Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 ✝ Guðný Sigur-björg Ragnars- dóttir fæddist í Keflavík 25. febr- úar 1929 og hefði því orðið 85 ára í dag. Hún andaðist á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 14. september 2013. Guðný var yngsta dóttir hjónanna Ragnars Jóns Guðna- sonar, f. 11. janúar 1899, d. 11. desember 1979 og Jennýar Dag- bjartar Jóramsdóttur, f. 13. júní 1901, d. 4. október 1998. Systur hennar voru Jórunn Bergheið- ur, f. 2. janúar 1922, d. 2. apríl 1953 og Ragnhildur, f. 21. októ- ber 1927, d. 3. janúar 2012. Guðný giftist 25. desember 1952 eftirlifandi eiginmanni sín- Jóhann Rúnar Kjærbo, f. 31. maí 1957. Börn hans með eigin- konu sinni, Elísabetu Guðrúnu Þórarinsdóttur, f. 21. febrúar 1957, eru: a) Guðný Björg, f. 10. febrúar 1982. Barn hennar með sambýlismanni sínum, Finn Valdemarssyni, f. 23. febrúar 1982, er Elísabet Margrét, f. 14. maí 2011. b) Þórunn Kristín, f. 26. október 1987. c) Bryndís Jenný, f. 8. ágúst 1991. Sam- býlismaður, Jón Arinbjörn Ein- arsson, f. 12. mars 1992. d) Ey- dís Sjöfn, f. 17. júlí 1994. Fyrir átti Þorbjörn dótturina Guð- rúnu Björgu, f. 23. september 1947. Guðný og Þorbjörn bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Þau byggðu sitt fyrsta heimili að Hátúni 1 í Keflavík, en þaðan fluttu þau og byggðu sér heimili að Langholti 10. Síðustu árin bjuggu Guðný og Þorbjörn að Pósthússtræti 1 í Keflavík. Útför Guðnýjar fór fram í kyrrþey 26. september 2013. Duftker Guðnýjar var jarðsett í Keflavíkurkirkjugarði 29. nóv- ember 2013. um, Þorbirni Kjærbo, f. í Sumba í Færeyjum 27. mars 1928. Þor- björn er sonur Guð- rúnar Jóhönnu Sig- tryggsdóttur, f. 18. desember 1906, d. 21. apríl 2003 og Thomas Oliver Sof- us Kjærbo, f. 22. febrúar 1904, d. 1978. Börn þeirra eru: 1) Guðni Björn Kjærbo, f. 3. júlí 1952. Börn hans með fyrr- verandi sambýliskonu sinni, Gerði Guðmundsdóttur, f. 15. febrúar 1955, eru: a) Þorbjörn Emil, f. 5. mars 1979, og b) Tinna Eir, f. 3. ágúst 1985. Barn hennar með sambýlismanni sín- um, Ara Hálfdáni Aðalgeirs- syni, f. 13. maí 1988, er Aðal- geir Emil, f. 15. október 2013. 2) Minning um ömmu Guðnýju. Ástkær amma okkar, Guðný Sigurbjörg Ragnarsdóttir, kvaddi þennan heim síðastliðið haust. Við eigum svo margar góðar minningar um ömmu Guð- nýju og verðum ævinlega þakk- látar fyrir að hafa átt hana að. Amma Guðný var yndisleg og góð kona og okkur þótti undur vænt um hana. Hún tók okkur alltaf fagnandi þegar við komum í heimsókn, með sitt hlýja faðm- lag og góðu nærveru og vildi dekra við okkur eins og henni var einni lagið. Húsið hennar ilmaði oft af nýbökuðum pönnu- kökum eða öðru góðgæti. Hún leyfði okkur aldrei að fara svang- ar heim og lét okkur oft hafa eitthvað hollt og gott með okkur í nesti. Hún passaði alltaf upp á að enginn væri skilinn út undan og allir fengu jafnt. Hún hugsaði svo vel um alla sem stóðu henni næst og var alltaf tilbúin að hjálpa, sérstaklega ef veikindi bjátuðu á. Ef einhver í fjölskyld- unni var lasinn kom hún oft fær- andi hendi með sítrónur, hunang og fjallagrös til hressingar. Hún amma Guðný var mjög söngelsk og hafði mjög gaman af því að syngja fyrir okkur og spila á gítar. Hún talaði oft um hvað henni hefði þótt gaman í skát- unum á sínum yngri árum en þar var mikið sungið og spilað. Hún hafði svo blíða og fallega rödd. Hún sagði okkur oft sögur af því þegar hún var í húsmæðra- skólanum og átti hún margar góðar vinkonur frá þeim árum. Hún var greinilega mjög góður nemandi því heimili hennar bar þess merki að hún hefði lært mikið frá þeim tíma. Henni var mjög umhugað um að við gengj- um menntaveginn, hún hafði mikinn áhuga á að læra meira þegar hún var ung en á þeim tíma stóð það því miður ekki til boða. Við dáðumst oft að því hvað hún væri ungleg miðað við aldur og létt á fæti. Það var ekki að sjá á henni að hún væri deginum eldri en sextug. Það var lítið mál fyrir hana að leggjast á gólfið og leika við langömmustelpuna sína þó hún væri sjálf komin á níræð- isaldur. Amma hugsaði vel um heilsuna, eldaði hollan mat og hafði gaman af því að stunda golf með afa á meðan heilsan leyfði. Amma Guðný gaf okkur svo mikla ást og umhyggju. Hún mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Guð blessi fallegu minningu ömmu Guðnýjar. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem) Guðný Björg, Þórunn Kristín, Bryndís Jenný og Eydís Sjöfn Það var komið að því að hitt- ast aftur hjá okkur systradætr- unum, en við höfum hist tvisvar á ári síðastliðin 30 ár. Guðný frænka, eða Lilla eins og hún var ætíð kölluð, var nýbúin að fá úr- skurð um alvarlegan sjúkdóm, sem hún tók með ótrúlegu æðru- leysi. Ekkert var því eðlilegra í hennar huga en að við héldum frænkuboð eins og ætíð á haust- dögum. Í byrjun september ákváðu Lilla og Guðrún að frænkuboðið yrði sunnudaginn 15. september í Njarðvíkunum og voru allar harðákveðnar í að mæta, enda alltaf gaman þegar við komum saman þó aldurinn sé farinn að færast yfir, sú yngsta 68 ára en sú elsta að verða 90 ára. En allt er í heiminum hverfult, því Lilla kvaddi þennan heim að kvöldi 14. september. Við frænkurnar höfum átt samleið lengi enda voru mikil og náin tengsl milli mæðra okkar. Eftir að við fórum að hittast reglulega, höfum við myndað ný tengsl vináttu, sem tengir betur fjölskyldur okkar. Við vorum níu í frænkuhópn- um, en með stuttu millibili hafa systurnar Lilla og Ragga kvatt og hefur stórt skarð verið rofið í okkar litla hóp. Það fær okkur til að hugsa um það hversu mikil- vægt er að huga að fjölskyldu- tengslum í blíðu og stríðu. Fjöl- skyldan skipti Lillu miklu, hún fylgdist vel með drengjunum sín- um og fjölskyldum þeirra og einnig voru sterk tengsl milli systranna og fjölskyldna þeirra. Við eigum ljúfar minningar frá frænkuboði í nýju íbúðinni þeirra Lillu og Þorbjörns í Póst- hússtræti. Heimilið og veitingar báru fagurt vitni um húsráðend- ur. Það var ljúft að koma til þeirra. Í huga okkar er sú vissa að þær systur Lilla, Ragga og Jórunn sem lést langt um aldur fram, séu nú saman á fögrum stað, brosandi og glaðar eins og í bernsku. Við sendum Þorbirni, Guðna, Jóhanni Rúnari og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við kveðjum kæra frænku með virðingu og þakk- læti fyrir vináttu og ljúfar minn- ingar, sem munu lýsa okkur um ókomna tíð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Jórunn, Guðrún, Ingveldur, Svanhildur, Erna, Sigurrós og Valgerður. Guðný Sigurbjörg Ragnarsdóttir „Vini sínum skal maður vinur vera“ segir í Hávamálum. Þannig var vinkona mín, Birna Helga- dóttir frá Leirhöfn á Melrakka- sléttu. Hún fæddist í Leirhöfn, því merka höfuðbóli þar sem menning og manngæska skipuðu öndvegi og gera enn. Svo lengi sem ég man ríkti vin- átta og traust milli húsbændanna í Leirhöfn, þeirra Andreu Jóns- dóttur og Helga Kristjánssonar, og foreldra minna, Guðmundar Björnssonar og Þóreyjar Böðv- arsdóttur sem bjuggu á Kópa- skeri. Að fara út í Leirhöfn var meiriháttar viðburður og skemmtilegur. Við Birna urðum snemma á lífsleiðinni miklar vinkonur, þar féll aldrei á hvorki blettur eða hrukka. Við gengum saman í barnaskólann á Kópaskeri og mér finnst í minningunni að þá hafi alltaf verið sól. Á ungl- ingsárunum var mikill og góður félagsskapur fyrir norðan meðal unga fólksins og þá dönsuðum við Birna mikið saman. Stundum birtist herra sem okkur leist hreint ekkert á, þá tók Birna stjórnina og við liðum út á gólfið en herrann sat eftir með sárt ennið. Eitt sinn var ég á leið út í Grjótnes og ætlaði Birna að fylgja mér þangað frá Leirhöfn. Þá voru bílar ekki tiltækir svo að við fengum hesta til fararinnar. Ekki leist hestunum á knapana og sýndu þeir fyrirlitningu sína með því að ganga aftur á bak. Þessi lífsreynsla varð okkur um megn og fórum við báðar að gráta. Vandamálið leystist með hjálp Jóhanns, bróður Birnu, og mig minnir að bros hafi leynst í