Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 ✝ Þorgeir EinarÞórarinsson fæddist á Grásíðu, Kelduhverfi 12. desember 1915. Hann lést á Dval- arheimilinu Hvammi, Húsavík 5. mars 2014. Foreldrar hans voru Þórarinn Þór- arinsson, bóndi á Grásíðu, og seinni kona hans, Sigurrós Sigurgeirs- dóttir. Þorgeir ólst upp á Grá- síðu og var yngstur fjögurra al- systkina. Hinn 20. júlí 1942 kvæntist hann Ragnheiði Ólafsdóttur frá Fjöllum í sömu sveit, f. 23. ágúst 1920, d. 23. júní 2002. Þau bjuggu á Grásíðu allan sinn bú- skap. Þorgeir og Ragnheiður eignuðust þrjá syni: 1) Sigurður, f. 20. desember 1944, d. 14. maí 2006. Hann var kvæntur Guð- nýju Björgu Þor- valdsdóttur og eiga þau þrjú börn og níu barnabörn. 2) Ólafur Þór, f. 23. febrúar 1950, kvæntur Stefaníu Björgu Einars- dóttur og eiga þau fjögur börn, 13 barnabörn og tvö barnabarnabörn. 3) Friðgeir, f. 3. nóv- ember 1955, kvæntur Ingveldi Árnadóttur, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. Fljótlega eftir andlát Ragn- heiðar flutti Þorgeir í Dval- arheimilið Hvamm á Húsavík og bjó þar til æviloka. Útför Þorgeirs verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 15. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður í Garð- skirkjugarði í Kelduhverfi. Sveitina okkar að alföður ráðum, eflið þið mesta og breytið í hag. Stundirnar notið með dugandi dáðum dreifbýlisafréttar grói hvert flag. Fóðrið úr mýrinni virðið og metið, menningu feðranna sýnið þá hlýju Magnið þá grósku sem fyllir hvert fetið, fallandi gæðin öll reisið að nýju. Þetta er erindi úr ljóði eftir Ólaf Jónsson bónda á Fjöllum í Kelduhverfi, ort til ungu brúð- hjónanna Rögnu og Dodda 1942. Þetta ljóð á vel við lífshlaup mætra hjóna. Í einkalífi sínu var Doddi mikill gæfumaður, átti fallegt og ham- ingjuríkt heimili með Rögnu sinni. Mikill gestagangur var allt- af á heimilinu, enda gesrisni þar mikil. Oft voru börn hjá þeim í sveitinni til lengri eða skemmri tíma og hafa haldið tryggð alla tíð. Fagra vornótt 1968 sá ég til- vonandi tengdaföður minn í fyrsta skipti á hlaðinu á Grásíðu. Hann hélt í hönd konu sinnar, eins og hann gerði alltaf, og beið komu elsta sonar og kærustu sem var kvíðin við fyrstu kynni. Faðm- lag þeirra bauð mig velkomna á Grásíðu og þar leið mér vel frá fyrstu stundu, allt einkenndist af hlýju og kærleika. Stundirnar sem við fjölskyldan áttum á Grásíðu eru margar ógleymanlegar. Á hverju sumri var haldið af stað norður. Mikil tilhlökkun var í börnunum að hitta ömmu og afa. Meðan maðurinn minn lifði ferðuðust þeir feðgar saman um landið nokkra daga á sumri, það var þeim báðum ógleymanlegt. Um páskana 2006 fóru þeir feðg- ar í síðustu ferð saman ásamt mér og tveimur barnabörnum okkar Sigurðar. Ferðin farin með Nor- rænu frá Seyðisfirði til Færeyja. Þetta var eina ferð tengdapabba út fyrir landsteinana. Þessi ferð var yndisleg í alla staði og barna- börnin minnast þess hvað langafi var skemmtilegur, alltaf til í að spjalla, taka eina skák eða spila, eins og smástrákur. Doddi sagði í bréfi til mín eftir ferðina: „Þó að Færeyjar byðu ekki upp á sumarfegurð á þessum árstíma var mjög gaman að sjá hvernig þeir byggja sitt land allt í smáþorpum sem kúra sig að landslaginu, eins og lítil börn að móðurbrjósti.