Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 41
ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 syngja í þessum kórum og starfa með Þorgerði sem ég á mikið að þakka. Í HÍ starfaði ég svo í Vöku.“ Magnús hóf störf hjá Sjálfstæð- isflokknum árið 2000, var fyrst fram- kvæmdastjóri SUS og síðar fram- kvæmdastjóri borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Þaðan lá leiðin í ráðhús Reykjavíkur árið 2006 þar sem Magnús var skrifstofustjóri undir stjórn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar og síðar Dags B, Eggerts- sonar og síðar aðstoðarmaður borg- arstjórans, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hann er nú yf- irmaður samskiptasviðs Landsvirkj- unar: „Þar vinn ég með einvalaliði hæfileikafólks, hjá framsæknu fyr- irtæki, sem ber mikla ábyrgð og gegnir mikilvægi hlutverki við að skapa verðmæti og fara vel með auð- lindir og umhverfi landsins.“ Stefnir á maraþon í New York Svo eru það áhugamálin, Magnús. „Lengi vel var kórsöngur mitt helsta áhugamál en ég hef lítið getað stundað kórsöng síðustu árin. Mér finnst einstaklega gaman að elda góðan mat og fá góða vini í heimsókn. Áhuginn á matargerð kemur frá mömmu. Hún var vön að elda heimsins bestu humarsúpu fyr- ir fjölskylduna á gamlárskvöld. Nú hef ég tekið við þessu vanda- sama hlutverki og hef að sjálfsögðu lagt allan minn metnað í súpuna. Slík humarsúpugerð getur því tekið nokkra daga ef vel á að takast til. En það er líka vel þess virði. Á sumrin hef ég farið í veiðiferðir og hef notið þess að ferðast með fjöl- skyldunni, hvort heldur sem er, inn- anlands eða erlendis. Af erlendum stórborgum held ég mest upp á New York og á þar góðan vin sem ég heimsæki reglulega. Fyrir tveimur árum ákvað ég að taka mig taki og fór að hreyfa mig duglega, vakna kl. 5.45 á morgnana, fara þá í leikfimi, hoppa og dansa við stuðtónlist með góðum hópi í World Class á Seltjarnarnesi, milli þess sem ég hleyp úti. Ég er óneitanlega stoltur af því að hafa hlaupið hálft maraþon árið 2012 og nú stefni ég á heilt maraþon með góðum vinum í New York í nóv- ember á þessu ári. En ef ég næ þessu markmiði, læt ég eitt maraþon nægja og sný mér þá að öðrum há- leitari markmiðum.“ Fjölskylda Magnús kvæntist 30.6. 2001 Elvu Dögg Melsteð, f. 14.2. 1979, skipu- lagsstjóra Hörpu tónlistarhúss. For- eldrar hennar: Laufey Erla Krist- jánsdóttir, f. 17.9. 1940 og Símon Melsteð, 25.9. 1939, d. 4.10. 1983. Börn Magnúsar og Elvu Daggar eru Matthildur María, f. 20.2. 2002; Gylfi Þór, f. 1.5. 2004, og Egill Tóm- as, f. 12.9. 2009. Systir Magnúsar er Helga Björg Gylfadóttir, f. 6.4. 1984, kvikmynda- gerðarkona. Foreldrar Magnúsar: Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, f. 19.9. 1948, myndlistarmaður og Gylfi Þór Magnússon, f. 20.12. 1942, d. 6.11. 1998, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri. Úr frændgarði Magnúsar Þórs Gylfasonar Magnús Þór Gylfason Steindóra Rebekka Steindórsdóttir húsfr. á Bæjum og í Hnífsdal Jón Elías Ólafssson húsm. á Bæjum og form. í Hnífsdal Björg Jónsdóttir húsfr. á Akureyri og í Rvík Sigríður Dóra Jóhannsdóttir hárgreiðslumeistari í Rvík Jóhann Tómas Egilsson bankaútibússtj. á Akureyri, síðar í Rvík Jón Eysteinn Egilsson forstj. Ferðaskrifstofu Akureyrar Hólmsteinn Egilsson forstj. á Möl og sandi á Akureyri Hólmsteinn Hólmsteinsson forstj. á Akureyri Sigríður Helga Jónsdóttir húsfr. á Auðnum og á Akureyri Egill Tómasson b. á Auðnum í Öxnadal og bankam. á Akureyri Ólöf Guðmunda Guðmundsdóttir húsfr. Benóný Stefánsson stýrim. á Sveinseyri og í Hauka- dal í