Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 33
stuðninginn við mig og mína fjöl-
skyldu, alveg sérstaklega á fyrstu
búskaparárum okkar Maríu Erlu
dóttur hans. Hönnu Cörlu og öðr-
um aðstandendum votta ég samúð
mína.
Theodór Kr. Þórðarson.
Í haust hvíslaði hann Geiri því
áhyggjufullur að mér að hann
hefði dreymt að ferðin norður á
Sauðárkrók til að svíða lappir með
Hauki bróður yrði síðasta ferðin á
æskuslóðirnar. Hann reyndist því
miður sannspár, greindist með
krabbamein stuttu síðar og er nú
fallinn frá eftir stutta og snarpa en
árangurslausa baráttu við meinið.
Vinnusemi, lífsgleði og kapp-
semi eru hugtök sem lýsa per-
sónuleika Geira vel og umhyggja
fyrir öðrum einn hans helsti kost-
ur. Hún kom skýrt fram í því að í
veikindunum hafði hann ekki
mestar áhyggjur af sjálfum sér
heldur því hver myndi sjá um „þá
gömlu“ ef allt færi á versta veg.
Umhyggjan kom einnig gjarnan
fram í matargjöfum. Þegar við
Jón Þór vorum blankir námsmenn
að byrja búskap kom hann iðulega
við á Ásvallagötunni og spurði
hvort það væri ekki pláss í frystin-
um. Það vildi nefnilega svo und-
arlega til að hann var alltaf með
mat í sinni kistu sem lá undir
skemmdum og þurfti að koma út.
Jafnvel löngu eftir að við vorum
orðin fullfær um að sjá okkur sjálf
fyrir salti í grautinn var okkur iðu-
lega boðið að taka eitthvað mat-
arkyns með heim eða upp í bústað.
Geiri og tíkin okkar, hún Yrja,
voru líka miklir mátar og vel um
hana hugsað. Stundum kom það
fyrir að góðmennskan varð of mik-
il eins og einu sinni þegar henni
var skilað úr pössun með pípandi
niðurgang. Þau gömlu skildu ekk-
ert í þessu, sóru og sárt við lögðu
að þau hefðu ekki gefið henni neitt
að éta umfram það sem hún átti að
fá. Reyndar hafði hún fengið
nokkur lambalærisbein sem Geiri
hafði geymt handa henni. Það var
svo sem ekki neitt neitt og gat nú
varla farið illa í maga. Eða hvað?
Það var reyndar alveg sama
hvað var, alltaf var Geiri fyrsti
maðurinn til að bjóða fram aðstoð
sína. Síðast í sumar mætti hann
t.d. óbeðinn upp í bústaðinn okkar
Vitleysu af því að honum fannst
ófært að tengdadóttirin væri ein
að mála. Hann hafði verið eitthvað
slappur svo ég var treg til að
þiggja hjálpina, vissi sem var að
hann var ekki vanur að draga af
sér við vinnu. Ég setti því í fluggír-
inn og hamaðist eins og óð væri til
að klára sem mest sjálf. Gamli
hafði orð á því að það væri nú með
eindæmum hvað ég væri fljót að
mála og að hann hefði ekki roð við
mér. Svona eftir á að hyggja hefði
ég sennilega frekar átt að setja í
rólegri gír því að vinna hægar en
aðrir var örugglega ný og ekki
mjög góð upplifun fyrir Geira sem
fékk t.d. 10 fyrir vinnuhraða í
sveinsprófinu. Vonandi hefur
hann fyrirgefið mér.
Við Jón Þór, dæturnar Agga og
Kolfinna og barnabarnið Úlfur
eigum margar og góðar minning-
ar um afa Geira. Þær eru ófáar
ánægjulegu samverustundirnar
sem við höfum átt með honum og
Hönnu Cörlu við veiðar, spila-
mennsku og leik í Borgarnesi,
Geirakoti, Vitleysu og á Litla-Bæ.
Við munum sakna Geira og erum
óendanlega þakklát fyrir allt sem
hann hefur gert fyrir okkur í
gegnum tíðina. Minningarnar sem
við eigum um hann munu lifa
áfram í sögunum okkar af honum.