“ Tengdapabbi elskaði sveitina sína, var mikill bóndi, átti fallegt fé og hafði mikla ánægju af dýr- um. Sýndi þeim virðingu eins og náttúru okkar almennt. Snyrti- mennska og reisn fylgdi honum alla tíð. Rauður þráður í lífi sauðfjár- bóndans var að halda refastofni í lágmarki. Menn höfðu af því bitra reynslu að ef ref fjölgaði mikið jókst hættan sem sauðfénu staf- aði af honum. Þótt menn beittu öllum tiltækum ráðum til eyðing- ar dugði það ekki til. Í meira en 60 ár starfaði hann við grenjaleit og aðra refaeyðingu á heiðum í Kelduhverfi og víðar. Oft urðu menn að þola bæði kulda og vos- búð við þessar veiðar en í minn- ingum Dodda voru það björtu kyrru júníkvöldin sem upp úr stóðu. Þessi þrjú erindi úr ljóði sem Þorfinnur Jónsson frá Ingveldar- stöðum orti til Dodda lýsa honum best. Bjargföst hans trú á samspil manns og moldar metur og skilur kosti lands og foldar. Búfé hans löngum yndi og eftirlæti þar eflaust er sauðkindin í heiðurssæti. Veiðimannseðlið í hans blóð var borið baráttugleði, kraftur, snerpa og þorið. Lesandi snjall á ljóðin náttúrunnar löngum þau voru nautn og fróðleiks- brunnar. Glaðastur allra á góðra vina stundum grínið var nærri oft á slíkum fundum. Gjarnan þá tekið lag og látið óma liðtækur vel við söngsins fögru hljóma. Aldrei bar skugga á samskipti okkar Dodda í 46 ár. Það ber að þakka. Guðný Björg Þorvaldsdóttir. Þá hefur hann afi minn kvatt 98 ára að aldri. Sáttur við Guð og menn. Hann var búinn að vera lengi „tilbúinn“ að fara, eða nán- ast frá þeim degi sem amma kvaddi okkur árið 2002. Var það ótrúlega sorglegt að horfa á hann kveðja ömmu. Enda voru þau ein af þeim samrýndustu hjónum sem ég hef kynnst. Ólík en samt svo samstiga. Þau gengu saman í gegnum lífið hönd í hönd í orðsins fyllstu merkingu og fannst mér það svo fallegt. Á kveðjustundum sem þessum koma upp góðu minningarnar sem maður á í hjarta sínu. Allar ferðirnar norður í sveitina þegar ég var lítil. Stundum fékk ég meira að segja að fara ein í flug- vélina og það var ekkert smá æv- intýri. Þá beið afi á flugvellinum í Lödunni með blokksúkkulaði í hanskahólfinu. Hann sagði líka alltaf að það hefði verið feitt kjöt og súkkulaði sem hélt í honum líf- inu svona lengi. Afi var mikill náttúruunnandi og bóndi fram í fingurgóma. Fannst mér ótrúlega gaman að fylgjast með honum í fjárhúsunum, hann þekkti allt sitt fé í sundur og það með nafni þeg- ar mér fannst þær nánast allar vera eins. En afa fannst skrýtið að ég gæti ekki séð hversu ólíkar þær væru, bara rétt eins og við mannfólkið. Afi gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hlaut m.a. verðlaun fyrir sauðfé sitt og mörg verðlaun fyrir hlaup og þeim sigrum fylgdu oft skemmtilegar sögur, en nokkrar af þeim á ég einmitt til í fallega handskrifuðum bréfum sem afi sendi mér í gegnum árin. Þau bréf geyma einnig mikinn fróð- leik um hans ævidaga. Þar sést hve mikil breyting hefur orðið á þessum rúmu 98 árum sem hann lifði. Skólaganga hans var ekki löng eða um níu mánuðir samtals í þrjá vetur og svo fullnaðarpróf. Hann var fyrir löngu búinn að ákveða að verða bóndi svo ekkert varð um frekara nám. Hann hafði líka séð að þeir sem fóru í bænda- skólann sköruðu ekkert frekar fram úr eftir útskrift. Alla tíð hafði hann gaman af dýrum og fannst ekki leiðinlegt að hafa inn- angengt í skepnuhúsin þegar hann var barn. Því var auðvelt fyrir hann