Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Ásgeir Einarsson losa hana beint út í náttúruna því þá raskast jafnvægi í vistkerfum. Sérstaklega ef þetta er staðbundið og fer út í vötn eða ár, þá getur það leitt til svokallaðrar ofauðgunar og þörungablómstra sem gerir það að verkum að aðrar lífverur, fiskar og önnur dýr, fá ekki nóg súrefni,“ út- skýrir Sigríður Anna. Hugmyndin var því að nýta þjóðlegt og næringarríkt hráefni á frumlegan hátt auk þess sem drykkurinn gæti verið skemmti- legur og spennandi matarminja- gripur fyrir ferðamenn. Unga kynslóðin hefur fúlsað við mysunni vegna bragðsins sem af henni er. „Sumir hræðast bragðið, sérstaklega yngra fólkið sem þekkir þetta ekki. Þegar maður talar við eldra fólk þá man það eftir mysunni því í gegnum tíðina var þetta helsti svaladrykkurinn á Íslandi en hefur alveg horfið úr neysluvenjum Ís- lendinga nema kannski bara á þorrablótum,“ útskýrir hún. Án aukaefna Við vinnslu Islanduss er notast við skyrmysu sem unnin er með hefðbundnum aðferðum á Erps- stöðum í Dalasýslu og handtíndar jurtir og ber af Vestfjörðum og víð- ar. Engin auka- eða gerviefni eru notuð og ekki heldur litarefni. „Af því að við vildum bara hafa íslensk hráefni fórum við út í það að nota berjasafa úr krækiberjum, aðal- bláberjum og bláberjum og síðan jurtir eins og fjallagrös, blóðberg, birki og fjörugrös. Þetta eru allt jurtir sem má kannski segja að hafi haldið lífi í þjóðinni og verið not- aðar frá því að land byggðist bæði í mat og til lækninga,“ segir Sigríður Anna. Hráefnið er staðbundið því hugsunin er líka sú að valda ekki meiri umhverfisáhrifum með því að flytja hráefni í drykkinn yfir hafið. Líka fyrir krakka Þær stöllur hafa hugsað vöru- línuna enn lengra og þar sem börn- um þykir drykkurinn bragðast vel datt þeim í hug að búa til klaka eða frostpinna og er sú hugmynd enn á teikniborðinu. „Við erum að reyna að koma að því með vorinu eða í sumar og er hugmyndin þannig að hægt sé að hafa þetta í vökvaformi í litlum einingum sem fólk getur svo fryst heima hjá sér,“ segir Sigríður Anna, ein frumkvöðlanna þriggja, og þær virðast hvergi nærri hættar hugmyndavinnunni og verður spennandi að sjá hvort mysuklakinn á ekki eftir að slá í gegn í sumaról- inni og ylnum. Kruss Þær Sigrún Andersen og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir. Á myndina vantar þriðju konuna, Hildi Björk Hilm- arsdóttur en saman standa þær á bak við Kruss ehf. sem framleiðir mysudrykkinn Islandus með vistvænum hætti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Audi Q5. Notadrjúgur og glæsilegur. Fullkomlega samstillt hönnun. Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu sérlega tilkomumikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða loftkæling, leðuráklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000. Annað kvöld, miðvikudaginn 26. febrúar, verður sjálfsævisagan tekin til ítarlegrar skoðunar í Bókakaffi í Gerðubergi. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur umsjón með Bókakaffinu að þessu sinni en hún hefur lagt sérstaka áherslu á sjálfsævisögur og hafa rannsóknir hennar einkum beinst að þeim. Þar hefur hún rannsakað minni, frá- sagnaraðferðir, bókmenntategundir, póstmódernisma og falsanir í mis- munandi tegundum æviskrifa. Hún hefur mikinn áhuga á tilrauna- mennsku í sjálfsævisögulegum skrifum. Að undanförnu hefur Gunn- þórunn unnið að rannsóknarverkefni um gleymsku. Annað kvöld mun hún fjalla um væntingar lesenda til ævisagna og kröfur þeirra um sannleiksgildi og trúnað. Því verður meðal annars velt upp hvað gerist þegar trúnað- urinn brestur. Sjálfsævisagan, sannleikurinn, lygar, fals og ýkjur verða því til skoðunar í Gerðubergi klukkan 20 annað kvöld og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjálfsævisagan og sannleikurinn viðfangsefni Bókakaffis Umsjón Gunnþórunn Guðmunds- dóttir hefur rannsakað gleymsku. Fals, lygar og ýkjur til skoðunar Það er fjölmargt framundan í Rope Yoga setrinu við Engjateig og má þar meðal annars nefna Yoga Nidra- hugleiðslu sem boðið verður upp á annað kvöld á milli kl. 20 og 21. Að- gangur er ókeypis og leiðir Ægir Rafn leiðbeinandi þátttakendur gegnum form þessarar ævafornu hugleiðslu- aðferðar. Hún er gerð útafliggjandi og einbeitingu þannig náð gegnum líkamann. Hugleiðslan hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Á fimmtudaginn hefst sex vikna nám- skeið þar sem kennd verður djúp- slökun með sömu aðferð. Nánari upp- lýsingar á www.ropeyoga.is. Margt framundan í Rope Yoga setrinu Slökun Ægir Rafn kennir Yoga Nidra. Hugleiðsla og djúpslökun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.