Dýrafirði síðar í Rvík Sigriður Guðrún Benónýsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Guðmundur Guðbjartsson vélstj.og framkvæmdastj. í Rvík Guðbjartur Guðbjartsson vélstj. í Rvík Guðni Jón Guðbjartsson stöðvarstj. á Ljósafossi Kristjana Sampler myndhöggvari í Kópavogi Baltasar Kormákur kvikmynda- leikstjóri Gylfi Þór Magnússon viðskiptafr. og fram- kvæmdastj. í Rvík Sigríður P. Magnúsdóttir húsfr. á Læk og á Höfða Guðbjartur Björnsson b. á Læk og á Höfða í Dýrafirði Gísli Jónsson framkvæmdastj. á Akureyri Egill Jónsson tannlæknir á Akureyri Kokkurinn Magnús gælir einbeittur við heimsins bestu humarsúpu. Jóhannes Arason útvarpsþulurfæddist á Ytralóni á Langanesi15.3. 1920. Foreldrar hans voru Ari Helgi Jóhannesson, kennari í Sauðaneshreppi, síðar starfsmaður hjá Skattstofunni í Reykjavík, og Ása Margrét Aðalmundardóttir. Ari var af Sílalækjarætt, náfrændi Indriða Indriðasonar ættfræðings, Þorkels Jóhannessonar háskólarekt- ors og skáldanna Guðmundar á Sandi og Sigurjóns á Litlulaugum. Þá var hann frændi Sigurjóns á Laxamýri, föður Jóhanns skálds. Móðir Ara Helga var Þuríður Þor- steinsdóttir, prests á Þóroddsstað, bróður Sólveigar á Gautlöndum, móður ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona. Þorsteinn var son- ur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar. Móðir Þuríðar var Guðbjörg, dóttir Ara Helgasonar af Skútustaðaætt, hálfbróður Þuríðar, móður Sigurðar á Ystafelli. Ása Margrét var dóttir Að- almundar Jónssonar, b. á Eldjárns- stöðum á Langanesi, og k.h. Guð- rúnar Benjamínsdóttur húsfreyju. Eiginkona Jóhannesar var El- ísabet Einarsdóttir sem lést 2012. Börn þeirra eru Ása, lengst af leik- skólakennari og starfsmaður RÚV, Ari, læknir við Landspítalann, og Einar klarinettuleikari. Jóhannes flutti með fjölskyldu sinni til Þórshafnar 1930 og þaðan til Reykjavíkur 1935. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1937, var í byggingavinnu, vann við bókband og prófarkalestur. Þá stundaði hann verslunar- og skrifstofustörf, hjá Pöntunarfélagi verkamanna og KRON, Grænmetisverslun ríkisins og ÁTVR. Lengst af var Jóhannes þó þulur við Ríkisútvarpið og lands- kunnur sem slíkur, eða frá 1956 og þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. Jóhannes var prýðilegur söng- maður, söng með Söngsveitinni Fíl- harmóníu um árabil og var bassa- söngvari í karlakórum og blönduðum kórum, m.a. með útvarpsþulunum Ragnari Tómasi Árnasyni og Jóni Múla Árnasyni. Þá starfaði hann töluvert fyrir Berklavörn og SÍBS. Jóhannes lést 26.9. 2010. Merkir Íslendingar Jóhannes Arason Laugardagur 90 ára Benedikt Hermannsson Guðmundur Valdimarsson 85 ára Sigurður Jónsson Valgerður Björnsdóttir 80 ára Ástdís Guðmundsdóttir Gunnhildur S. Alfonsdóttir Jón Guðmundsson Kolbrún Kristjánsdóttir Nanna Lára Ólafsdóttir Reynar Óskarsson Sigrún Steinlaug Ólafsdóttir 75 ára Guðmundur Olsen Ole Pedersen Sigurður Kristinn Ásgrímsson Sjöfn Sigurgeirsdóttir 70 ára Ásgeir Sigurðsson Bjarni H. Geirsson Björn Garðarsson Björn Þorgeir Másson Halldór Gunnlaugsson Hörður Haraldsson Jón Ómar Möller Kristján Sigurðsson Magnús Magnússon Margrét Herbertsdóttir Mattína Sigurðardóttir Rannveig Pálsdóttir Snjólaug Pálsdóttir Þóra Ólöf Óskarsdóttir 60 ára Albert Sveinsson Brynjólfur Jónsson Erna Arnþórsdóttir Haukur Magnússon Helga Sigurbjörnsdóttir Hörður B. Kristinsson Jóhann Þór Jóhannsson Jón Hjaltason Páll Georg Sigurðsson Steinunn H. Hafstað 50 ára Elsa Björg Stefánsdóttir Gerður Gísladóttir Guðmundur Hjálmarsson Kamilla Hansen Lísa Dóra Sigurðardóttir Sigríður