Þær verða örugglega reglulega
rifjaðar upp með Hönnu Cörlu og
öðrum úr fjölskyldunni.
Kristín Anna Hjálmarsdóttir.
Að koma í heimsókn til ömmu
og afa hefur ávallt vakið dásam-
lega ljúfa tilfinningu. Þar er mað-
ur umvafinn svo mikilli ást og
hlýju, knúsum og kossum að mað-
ur getur ekki annað en brosað út
að eyrum. „Eigum við ekki að taka
eitt spil?“ Það er sú setning sem
kemur fyrst fram í hugann þegar
ég hugsa um afa Geira. Síðan ég
man eftir mér hefur ekki liðið það
ár að ég hafi ekki spilað rommý og
kasínu við hann og hann tapað oft-
ar en ég vil viðurkenna. Úlfur son-
ur minn var heldur ekki hár í loft-
inu þegar hann fór að spila við
langafa sinn og hlátursköstunum
sem komu þegar afi gamli „tap-
aði“ mun ég seint gleyma.
Litli-Bær átti ávallt stóran part
í hjarta afa og eigum við fjölskyld-
an dásamlegar minningar þaðan.
Ég mun aldrei gleyma þegar ég
fór þangað með afa og ömmu og
frændfólki í æsku. Afi dró mig
brosandi á fætur fyrir allar aldir
til að vitja um netin og glotti þegar
ég brölti í mölunum í allt of stórum
stígvélum. Það er vægt til orða
tekið þegar ég segi að allir á svæð-
inu hafi verið með veiðidellu á háu
stigi og afskaplega hrifnir af soðn-
um og steiktum silungi. Aflinn var
það mikill að ég borðaði silung í
hádegismat, kaffi og kvöldmat í
marga marga daga og þó að liðin
séu meira en 20 ár síðan á ég enn
þann dag í dag erfitt með að borða
silung. Afi Geiri var nú heldur
ekki lengi að kenna Úlfi að borða
fiskhausa og það vakti mikla kát-
ínu hjá litla barnabarninu. Ég
man að þeir sátu við pottinn bros-
andi út að eyrum þegar Úlfur til-
kynnti öllum sem heyra vildu að
augun væru sko best. Svo átu þeir
saman kríuegg í tugavís þar til
Úlfur fékk niðurgang. Það var al-
veg þess virði að hans mati. Ekki
má heldur gleyma Geirakoti og
sumrunum þar, sem í minning-
unni eru öll heit og sólrík, stútfull
af útiveru, trjárækt, sveppatínslu,
gleði og kátínu.
Á þessari stundu minnist ég
með þakklæti allra þeirra stunda
sem við áttum saman. Ég mun
geyma þær í hjarta mínu og deila
þeim reglulega með fjölskyldu og
vinum svo við gleymum aldrei
hversu hjartahlýr hann afi Geiri
var. Ég mun ætíð minnast hans í
hvert sinn sem ég heyri góðs
manns getið og er svo innilega
stolt að vera barnabarnið hans og
þakklát fyrir að hann hafi snert líf
mitt líkt og hann gerði.
Munum sakna þín alla tíð elsku,
elsku, elsku afi.
Þórhildur Ögn (Agga)
og Úlfur Ægir.
Elsku afi, nú þegar þú hefur
skilið við okkur rifjast upp fyrir
mér margar minningar um þær
stundir sem við áttum saman.