að kíkja á dýrin hvern- ig sem viðraði. Þar eyddi hann mörgum stundum. Æskan hans afa litaðist einnig af því að faðir hans lést langt um aldur fram þegar móðir hans bar hann undir belti. Móðir hans barðist eins og hetja við að halda fjölskyldunni saman og tókst það með mikilli eljusemi. Hún var með þrjú börn innan við fimm ára og gekk með afa þegar langafi lést. Afi dáðist alla tíð að dugnaðinum í móður sinni. Árið 2003 flutti afi í fyrsta sinn á ævinni, inn á Hvamm, að verða 88 ára. Mestu viðbrigðin fannst honum að að þurfa að fara að lifa eftir klukkunni. Borða á vissum tíma og fara að sofa á vissum tíma. Sem hann hafði aldrei áður gert á sinni löngu ævi. Enda voru verkin í sveitinni aldrei unnin eft- ir klukku. Nú er ég búin að fara út og suð- ur í þessari grein eins og þú gerð- ir gjarnan í bréfunum þínum svo þetta hlýtur að sleppa hjá mér. Því ætla ég að „slá botninn í þessa grein“, eins og þú skrifaðir alltaf í bréfin til mín. Vonandi finnur þú svo höndina á ömmu sem fyrst til að þið getið leiðst saman á ný. Þín Petra Rós. Ef eitthvað getur sannfært mig um að við þroskumst andlega allt lífið til dauðadags, þá eru það kynni mín af Dodda í Grásíðu. Hann bjó yfir ómældum andleg- um þroska sem gerðu samvistir við hann eftirsóknarverðar og mannbætandi. Því eldri sem hann varð, því vitrari varð hann. Hann var í mínum huga heimspekingur, sem hjálpaði mér að skilja sam- hengi hlutanna á allt annan hátt en allir aðrir sem ég hef þekkt í gegnum tíðina. Hann hefur á hverjum tíma mætt mér þar sem þroski minn hefur leyft. Þegar ég var fimm ára voru það frostpinnar, kók í flösku og spilastundir sem heill- uðu mig við Dodda. Þegar tíminn leið breyttist umræðuefnið, allt frá vangaveltum um samskipti kynjanna, landbúnað og yfir í trúarleg málefni og umburðar- lyndi fyrir fjölbreytileika mann- lífsins. Í heimsóknum mínum á síð- ustu árum fann ég fyrir vaxandi áhuga mínum á að sitja bara og hlusta. Heyra hvað hann hafði að segja, því það var yfirleitt eitt- hvað merkilegt. Þegar Doddi sagði eitthvað, þá hlustaði ég. Hann hugsaði í lausnum. Hann forðaðist að dæma aðra en leit- aðist við að víkka sinn eigin sjón- deildarhring. Hann átti einstak- lega hlýtt augnaráð og kunni að segja fallega hluti sem komu beint frá hjarta í hjarta. Þegar ég kveð Dodda geri ég það í fullkominni sátt. Ég veit að hann var búinn að skila ríflega því sem hægt er að vænta af einum manni til samferðafólks síns. Hann var tilbúinn til að yfirgefa þetta jarðneska líf. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa feng- ið að eiga hann að vini næstum allt mitt líf. Ég vil votta fjölskyldu Dodda samúð mína og þakka inni- lega fyrir að hafa fengið að sjá hversu vel þau umvöfðu hann með ást og umhyggju síðustu árin sem hann lifði. Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Góður vinur minn Þorgeir Þór- arinsson bóndi á Grásíðu er til moldar borinn í dag. Það verður ekki héraðsbrestur þótt öldungur falli, en fjölskyldunni og vinum hans er mikil eftirsjá að honum. Við höfðum talað um að aka inn á heiðina í sumar svo að Þorgeir gæti í næði rifjað upp með mér smámuni um fólkið sem þar bjó á hans uppvaxtarárum, sagt mér frá því þegar hann sat yfir grenj- um eða fór í göngur. Þorgeir var barn náttúrunnar í hug og sinni, þótt kominn væri á hátt á