Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 F A X : 5 6 5 -2 3 6 7 N ET FA N G :V EI SL UL IS T@ VE IS LU LIS T.I S ST O FN AÐ 19 75 Skútan H Ó L S H R A U N 3 220 HAFNARJÖRÐUR SÍMAR: 555-1810 / 565-1810 WWW.VEISLULIST. IS PANTANIR FYRIR VEISLUR ÞURFA AÐ BERAST TÍMALEGA. GÓÐ FERMINGARVEISLA GLEYMIST SEINT... Fermingar- veisla Bjóðum nokkrar gerðir af fermingarborðum. Fjölbreyttir réttir smáréttaborðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Tertu og Tapasborð frá 3.640.- Fermingar kaffihlaðborð frá 2.148.- Súpa brauð og smáréttir frá 2.821.- 1 2 3 Ólafur Bernódusson Skagaströnd Hafnar eru framkvæmdir við leng- ingu viðlegukants við Miðgarð í Skagastrandarhöfn. Um er að ræða 40 metra lengingu til norðurs og 320 m2 bryggju úr harðviði sem tengist stálþilinu sem er í Miðgarði. Það er Guðmundur Guðlaugsson, verktaki frá Dalvík, sem sér um verkið fyrir Hafnarsjóð Skagastrandar en und- irverktaki hans, Árni Helgason frá Ólafsfirði, mun sjá um að reka niður staura og grjótfyllingu sem sett verður í fláa innan við viðlegukant- inn. Þessi nýi viðlegukantur er ætl- aður minni bátum því skortur á við- legurými fyrir þá hefur verið viðvar- andi í höfninni, einkum á sumrin, um mörg ár. Þau nýmæli eru, með þessa nýju bryggju, að dekk hennar verð- ur 20 cm hærri en aðrar bryggjur hafnarinnar. Í þessu efni er farið eft- ir ráðleggingum Hafnamálastofn- unar vegna væntanlegrar hærri sjávarstöðu í framtíðinni. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er rúm 41 milljón króna sem skiptist þannig að Hafnarsjóður Skaga- strandar greiðir 40% kostnaðarins en ríkið 60%. Fram að þessu hefur kostnaðarskiptingin vegna hafnar- framkvæmda verið sveitarfélögum mun hagstæðari, þ.e.a.s. allt að 90% greidd af ríkinu. Áætluð verklok við nýja viðlegukantinn eru 31. maí. Morgunblaðið/Ólafur Bernódus Bætt aðstaða Nýi viðlegukanturinn mun bæta aðstöðu minni báta. Nýr viðlegukantur í Skagastrandarhöfn Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi „Við tökum með bros á vör á móti öllum þeim sem vilja koma og hlusta og ég er viss um að enginn verður fyrir vonbrigðum“, segir Þórunn Sigþórsdóttir sem ásamt fleiri kon- um stendur að Júlíönu, hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi dagana 27. febr- úar til 2. mars. Í fyrra tóku nokkrar konur í Stykkishólmi tóku sig til og efndu til bókmenntavöku síðustu helgi í febr- úar. Hátíðin var kennd við Júlíönu Jónsdóttur sem var fyrst íslenskra kvenna að gefa út skáldrit á Íslandi. Júlíana bjó hluta af ævi sinni í Stykk- ishólmi, en flutti síðar til Vestur- heims. Viðtökur í fyrra voru svo góðar að þær ákváðu að láta ekki staðar numið heldur halda áfram og bjóða upp á bókahátíð helgina 27. febrúar til 2. mars næstkomandi. Lífsstarf Guðmundar Ólafssonar Að sögn Þórunnar verður Júl- íönuhátíð sett fimmtudagskvöldið 27. febrúar í Vatnasafninu. Þar verður heiðrað lífsstarf Guðmundar Páls Ólafssonar náttúrufræðings, sem var hér heimamaður. Blær Guð- mundsdóttir segir frá föður sínum og lesið verður úr síðustu bók hans: Vatnið. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn, meðal annars upplestur í Bókaverslun Breiða- fjarðar, boðið verður í heimahús þar sem Hólmarar munu flytja efni að eigin vali. Kvöldið endar svo með sögugerð á Hótel Egilsen þar sem allir geta tekið þátt. Hópur fólks í tengslum við hátíðina les nú af miklu kappi bók Ármanns Jakobssonar Glæsi sem er söguleg skáldsaga sem byggist á atburðum úr Eyrbyggju. Ármann kemur og hittir leshópinn á laugardaginn. Hann mun einnig halda erindi í gömlu kirkjunni. Þar mun