Hann afi hafði einstaklega góða og
hlýja nærveru og það var alltaf
gott að vera hjá honum. Ég eyddi
ófáum stundum þar sem ég var í
pössun á mínum yngri árum hjá
ömmu og afa og alltaf fannst mér
jafngott að gista hjá þeim. Sú
minning sem ég geymi efst er frá
því á ættarmótinu í sumar þar sem
við komum saman öll fjölskyldan,
sungum, héldumst í hendur og þú
varst umvafinn fólki sem þótti
vænt um þig. Á Kveldúlfsgötunni
var oft margt um manninn og þú
varst alltaf tilbúinn að taka á móti
fólki opnum örmum. Þú kenndir
mér að spila á undarlegan hátt en
ég vann oftast nær. Ekki má
gleyma dálæti þínu á jarðarberj-
um með sykri og rjóma. Afi hafði
mikinn áhuga á íþróttum og fylgd-
ist vel með öllum helstu íþrótta-
atburðum. Hann hafði góðan húm-
or og þá sérstaklega fyrir sjálfum
sér. Ég mun sakna allra þeirra
stunda sem við áttum í Geirakoti
en þaðan á ég margar góðar minn-
ingar. Ég er svo þakklát fyrir það
að börnin mín fengu að kynnast
þér, þú varst svo barngóður. Þess-
ar minningar ætla ég að varðveita
í hjarta mínu um alla eilífð og mun
ég deila þeim með börnum mínum
þegar fram líða stundir.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt
okkur, þú skilur eftir stórt skarð í
fjölskyldunni og þín verður sárt
saknað. Það sem huggar mig í
sorginni eru frábærar samveru-
stundir sem við áttum sem ein-
kenndust af gleði, hamingju og
gestrisni. Ég kveð þig nú elsku afi
og óska þess að þú hvílir í friði.
Hanna Carla.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
✝ Haukur ÓliÞorbjörnsson
fæddist á Akureyri
1. janúar 1931.
Hann lést á heimili
sínu 2. mars 2014.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg
Herdís Sigtryggs-
dóttir, f. 6. júlí 1901
í Haga í Aðaldal, d.
21. september
1981, og Þorbjörn
Kaprasíusson, f. 5. október 1892
á Stórakroppi í Reykholtsdal í
Borgarfirði, d. 26. september
1982. Alsystkini Hauks voru
Sigtryggur, Guðbjörg Sólveig
og Sveinbjörn Hermann, þau
eru látin, svo átti hann þrjá eldri
hálfbræður samfeðra, þá Ólaf,
Gunnar og Vilhjálm, einnig látn-
ir.
Hinn 7. nóvember 1953
kvæntist Haukur eiginkonu
sinni, Sigrúnu Ragnarsdóttur, f.
4. desember 1933 á Hjalteyri.
Foreldrar hennar voru Ragnar
Stefán Halldórsson, f. 2. sept-
ember 1905, d. 13. maí 1955, og
Valgerður Albertsdóttir, f. 30.
október 1900, d. 28. febrúar
1988. Börn Hauks og Sigrúnar
eru: 1) Ragnar, f.
14. apríl 1953, kona
hans er Hugrún
Hjördís Sigur-
björnsdóttir, f. 7.
desember 1949. 2)
Þorbjörg, f. 13. maí
1954. 3) Valgeir, f.
28. maí 1955, kona
hans er Halldóra F.
Sverrisdóttir, f. 8.
janúar 1954. 4)
Stúlka fædd og dá-
in 12. mars 1963. 5) Sigurður
Rúnar, f. 5. ágúst 1964. 6) Her-
dís, f. 11. september 1969, d. 6.
nóvember 2007, maður hennar
var Jakob Björnsson, f. 15. júlí
1977. Barnabörnin eru 13 og
barnabarnabörn 19.
Haukur ólst upp og bjó á
Akureyri nánast alla sína tíð.
Hann byrjaði ungur að vinna á
Gefjun, tók meiraprófið um tví-
tugt, var um tíma til sjós, en
vann lengst sem bifreiðastjóri,
fyrst hjá olíudeild KEA en frá
1978 hjá Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa þar til hann hætti
störfum.
Útför Hauks fór fram í kyrr-
þey, að hans ósk, 12. mars frá
Höfðakapellu á Akureyri.
Elsku pabbi minn.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu,
okkar ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var
og góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur
þú á braut
gleði og gæfa okkar fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Takk fyrir allt pabbi minn.
Þinn sonur,
Sigurður Rúnar.
Elsku afi minn. Það er víst
komið að kveðjustund. Það er
skrítið að hugsa til þess að þú
sért ekki lengur hérna hjá okkur
en ég get huggað mig við allar
góðu minningarnar sem við eig-
um saman. Þú varst mér alltaf
svo góður og var ég aldrei jafn-
mikil prinsessa eins og hjá ykkur
ömmu, þar var alltaf stjanað við
mann og brasað allt mögulegt
saman. Fátt fannst mér betra en
að sofna á milli ykkar ömmu og
strjúka mjúku kinnina þína þar
til við sofnuðum bæði. Nú hef ég
strokið þína kinn í síðasta sinn og
ég veit að þér líður vel uppi á
himnum hjá stelpunni þinni. Einn
daginn sjáumst við vonandi aftur
en þangað til minnist ég þín með
bros á vör.