tíðræð- isaldur. Minnið hið sama og hug- urinn brennandi. Ég heyri enn með mínu innra eyra rödd hans hljóma, – hún er björt og glöð og fellur vel að per- sónu hans. Hann var svo góður sögumaður og talaði svo gott mál, að maður tók undir eins eftir því. „Ætli hann sé ekki tekinn fram úr,“ sagði hann einu sinni við mig. Tíðin hafði verið rysjótt og nú spáði hann því, sem gekk eftir, að vorið væri loksins komið og engin hret meir. Þegar snjóa leysti hét það að auðnast. Sérstakt var það í háttum hans og orðum, hversu jákvæður hann var í lífsviðhorfum sínum. Missir Ragnheiðar var honum þungbær, en hann tók því sem að höndum bar, – varð strax liðtækur þátt- takandi í því starfi og daglegu lífi sem var á Dvalarheimilinu Hvammi, eftir að þangað var komið, felldi net og hvaðeina. Hann var góður fjárbóndi og glöggur og natinn fjárræktar- maður, átti afburðagott fé og tók mjög nærri sér þegar hann var látinn skera fé sitt vegna riðu. Hann þekkti náttúruna og um- hverfi sitt eins og fingurna á sér og fylgdist glöggt með þeim sveiflum, sem ávallt verða í nátt- úrunni. Hann var mikill veiðimað- ur, gekk til grenja og eyddi mink. Og um það vorum við sammála, að endurnar væru friðhelgar. Ekk- ert er skemmtilegra á vorin en að fylgjast með þeim, telja tegund- irnar og sjá ungana vaxa og dafna. Þegar ég horfi til baka er ég þakklátur fyrir hversu góða vini og ólíka ég hef eignast í gegnum stjórnmálastarfið. Og þegar við hittumst þá er sjaldnast talað um pólitík, líka þótt við séum samherjar. Þorgeir er einn af þeim, sem mér hefur þótt vænst um að kynnast. Ljúfur og kátur og þó skapmikill en þó umfram allt einstakur. Mér finnst að í persónu hans endurspeglist líf og viðhorf sauðfjárbóndans í þúsund ár. Halldór Blöndal. Nú þegar við kveðjum vin okk- ar hann Þorgeir frá Grásíðu rifj- ast upp minningar frá góðum stundum, allt frá fyrstu fundum okkar heima við Víkingavatn vet- urinn 1988 og eru þær ofarlega í huga okkar. Það var strax eins og að koma heim til ættingja, slíkar voru móttökurnar hjá Ragnheiði og Þorgeiri. Frásagnargleðin og kímnin var óviðjafnanleg hjá hon- um. Á slíkum ánægjustundum slær maður rótum í sveitinni og síðan þegar maður ferðast þar um er maður í reynd á heimaslóðum. Eftir að Ragnheiður féll frá bjó Þorgeir áfram á Grásíðu en flutt- ist síðan að Hvammi á Húsavík þar sem hann naut góðrar umönnunar. Hann kunni vel við sig þar þótt hann væri alltaf með hugann við heimahagana í Keldu- hverfinu og lengi vel skaust hann á bílnum sínum heim þegar um- ferðin var sem minnst. Þegar við hjónin áttum leið norður heimsóttum við hann æv- inlega og nutum þess að spjalla við hann um lífið og tilveruna. Hann var sérlega áhugasamur um samtíðina, þótt hann gerði sig vel grein fyrir því að hans skoðun ætti ekki alltaf upp á pallborðið hjá þeim sem ráða ferðinni. En hann var ætíð ófeiminn við að láta sína skoðun í ljós. Margt fólk hef ég hitt um dag- ana, en enginn jafnast á við Þor- geir. Hlýjan sem frá honum streymdi og áhuginn á því sem ég er að fást við hefur verið ein sú besta hvatning sem ég hef fengið um dagana. Blessuð sé minning hans. Hann lifir í hjörtum okkar. Mats Wibe Lund og Arndís Ellertsdóttir. Lífið gaf Dodda frænda næst- um því eitt hundrað ár. Á svona langri ævi var hann búinn að safna mikilli visku og var gaman að