Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Kúplingar- og höggdeyfar Stýrisendar og spindilkúlur Hjólalegusett Hjöru- og öxulliðirHemlahlutirKúlu- og rúllulegur Viftu- og tímareimar BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Í viðræðum við forsvarsmenn Seðlabanka Bandaríkjanna á árinu 2008 fór Seðlabanki Ís- lands þess á leit að gerður yrði gjaldmiðla- skiptasamningur milli seðlabankanna að fjár- hæð 1-2 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 115-230 milljarða króna á núverandi gengi. Þetta kom fram á fundi peningastefnunefnd- ar (FOMC) Seðlabanka Bandaríkjanna 28. til 29. október 2008 en allar fundargerðir nefnd- arinnar frá því sögulega ári á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum voru gerðar opinberar í fyrsta sinn sl. föstudag. Ekki hefur áður verið greint frá þeirri fjárhæð sem Seðlabankinn óskaði eftir í viðræðum sínum við bandaríska seðlabankann en sem kunnugt er vildi hann ekki gera skipta- samning af þessu tagi við Seðlabanka Íslands. Á fundi peningastefnunefndarinnar sagði Nathan Sheets, hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, að þrátt fyrir að slíkur samn- ingur hefði verið hlutfallslega stór, um 5-10% af landsframleiðslu Íslands, þá hefði hann ekki dugað til að leysa hinn undirliggjandi vanda, sem var skortur á trúverðugleika íslenska bankakerfisins sem skuldaði 170 milljarða dala. Gjaldmiðlaskiptasamningur að fjárhæð 1-2 milljarðar dala hefði því ekki skilað tilætluðum árangri. Af þeim sökum hafi starfsmenn seðla- bankans, útskýrði Sheets, lagst gegn því að gerður yrði slíkur skiptasamningur við Seðla- banka Íslands. Málefni Íslands bar ekki á góma á öðrum fundum nefndarinnar á árinu 2008. Skipti sköpum fyrir Danske Bank Seðlabanki Bandaríkjanna gerði gjaldmiðla- skiptasamninga í lok september 2008 við þrjá norræna seðlabanka og þann ástralska. Vakti það talsverða athygli á þeim tíma að Seðlabanki Íslands var ekki á meðal þeirra sem bauðst að taka þátt í samningunum. Jesper Rangvid, pró- fessor í fjármálum við Kaupmannahafnarhá- skóla og formaður nefndar sem rannsakaði or- sök og afleiðingar dönsku fjármálakreppunnar, sagði á málstofu Seðlabanka Íslands sl. nóvem- ber að gjaldeyrisskiptasamningurinn hefði skipt sköpum til að tryggja erlenda fjármögnun Danske Bank. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað um tilraunir stjórnenda Seðlabanka Ís- lands til að falast eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við þann bandaríska. Í bréfi sem Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar, ritaði til Timothy Geithner, bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna í New York, hinn 6. júní 2008, lýsir hann þeirri skoðun að stærð skiptasamn- ingsins sé ekki endilega það sem mestu máli skipti – heldur fremur þau skilaboð að Ísland njóti trausts mikilvægra bandamanna. Eftir tilkynningu þess efnis að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði gert gjaldeyrisskipta- samninga við þrjá norræna seðlabanka kannaði Davíð á ný hvort möguleiki væri á slíkum samn- ingi við Seðlabanka Íslands. Var því svarað á þá leið að „Seðlabanki Bandaríkjanna væri ekki tilbúinn til að gera slíkan samning að svo stöddu en útilokaði ekki að það yrði gert síðar“. Þegar málinu var fylgt eftir í byrjun október fengust efnislega sömu svör frá William Dudley, stað- gengli framkvæmdastjóra fjármálamarkaðs- sviðs Seðlabanka Bandaríkjanna í New York. „Meginástæða þess væri hve stórt íslenska bankakerfið væri og að til þess að gjaldeyris- skiptasamningur gerði gagn yrði hann að vera stærri en svo að bandaríski seðlabankinn sæi sér fært að taka þátt í gerð hans.“ Vildi 1-2 milljarða dala samning Morgunblaðið/Júlíus SÍ Kom að lokuðum dyrum þegar hann reyndi að falast eftir gjaldmiðlaskiptasamningi.  Seðlabanki Íslands óskaði eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við þann bandaríska að fjárhæð 1-2 millj- arðar dala  Fundargerðir bankaráðs Seðlabanka Bandaríkjanna á árinu 2008 gerðar opinberar Fundargerðir birtar » Allar fundargerðir peningastefnu- nefndar Seðlabanka Bandaríkjanna 2008 voru gerðar opinberar sl. föstudag. » Á fundi nefndarinnar 28. til 29. októ- ber er fjallað um þá ákvörðun bandaríska seðlabankans að gera ekki gjaldeyris- skiptasamning við Seðlabanka Íslands. » Fram kemur að SÍ óskaði eftir skipta- samningi að fjárhæð 1-2 milljarðar dala. » Var talið að slíkur samningur hefði litlu breytt til að leysa undirliggjandi vanda Íslands – alltof stórt bankakerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.