Þitt ljós,
Freydís Ósk.
Elsku afi. Nú er komið að því,
við þurfum að kveðjast. Við átt-
um margar góðar stundir og
minningarnar eru yndislegar.
Það er gott að geta yljað sér á
þeim á þessum dögum þegar
söknuðurinn er mikill.
Ég man eftir mörgum skiptum
þar sem ég beið spennt eftir að
þú kæmir heim í mat eða kaffi og
fékk svo að fara með þér nokkrar
ferðir í vörubílnum. Einnig var
fátt betra en að kúra á milli ykkar
ömmu þegar ég gisti og fá jafnvel
Palo-mola sem þú áttir oft á nátt-
borðinu þínu. Það sem alltaf
stendur upp úr er hversu hlýr og
notalegur þú varst elsku afi minn
og hve gott var að koma til ykkar
ömmu. Ég átti alltaf stuðning
þinn vísan í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur og þú varst alltaf svo
stoltur af mér sem og öllum
hópnum þínum. Ég veit þér líður
vel núna og að við eigum eftir að
hittast aftur síðar.
Elsku amma mín, guð styrki
þig á þessum erfiðu tímum sem
og okkur öll.
Þín
Harpa.
Haukur Óli
Þorbjörnsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku eiginmaður minn,
nú er komið að kveðjustund
hjá okkur. Takk fyrir
dásamlegu 60 árin sem við
áttum saman.
Nú er lífsins leiðir skilja,
lokið þinni göngu á jörð,
flyt ég þér af hljóðu hjarta
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu
átti ég þig, í gleði og þraut.
Umhyggju, sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
(Höf. ók.)
Hvíl þú í friði.
Sigrún Ragnarsdóttir.
Davíð
útfararstjóri
Jóhanna Erla
guðfræðingur
útfararþjónusta
Óli Pétur
útfararstjóri 551 3485 • udo.is
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN ÓMAR JÓNSSON,
Suðurhlíð 38d,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 11. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. mars
kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vilja minnast hans
er bent á líknardeildina í Kópavogi.
Kristbjörg Þórðardóttir,
Sigríður Benný Björnsdóttir, Flóki Pálsson,
Þóra Kristín Björnsdóttir, Þröstur Már Sigurðsson,
Birna Björnsdóttir,
Þórður Björnsson, Elva Sigtryggsdóttir
og afabörnin.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN J. STEINSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 20. mars kl. 13.00.
Rúnar Steinsen, Guðrún Guðmundsdóttir,
Steinn Steinsen, Ásta María Björnsdóttir,
Anna Steinsen, Sigurður Már Einarsson,
Ragnheiður Steinsen,
Rakel Steinsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
✝
Elsku eiginmaður minn og yndislegi pabbi
okkar,
EINAR ÞÓR EINARSSON,
lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn
13. mars.
Steinunn Þórhallsdóttir,
Fannar Þór,
Steinar Þór,
Ágústa Ósk.
✝
Ástkær eiginmaður minn, yndislegi faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAUKUR ÓLI ÞORBJÖRNSSON,
Skarðshlíð 40C,
Akureyri,
lést á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins
2. mars í faðmi fjölskyldu sinnar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk á lyfjadeild Sjúkrahúss
Akureyrar og Heimahlynningu á Akureyri, fyrir yndislega
umönnun og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Ragnarsdóttir,
Ragnar Hauksson, Hugrún H. Sigurbjörnsdóttir,
Þorbjörg Hauksdóttir,
Valgeir Hauksson, Halldóra F. Sverrisdóttir,
Sigurður Rúnar Hauksson,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær kona mín, systir og mágkona,
JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 11. mars.
Óskar Margeirsson,
Skúli Þór Magnússon, Guðrún Jóhannesdóttir,
Árni Magnússon.