augunum. Birna var mikil námsmann- eskja, vel verki farin og sérlega nákvæm og vandvirk. Hún tók Birna Helgadóttir ✝ Birna Helga-dóttir fæddist 20. apríl 1932. Hún andaðist 12. febr- úar 2014. Útför Birnu fór fram 24. febrúar 2014. gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskólan- um á Húsavík og stundaði síðar nám í Húsmæðraskólan- um á Ísafirði. Hún vann um tíma í Úra- og skartgripaversl- un Jóhannesar Norðfjörð í Reykja- vík, en aðalstarfs- vettvangur hennar var Borgarbóka- safnið í Reykjavík. Þar var hún á heimavelli, vön störfum á hinu stóra bókasafni föður síns í Leir- höfn. Birna tók mikinn þátt í starfi Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og var þar trúnaðarmaður lengi. Hún ferðaðist mikið, bæði erlendis og hérlendis, hún kunni skil á því sem fyrir augu bar, víð- lesin, fróð og minnug. Síðustu ár- in hefur hún háð baráttu vegna veikinda og tekið því með æðru- leysi, umvafin öllu því góða fólki sem að henni stendur. Takk fyrir mig, Birna mín. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Við minnumst Birnu Helga- dóttur sem sterkrar og sjálf- stæðrar konu. Hún hafði ríka réttlætiskennd, mikla stéttarvitund og starfaði mikið með Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Í vinnu var hún fyrirmynd yngri starfsmanna, rétt skyldi rétt. Gat stundum verið gagnrýn- in, en alltaf réttlát og stutt í húm- orinn. Birna var ætíð glöð og hress og frábærlega skemmtileg í fé- lagslífi starfsmanna. Hún vildi sjá sig um í heim- inum og ferðaðist mikið þegar ut- anlandsferðir voru ekki eins al- gengar og þær eru í dag. Eftir stendur minning um hlýja, sterka og karaktermikla konu. Samúðarkveðja til ættingja. Dóra Thoroddsen og Erla Kristín Jónasdóttir, samstarfsmenn í Borg- arbókasafni, Bústaðasafni. Elsku amma mín. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinstu stund. (Höf. ók.) Það er óraunverulegt að þú sért farin þó ég hafi verið hjá þér þegar þú fórst yfir í eilífð- arlandið en það var mér mikils virði að vera hjá þér. Þú hefur verið svo stór partur af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Þú varst einn af mínum bestu vin- um fram á síðasta dag og ég sakna þín mikið. Sveitin þín er minn uppáhaldsstaður og þaðan á ég ótal góðar minningar, mér líður hvergi betur en þar. Það er þér að þakka, amma mín, þar Eyrún Guðmundsdóttir ✝ Eyrún Guð-mundsdóttir fæddist 1. sept- ember 1921. Hún lést 8. febrúar 2014. Útför Eyrún- ar var gerð 22. febrúar 2014. sem alltaf var til- hlökkunarefni að koma til þín og þú tókst á móti manni með hlýju, góðum mat og kertaljós- um. Þessar góðu stundir mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Þú varst félagi minn og jafningi og ég gat alltaf hugsað mér að gera eitthvað með þér. Þú hafðir stórt hjarta, amma mín, og það voru alltaf allir vel- komnir til þín. Tíminn sem þú varst hjá okkur í Reykjavík er mér ekki minna dýrmætur og þar gerðum við ýmislegt saman. Fengum okkur göngutúr út í Glæsibæ og keyptum okkur súpu, kíktum í búðirnar, gerðum æfingar, spiluðum og horfðum saman á sjónvarpið, alltaf varst þú tilbúin að gera hvað sem var með mér. Við vorum góðar sam- an og mér leið alltaf vel með þér. Ég gat alltaf verið ég sjálf í kringum þig og sagt þér allt því að ég vissi að þú myndir taka því vel, þú studdir mig þegar ég þurfti mest á því að halda og þá var gott að eiga faðminn þinn að. Þú ert mér mikil fyrirmynd og í mínum augum ert þú bar- dagahetja og kvenskörungur. Eitt af því síðasta sem ég sagði þér var að ég væri komin í rapp- hóp sem heitir Reykja- víkurdætur vegna þess að mér fannst mér skylt að gera tilraun til að vera kvenskörungur þar sem ég væri komin af svo mikl- um kvenskörungi. Þá hlóst þú, amma mín. Það er svo ótalmargt sem ég hefði viljað segja þér og sýna og ég hefði viljað að þú myndir upplifa með mér. Ég vona að þú verðir alltaf hjá mér og sjáir hvernig lífi mínu vindur fram. Guð geymi þig þar sem þú ert, elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér því þú verður alltaf í hjarta mínu. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. (Höf. ók.) Þín Ásthildur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma. Þú varst mér svo kær. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman. Ég vona að þú sért kom- in á betri stað þar sem þú ert umvafin hamingju og ást í faðmi afa sem hefur tekið fagnandi á móti þér. Mér finnst svo ótrú- lega sárt að þú sért farin á brott en ég veit að þú ert skammt frá. Þú fylgir okkur og vísar okkur á hið góða. Ég mun geyma alla þá visku og þann kærleik sem þú kenndir mér innst í hjarta mínu. Megi Guð vera hjá þér og vernda þig. Ég elska þig að ei- lífu amma mín og mun varðveita minningar um okkar góða tíma. Megir þú hvíla í friði. Þín Erna Hödd. Elsku Eyja mín, nú ert þú horfin af heimahlaði, hugur minn og okkar allra er þó bund- inn þér á þessari stundu meir en nokkru sinni, þannig er líf vort í þessum heimi. Á slíkum tímamótum erum við mannanna börn nær hvert öðru en nokkru sinni. Þá finnum við hvað sá horfni var manni kær, ljúfsárar minningar um samskipti sem voru svo mikils virði, orð og atvik birtast og rað- ast upp eins og myndir á tjaldi. En líka vaknar gremja að hafa ekki ræktað sambandið betur og vakað svoldið lengur. Svona er mér innanbrjósts nú þegar ég reyni að setja á blað nokkur kveðjuorð til þín sem varst mér svo góð, já og reyndar svo tengd alla mína lífsgöngu. Fyrst þegar ég heyrði nafn þitt var það hún Eyja í Króki, hún hafði, þegar ég var á fyrsta árinu, verið sumarlangt móður minni til aðstoðar á heimilinu og þá einkanlega við að passa mig og vernda í upphafi göngu minn- ar hér á þessari jörð. Seinna þegar ég fór að muna eftir mér varstu komin að Kálfhóli, gift Þórði vini mínum og fyrirmynd um margt þegar ég fór að vaxa úr grasi. Þá voru þið öll svo ung og systkinin á Kálfhóli í blóma lífsins, vegurinn þangað lá um hlaðið heima og dagleg sam- skipti meira og minna árið um kring. Þorbjörg, amma Þórðar, var fædd í Háakoti í Fljótshlíð 1850 og afi minn, Guðmundur, var fæddur þar líka 1856 og ólst þar upp, saman komu þau út á Skeið 1880 og aldrei hafa vináttubönd- in rofnað milli þessara kyn- kvísla allt fram á þennan dag. Það var alltaf gaman að koma að Kálfhóli, þar var alltaf tími til að spjalla um alla heima og geima og Eyja átti alltaf eitthvað ný- bakað með kaffinu sem borið var á borð. Yfirleitt settist hún ekki við borðið, stóð frekar við eldavélina og leit út í gluggann um leið og hún með sínum létta hlátri kom inn í umræðuna af hógværð og stillingu. Það hefur alltaf verið erfitt að vera einyrki á jörð og byggja allt upp frá grunni, það gerðu þau Þórður og Eyrún, þau lögðu sannarlega sitt af mörkum með sóma og skiluðu góðu búi. Íbúðarhús var byggt, öll útihús og ræktun eftir því sem búið stækkaði. Börnin komu eitt af öðru öll heilbrigð og hæfileikafólk, mörg há- menntuð í ábyrgðarstöðum. En eina ferð gerði Þórður á Kálfhóli betri en nokkra aðra í lífinu, hún var þegar hann fór með tvo til reiðar austur yfir Þjórsá upp að Króki og sótti þig, þar með var grunnurinn lagður að gæfu ykkar beggja og svo þið í sameiningu barna ykkar og fjölskyldna. Megi góður Guð blessa minningu Eyrúnar og Þórðar á Kálfhóli og arf þeirra. Árni Valdimarsson. Eyrún Guðmundsdóttir eða Eyja eins og hún var alltaf köll- uð var mikill kvenskörungur og gekk til allra verka af dugnaði, utan bæjar sem innan. Hún hélt vel utan um börnin sín og ann- arra sem voru mörg hjá þeim hjónum á sumrin. Við krakkarn- ir í vestri nutum góðs af góðvild hennar því það var mikill sam- gangur á milli bæja og fjörið mikið. Viljum við þakka Eyju fyrir samveruna og Guð geymi hana. Aðstandendum vottum við okk- ar samúð. F.h. systkinanna í vestur- bænum á Kálfhóli. Guðrún Auðunsdóttir. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgun- blaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.