Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Gæðaflísar á sanngjörnu verði
NÝKOMNARÍTALSKAR FLÍSAR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi 7 Reykjavík – Fuglavík 18 Reykjanesbæ
Malín Brand
malin@mbl.is
Mysudrykkirnir vorunokkrir hér áður fyrrog má sem dæmi nefnaGarp og Sopa. Af ein-
hverjum ástæðum var þeirri fram-
leiðslu hætt og það þykir sumum
okkar virkilega miður.
Þær Sigríður Anna Ásgeirs-
dóttir, Sigrún Andersen og Hildur
Björk Hilmarsdóttir eru konurnar á
bak við frumkvöðlafyrirtækið Kruss
ehf. Skömmu fyrir jólin kom á
markað undir merkjum Kruss, Isl-
andus, heilsudrykkur sem unninn
er úr mysu. Kruss var stofnað sl.
sumar en hugmyndin að drykknum
Islandusi varð til við vinnslu nem-
endaverkefnis í Háskóla Íslands.
„Við vorum í heils árs nám-
skeiði sem hét Vistvæn hönnun
matvæla,“ segir Sigríður Anna sem
á þeim tíma var í meistaranámi í
umhverfis- og auðlindafræði. Auk
ríkisháskólanna kom Matís að nám-
skeiðinu auk Nýsköpunar-
miðstöðvarinnar.
Of næringarrík til að henda
Hugmynd kvennanna varð
lokaverkefnið í námi þeirra og hlutu
þær fyrstu verðlaun fyrir í keppni
um vistvæna matvöru og í fram-
haldi af því fóru þær fyrir Íslands
hönd í Ecotrophelia-keppnina árið
2012.
„Hugmyndin byggist á því að
nýta betur skyrmysu því henni er
hent og er vannýtt afurð. Það er í
rauninni umhverfisvænt að nýta
mysuna betur því hún er svo nær-
ingarefnarík að það er ekki gott að
Algjörlega óþarft
að henda mysunni
Þeim fer fækkandi sem fá sér mysu sem svaladrykk. Þó er það svo að mysan inni-
heldur töluvert af andoxunarefnum og er kalkrík með eindæmum en marga hryll-
ir við bragðinu. Með aukinni skyrframleiðslu fellur til meira af mysu og er megn-
inu af henni hent. Af öllum þessum ástæðum framleiða þrjár kjarnakonur nú
mysudrykkinn Islandus sem búinn er til úr mysu, berjum og villtum jurtum.
Mysan Áður fyrr var
mysan helsti
svaladrykkurinn.
Blaðið The Arctic Journal er aðgengi-
legt á vefnum er þar er að finna allt
það helsta af norðurslóðum. Fréttir
tengdar loftslagsbreytingum, fram-
kvæmdum og siglingaleiðum eru á
meðal þess sem fjallað er um á þess-
um miðli sem einnig er með Face-
book-síðu.
Vefsíðan www.arcticjournal.com
Reuters
Hlýnun Vísindamenn fylgjast náið með áhrifum loftslagsbreytinga á svæðið.
Hvað er títt af norðurskautinu?
Opið hús verður í nýju húsnæði Samtakanna 7́8 að Suðurgötu 3 á milli kl. 17 og
18. Stjórn samtakanna fagnar því að hafa fundið húsnæði sem nýtist starfsem-
inni betur en fyrra húsnæði. Einkum og sér í lagi eru félagsmenn hvattir til að
mæta og skoða húsnæðið til að mynda sér upplýsta skoðun og framtíðarsýn í
húsnæðismálum samtakanna.
Kauptilboð á jarðhæð Suðurgötu 3 hefur verið samþykkt af kaupanda en fé-
lagsmenn þurfa þó að samþykkja húsnæðið áður en gengið verður frá kaup-
unum. Það er því um að gera að líta á húsnæðið.
… skoðið nýtt hús Samtakanna 7́8
Morgunblaðið/Ómar
Endilega …
Jógakennarinn og heilarinn Jónína
Björg Yngvadóttir, eða Nína, býður á
næstunni upp á þriggja mánaða
námskeið sem hún kallar „Ofur-
hetjurnar“. Námskeiðið hefst í mars
og fer fram í Hvítu Töru, Heilunar-
og jógastofu. Námskeiðið er sniðið
að þeim sem vilja bæta líf sitt með
því að vinna með sjálfið og líkam-
ann á sama tíma.
Að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá jógastofunni er námskeiðið
fyrst og fremst sett saman til að
laga hugarfarið á jákvæðan hátt að
líkamanum og er gert til þess að
vinna alhliða með tilfinningalíf, mat-
aræði, jákvætt hugarfar og sjálfan
líkamann.
Sem fyrr segir hefst námskeiðið í
mars og verður tvisvar í viku næstu
þrjá mánuðina. Kennsla fer fram í
húsakynnum Hvítu Töru í Skeifunni
11.
Allar nánari upplýsingar um „Of-
urhetjurnar“ er að finna á vefsvæð-
inu www.hvitatara.net
Betri líðan fyrir ofurhetjur
Hugarfarið lagað að líkamanum
á jákvæðan hátt með jóga
Nína Jógakennarinn vill hjálpa fólki að ná betri heilsu og jafnvægi í lífinu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.