líka Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur fjalla um bók sína Sæmd og Árni Þórarinsson rithöf- undur heldur erindi um tilurð sögu- persóna í bókum sínum. Á laugar- dagskvöldið verður leikþátturinn Víg Kjartans Ólafssonar, eftir Júlí- önu Jónsdóttur sem hátíðin er nefnd eftir, leiklesinn af Alexíu Björgu Jó- hannesdóttur leikkonu, sem á ættir og uppruna hér í bæ. Þórunn segir að það verði menn- ingarlegt yfirbragð í Hólminum þessa helgi. Því er tilvalið fyrir gesti að heimsækja Stykkishólm og njóta fjölbreyttra menningarvöku. Gisti- staðir eru opnir og veitingahús bjóða upp á góðar veitingar. Glæpir og misgjörðir til umfjöllunar á bókahátíð Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stýra hátíð Þórunn Sigþórsdóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir, Gréta Sigurð- ardóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir skipuleggja Júlíönuhátíðina. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hafin er sala á byggingarrétti á lóð- um númer 6 og 7 á Hörpureitnum og hafa Ríkiskaup auglýst eftir tilboðum í byggingarreitina fyrir hönd Sítusar ehf. Reitur 6 er stærsta lóðin við Austurbakka sem enn er óseld en hún er við hliðina á væntanlegu lúx- ushóteli og liggur nær Arnarhólnum. Þar er gert ráð fyrir að rísi versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. „Borgin breytti deiliskipulagi um daginn þannig að reitur 6 stækkaði en borgin fær þá stækkun til umráða og okkar hlutur helst óbreyttur. Við eigum 12 þúsund fermetra ofanjarð- ar og tvö þúsund fermetra neðan- jarðar en borgin fær 2.500 fermetra í viðbót,“ segir Árni Geir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Sítusi. Fram kom í Morgunblaðinu í sein- ustu viku að forsvarsmenn Land- bakka, sem á reit númer 2, hafa gagnrýnt þessa skipulagsbreytingu harðlega gagnvart Reykjavíkurborg, þar sem hún skerði byggingarrétt á þeirra reit. Í auglýsingu Ríkiskaupa segir að heimilt byggingarmagn of- anjarðar á reit 6 sé 12 þúsund fer- metrar miðað við núverandi deili- skipulag en það geti stækkað um 2.500 fermetra miðað við fyrirliggj- andi tillögur um stækkun reitsins. Hafi fjárhagslegt bolmagn Útboðstími vegna sölu á byggingarrétti á báðum lóðunum er 45 dagar og bendir Árni Geir á að væntanlegir bjóðendur þurfi að geta sýnt fram á að fjármögnun verði tryggð þegar gengið yrði til samn- inga og að þeir hafi fjárhagslegan styrk á bak við tilboð sín. „Þetta ger- um við til þess að reyna að sigta út og tryggja að það verði eingöngu raun- verulegir bjóðendur sem bjóða í þetta,“ segir hann. Hagnaðarskiptaregla ef reitur- inn verður seldur áfram „Við bjuggum einnig til hagnaðar- skiptareglu í tengslum við útboðið. Ef sá sem kaupir reitinn selur hann aftur með hagnaði á fyrsta árinu, þá fáum við hlutdeild í þeim hagnaði. Geri hann það á fyrsta degi þá fáum við allan hagnaðinn en svo fellur hlut- deild í hagnaðinum línulega niður þar til í lok ársins þegar hún fellur alveg út. Bæði þessi atriði eru gerð til að reyna að tryggja eins og kostur er að það verði farið sem fyrst í fram- kvæmdir þannig að þessar bygg- ingar, hótelið og byggingar á reitum eitt og tvö, rísi allar á sama tíma,“ segir Árni Geir. Hörpureitur Á reit 6 milli Kalkofnsvegar og væntanlegs hótels á að vera húsnæði fyrir verslun og þjónustu en á minnsta reitnum nr. 7 milli Hörpu og hótelsins má byggja 500 fermetra ofanjarðar en 2.500 fermetra neðanjarðar. Leita kaupenda að reit- um 6 og 7 við Hörpu  Vilja að farið verði sem fyrst í framkvæmdir svo bygg- ingar rísi á sama tíma og hótelið og íbúðir á reitum 1 og 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.