ræða við hann um lífið og til- veruna. Hann var sáttur við lífið og gat litið yfir farinn veg og verið stoltur af sínu æviverki. Hann ólst upp í fagurri sveit, í Keldu- hverfi, en átti ekki því láni að fagna að faðir hans gæfi honum styrka hönd í uppeldinu. Aðrir sáu til þess. Í sveitinni undi hann hag sínum vel við bústörf á Grá- síðu. Doddi var metnaðarfullur og vildi ná sem bestum árangri í sauðfjárrækt. Hann var álitinn einn af fremstu mönnum á því sviði á Íslandi á þeim tíma sem hann var við búskap. Það var því mikið áfall þegar hann þurfti að bregða búi töluvert fyrr en hann ætlaði sér því hann var maður innri sannfæringa, stoltur og stórhuga. Ég naut þeirrar gæfu sem barn að fá að vera í sveit hjá Dodda og Rögnu. Sú reynsla, að fá að mjólka kýrnar, strokka smjörið, reka kýrnar í haga, vinna í hey- skap og fara út á Víkingavatnið á kvöldin með strákunum til að vitja netanna, hefur ávallt verið mér ógleymanleg og dýrmæt. Í sveitinni gerðist margt og næg voru störfin en Doddi hafði líka lag á því að slá á létta strengi. Það var ekki óalgengt að sveitungarn- ir kæmu í klippingu til Dodda. Margir af þessum bændum höfðu ýmsa kæki. Gerði Doddi það stundum að gamni sínu að herma eftir þeim og vakti það ómælda kátínu hjá okkur krökkunum. Við báðum Dodda aftur og aftur að sýna okkur hvernig þessi og hinn hefði verið og hlógum okkur máttlaus. Þetta voru dásamlegar stundir. En í sveitinni var að mörgu að hyggja. Eitt af því var að gæta að jafnvægi náttúrunnar og var Doddi einn af þeim sem sáu um það að vinna á ref og mink. Hann var jafnframt góður rjúpnaveiðimaður. Hann hafði einstaka næmni fyrir náttúrunni, lá oft úti á heiðum, þekkti hljóðin og vissi hvað var að gerast hverju sinni. Hann skynjaði birtuna og breytingar í veðurfarinu. Hann átti gott með að lesa í náttúru- öflin. Hann var því sannkallað náttúrubarn sem af eigin ramm- leik og með styrkum stuðningi frá konu sinni byggði upp sterkt bú og stýrði því af miklum myndar- skap. Þannig var honum lýst á ættarmóti sem haldið var árið 2001. Hlífir sér lítt sá heiðurs góði drengur hraðbeittur vel að hverju sem hann gengur. Af meðfæddum krafti lífsins skeiðið skokkar snerpan mun ávallt fylgja Dodda okkar. (Þorfinnur Jónsson.) Þannig lifir Doddi í minning- unni. Á kveðjustund þakka ég honum fyrir alla þá gæsku og göf- uglyndi í gegnum árin sem ég og fjölskylda mín varð aðnjótandi. Megi Guð blessa minningu hans. Ég færi sonum hans og fjölskyld- Þorgeir Einar Þórarinsson ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ ÁSBJÖRNSDÓTTIR frá Hellisandi, lést á Hrafnistu laugardaginn 8. mars. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. mars kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Kristjónsson. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ✝ Faðir okkar, SÓLBJÖRN Á TOFTINI, lést þriðjudaginn 18. janúar. Hann var jarðsunginn í Götu, Færeyjum. Magnús Sólbjörnsson, Þórhildur Sólbjörnsdóttir. ✝ KARL JÓHANN GUÐMUNDSSON leikari, þýðandi og orðsnillingur lést aðfaranótt 3. mars á dvalarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. mars kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Soffía Lára Karlsdóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir, Garðar Hansen Steingerður Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.