir frá
Landeyjahöfn til Eyja
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Siglingar Sigurmundar Einarsson,
skipstjóri á farþegabátnum Víkingi.