Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 24
Umfangsmikil leit » Alls tóku 57 skip og 48 flug- vélar frá 13 þjóðlöndum þátt í leitinni að flugi MH370 í gær. » Sérfræðingar sem AFP ræddi við voru með margar ólíkar kenningar um hvað varð um vélina, einn sagðist sann- færður um að hún hefði orðið fyrir einhvers konar flugskeyti en annar taldi líklegt að vélin hefði hrapað í kjölfar vélar- bilunar. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Frá því var sagt á fréttavef BBC í gær að gervihnattakerfi fjarskipta- fyrirtækisins Inmarsat, sem rekur starfsemi sína frá Lundúnum, hefði numið sjálfvirk boð frá flugi MH370 að minnsta kosti fimm klukku- stundum eftir að vélin hvarf af rat- sjám. Jonathan Amos, vísinda- fréttaritari BBC, segir að ef rétt reynist, hljóti vélin að hafa verið ósködduð og kerfi hennar í gangi. Þetta rímar við fréttaflutning bandarískra miðla í gær en þeir höfðu eftir ónefndum heimildar- mönnum að gervihnettir hefðu numið merki frá vélinni klukku- stundum eftir að áhöfnin var síðast í sambandi við flugumferðarstjórn. Bandaríkjamenn sendu í gær tund- urspillinn USS Kidd til leitar á Ind- landshafi en samkvæmt malasísk- um yfirvöldum stækkaði leitarsvæðið enn í gær og nær lengra út á bæði Indlandshaf og Suður-Kínahaf. Enn ein tilgátan um afdrif flugs MH370 frá Kuala Lumpur til Pek- ing, sem hvarf á föstudag, náði eyr- um fjölmiðla í gær en þá hafði Reuters eftir ónefndum heimildar- mönnum, kunnugum yfirstandandi rannsókn, að vélin hefði ekki flogið í blindni norðvestur frá Malasíu. Þeir sögðu að ratsjárgögn bentu til þess að hver sá sem var við stýri vél- arinnar hefði fylgt eftir ákveðnum leiðarmerkjum sem hefðu leitt vél- ina yfir Andaman-eyjar. Var vélinni lent? Indverski herinn sendi skip og flugvélar til að leita að Boeing 777- vélinni yfir sunnanverðu Andaman- hafi í gær en þrátt fyrir getgátur þar að lútandi þykir ólíklegt að vél- in hafi lent á eyjunum. CNN hafði eftir Denis Giles, ritstjóra dag- blaðsins Andaman Chronicle, að það væri engin leið að lenda vél af þessari stærðargráðu á eyjunum án þess að eftir því væri tekið. AFP birti í gær samantekt yfir helstu kenningar um örlög vélar- innar, og þeirra 239 sem voru inn- anborðs, en meðal þess sem þar er talið til eru sprenging, rán, tækni- legir örðugleikar, að vélin hafi liðast í sundur og að annar flugmannanna hafi ákveðið að fremja sjálfsmorð. Í samtali við CNN útilokaði James Kallstrom, fyrrverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri bandarísku al- ríkislögreglunnar, ekki að vélinni hefði verið lent einhvers staðar, í þeim tilgangi að nota hana til óhæfuverka síðar meir. Hann sagði þó erfitt að draga ályktanir á meðan áreiðanleg gögn lægju ekki fyrir. Kínverskir vísindamenn sögðu einnig frá því í gær að þeir hefðu numið einhvers konar „viðburð“ á sjávarbotni í hafinu umhverfis Mal- asíu og Víetnam, um það bil einum og hálfum klukkutíma eftir að síð- ast heyrðist frá áhöfn vélarinnar. Sögðu þeir mögulegt að óróann mætti rekja til brotlendingar vél- arinnar. Malasísk samgönguyfirvöld vildu sem minnst tjá sig um fregnir af mögulegum afdrifum vélarinnar í gær og sögðu að rannsóknarteymið myndi ekki birta neinar upplýsing- ar fyrr en þær hefðu verið sann- reyndar og staðfestar. Námu boð fimm klukku- stundum eftir að vélin hvarf  Leitarsvæðið stækkar enn  Kenningum um afdrif vélarinnar fjölgar AFP Nál í heystakki Izam Fareq Hassan, kapteinn í malasíska flughernum, ræðir við félaga sína um borð í CN235-vél hersins við leit að flugi MH370 yfir Malacca-sundi. Leitarsvæðið stækkaði enn í gær, út á Indlandshaf. 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Hópferð með Fúsa á Brekku 6. árið í röð 570-8600 / 472-1111 www.smyrilline.is Bókaðusnemma! Uppseltöll árin 10. - 15. september Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, matur, gisting og íslensk fararstjórn. Verð á mann frá kr. 139.900 Miðað við 2 saman. Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu • Hótel Færeyjar í 4 nætur • Morgunmatur og kvöldverður • Skoðunarferðir • Íslensk fararstjórn Leiðtogar Rússlands og vesturveld- anna deila ekki sameiginlegri sýn á ástandið í Úkraínu, sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, eftir fund með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Lundúnum í gær. Hann sagði að þrátt fyrir að rússneski herinn hefði styrkt stöðu sína við landamæri austurhluta Úkraínu hefði Rússland ekki í hyggju, og gæti ekki haft í hyggju, að ráðast inn í suðaustur- hluta landsins. Íbúar Krím ganga til atkvæða- greiðslu um aðskilnað frá Úkraínu á morgun en Kerry sagði að ef af henni yrði myndu Bandaríkin grípa til einhvers konar refsiaðgerða gegn Rússum. AFP hafði eftir heimild- armönnum í gær að refsiaðgerðir Evrópusambandsins vegna íhlut- unar rússneskra stjórnvalda á Krím- skaga myndu beinast gegn þrjátíu mikilsverðum einstaklingum. Hann sagði að ráðherrar ríkisstjórnar- innar yrðu þó líklega ekki þeirra á meðal, þar sem erfitt gæti reynst að eiga samningaviðræður eftir að hafa beitt viðkomandi þvingunum. Rússnesk stjórnvöld áskildu sér í gær réttinn til að „vernda félaga“ sína um alla Úkraínu. Þá sagði Ser- giy Aksyonov, forsætisráðherra Krím, að það myndi taka innan við ár að sameinast Rússlandi, ef það yrði niðurstaða kosninganna. Um 500 tartarar mótmæltu atkvæða- greiðslunni í Bakhchysaray í gær. Engin lausn í sjónmáli fyr- ir Úkraínu Átök? Úkraínskir hermenn við æf- ingar nærri Goncharovskoye í gær.  Kjósa um að- skilnað á morgun AFP Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, veitti í gær Taavi Roi- vas félagsmála- ráðherra umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Roi- vas er aðeins 34 ára gamall og verður, ef fer sem horfir, yngsti leiðtogi Evrópu. Ráðherrann ungi tekur við af Andrus Ansip, sem lét af embættinu fyrr í mánuðinum eftir að hafa gegnt því í níu ár. Til stóð að Siim Kallas, stofnandi Umbótaflokksins, tæki við keflinu en hann dró sig í hlé fyrr í vikunni, vegna ásakana um spillingu þegar hann var banka- stjóri eistneska seðlabankans 1991- 1995. Roivas hóf ferill sinni í stjórn- málum aðeins tvítugur, sem ráð- gjafi dómsmálaráðherra. Hann er giftur eistnesku poppstjörnunni Luisa Vark og á sex ára dóttur. Hann þykir ákveðinn og veigrar sér ekki við því að taka djarfar ákvarð- anir en stjórnmálaskýrendur segja Umbótaflokkinn, sem er stærsti flokkurinn á eistneska þinginu, þurfa að grípa til aðgerða til að auka vinsældir sínar fyrir næstu kosningar, til að viðhalda stöðu sinni. EISTLAND Roivas verður yngsti leiðtogi Evrópu Taavi Roivas Mikill meirihluti Evrópuþing- manna sam- þykkti á fimmtu- dag nýja reglu- gerð, sem kveður á um eina tegund hleðslutækis fyr- ir alla snjallsíma. Tilgangur reglu- gerðarinnar er tvíþættur: að ein- falda neytendum lífið og draga úr raftækjaúrgangi um allt að 51.000 tonn á ársgrundvelli. Reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið samþykkt af ráðherraráði Evrópusambandsins en gangi það eftir hafa aðildarríki sambandsins til 2016 til að innleiða reglugerðina og framleiðendur munu í framhaldinu fá 12 mánuði til að gera nauðsynlegar breytingar á hönnun símanna. Sú kló sem helst kemur til greina að nota er svokölluð Micro USB-kló en hún er þegar notuð af fjölmörg- um framleiðendum. Viðræður við þá hafa staðið yfir frá 2009 en tæknirisinn Apple hefur enn ekki brugðist við tillögunum. Hann er einn þeirra framleiðenda sem í dag nota sérsniðna kló. EVRÓPA Eitt hleðslutæki fyrir alla snjallsíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.