Sigfúsdóttir Sigurður Sigurbergsson Svanur Jakobsson 40 ára Albert Sigurður Heimisson Elín Rafnsdóttir Friðrik Árnason Guðfinnur Már Árnason Halldór Jónas Gunnlaugsson Hilmar Björn Jónsson Hinrik Einarsson Hulda Sveinsdóttir Jón Ólafsson Magnús Þór Bjarnason Ómar Arnar Ómarsson Rúna Einarsdóttir Silvana Micovic Sveinn Rúnar Jónsson 30 ára Benedikt Steinar Benonýsson Birgit Ósk Baldursd. Bjartmars Einar Líndal Aðalsteinsson Eva Björk Kristinsdóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Hrafn Ingi Þórhallsson Jenný Magnúsdóttir Jóhannes Björn Þorleifsson Kristín Eva Þórhallsdóttir Magnús Örn Einarsson Pétur Már Ómarsson Przemyslaw Duleba Sara Katrín Pálsdóttir Sunnudasgur 90 ára Óskar Jónatansson 80 ára Kristín Guðmundsdóttir 75 ára Palma Róslín Jóhannsdóttir 70 ára Adriaan Eðvarð Dick Groeneweg Ásmundur Harðarson Einar Þorvarðarson Guðmundur Kristjánsson Ib Georg Poulsen Ingvar Sigurður Hjálmarsson Oddrún Gunnarsdóttir Vigfús Árnason 60 ára Bárður Orri Þorsteinsson Björn Björgvin Jónsson Guðlaug Bergþóra Karlsdóttir Guðmundur Ingi Magnússon István Csösz Margrét Gunnarsdóttir Sesselja Guðrún Sveinsdóttir Sigfús Kristinsson Valdór Jóhannsson Wladyslaw Stanislaw Demko 50 ára Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir Artúras Stankevicius Birgit Myschi Björn Stefánsson Elfa Björk Sævarsdóttir Guðrún Harðardóttir Hólmfríður Th. Brynjólfsdóttir Jacqueline Monika Gudgeirsson Jakob Guðmann Jakobsson Katrín Úlfarsdóttir Ólafur Magnússon Sigurjón Kristinsson Svanborg Þórdís Frostadóttir 40 ára Guðmundur Ragnar Hannesson Helgi Páll Svavarsson Jóna Valdís Ólafsdóttir Matthías Þórarinsson Sigurborg Matthíasdóttir 30 ára Agnieszka Karolina Makowska Ari Hrafn Jónsson Ástrós Guðmundsdóttir Berglind Guðný Kaaber Berglind Inga Gunnarsdóttir Björn Halldór Helgason Bragi Rúnar Jónsson Dariusz Lelonek Elínbjörg Helgadóttir Erik William Parr Gyða Arna Halldórsdóttir Hafsteinn Már Másson Heiða Björk Ingvarsdóttir Hilmir Hjaltason Kjartan Yngvi Björnsson Sigurður Stefánsson Valdís Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Fæst í apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðinn brokkoli.is Af hverju brokkolí? Heilbrigðar frumur – heilbrigður líkami Líkaminn verður stöðugt fyrir árásum sindurefna sem skaða frumur okkar. Þessar sködduðu frumur skipta sér líkt og heilbrigðar frumur og er það ferli talin meginorsök fyrir ótímabærri öldrun, hrukkumyndun og gæti leitt til fjölda sjúkdóma. Margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni Árið 1992 uppgötvuðu vísindamenn ensímið sulforaphane í brokkolí sem virkjar líffræðilega ferlið í frumum líkamans – það sem veitir frumunum vernd gegn skaðlegum áhrifum og stuðlar að endurnýjun þeirra. Ferlið sem sulforaphane úr brokkolí hrindir af stað er þekkt undir vísindaheitinu Nrf2. Það hjálpar líkamanum að auka framleiðslu eigin andoxunarefna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni! Ensímið sulforaphane í brokkolí kann að vera einn öflugasti hvatinn á varnarkerfi líkamans sem verndar og styrkir frumur okkar og vinnur þannig gegn ótímabærri öldrun, hrukkumyndun og ýmsum sjúkdómum. Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Í Cognicore er áhrifaríkustu efnunum úr brokkolí safnað saman eina í töflu. Það inniheldur sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí spírum að viðbættu túrmeric og selenium. Daglegur skammtur af Cognicore Daily tryggir þessa stórkostlegu virkni sem sulforaphane úr brokkolí hefur á varnarkerfi líkamans. Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.